Fara í efni

Fjölskyldu- og frístundanefnd

61. fundur 07. nóvember 2024 kl. 16:31 - 17:29 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Ásta Jóna Ásmundsdóttir formaður
  • Marie Greve Rasmussen varaformaður
  • Inga María Sigurðardóttir ritari
  • Ásdís Björg Björgvinsdóttir aðalmaður
  • Sæmundur Rúnar Þorgeirsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Freyja Þöll Smáradóttir embættismaður
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Freyja Þöll Smáradóttir Félagsmálastjóri
Dagskrá

1.Trúnaðarmál

2010017

Trúnaðarmál tekin fyrir í Fjölskyldu- og frístundanefnd.
Trúnaðarmál voru tekin fyrir í Fjölskyldu- og frístundanefnd.

2.Sundlaugin að Hlöðum

2403002

Starfsemi og skipulag í sundlauginni að Hlöðum.
Rennibrautin í sundlauginni á Hlöðum er orðin varasöm og fullnægir ekki öryggisstöðlum. Viðgerðir hafa verið reglubundar á hverju ári en eru orðnar kostnaðarsamar og ófullnægjandi. Með hliðsjón af lögum um að búnað og öryggi er mælt með því að rennibrautin verið tekin úr nokun til að tryggja öryggi gesta og koma í veg fyrir slys.

Með tilliti til öryggismála telur fjölskyldu- og frístundanefnd að fjarlæga þurfi rennibrautina. Ákvörðun nefndarinnar vísað til sveitastjórnar til staðfestingar.

3.Gott að eldast

2411008

Kynning á Gott að eldast í Hvalfjarðarsveit.
Miðvikudaginn 6. nóvember fór fram opið hús í Miðgarði í tilefni af verkefninu Gott að eldast. Alls mættu 31 manns á fundinn, sem tókst afar vel. Laufey Jónsdóttir og Rósa Marinósdóttir kynntu verkefnið Gott að eldast á Vesturlandi sem snýr að samþættingu í þjónustu við eldra fólk. Hjónin Líney Úlfarsdóttir, sálfræðingur og Svavar Knútur, söngvaskáld voru svo með vitundavakningu sem ber heitið - Það er pláss fyrir alla og fjallar um félagslega einangrun og hvernig við aukum í fjölda þeirra sem taka virkan þátt í samfélaginu.


4.Áfangaskýrsla II- Kostnaðar og ábyrgðarskipting ríkis og sveitarfélaga í málefnum fatlaðs fólks

2411009

Lögð fram til kynningar áfangaskýrsla II um kostnaðar- og ábyrgðarskipting ríkis og sveitarfélaga í þjónustu við fatlað fólk.
Lagt fram til kynningar.

5.Ósk um samráð við ungmennaráð um samráðsgátt barna

2411011

Mennta- og barnamálaráðuneyti leitar eftir samráði við ungmennaráð á Íslandi vegna vinnu við samráðsgátt barna.
Lagt fram, erindi vísað til ungmennaráðs Hvalfjarðarsveitar.

Fundi slitið - kl. 17:29.

Efni síðunnar