Sveitarstjórn
Dagskrá
1.Snjómokstur 2016-2017 - Verðkönnun og Samningar
1601013
Minnisblað frá byggingarfulltrúa.
Minnisblað byggingarfulltrúa lagt fram til kynningar.
Að auki lagt fram til samþykktar drög að samkomulagi milli Hvalfjarðarsveitar og Vegagerðarinnar um atriði tengd útboði og framkvæmd snjómoksturs og hálkueyðingar 2016-2017 og drög að Þjónustusamningi Hvalfjarðarsveitar/Vegagerðar við Þrótt ehf. um Vetrarþjónustu í Hvalfjarðarsveit 2016-2017.
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða samninga og felur sveitarstjóra undirritun þeirra."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
SGÁ vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
Að auki lagt fram til samþykktar drög að samkomulagi milli Hvalfjarðarsveitar og Vegagerðarinnar um atriði tengd útboði og framkvæmd snjómoksturs og hálkueyðingar 2016-2017 og drög að Þjónustusamningi Hvalfjarðarsveitar/Vegagerðar við Þrótt ehf. um Vetrarþjónustu í Hvalfjarðarsveit 2016-2017.
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða samninga og felur sveitarstjóra undirritun þeirra."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
SGÁ vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
2.Skýrsla sveitarstjóra.
1502013
Skúli Þórðarson flutti skýrslu sveitarstjóra.
3.139. fundur Heilbrigðiseftirlits Vesturlands.
1611027
Fundargerð framlögð.
4.68. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.
1611022
Fundargerð framlögð.
5.Umframkjör 6% - Uppsögn.
1610022
Bréf frá Verkalýðsfélagi Akraness og svarbréf.
Oddviti f.h. sveitarstjórnar leggur fram eftirfarandi bókun:
Þann 20. október sl. áttu oddviti, sveitarstjóri og skólastjóri Heiðarskóla fund með sex almennum starfsmönnum Heiðarskóla. Tilefni fundarins var að tilkynna þessum starfsmönnum að til stæði að segja upp samningi um umframkjör sem þeir hafa haft frá árinu 2011. Umframkjörin fela í sér 6% hækkun á heildarlaunum viðkomandi starfsmanna. Forsendur þessara umframkjara voru þær að skapa átti meiri sveigjanleika í umræddum störfum. Starfslýsingar fyrir þessi störf voru hins vegar ekki gerðar og verður ekki séð að unnið hafi verið eftir þeim hugmyndum sem voru forsendur umframkjaranna. Sem von er hefur það valdið óánægju hjá öðru almennu starfsfólki sem vinnur hjá sveitarfélaginu í sambærilegum störfum og nýtur ekki fyrrgreindra umframkjara að slíkt ójafnræði launa skuli tíðkast hjá sveitarfélaginu. Á grundvelli jafnræðis telur sveitarfélagið óhjákvæmilegt annað en að taka til skoðunar hvort segja skuli upp samningi um umframkjör sem fyrrgreindir sex starfsmenn hafa haft við grunnskólann, enda verður ekki séð hvaða málefnalegu rök búi að baki þessari mismunun.
Til áréttingar skal þess getið að 18 starfsmenn sem sinna fjölbreyttum störfum við leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar fá greiddar mánaðarlegar eingreiðslur sem er föst krónutala sem nemur á bilinu 4,8 - 5,4 % af heildarlaunum viðkomandi starfsmanna. Hvalfjarðarsveit hefur greitt þessar mánaðarlegu eingreiðslur frá árinu 2007 í þeim tilgangi að hækka laun þeirra sem lægstu launin hafa hjá Hvalfjarðarsveit. Ekki stendur annað til en að halda áfram þessum mánaðarlegu eingreiðslum. Þá skal það einnig áréttað að þeir sex starfsmenn sem fengið hafa fyrrgreind 6% umframkjör hafa einnig notið hinnar mánaðarlegu eingreiðslu. Sveitarstjórn væntir þess að sátt náist um þessi mál og ítrekar mikilvægi þess að jafnræðis og samræmis sé gætt hvað launamál starfsmanna sveitarfélagins varðar. Fyrir liggur að fyrirhugðaðri uppsögn umframkjara hefur verið andmælt með framlögðu bréfi Verkalýðsfélags Akraness. Sveitarstjóri svaraði því bréfi þann 18. nóvember sl. og þykir sveitarstjórn rétt að veita frest til andsvara og því verður ákvörðun um uppsögn umframkjara ekki miðuð við 1. desember nk. eins og gert var ráð fyrir í upphaflegu bréfi til starfsmanna.
Framlögð bókun samþykkt með 7 atkvæðum.
Þann 20. október sl. áttu oddviti, sveitarstjóri og skólastjóri Heiðarskóla fund með sex almennum starfsmönnum Heiðarskóla. Tilefni fundarins var að tilkynna þessum starfsmönnum að til stæði að segja upp samningi um umframkjör sem þeir hafa haft frá árinu 2011. Umframkjörin fela í sér 6% hækkun á heildarlaunum viðkomandi starfsmanna. Forsendur þessara umframkjara voru þær að skapa átti meiri sveigjanleika í umræddum störfum. Starfslýsingar fyrir þessi störf voru hins vegar ekki gerðar og verður ekki séð að unnið hafi verið eftir þeim hugmyndum sem voru forsendur umframkjaranna. Sem von er hefur það valdið óánægju hjá öðru almennu starfsfólki sem vinnur hjá sveitarfélaginu í sambærilegum störfum og nýtur ekki fyrrgreindra umframkjara að slíkt ójafnræði launa skuli tíðkast hjá sveitarfélaginu. Á grundvelli jafnræðis telur sveitarfélagið óhjákvæmilegt annað en að taka til skoðunar hvort segja skuli upp samningi um umframkjör sem fyrrgreindir sex starfsmenn hafa haft við grunnskólann, enda verður ekki séð hvaða málefnalegu rök búi að baki þessari mismunun.
Til áréttingar skal þess getið að 18 starfsmenn sem sinna fjölbreyttum störfum við leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar fá greiddar mánaðarlegar eingreiðslur sem er föst krónutala sem nemur á bilinu 4,8 - 5,4 % af heildarlaunum viðkomandi starfsmanna. Hvalfjarðarsveit hefur greitt þessar mánaðarlegu eingreiðslur frá árinu 2007 í þeim tilgangi að hækka laun þeirra sem lægstu launin hafa hjá Hvalfjarðarsveit. Ekki stendur annað til en að halda áfram þessum mánaðarlegu eingreiðslum. Þá skal það einnig áréttað að þeir sex starfsmenn sem fengið hafa fyrrgreind 6% umframkjör hafa einnig notið hinnar mánaðarlegu eingreiðslu. Sveitarstjórn væntir þess að sátt náist um þessi mál og ítrekar mikilvægi þess að jafnræðis og samræmis sé gætt hvað launamál starfsmanna sveitarfélagins varðar. Fyrir liggur að fyrirhugðaðri uppsögn umframkjara hefur verið andmælt með framlögðu bréfi Verkalýðsfélags Akraness. Sveitarstjóri svaraði því bréfi þann 18. nóvember sl. og þykir sveitarstjórn rétt að veita frest til andsvara og því verður ákvörðun um uppsögn umframkjara ekki miðuð við 1. desember nk. eins og gert var ráð fyrir í upphaflegu bréfi til starfsmanna.
Framlögð bókun samþykkt með 7 atkvæðum.
6.Gistihúsarekstur í skipulögðu sumarhúsahverfi.
1604048
Bréf frá sýslumanni Vesturlands, dagsett 6. október og 15. nóvember 2016.
Bréf sýslumanns Vesturlands og tengd gögn lögð fram til kynningar.
7.Samstarf Vinnumálastofnunar og sveitarfélaga við innleiðingu á nýju húsnæðisbótakerfi.
1611024
Frá Vinnumálastofnun.
Bréf Vinnumálastofnunar lagt fram.
8.Aðalfundarboð Hitaveitufélags Hvalfjarðar sf.
1604051
Ársreikningur 2015 og skýrsla stjórnar, Hitaveitufélags Hvalfjarðar sf.
Ársreikningur og skýrsla stjórnar Hitaveitufélags Hvalfjarðar sf. fyrir árið 2015 lagður fram til kynningar.
9.Rekstraryfirlit janúar - september 2016.
1611026
Frá fjármálastjóra Hvalfjarðarsveitar.
Rekstraryfirlit janúar - september 2016 framlagt.
10.Sveitarstjórn - 229
1610005F
Fundargerð framlögð.
11.Álagning útsvars 2017.
1611028
Tillaga oddvita.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að álagning útsvars á tekjur ársins 2017 skuli vera 13,14%."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að álagning útsvars á tekjur ársins 2017 skuli vera 13,14%."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
12.Tillaga að Samgönguátælun Vesturlands 2017-2019.
1611019
Frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela sveitarstjóra að senda SSV áherslur sveitarstjórnar um framlagða Samgönguáætlun Vesturlands."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela sveitarstjóra að senda SSV áherslur sveitarstjórnar um framlagða Samgönguáætlun Vesturlands."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
13.Úrskurður kjararáðs.
1611023
Laun sveitarstjórnar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Framlagður úrskurður kjararáðs frá 30. október sl. Laun sveitarstjórnarmanna í Hvalfjarðarsveit taka mið af þingfararkaupi Alþingismanna og eru þau 7% af þingfararkaupi fyrir almenna sveitarstjórnarmenn en 16% fyrir oddvita. Laun sveitarstjóra og annarra embættismanna í Hvalfjarðarsveit taka ekki mið af ákvörðun Kjararáðs, heldur af almennum kjarasamningum. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fresta framkvæmd á fyrirhugaðri hækkun."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Framlagður úrskurður kjararáðs frá 30. október sl. Laun sveitarstjórnarmanna í Hvalfjarðarsveit taka mið af þingfararkaupi Alþingismanna og eru þau 7% af þingfararkaupi fyrir almenna sveitarstjórnarmenn en 16% fyrir oddvita. Laun sveitarstjóra og annarra embættismanna í Hvalfjarðarsveit taka ekki mið af ákvörðun Kjararáðs, heldur af almennum kjarasamningum. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fresta framkvæmd á fyrirhugaðri hækkun."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
14.Viðauki vegna styrktarsjóðs.
1611020
Erindi frá fjármálastjóra.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðan viðauka nr. 14.
Félagsmál: 5946 - 02089 65.000 kr.
Fræðslu- og skólamál: 5946 - 04069 125.000 kr.
Menningarmál: 5946 - 05089 300.000 kr.
Æskulýðsmál: 5946 - 06089 380.000 kr.
Bruna og almannavarnir: 5946 - 07083 220.000 kr.
Umhverfismál: 5946 - 11089 250.000 kr.
Samtals 1.340.000 kr. fært af óvissum útgjöldum 5946 - 21085."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðan viðauka nr. 14.
Félagsmál: 5946 - 02089 65.000 kr.
Fræðslu- og skólamál: 5946 - 04069 125.000 kr.
Menningarmál: 5946 - 05089 300.000 kr.
Æskulýðsmál: 5946 - 06089 380.000 kr.
Bruna og almannavarnir: 5946 - 07083 220.000 kr.
Umhverfismál: 5946 - 11089 250.000 kr.
Samtals 1.340.000 kr. fært af óvissum útgjöldum 5946 - 21085."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
15.Ósk um framlag til tækjakaupa.
1611021
Erindi frá Fjölbrautaskóla Vesturlands.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2017."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2017."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
16.12. fundur mannvirkja- og framkvæmdanefndar.
1611030
Fundargerð framlögð.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða Viðhaldsáætlun 2017. Til viðhalds á árinu 2017 eru alls kr. 28.000.000-."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða Viðhaldsáætlun 2017. Til viðhalds á árinu 2017 eru alls kr. 28.000.000-."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
17.40. fundur menningar- og atvinnþróunarnefndar.
1611011
Fundargerð framlögð.
18.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 72
1610004F
Fundargerð framlögð.
AH fór yfir og skýrði einstök atriði fundargerðarinnar.
AH fór yfir og skýrði einstök atriði fundargerðarinnar.
-
Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 72 Lagt fram og kynnt sbr. 2. mgr 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. USN nefnd gerir ekki athugasemd við aðalskipulagsbreytinguna. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar gerir ekki athugasemd við breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2020-2030, Norðlingaholt - Elliðabraut, sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 72 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýsa breytingu á deiliskipulagi í landi Hafnar II skv. uppdrætti með greinargerð dagssett 5. október 2016 og felur m.a. í sér færslu á lóðum nr. 69 og 77.
Málsmeðferð skv. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir, sbr. 1. mgr. 43. gr. laga nr. 123/2010, að auglýsa breytingu á deiliskipulagi í landi Hafnar II, skv. uppdrætti með greinargerð dags. 5. október 2016 sem felur m.a. í sér færslu á lóðum nr. 69 og 77."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 72 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila nafnabreytingu lóðar og samþykkja að breyta notkun lóðar úr súmarhúsalóð í íbúðarhúsalóð.
Ása Hólmardóttir vék af fundi við afgreiðslu á þessum lið. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða ósk um nafnabreytingu lóðar og heimilar að notkun lóðar verði breytt úr sumarhúsalóð í íbúðarhúsalóð."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
JS vakti athygli á vanhæfi sínu og vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa dagskrárliðar. -
Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 72 Skipulagsfulltrúa falið að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir lóðareigendum Stallar, Hafnargerði og Sæla. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela skipulags- og umhverfisfulltrúa að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir lóðareigendum Stalla, Hafnargerðis og Sælu, sbr ákvæði 44. gr. laga nr. 123/2010."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundi slitið - kl. 18:00.
Oddviti leitaði afbrigða um að taka á dagskrá fundarins fundargerð Mannvirkja- og framkvæmdanefndar frá 20. nóvember sl. og skýrslu sveitarstjóra og var það samþykkt með 7 atkvæðum.