Fara í efni

Sveitarstjórn

408. fundur 23. október 2024 kl. 15:10 - 15:33 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Andrea Ýr Arnarsdóttir oddviti
  • Helga Harðardóttir varaoddviti
  • Helgi Pétur Ottesen ritari
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir vararitari
  • Birkir Snær Guðlaugsson aðalmaður
  • Inga María Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ómar Örn Kristófersson aðalmaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti, bauð fundarfólk velkomið og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

1.Sveitarstjórn - 407

2410001F

Fundargerðin framlögð.

2.Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 42

2409008F

Fundargerðin framlögð.
ÓÖK fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 42 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti veitingu framkvæmdaleyfis vegna vegar að lóðunum Ósi 4 og 5 skv. því fyrirkomulagi sem lýst er í umsóknargögnum og á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Gerð verði úttekt af hálfu sveitarfélagsins, þar sem þess verði gætt að framkvæmd sé í samræmi við umsókn framkvæmdaleyfis og hjálagðra gagna hennar. Kostnaður við framkvæmdaleyfi og áfangaúttektir sveitarfélagsins eru skv. gjaldskrá sveitarfélagsins. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir bókun nefndarinnar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 42 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa lýsingu vegna fyrirhugaðrar stækkunar á námu E132, enda verði þeir punktar sem fram koma í inngangi málsins hafðir að leiðarljósi við frekari skipulagsgerð s.s. aðalskipulagsbreytingu og gerð deiliskipulags.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir bókun nefndarinnar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 42 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til að framkvæmdaleyfi verði veitt vegna fyrirhugaðs flæðigryfjugarðs, skv. því fyrirkomulagi sem lýst er í umsóknargögnum og á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Leyfið takmarkist við svæði 1, sbr. mynd 1.1 og 2.1 í umhverfismatsskýrslu dags. janúar 2023 sem unnin var af Mannviti, sbr. einnig hafnarsvæði H1 skv. aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 sbr. mynd 3.1 í umhverfismatsskýrslu dags. janúar 2023. Leyfið taki mið af fylgigögnum umsóknar s.s. áliti Skipulagsstofnunar um umhverfismat framkvæmdar frá ágúst 2023. Gildistími leyfisins verði 2 ár frá samþykki sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar en áætlað er að framkvæmdatími sé a.m.k. 12 mánuðir. Gerð verði úttekt af hálfu sveitarfélagsins þar sem þess verði gætt að framkvæmd sé í samræmi við umsókn framkvæmdaleyfis og hjálagðra gagna hennar. Kostnaður við framkvæmdaleyfi og áfangaúttektir sveitarfélagsins eru skv. gjaldskrá sveitarfélagsins. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir bókun nefndarinnar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 42 Í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 var í upphafi skipulagsferils þessa máls tekin saman lýsing á skipulagsverkefninu þar sem m.a. kom fram hvaða áherslur og forsendur sveitarstjórn hafði við aðalskipulagsgerðina.
    Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd telur að umfang fyrirhugaðra framkvæmda hafi aukist frá því skipulagslýsing vegna málsins var auglýst í maí sl.
    Telur nefndin því að umrædd aðalskipulagsbreyting sé ekki í nægilega miklu samræmi við þær forsendur sem lagðar voru til grundvallar við skipulagslýsinguna og sem athugasemdir/ábendingar umsagnaraðila byggðu á.
    Er aðalskipulagstillögunni því hafnað á grundvelli ósamræmis við lýsingu tillögunnar.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir bókun nefndarinnar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar 2025-2028

2406020

Fyrri umræða.
Sveitarstjóri fór yfir og kynnti forsendur fjárhagsáætlunar 2025-2028.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir eftirfarandi álagningu gjalda á árinu 2025:
Álagning útsvars verði 14,14%
Álagning fasteignaskatts verði:
A-skattflokkur 0,36% af fasteignamati.
B-skattflokkur 1,32% af fasteignamati.
C-skattflokkur 1,65% af fasteignamati.
Þá samþykkir sveitarstjórn að vísa fjárhagsáætlun 2025-2028 til síðari umræðu í sveitarstjórn."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Til máls tók LBP.

4.Afskriftarbeiðni.

2410025

Erindi frá Sýslumanninum á Vesturlandi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða afskriftarbeiðni frá Sýslumanninum á Vesturlandi að fjárhæð kr. 344.292."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Ósk um endurgjaldslaus afnot af Miðgarði.

2410015

Erindi frá Kvenfélaginu Lilju.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að veita kvenfélaginu Lilju endurgjaldslaus afnot af félagsheimilinu Miðgarði fimmtudaginn 21. nóvember nk. vegna uppskeruhátíðar kvenfélagsins. Afnotin verði bókuð til tekna á félagsheimilið og til gjalda á styrkveitingu til menningarmála."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Beiðni um styrk vegna Hallgrímshátíðar 26. - 27. október 2024.

2410029

Erindi frá Sóknarnefnd Hallgrímskirkju í Saurbæ.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn hafnar beiðni Sóknarnefndar Hallgrímskirkju í Saurbæ um styrk vegna Hallgrímshátíðar á grundvelli reglna Menningarsjóðs Hvalfjarðarsveitar. Hollvinafélagið hlaut styrk úr sjóðnum vegna menningardagskrár á Hallgrímsdögum á árinu 2024 en samkvæmt 3. grein reglna Menningarsjóðs Hvalfjarðarsveitar mega verkefni/atburðir sem hljóta styrk úr sjóðnum ekki þiggja aðra styrki frá sveitarfélaginu.
Sveitarstjórn óskar sóknarnefnd Hallgrímskirkju í Saurbæ og Hollvinafélagi Hallgrímskirkju í Saurbæ góðs gengis með komandi hátíð."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Lyngmelur 11 - lóðarleigusamningur.

2410018

Lóðarleigusamningur til samþykktar.
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðan lóðarleigusamning vegna lóðar nr. 11 við Lyngmel, L232585."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Sóknaráætlun Vesturlands 2025 - 2029.

2410027

Sóknaráætlun til kynningar.
Sóknaráætlun framlögð.

9.246. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna sf.

2410028

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 15:33.

Efni síðunnar