Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022

77. fundur 02. maí 2017 kl. 15:30 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir aðalmaður
  • Daníel Ottesen aðalmaður
  • Guðjón Jónasson aðalmaður
  • Ása Hólmarsdóttir aðalmaður
  • Sigurður Arnar Sigurðsson aðalmaður
  • Lulu Munk Andersen embættismaður
Fundargerð ritaði: Lulu Munk Andersen skipulags- og umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.Gröf - Stofnun lóðar - Akur 1

1704016

Landeigendur Gröf, lnr. 133629 hafa óskað eftir að stofnuð verði lóðin Akur 1 úr landinu. Um er að ræða 2,2 ha sumarhúsalóð.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið.

2.Kalastaðakot landnr 133187 - stofnun lóðar - Brennimelur 3

1704041

Sótt er um að stofna 5980m2 lóð fyrir geymsluhúsnæði úr Kalastaðakoti landnr 133187.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið.

3.Kortlagning hávaða á Grundartanga

1505017

Skýrsla um hávaðadreifingu frá hafnarstarfsemi og iðnaðarstarfsemi á Grundartangi lagt fram.
Skýrsla, um hávaðadreifingu frá hafnarstarfsemi, Grundartangi, (ágúst 2016) sem verkfræðistofan EFLA vann fyrir Faxaflóahafnir, lögð fram.
Nefndin óskar eftir upplýsingum frá Faxaflóahöfnum um framhald verkefnisins og óskar eftir samstarfi við USN nefnd um úrbætur í hávaðavörnum á Grundartanga.
Skipulagsfulltrúa falið að fylgja málinu eftir.

4.Sjóvarnarskýrsla 2017

1704012

Sjóvarnarskýrsla 2017 (uppfærsla á útgáfu frá 2011 gefin út af Vegagerðinni) lögð fram.
Skipulagsfulltrúa falið að kynna efni skýrslunnar á heimasíðu sveitarfélagsins að höfðu samráði við Vegagerðina og óska eftir ábendingum íbúa vegna skýrslunnar.

5.Útboð vegna sorpmála.

1702012

Niðurstöður verðkönnunar varðandi gerð útboðsgagna.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að kanna samstarf við Skorradalshrepp varðandi útboð við sorphirðu.
USN nefnd samþykkir tilboð Mannvits í gerð útboðsgagna vegna sorphirðu með fyrirvara um niðurstöðu viðræðna við Skorradalshrepp.

6.Hreinsunarátak 2017

1702029

Unnið að drögum að verklagi um hreinsunarátak í Hvalfjarðarsveit.
Skipulagsfulltrúa falið að senda drögin til sveitarstjórnar.

7.Deiliskipulag - Hótel Hafnarfjall

1603029

Svarbréf frá Skipulagsstofnun
Skipulagsstofnun hefur sent inn athugasemdir, dags. 12. apríl s.l, vegna deiliskipulags við Hótel Hafnarfjall.
Hvað varðar athugasemd um staðsetningu byggingarreita telur USN nefnd að tekið sé nægjanlegt tillit til gróðurverndarsjónarmiða auk þess sem gerður hefur verið mótvægissamningur vegna skógarruðnings við Skógrækt ríkisins.
Aðrar athugasemdir frá Skipulagsstofnun verða settar inn í greinargerð deiliskipulagsins.

ÁH víkur af fundi undir þessum lið. Skipulagsfulltrúi ritar fundargerð.

8.Hafnarskógur breyting á deiliskipulagi

1609007

Deiliskipulagið var auglýst frá 15. febrúar til og með 28. mars 2017, engar athugasemdir bárust.
Lagt fram og kynnt.

9.Heynes - Mhl.06 - Niðurrif

1703046

Ingimar Magnússon sækir um niðurrif á hlöðu, mhl. 06 á jörðinni Heynes, lnr. 133688, fnr. 210-5148.
USN leggur til við sveitarstjórn að heimila niðurrif.
Förgun úrgangs vegna niðurrifs skal vera í samráði við Heilbrigðiseftirlit Vesturlands.

10.Umhverfisvöktun iðnaðarsvæðisins á Grundartanga - niðurstöður ársins 2016

1704023

Umhverfisvöktun íðnaðarsvæðisins á Grundartanga - niðurstöður ársins 2016 lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar