Fræðslu- og skólanefnd 2014-2018
Dagskrá
1.Verklagsreglur leikskóla
1605001
Farið yfir verklagsreglur leikskóla. Þær samþykktar með smávægilegum breytingum og félagsmálastjóra falið að leiðrétta reglurnar samkvæmt því. Verklagsreglum leikskóla vísað áfram til sveitarstjórnar.
2.Viðhaldsmál ipada
1605031
Farið yfir erindi frá skólastjóra varðandi mikilvægi viðhalds á spjaldtölvum skólans. Afgreiðslu frestað og nánari skoðun og greining fyrirhuguð.
3.Veikindi á Skýjaborg
1605032
Farið yfir erindi frá skólastjóra varðandi langvarandi veikinda starfsmanna á Skýjaborg og aukins kostnaðar vegna þess. Afgreiðslu frestað og skoðað nánar seinni hluta árs.
4.Ráðning verkefnastjóra
1605033
Skólastjóri kynnti erindi sitt er varðar ráðningu verkefnastjóra Skýjaborgar í 60% stöðu frá 1.september til loka júní 2017 og óskar eftir auknu fjármagni á núverandi fjárhagsári vegna þess. Nefndin tekur jákvætt í erindið og leggur til við sveitarstjórn að veita fjármagn í verkefnið með það að leiðarljósi að efla faglegt starf í leikskólanum.
5.Þörf fyrir aukna sérfræðiþjónustu
1605035
Farið yfir erindi frá skólastjóra varðandi aukna þörf á sérfræðiþjónustu. Nefndin óskar eftir nánari upplýsingum frá skólastjóra á hvers kyns þjónustu um ræðir, magn hennar og nánar um áætlaðan kostnað.
6.Viðhorfskönnun foreldra og starfsmanna, Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.
1602004
Viðhorfskönnun lögð fram. Frekari vinna vegna niðurstaðna kannanna áætluð.
7.Ábending til skólanefnda um kostnað vegna námsgagna
1605004
Frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram bréf sem barst frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga varðandi kostnað vegna námsgagna. Fulltrúi foreldrafélagsins lýsir ánægju sinni með fyrirkomulag skólans í þeim málum.
8.Fundargerð foreldrafélags leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar
1410063
Fundargerð foreldrafélags leik- og grunnskóla lögð fram.
9.Vinnuskóli 2016
1604022
Umhverfis- og skipulagsfulltrúi upplýsti nefndina um stöðu mála varðandi vinnuskóla 2016.
10.Niðurstöður starfsmannasamtala
1605034
Skólastjóri sagði í stuttu máli frá samantekt úr niðurstöðum starfsmannasamtala.
Fundi slitið - kl. 16:15.