Fara í efni

Sveitarstjórn

220. fundur 14. júní 2016 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir varaoddviti
  • Hjördís Stefánsdóttir ritari
  • Jónella Sigurjónsdóttir vararitari
  • Ása Helgadóttir aðalmaður
  • Stefán Ármannsson aðalmaður
  • Daníel Ottesen aðalmaður
Fundargerð ritaði: Skúli Þórðarson sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.
Oddviti lagði fram tillögu um að taka með afbrigðum á dagskrá fundarins mál nr. 1603029 og var það samþykkt með 7 atkvæðum.

1.Viðhaldsáætlun 2016.

1604015

Viðauki.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðan viðauka nr. 6: Samþykktur er viðauki vegna breytingar á viðhaldsáætlun Hvalfjarðarsveitar 2016.
Aðalsjóði: Deildir 13018, 13019 og 13020. Bókhaldslykill 4980. Lækkun á kostnaði í heildina upp á 1.150.000 kr.
Eignasjóði: Deildir 31021, 31022, 31042, 31046, 31051, 31058, 31059, 31060 og 31090. Bókhaldslyklar 4610 og 4620. Lækkun á kostnaði í heildina upp á 6.926.000 kr.
B-hluti: Deild 51001 bókhaldslykill 4980. Lækkun á kostnaði í heildina upp á 130.000 kr.
Samtals lækkun á kostnaði 8.206.000 kr. er færð til hækkunar á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

2.839. fundur Sambands íslenskra sveitarfélaga.

1606012

Fundargerð lögð fram til kynningar.

3.135. fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands.

1606011

Fundargerð lögð fram til kynningar.

4.146. fundur stjórnar Faxaflóahafna.

1606010

Fundargerð lögð fram til kynningar.

5.64. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.

1606009

Fundargerð lögð fram til kynningar.

6.Gistihúsarekstur í skipulögðu sumarhúsahverfi.

1604048

Minnisblað og niðurstaða frá Pacta Lögmönnum.
Minnisblað lögmanns sveitarfélagsins lagt fram.
Oddviti greindi frá því að hann ásamt lögmanni og sveitarstjóra hafi fundað með landeigendum þar sem þeim var afhent bréf þar sem fram komu viðbrögð sveitarfélagsins við erindinu.

7.Loftgæðamælingar við Stekkjarás - Umhverfisvaktin við Hvalfjörð

1606002

Erindi frá Umhverfisvaktinni við Hvalfjörð.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tekur undir áskorun Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð til Umhverfisstofnunar um að mengunarmælingar vegna stóriðjunnar á Grundartanga verði efldar til muna og að þær verði framkvæmdar þannig að sem öruggust vitneskja fáist um flest möguleg mengunargildi. Sveitarstjórn leggur áherslu á að nýjum mælum verði komið fyrir t.d. í Melahverfi en mælar sem fyrir eru t.d. við Stekkjarás, verði ekki færðir."
AH tók til máls og skýrði atriði er varða framkomna tillögu.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Rekstraryfirlit janúar-apríl.

1606014

Frá fjármálastjóra.
Rekstraryfirlitið framlagt.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra og fjármálastjóra að taka saman greinargerð og kynna sveitarstjórn ástæður og möguleg viðbrögð við þeirri stöðu sem rekstraryfirlitið sýnir."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Deiliskipulag - Hótel Hafnarfjall

1603029

Á 67. fundi USN- nefndar var gerð eftirfarandi bókun:
"Skipulagsfulltrúa falið að kynna umsækjanda umsögn Skipulagsstofnunar".
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að gera framkomið álit Skipulagsstofnunar, sem fram kemur í 7. lið 67. fundargerðar USN-nefndar frá 25. maÍ sl., að sínu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Úrsögn úr Menningar- og atvinnuþróunarnefnd.

1606017

Erindi frá Brynjari Ottesen
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að tilnefna Ástu Marý Stefánsdóttur sem aðalmann í Menningar- og atvinnuþróunarnefnd í stað Brynjars Ottesens.
Jafnframt samþykkt að tilnefna Önnu Torfadóttur sem 5. varamann í Menningar- og atvinnuþróunarnefnd Hvalfjarðarsveitar. Sveitarstjórn færir Brynjari þakkir fyrir vel unnin störf í þágu menningar- og atvinnuþróunar í Hvalfjarðarsveit."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

11.Sveitarstjórn - 219

1605002F

Fundargerð framlögð.

12.Gatnagerð í Melahverfi - Tilboð.

1606015

Frá byggingarfulltrúa Hvalfjarðarsveitar.
ÁH tók til máls og lýsti yfir vanhæfi og vék hún af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að taka tilboði frá lægstbjóðanda Þrótti ehf. kr. 47.473.553- og felur sveitarstjóra að undirrita verksamning við verktaka. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðan viðauka nr. 5: Samþykktur viðauki vegna gatnagerðar í Melahverfi að upphæð 20.000.000 kr á 32051-11470. Auknum útgjöldum vegna fjárfestingahreyfinga mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
ÁH tók aftur sæti á fundinum.

13.Aðalfundur í Vatnsveitufélagi Hvalfjarðarsveitar sf.

1606013

Fundurinn verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Hvalfjarðarsveit að Innrimel 3, kl. 11:00, 30. júní nk.
SGÁ tók til máls og tilkynnti um fyrirhugaða breytingu á fundartíma aðalfundar og mun það verða kynnt síðar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að tilnefna Guðjón Jónasson sem aðalmann og Stefán G. Ármannsson sem varamann í stjórn Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar sf. Skúli Þórðarson, sveitarstjóri fari með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundinum."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

14.Þróunarfélag Grundartanga.

1601020

Stofnfundarboð, fundurinn verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Hvalfjarðarsveit að Innrimel 3, kl. 14:00, 30. júní nk.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að tilnefna Björgvin Helgason sem aðalmann og Stefán G. Ármannsson sem varamann í stjórn Grundartanga Þróunarfélags ehf. Björgvin Helgason fari með atkvæði sveitarfélagsins á stofnfundinum."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
AH situr hjá við afgreiðsluna.

15.Kjörskrá Hvalfjarðarsveitar vegna forsetakosninga.

1606008

Kjörskráin liggur frammi til samþykktar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða kjörskrá Hvalfjarðarsveitar vegna forsetakosninga sem fram fara þann 25. júní 2016. Á kjörskrá eru alls 472 einstaklingar. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra áritun og framlagningu kjörskrárinnar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

16.Sumarleyfi sveitarstjórnar og lokun skrifstofu.

1606007

Frá sveitarstjóra.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að sumarleyfi sveitarstjórnar verði frá og með 4. júlí til og með 1. ágúst nk. Reglulegir fundir sveitarstjórnar 12. og 26. júlí nk. falla því niður. Næsti reglulegi fundur að loknu sumarleyfi verður haldinn þann 9. ágúst nk. Ef þörf krefur verður boðað til fundar í sveitarstjórn komi upp mál sem þarfnast skjótrar úrlausnar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
Skrifstofa Hvalfjarðarsveitar verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með 18. júlí til og með 1. ágúst nk."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
HS situr hjá við afgreiðsluna.

17.Ráðning skipulags- og umhverfisfulltrúa.

1605006

Tillaga framlögð.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Að tillögu oddvita, varaoddvita og sveitarstjóra, sem falið var að fara yfir umsóknir um starf skipulags- og umhverfisfulltrúa, samþykkir sveitarstjórn að ráða Lulu Munk Andersen í starf skipulags- og umhverfisfulltrúa Hvalfjarðarsveitar. Um er að ræða tímabundna ráðningu til eins árs frá og með 21. júní nk. 7 umsóknir bárust um starfið."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
HS situr hjá við afgreiðsluna.

18.Kosningar skv. 7.gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar nr 554 frá 29. maí 2013.

1606006

Kjör oddvita og varaoddvita, til 1. árs í senn.
Oddviti lýsti eftir tillögu um kjör oddvita og varaoddvita.
ÁH tók til máls og lagði til að Björgvin Helgason yrði kjörinn oddviti og Arnheiður Hjörleifsdóttir yrði kjörin varaoddviti.
Tillagan borin undir atkvæði og ´samþykkt með 7 atkvæðum.

19.Fræðslu- og skólanefnd - 128

1605001F

Fundargerð framlögð.
DO fór yfir og kynnti einstök atriði fundargerðarinnar.
  • Fræðslu- og skólanefnd - 128 Farið yfir verklagsreglur leikskóla. Þær samþykktar með smávægilegum breytingum og félagsmálastjóra falið að leiðrétta reglurnar samkvæmt því. Verklagsreglum leikskóla vísað áfram til sveitarstjórnar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir fresta afgreiðslu á verklagsreglum leikskóla."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og skólanefnd - 128 Skólastjóri kynnti erindi sitt er varðar ráðningu verkefnastjóra Skýjaborgar í 60% stöðu frá 1.september til loka júní 2017 og óskar eftir auknu fjármagni á núverandi fjárhagsári vegna þess. Nefndin tekur jákvætt í erindið og leggur til við sveitarstjórn að veita fjármagn í verkefnið með það að leiðarljósi að efla faglegt starf í leikskólanum. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir, að tillögu Fræðslu- og skólanefndar, tímabundna ráðningu Söru Margrétar Ólafsdóttur, doktorsnema í leikskólakennarafræðum í starf verkefnisstjóra á Skýjaborg í 60% stöðu frá og með 1. september 2016 til og með 30. júní 2017. Markmið ráðningarinnar er m.a. að stuðla að fjölgun fagmenntaðs starfsfólks á Skýjaborg. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að leggja fram viðauka vegna ráðningarinnar á næsta fundi sveitarstjórnar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

20.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 67

1605004F

Fundargerð framlögð.
AH fór yfir og skýrði einstök atriði fundargerðarinnar.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 67 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði framkvæmdaleyfi samkvæmt 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir, að tillögu USN-nefndar, að veita umbeðið framkvæmdaleyfi v/ gatnagerðar o.fl. að Brekkumel og Háamel."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 67 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði framkvæmdaleyfi samkvæmt 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Í ljósi framkominna andmæla þriggja af fjórum eigendum útihúsa að Stóra-Lambhaga 2 verður að líta svo á að formgalli hafi verið á tillögu USN-nefndar til sveitarstjórnar um útgáfu umbeðins framkvæmdaleyfis þar sem upplýsingar um stöðu máls hafi ekki verið nægar. Að framansögðu samþykkir sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að hafna útgáfu framkvæmdaleyfis um breytta aðkomu að útihúsum að Stóra-Lambhaga 2."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 67 Lagt fram og kynnt. USN nefnd gerir ekki athugsemdir við breytingar skipulagsins sbr. 2.mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar gerir ekki athugasemdir við breytingu skipulagsins sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 67 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila stofnun lóðar á jörðinni Geldingaárland lnr. 133740 sem verður 11.042 fm. að stærð. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir, að tillögu USN-nefndar, að heimila stofnun lóðar á jörðinni, Geldingaárland lnr. 133740 sem verður 11.042 fm að stærð."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 67 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að veita byggingarleyfi. sbr. 3. mgr. 4. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir, að tillögu USN-nefndar, að veita umbeðið byggingarleyfi fyrir 265,5 fm íbúðarhúsnæði með bílskúr á íbúðarhúsalóð í landi Geldingarár, lnr. 133740, sbr. 3. mgr. 4. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 67 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfi skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir eigendum Teigarás (lnr. 133718) og Lindás (lnr. 133705). Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir, að tillögu USN-nefndar, að grenndarkynna umbeðið byggingarleyfi skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir eigendum Teigaráss (lnr. 133718) og Lindáss (lnr. 133705) og lóðareigendum Ytra-Hólmslands (lnr. 189092)."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar