Sveitarstjórn
Dagskrá
Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti, bauð fundarfólk velkomið og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.
1.Sveitarstjórn - 414
2502001F
Fundargerðin framlögð.
2.Menningar- og markaðsnefnd - 57
2501007F
Fundargerðin framlögð.
BSG fór yfir helstu atriði fundarins.
BSG fór yfir helstu atriði fundarins.
3.Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 46
2501006F
Fundargerðin framlögð.
EÓG fór yfir helstu atriði fundarins.
EÓG fór yfir helstu atriði fundarins.
-
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 46 Með ódagsettu bréfi hefur Skipulagsstofnun leitað umsagnar Hvalfjarðarsveitar um matsáætlun vegna umhverfismats fyrirhugaðs landeldis Aurora fiskeldi ehf. á Grundartanga, þar sem ætlunin er að framleiða 28.000 tonn af laxi árlega. Það er mat umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar Hvalfjarðarsveitar að í matsáætluninni sé gerð fullnægjandi grein fyrir því hvernig staðið verði að umhverfismati. Því telur nefndin ekki tilefni til að gera athugasemdir við matsáætlunina. Nefndin vill þó leggja áherslu á nauðsyn þess að í umhverfismatsskýrslu komi skýrt fram hver sé heildarferskvatnsþörf framleiðslunnar og hversu margir sekúndulítrar þar af þurfi að koma frá vatnsveitu (eða úr sjó með RO-síun), ásamt nákvæmri lýsingu á því hvernig þess vatns verður aflað. Einnig er ástæða til að skýra hvernig komið verður í veg fyrir slysasleppingar við flutning sláturfisks, svo sem frá kerjum til skips. Þá bendir nefndin á að eins og fram kemur í matsáætlun er framkvæmdasvæðið í jaðri svæða á Náttúruminjaskrá og hverfisverndarsvæðis samkvæmt aðalskipulagi. Gera þarf skýra grein fyrir áhrifum framkvæmdarinnar á þessi svæði og hvernig reynt verður að lágmarka þau. Þessu til viðbótar minnir nefndin á, að eins og fram kemur í matsáætlun er framkvæmdin háð framkvæmdaleyfi sveitarstjórnar, mannvirki á framkvæmdasvæðinu eru háð byggingarleyfi og framkvæmdin kallar á breytingar á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar og deiliskipulagi hafnar-, iðnaðar-, og athafnasvæðis á Grundartanga, austursvæði. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir bókun nefndarinnar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 46 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd Hvalfjarðarsveitar leggst ekki gegn því að Utanríkisráðuneytið veiti Röst sjávarrannsóknasetri leyfi til rannsókna á basavirkni sjávar í Hvalfirði, sbr. umsagnarbeiðni ráðuneytisins dags. 4. febrúar 2025. Út frá fyrirliggjandi gögnum telur nefndin mjög ólíklegt að rannsóknin hafi neikvæð áhrif á lífríki í Hvalfirði, nema þá mjög tímabundið í 0-100 m fjarlægð frá losunarstað. Hönnun rannsóknarinnar miðast við að losun natríumhýdroxíðs verði þannig stýrt að öruggum pH-mörkum verði viðhaldið og í umsókninni er sett fram ítarleg áhættugreining og viðbragðsáætlun sem fylgt verður ef eitthvað fer úrskeiðis. Þá hefur umsækjandi lagt til að Umhverfis- og orkustofnun hafi eftirlit með rannsókninni, þrátt fyrir að slíkt sé ekki skylt skv. lögum. Loks bendir nefndin á að rannsóknin er til þess fallin að auka þekkingu á basavirkni sjávar og mögulegri nýtingu þessarar virkni í þágu loftslagsmála og viðhalds lífríkis í sjó. Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir og staðfestir bókun nefndarinnar. Hins vegar vill sveitarstjórn árétta til ráðuneytisins að þessi ákvörðun verði tekin að vel ígrunduðu máli".
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
Andrea Ýr Arnardóttir vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 46 Umrætt svæði er skv. aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 skilgreint annars vegar sem úrvals landbúnaðarland L1 með takmörkuðum byggingarheimildum og hinsvegar sem frístundasvæði F35. Um landbúnaðarland L1 gildir að eingöngu er að jafnaði heimilt að byggja til landbúnaðar eða í tengslum við rekstur bús s.s. minni háttar rekstur með landbúnaði, til að auðvelda kynslóðaskipti eða byggingar til landbúnaðar. Heimilt er að byggja upp í tengslum við núverandi bæjartorfur eða í jaðri svæða.
Skv. kafla 2.2.1 um íbúðabyggð segir í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032, í almennum skilmálum fyrir dreifbýli, að ekki sé gert ráð fyrir nýjum íbúðasvæðum í dreifbýli á skipulagstímanum, umfram Hlíðarbæ (ÍB1) og Bjarkarás (ÍB2).
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að um sé að ræða verulega breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 í ljósi þess að umrædd breyting sé ekki í samræmi við meginmarkmið aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.
Hinsvegar telur nefndin að breytingartillaga aðalskipulagsins sem snýr að breytingu landbúnaðarlands í íbúðarbyggð, á svæði sem er deiliskipulagt sem frístundabyggð, sé að stóru leyti leiðrétting á misræmi sem sé að finna í skipulagi svæðisins.
Vill nefndin árétta eftirfarandi atriði og tefla fram sem rökstuðningi fyrir umræddum breytingum:
a)
Skv. töflu 3, um skilmála fyrir frístundabyggð í kafla 2.2.2, segir í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 að gert sé ráð fyrir tveimur frístundabyggðasvæðum í landi Kúludalsár, en um sé að ræða svæði F34 sem er 14 ha að stærð, ofan þjóðvegar og gerir ráð fyrir 24 frístundahúsalóðum og svæði F35 sem er 18 ha að stærð, neðan þjóðvegar og gerir ráð fyrir 18 frístundahúsalóðum. Samtals er því um að ræða 32 hektara af frístundabyggð og 42 frístundahúsalóðum, umfram það svæði sem þegar sé deiliskipulagt sem frístundasvæði, en er landbúnaðarland skv. aðalskipulagi. Engum lóðum hefur verið úthlutað / engin lóð verið seld það sem af er skipulagstímabilinu og skv. þeirri tillögu sem hér um ræðir er frístundasvæðið neðan þjóðvegar, þ.e. F35, fellt út úr skipulagi sem frístundasvæði og því breytt að hluta til aftur í landbúnaðarland og að hluta til í aðra landnotkun þ.e. athafnasvæði.
Telur nefndin að umrædd breyting sé ekki óeðlileg sé raunin sú að ekki hafi verið eftirspurn eftir frístundahúsalóðum á svæðinu.
b)
Í gildi er deiliskipulag frístundabyggðar í landi Kúludalsár, reitur E, frá árinu 1998. Þar kemur fram að á svæðinu séu 5 frístundahúsalóðir.
Ljóst er því að deiliskipulag svæðisins er á skjön við gildandi aðalskipulag sveitarfélagsins, en landnotkun þess lands sem skilgreint er deiliskipulag frístundabyggðar sbr. reitur E, frá árinu 1998, er landbúnðarland skv. gildandi aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.
c)
Sú landnotkunarbreyting sem tillagan hefur í för með sér (íbúðabyggð), hefur óveruleg áhrif á umhverfið þegar horft er til þess að landið er að stórum hluta til þegar byggt og þegar séu íbúðarhús og sumarhús byggð á svæðinu, fyrir sé vegtenging við þjóðveg 1 og vegagerð til staðar milli húsa í hverfinu, lagnir á svæðinu ofl. Ekki er talið að breytingin hafi áhrif á einstaka aðila s.s. nágranna eða hafi áhrif á stórt svæði.
d)
Ákveðið misræmi er í því fólgið að landið, þar sem þegar eru komnar byggingar, sé skráð sem L1 í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar. Svæðið er þegar raskað og ljóst að ekki er um að ræða afturkræfar framkvæmdir og landið því ekki nýtanlegt sem landbúnaðarland.
e)
Skv. kafla 2.2.1 um íbúðarbyggð segir í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 að sveitarfélagið leggi áherslu á að skilgreind íbúðarsvæði verði í góðum tengslum við núverandi veitukerfi s.s. vegi, rafmagns- og ljósleiðaratengingar. Við skipulag þeirra skuli tryggja aðkomu og flóttaleiðir út frá öryggissjónarmiðum. Að mati nefndarinnar er þessi breyting á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar gerð með hliðsjón af þessu.
f)
Eins og fram hefur komið segir í kafla 2.2.1 um íbúðarbyggð, í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032, í almennum skilmálum fyrir dreifbýli, að ekki sé gert ráð yfir nýjum íbúðarsvæðum í dreifbýli á skipulagstímanum, umfram Hlíðarbæ (ÍB1) og Bjarkarás (ÍB2). Í Hlíðarbæ er skipulagssvæðið fullbyggt, en í Bjarkarási hefur þeim lóðum sem til reiðu voru við gerð aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2020-2032, ýmist verð úthlutað eða þær verið byggðar.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa lýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í landi Kúludalsár í Hvalfjarðarsveit. Lýsingin er samþykkt með áorðnum breytingum og er Umhverfis- og skipulagsdeild falið að koma þeim breytingum á framfæri við skipulagshöfund.
Í afgreiðslu nefndarinnar felst m.a. að leita umsagnar um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og kynna hana fyrir almenningi.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir bókun nefndarinnar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
Ómar Örn Kristófersson vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 46 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti deiliskipulag Hafnarbergs með áorðnum breytingum og að gildistaka þess verði send til staðfestingar í B-deild Stjórnartíðinda að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar eftir auglýsingu.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir deiliskipulag Hafnarbergs með áorðnum breytingum og að gildistaka þess verði send til staðfestingar í B-deild Stjórnartíðinda að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar eftir auglýsingu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 46 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið.
Grenndarkynnt verði m.a. hjá aðliggjandi lóðarhöfum.
Vellir 7 L219979, Reynivellir L219975, Vellir 4 L219976, Vellir 6 L219978, Vellir 2 L219974, auk upprunajarðar Vellir 1 L219973.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
Sæmundur Víglundsson vék af fundi við afgreiðslu málsins. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir bókun nefndarinnar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 46 USNL-nefnd samþykkir að fela Umhverfis- og skipulagsdeild og eftir atvikum í samstarfi við landeigendur/veghaldara á hverjum stað, að sækja um verkefni skv. umræðum á fundinum. Fram kom að sækja um vegna liða 5) og 8), en um er að ræða vegi að fjallskilaréttum og skógræktarsvæði. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir bókun nefndarinnar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
4.Breytingar á Samþykkt um stjórn Hvalfjarðarsveitar.
2204043
Síðari umræða.
Síðari umræða um breytingu á samþykkt um stjórn Hvalfjarðarsveitar, nr. 692/2022, með síðari breytingum nr. 1623/2022. Annars vegar er um að ræða breytingu á fjölda aðal- og varamanna í Menningar- og markaðsnefnd þar sem fulltrúafjöldi verður þrír í stað fimm áður og er sú breyting gerð í takt við breytt umfang verkefna nefndarinnar. Hins vegar er sú breyting að felldar eru út Fölskyldu- og frístundanefnd og Fræðslunefnd sem sameinast munu í nýja nefnd, Velferðar- og fræðslunefnd sem kemur ný inn í samþykktirnar í því skyni að auka skilvirkni, bæta yfirsýn, samþættingu og þjónustu á sviði velferðar og fræðslu.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagða tillögu að breytingu á samþykkt um stjórn Hvalfjarðarsveitar nr. 692/2022, með síðari breytingum nr. 1623/2022 og felur sveitarstjóra að óska eftir staðfestingu ráðherra á samþykktinni og birtingu í Stjórnartíðindum. Fyrri umræða fór fram á 414. sveitarstjórnarfundi þann 12. febrúar sl."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagða tillögu að breytingu á samþykkt um stjórn Hvalfjarðarsveitar nr. 692/2022, með síðari breytingum nr. 1623/2022 og felur sveitarstjóra að óska eftir staðfestingu ráðherra á samþykktinni og birtingu í Stjórnartíðindum. Fyrri umræða fór fram á 414. sveitarstjórnarfundi þann 12. febrúar sl."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
5.Erindisbréf Hvalfjarðarsveitar.
2206005
Erindisbréf Menningar- og markaðsnefndar.
Breyting á erindisbréfi fela í sér breytingar á fjölda aðal- og varamanna í Menningar- og markaðsnefnd þar sem fulltrúafjöldi verður þrír í stað fimm áður og að nefndin mun koma saman að jafnaði annan hvern mánuð en ekki að jafnaði einu sinni í mánuði eins og áður var. Breytingarnar eru gerðar í takt við breytt umfang verkefna nefndarinnar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagt erindisbréf Menningar- og markaðsnefndar sem taka mun gildi að lokinni síðari umræðu um breytingar á samþykkt um stjórn Hvalfjarðarsveitar, staðfestingu ráðherra og auglýsingu breytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda.
Skipun í Menningar- og markaðsnefnd er eftirfarandi:
Aðalmenn: Birkir Snær Guðlaugsson, sem jafnframt verður formaður nefndarinnar, Ásdís Björg Björgvinsdóttir og Guðjón Þór Grétarsson.
Varamenn í þessari röð: Bára Tómasdóttir, Sævar Ingi Jónsson og Sigrún Bára Gautadóttir."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagt erindisbréf Menningar- og markaðsnefndar sem taka mun gildi að lokinni síðari umræðu um breytingar á samþykkt um stjórn Hvalfjarðarsveitar, staðfestingu ráðherra og auglýsingu breytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda.
Skipun í Menningar- og markaðsnefnd er eftirfarandi:
Aðalmenn: Birkir Snær Guðlaugsson, sem jafnframt verður formaður nefndarinnar, Ásdís Björg Björgvinsdóttir og Guðjón Þór Grétarsson.
Varamenn í þessari röð: Bára Tómasdóttir, Sævar Ingi Jónsson og Sigrún Bára Gautadóttir."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
6.Höfði , hjúkrunar- og dvalarheimili - starfshópur.
2406004
Minnisblað starfshóps um starfsemi og rekstur Höfða.
Elsa Lára Arnardóttir formaður starfshóps um starfsemi og rekstur Höfða og Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri Höfða komu á vinnufund sveitarstjórnar þann 24. febrúar sl. og kynntu efni minnisblaðsins.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Minnisblaðið lagt fram. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar þakkar Elsu Láru og Kjartani fyrir kynninguna. Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Minnisblaðið lagt fram. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar þakkar Elsu Láru og Kjartani fyrir kynninguna. Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
7.Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar - tækjabúnaður.
2103114
Erindi frá Slökkviliðsstjóra Akraness og Hvalfjarðarsveitar.
Beiðni um aukafjárveitingu til bifreiðakaupa fyrir eldvarnareftirlit Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að veita fjármagn til bifreiðakaupa á grundvelli fyrirliggjandi minnisblaðs og samkvæmt kostnaðarskiptingu samnings sveitarfélaganna þar um. Sveitarstjórn samþykkir vegna þess viðauka nr. 7 við fjárhagsáætlun ársins 2025 að fjárhæð kr. 1.289.040 sem eignfærð verður á deild 32051, auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að veita fjármagn til bifreiðakaupa á grundvelli fyrirliggjandi minnisblaðs og samkvæmt kostnaðarskiptingu samnings sveitarfélaganna þar um. Sveitarstjórn samþykkir vegna þess viðauka nr. 7 við fjárhagsáætlun ársins 2025 að fjárhæð kr. 1.289.040 sem eignfærð verður á deild 32051, auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
8.Erindi til forsætisráðherra frá sveitarfélögum á Vesturlandi og Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi
2502028
Beiðni um fund og skipan viðbragðshóps vegna neyðarástands í vegamálum á Vesturlandi.
Framlagt.
9.Frumkvæðisathugun á stoð- og stuðningsþjónustureglum sveitarfélaga 2024.
2502027
Skýrsla frá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála.
Framlagt og vísað til Fjölskyldu- og frístundanefndar eða eftir atvikum til nýrrar nefndar, Velferðar- og fræðslunefndar.
10.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025.
2501032
Erindi frá Innviðaráðuneyti.
Framlagt.
11.Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.
2502019
Erindi frá Lánasjóði sveitarfélaga.
Framlagt.
12.Fundargerðir 2025 ásamt fylgigögnum - Samband íslenskra sveitarfélaga.
2502003
Fundargerð 963. fundar.
Fundargerðin framlögð.
Fundi slitið - kl. 15:33.