Fara í efni

Sveitarstjórn

235. fundur 28. febrúar 2017 kl. 16:15 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir varaoddviti
  • Hjördís Stefánsdóttir ritari
  • Jónella Sigurjónsdóttir vararitari
  • Ása Helgadóttir aðalmaður
  • Stefán Ármannsson aðalmaður
  • Daníel Ottesen aðalmaður
Fundargerð ritaði: Skúli Þórðarson sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

1.Ósk um aukið stöðuhlutfall.

1702045

Erindi frá Hannessínu Ásgeirsdóttur.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela sveitarstjóra að eiga viðræður við umsjónarmenn Fannahlíðar og Miðgarðs um atriði er varða rekstur húsanna."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

2.Skýrsla sveitarstjóra.

1502013

Skúli Þórðarson fór yfir skýrslu sveitarstjóra.

3.141. fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands.

1702046

Fundargerð lögð fram til kynningar.

4.128. fundur stjórnar SSV, 25. janúar 2017.

1702039

Fundargerð lögð fram til kynningar.

5.Íbúaskrá 1.12.2016

1702041

Frá Þjóðskrá Íslands, dagsett 13. febrúar 2017.
Bréf lagt fram til kynningar.

6.Landsþing - landsþingsfulltrúar.

1702040

Þann 24. mars nk. verður XXXI. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga haldið í Reykjavík.
Bréf lagt fram til kynningar.

7.Ályktun vegna loftgæðamælistöðva í Stekkjarási.

1702043

Erindi frá Umhverfisvaktinni við Hvalfjörð.
Bréf lagt fram til kynningar.

8.Ályktanir aðalfundar Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð 2017.

1702042

Frá Umhverfisvaktinni við Hvalfjörð.
Bréf lagt fram til kynningar.

9.Starf frístundafulltrúa.

1702025

Ráðningarferill.
Umsóknarfrestur um starf frístundafulltrúa í Hvalfjarðarsveit rann út þann 17. febrúar sl. Alls bárust 9 umsóknir um starfið.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela, formanni fræðslu- og skólanefndar, formanni menningar- og atvinnuþróunarnefndar og sveitarstjóra að meta umsóknir og gera tillögu til sveitarstjórnar um ráðningu í starfið."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Sveitarstjórn - 234

1701004F

Fundargerð framlögð.

11.Útleigureglur Heiðarskóla

1506047

Tillaga frá sveitarstjóra.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa reglum um útleigu Heiðarskóla til skoðunar í Fræðslu- og skólanefnd."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

12.Útleigureglur Heiðarborgar

1506048

Tillaga frá sveitarstjóra.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa reglum um útleigu Heiðarborgar til skoðunar í Fræðslu- og skólanefnd."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

13.Vegvísir.

1702037

Tillaga frá sveitarstjóra.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela skólastjóra, formanni fræðslu- og skólanefndar og sveitarstjóra að eiga f.h. sveitarfélagsins viðræður við fulltrúa kennara í Heiðarskóla um atriði er varða Bókun 1 í kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

14.Gistihúsarekstur í skipulögðu sumarhúsahverfi.

1604048

Bréf frá Lex Lögmannsstofu, dagsett 20. febrúar 2017.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela sveitarstjóra að leggja drög að svari við erindinu fyrir sveitarstjórn."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

15.Fræðslu- og skólanefnd - 134

1702003F

Fundargerð framlögð.
DO fór yfir og skýrði einstök atriði fundargerðarinnar.
  • Fræðslu- og skólanefnd - 134 SLG kynnti markmið og stefnu varðandi notkun spjaldtölva í Heiðarskóla. Nefndin samþykkir stefnuna. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa samantektinni aftur til nefndarinnar til nánari skoðunar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

16.41. fundur menningar- og atvinnuþróunarnefndar.

1702044

Fundargerð framlögð.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að eiga fund með nefndinni v/ 2. tl. í fundargerðinni.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

17.Umsögn. Útvíkkun á flæðigryfjum á hafnarsvæði við Grundartanga í Hvalfjarðarsveit

1701024

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir fyrirliggjandi umsögn USN-nefndar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

18.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 75

1702002F

Fundargerð framlögð.
AH fór yfir og skýrði einstök atriði fundargerðarinnar.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 75 Nefndin liggur til við sveitarstjórn að samþykkja framkvæmdaleyfið. Framkvæmdarleyfið verður gefið út samkvæmt 44. grein í skipulagslögum nr. 123/2010. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi vegna breytingar á brúarstæði á Þverá hjá Geitabergi."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 75 Nefndin liggur til við sveitarstjórn að samþykkja framkvæmdarleyfið.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að veita Veitum ehf. framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar á hitaveitulögn frá Læk að Urriðaá."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 75 USN-nefnd telur ekki forsendur til að fara í aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagbreytingu á hluta lands lögbýlisins Lyngholts að svo stöddu. Því leggur nefndin til við sveitarstjórn að hafna erindinu. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu USN-nefndar um að hafna erindi Snóks ehf. um breytingar á ákvæðum aðalskipulags og deiliskipulags á hluta af landi Lyngholts."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar