Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022

72. fundur 09. nóvember 2016 kl. 15:30 - 17:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir aðalmaður
  • Daníel Ottesen aðalmaður
  • Guðjón Jónasson aðalmaður
  • Ása Hólmarsdóttir aðalmaður
  • Sigurður Arnar Sigurðsson 1. varamaður
Fundargerð ritaði: Lulu Munk Andersen skipulags- og umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.Kynning - Áfangaskýrsla vegna veikinda hrossa á Kúludalsá

1611009

Jakob Kristinsson eiturefnafræðingur og Sigurður Sigurðarson dýralæknir kynntu helstu niðurstöður úr áfangaskýrslu sem unnin var fyrir Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið vegna veikinda hrossa á Kúludalsá.
Nefndin þakkar góða kynningu. Skipulagsfulltrúa falið að hafa samband við Umhverfisstofnun og fá upplýsingar um stöðu vöktunaráætlunarinnar og jafnframt að óska eftir því að sveitarfélagið fái vöktunaráætluninatil umsagnar áður en hún tekur gildi.

2.Ársskýrsla náttúravernarnefndar 2016

1610021

Ársskýrsla Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefndar
Formanni og skipulagsfulltrúa falið að leggja fram drög að ársskýrslu nefndarinnar fyrir næsta fund.

3.Skipulag og umhverfi - Fjárhagsáætlun 2017

1609050

Fjárhagsáætlun. Skipulagsfulltrúi gerði stuttlega grein fyrir nokkrum þáttum fjárhagsáætlunar 2017, m.a. útboði vegna sorphirðu.

4.Framkvæmdaleyfi - aðkomuvegur að Stóra-Lambahaga 2

1605009

Framkvæmdaleyfi. Þrjár athugasemdir bárust á grenndarkynningartímanum. Afgreiðslu frestað. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

5.Breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur - Norðlingaholt

1610007

Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg dags. 4. október 2016 þar sem óskað er eftir umsögn Hvalfjarðarsveitar á tillögu að breytingu Aðalskipulags Reykjavíkur 2020-2030, Norðlingaholt-Elliðabraut
Lagt fram og kynnt sbr. 2. mgr 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. USN nefnd gerir ekki athugasemd við aðalskipulagsbreytinguna.

6.Deiliskipulag - Hótel Hafnarfjall

1603029

Hótel Hafnarfjall. Umsagnir bárust frá 5 aðilum. Afgreiðslu frestað og skipulagsfulltrúa falið að vinna nánar úr framkomnum athugasemdum.

7.Deiliskipulag - vinnubúðir/gistibúðir í landi Lyngholts.

1606036

Lyngholt. Nefndin óskar eftir fundi með umsækjanda. Skipulagsfulltrúa falið að boða til fundarins.

8.Hafnarskógar 69 og 67- breyting á deiliskipulagi

1609007

Hafnarskógur 69 og 77, sótt er um breyting á deiliskipulagi
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýsa breytingu á deiliskipulagi í landi Hafnar II skv. uppdrætti með greinargerð dagssett 5. október 2016 og felur m.a. í sér færslu á lóðum nr. 69 og 77.
Málsmeðferð skv. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Hótel Glymur - breytt deiliskipulag

1610036

Hvalfjörður ehf sækir um deiliskipulagsbreytingu í samræmi við tillögu frá Landlínum. Um er að ræða stækkun hótels um 26 herbergi auk bættrar aðstöðu fyrir eldhús, móttöku, starfsmenn og gesti.
USN nefnd óskar eftir að gerð verði grein fyrir öflun neysluvatns fyrir umrædda stækkun ásamt upplýsingum um fráveitumál. Afgreiðslu frestað.
Daníel Ottesen vék af fundi eftir afgreiðslu á 9. lið.

10.Litla Lambhagaland - Nafnabreyting - Litli-Lambhagi

1610013

Guðrún Adda Maríusdóttir og Sigurjón Sigurðsson óska eftir nafnabreytingu á Litla-Lambhagaland, lnr. 133640, mun lóðin heita Litli-Lambhagi. Einnig óska þau eftir að breyta lóðinni sem er 2 ha úr sumarhúsalóð í íbúðarhúsalóð.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila nafnabreytingu lóðar og samþykkja að breyta notkun lóðar úr súmarhúsalóð í íbúðarhúsalóð.
Ása Hólmardóttir vék af fundi við afgreiðslu á þessum lið.

11.Æðarholt Lnr.212976 - bygginarleyfi,sumarhús

1606037

Skilað hefur veið inn af eiganda Æðarholts í Hvalfjarðarsveit, lnr. 212976 upplýsingum um aðkomu að lóð sinni frá vegi ásamt staðsetningu á brunni sem sækja skal neysluvatn. Einnig er meðfylgjandi yfirlýsingar frá eigendum Hafnar og Hafnargerðis varðandi aðkomu frá þeirra lóð og landi að Æðarholti.
Skipulagsfulltrúa falið að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir lóðareigendum Stallar, Hafnargerði og Sæla.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Efni síðunnar