Sveitarstjórn
Dagskrá
1.Sveitarstjórn - 408
2410008F
Fundargerðin framlögð.
2.Fjölskyldu- og frístundanefnd - 61
2411001F
Fundargerðin framlögð.
IMS fór yfir helstu atriði fundarins.
IMS fór yfir helstu atriði fundarins.
-
Fjölskyldu- og frístundanefnd - 61 Rennibrautin í sundlauginni á Hlöðum er orðin varasöm og fullnægir ekki öryggisstöðlum. Viðgerðir hafa verið reglubundar á hverju ári en eru orðnar kostnaðarsamar og ófullnægjandi. Með hliðsjón af lögum um að búnað og öryggi er mælt með því að rennibrautin verið tekin úr nokun til að tryggja öryggi gesta og koma í veg fyrir slys.
Með tilliti til öryggismála telur fjölskyldu- og frístundanefnd að fjarlæga þurfi rennibrautina. Ákvörðun nefndarinnar vísað til sveitastjórnar til staðfestingar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir bókun nefndarinnar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
3.Breyting vinnuviku samkvæmt kjarasamningum frá 1. nóvember 2024.
2411016
Erindi frá sveitarstjóra.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða tillögu um að skrifstofa sveitarfélagsins loki kl. 12 á föstudögum í því skyni að uppfylla nýgerða kjarasamninga sem kveða á um 36 stunda vinnuviku. Sveitarstjórn samþykkir að fyrirkomulagið taki gildi 1. janúar nk. en fram til þess tíma mun starfsfólk skrifstofu stytta hvern dag eða hverja vinnuviku þannig að hver vika gangi upp með 36 stunda virkum vinnustundum. Af ofangreindri breytingu leiðir að innsend erindi sem taka á fyrir á sveitarstjórnarfundi þurfa að berast eigi síðar en á fimmtudegi í vikunni fyrir sveitarstjórnarfund. Sveitarstjórnarfundir fara fram annan og fjórða hvern miðvikudag hvers mánaðar. Sveitarstjóra falið að kynna breytt fyrirkomulag opnunartíma og erinda á heimasíðu og fésbókarsíðu sveitarfélagsins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
Helga Harðardóttir vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða tillögu um að skrifstofa sveitarfélagsins loki kl. 12 á föstudögum í því skyni að uppfylla nýgerða kjarasamninga sem kveða á um 36 stunda vinnuviku. Sveitarstjórn samþykkir að fyrirkomulagið taki gildi 1. janúar nk. en fram til þess tíma mun starfsfólk skrifstofu stytta hvern dag eða hverja vinnuviku þannig að hver vika gangi upp með 36 stunda virkum vinnustundum. Af ofangreindri breytingu leiðir að innsend erindi sem taka á fyrir á sveitarstjórnarfundi þurfa að berast eigi síðar en á fimmtudegi í vikunni fyrir sveitarstjórnarfund. Sveitarstjórnarfundir fara fram annan og fjórða hvern miðvikudag hvers mánaðar. Sveitarstjóra falið að kynna breytt fyrirkomulag opnunartíma og erinda á heimasíðu og fésbókarsíðu sveitarfélagsins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
Helga Harðardóttir vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins.
4.Hitaveita
2009013
Málefni Hvalfjarðarveitu.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Í ljósi þess að Hvalfjarðarveitur hafa ekki fjárhagslegan grundvöll til að standa undir greiðslum af láni Aðalsjóðs til Hvalfjarðarveitna samþykkir sveitarstjórn að Aðalsjóður leggi Hvalfjarðarveitum til stofnfé sem samsvarar kröfu Aðalsjóðs á hendur Hvalfjarðarveitum miðað við fjárhagsstöðu milli fyrirtækjanna þann 31. október 2024."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Í ljósi þess að Hvalfjarðarveitur hafa ekki fjárhagslegan grundvöll til að standa undir greiðslum af láni Aðalsjóðs til Hvalfjarðarveitna samþykkir sveitarstjórn að Aðalsjóður leggi Hvalfjarðarveitum til stofnfé sem samsvarar kröfu Aðalsjóðs á hendur Hvalfjarðarveitum miðað við fjárhagsstöðu milli fyrirtækjanna þann 31. október 2024."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
5.Fjárhagsáætlun Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis 2025-2028.
2410043
Erindi frá Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Fjárhagsáætlun Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimilis 2025-2028 sem lögð var fram til fyrri umræðu stjórnar Höfða þann 28. okt. sl. lögð fram til umfjöllunar, milli umræðna, í sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar. Líkt og kveðið er á um í skipulagsskrá Höfða verður, að lokinni seinni umræðu í stjórn Höfða, endanleg fjárhagsáætlun Höfða send til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Fjárhagsáætlun Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimilis 2025-2028 sem lögð var fram til fyrri umræðu stjórnar Höfða þann 28. okt. sl. lögð fram til umfjöllunar, milli umræðna, í sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar. Líkt og kveðið er á um í skipulagsskrá Höfða verður, að lokinni seinni umræðu í stjórn Höfða, endanleg fjárhagsáætlun Höfða send til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
6.Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands fyrir árið 2025.
2410041
Erindi frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir, fyrir sitt leyti, fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands fyrir árið 2025."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn samþykkir, fyrir sitt leyti, fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands fyrir árið 2025."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
7.Ósk um endurgjaldslaus afnot af Miðgarði.
2411005
Erindi frá félagsmálastjóra og frístunda- og menningarfulltrúa Hvalfjarðarsveitar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að veita endurgjaldslaus afnot af félagsheimilinu Miðgarði 6. nóvember sl. vegna verkefnisins Gott að eldast. Afnotin verði bókuð til tekna á félagsheimilið og til gjalda á styrkveitingu til menningarmála."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn samþykkir að veita endurgjaldslaus afnot af félagsheimilinu Miðgarði 6. nóvember sl. vegna verkefnisins Gott að eldast. Afnotin verði bókuð til tekna á félagsheimilið og til gjalda á styrkveitingu til menningarmála."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
8.Mönnun á starfsstöðvum HVE.
2410036
Erindi frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins fram að næsta fundi."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins fram að næsta fundi."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
9.Áskorun til sveitarstjórnar frá Félagi eldri borgara í Hvalfjarðarsveit.
2410035
Erindi frá Félagi eldri borgara í Hvalfjarðarsveit.
Áskorun framlögð.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn lýsir ánægju með að á næstu misserum er fyrirséð góð nýting á félagsheimilinu Miðgarði. Gleðilegt er að FEBHV hefur í hyggju að bætast í þann góða hóp sem nú þegar nýtir Miðgarð fyrir starfsemi sína.
Ákveðið hefur verið að bæta nýjum húsgögnum inn í fundarsal Miðgarðs á þessu ári og er það mál í góðum farvegi. Sveitarstjórn hvetur til þess að aðstaðan verði tekin til notkunar nú þegar, þrátt fyrir að viðbótar húsgögn séu ekki komin.
Sveitarstjórn fagnar því hve fjölbreytt félags- og tómstundastarf fyrir 60 ára og eldri er í Hvalfjarðarsveit með opnu húsi, vatnsleikfimi, tímum í þreksal með íþróttafræðingi og félagsstarfi á vegum FEBHV og annarra félaga."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn lýsir ánægju með að á næstu misserum er fyrirséð góð nýting á félagsheimilinu Miðgarði. Gleðilegt er að FEBHV hefur í hyggju að bætast í þann góða hóp sem nú þegar nýtir Miðgarð fyrir starfsemi sína.
Ákveðið hefur verið að bæta nýjum húsgögnum inn í fundarsal Miðgarðs á þessu ári og er það mál í góðum farvegi. Sveitarstjórn hvetur til þess að aðstaðan verði tekin til notkunar nú þegar, þrátt fyrir að viðbótar húsgögn séu ekki komin.
Sveitarstjórn fagnar því hve fjölbreytt félags- og tómstundastarf fyrir 60 ára og eldri er í Hvalfjarðarsveit með opnu húsi, vatnsleikfimi, tímum í þreksal með íþróttafræðingi og félagsstarfi á vegum FEBHV og annarra félaga."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
10.Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta árið 2025.
2410044
Erindi frá Stígamótum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að styrkja Stígamót um kr. 100.000 á árinu 2025, gert verður ráð fyrir þeim fjármunum í fjárhagsáætlun þess árs."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að styrkja Stígamót um kr. 100.000 á árinu 2025, gert verður ráð fyrir þeim fjármunum í fjárhagsáætlun þess árs."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
11.Beiðni um styrk vegna jólaúthlutunar Mæðrastyrksnefndar Akraness.
2410045
Erindi frá Mæðrastyrksnefnd Akraness.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að styrkja jólaúthlutun Mæðrastyrksnefndar Akraness um kr. 250.000 en nefndin þjónar Akraneskaupstað, Hvalfjarðarsveit og Borgarbyggð."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn samþykkir að styrkja jólaúthlutun Mæðrastyrksnefndar Akraness um kr. 250.000 en nefndin þjónar Akraneskaupstað, Hvalfjarðarsveit og Borgarbyggð."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
12.Árshlutareikningur Hvalfjarðarsveitar janúar-ágúst 2024.
2411015
Árshlutareikningur Hvalfjarðarsveitar janúar-ágúst 2024 lagður fram til kynningar.
Fyrstu átta mánuði ársins eru málaflokkar og deildir almennt innan áætlunar tímabilsins. Rekstrartekjur eru hærri en ráðgert var og rekstrar- og launakostnaður lægri. Rekstrarniðurstaða fyrstu átta mánuði ársins er 123mkr. jákvæðari en áætlun tímabilsins ráðgerði.
Fyrstu átta mánuði ársins eru málaflokkar og deildir almennt innan áætlunar tímabilsins. Rekstrartekjur eru hærri en ráðgert var og rekstrar- og launakostnaður lægri. Rekstrarniðurstaða fyrstu átta mánuði ársins er 123mkr. jákvæðari en áætlun tímabilsins ráðgerði.
13.Ágóðahlutagreiðsla 2024.
2410038
Erindi frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands.
Erindi frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands lagt fram til kynningar. Hlutdeild Hvalfjarðarsveitar í Sameignarsjóði EBÍ er 1,214%. Ágóðahlutagreiðsla 2024 til Hvalfjarðarsveitar er að fjárhæð kr. 607.000.
14.Ályktun frá aðalfundi Skógræktarfélags Íslands.
2410039
Erindi frá Skógræktarfélagi Íslands.
Erindið lagt fram til kynningar og vísað til USNL nefndar.
15.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra, nr. 125-1999 (réttur til sambúðar).
2411013
Erindi frá Velferðarnefnd Alþingis.
Erindið lagt fram til kynningar og vísað til fjölskyldu- og frístundanefndar.
16.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum.
2411014
Erindi frá Velferðarnefnd Alþingis.
Erindið lagt fram til kynningar og vísað til fjölskyldu- og frístundanefndar.
17.148. og 149. fundir stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.
2410031
Fundargerðir ásamt fylgigögnum.
Fundargerðirnar ásamt fylgigögnum framlagðar.
18.247. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna sf.
2410032
Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.
19.192. fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands.
2410037
Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.
20.953. og 954. fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
2410046
Fundargerðir.
Fundargerðirnar framlagðar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi bókun:
"Í fundargerð 953. fundar, lið 13, er tilnefning í starfshóp um skilgreiningu á viðmiði um lágmarksþjónustu sveitarfélaga. Með vísan til orðanna hljóðan má gera ráð fyrir að lágmarksviðmið eigi ekki hvað síst við um fámenn sveitarfélög. Í ljósi þessa bendir sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar á að fámenn sveitarfélög ættu að eiga fulltrúa í starfshópnum."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi bókun:
"Í fundargerð 953. fundar, lið 13, er tilnefning í starfshóp um skilgreiningu á viðmiði um lágmarksþjónustu sveitarfélaga. Með vísan til orðanna hljóðan má gera ráð fyrir að lágmarksviðmið eigi ekki hvað síst við um fámenn sveitarfélög. Í ljósi þessa bendir sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar á að fámenn sveitarfélög ættu að eiga fulltrúa í starfshópnum."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundi slitið - kl. 15:24.
Oddviti óskar eftir, með vísan til c.liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi málum á dagskrá:
Mál nr. 2009013 - Hitaveita. Málið verður nr. 4 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0