Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd
Dagskrá
Sæmundur Víglundsson og Þorsteinn Már Ólafsson boðuðu forföll.
1.Hafnarland, Ölver -Deiliskipulag
2406027
Lögð fram breytt tillaga að deiliskipulagi fyrir svæðið, sem barst þann 09.09.2024 frá Plúsarkitektum ehf.
Málið var áður á dagskrá 37. fundar USNL-nefndar þann 03.07.2024, eftirfarandi bókun var gerð:
Inngangur:
Erindi dags. 27.06.2024 frá Haraldi Ingvarssyni hjá Plús arkitektum f.h. landeiganda. Lögð fram tillaga að deiliskipulagi lóðar úr landi Hafnar. Í tillögunni er gert ráð fyrir lóðum fyrir 14 frístundahús.
Niðurstaða:
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Ölvers og Móhóls í samræmi við ákvæði 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Í breytingunni nú felst m.a. sú breyting að gert er ráð fyrir 12 frístundahúsum og 2 íbúðarhúsum, í stað 14 frístundahúsa áður.
Málið var áður á dagskrá 37. fundar USNL-nefndar þann 03.07.2024, eftirfarandi bókun var gerð:
Inngangur:
Erindi dags. 27.06.2024 frá Haraldi Ingvarssyni hjá Plús arkitektum f.h. landeiganda. Lögð fram tillaga að deiliskipulagi lóðar úr landi Hafnar. Í tillögunni er gert ráð fyrir lóðum fyrir 14 frístundahús.
Niðurstaða:
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Ölvers og Móhóls í samræmi við ákvæði 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Í breytingunni nú felst m.a. sú breyting að gert er ráð fyrir 12 frístundahúsum og 2 íbúðarhúsum, í stað 14 frístundahúsa áður.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd telur að lagfæra þurfi tillöguna áður en hægt sé að fjalla um hana og felur skipulagsfulltrúa að upplýsa skipulagshöfund um þær lagfæringar sem gera þarf að mati nefndarinnar.
2.Aðalvík 211189 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1,
2406009
Sótt var um byggingarleyfi fyrir 314,8 m2 skemmu í Aðalvík, L211189.
Byggingarfulltrúi vísaði erindinu til USNL-nefndar vegna skipulags þann 19.07.2024.
USNL-nefnd tók málið fyrir á fundi sínum þann 23.08.2024 og vísaði málinu til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar sem samþykkti þann 28.08.2024 að byggingarleyfi skildi grenndarkynnt fyrir aðliggjandi lóðarhöfum.
Umrædd lóð er í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 skilgreind sem landbúnaðarsvæði L2 þar sem heimilt er að byggja til landbúnaðar eða í tengslum við rekstur bús s.s. minni háttar rekstur með landbúnaði, til að auðvelda kynslóðaskipti eða byggingar til landbúnaðar.
Tillagan var grenndarkynnt skv. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010 og var kynningartími frá 2. - 30. september 2024.
Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
Byggingarfulltrúi vísaði erindinu til USNL-nefndar vegna skipulags þann 19.07.2024.
USNL-nefnd tók málið fyrir á fundi sínum þann 23.08.2024 og vísaði málinu til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar sem samþykkti þann 28.08.2024 að byggingarleyfi skildi grenndarkynnt fyrir aðliggjandi lóðarhöfum.
Umrædd lóð er í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 skilgreind sem landbúnaðarsvæði L2 þar sem heimilt er að byggja til landbúnaðar eða í tengslum við rekstur bús s.s. minni háttar rekstur með landbúnaði, til að auðvelda kynslóðaskipti eða byggingar til landbúnaðar.
Tillagan var grenndarkynnt skv. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010 og var kynningartími frá 2. - 30. september 2024.
Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi afgreiði málið.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
3.Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Grafarvegar 3 (5053-01) af vegaskrá.
2409025
Bréf dags. 18.09.2024 frá Vegagerðinni.
Í bréfinu kemur fram að áformað er að fella Grafarveg 3, frá stöð 10-50 af vegaskrá, frá og með næstu áramótum þar sem skv. uppýsingum Vegagerðarinnar er ekki lengur lögheimili eða föst búseta á staðnum. Mun viðhald og þjónusta vegarins frá þeim tíma ekki vera á ábyrgð Vegagerðarinnar.
Gefinn er kostur á að koma að athugasemdum við fyrirhugaða breytingu og skulu þær berast Vegagerðinni innan fjögurra vikna frá dagsetningu bréfsins eða þann 16. október 2024.
Í bréfinu kemur fram að áformað er að fella Grafarveg 3, frá stöð 10-50 af vegaskrá, frá og með næstu áramótum þar sem skv. uppýsingum Vegagerðarinnar er ekki lengur lögheimili eða föst búseta á staðnum. Mun viðhald og þjónusta vegarins frá þeim tíma ekki vera á ábyrgð Vegagerðarinnar.
Gefinn er kostur á að koma að athugasemdum við fyrirhugaða breytingu og skulu þær berast Vegagerðinni innan fjögurra vikna frá dagsetningu bréfsins eða þann 16. október 2024.
Lagt fram til kynningar.
4.Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Eystri-Leirárgarðavegur 3 (5076-01) af vegaskrá.
2409040
Erindi frá Vegagerðinni.
Í bréfinu kemur fram að áformað er að fella Eystri-Leirárgarðaveg 3, (5076-01) af vegaskrá, frá og með næstu áramótum þar sem skv. uppýsingum Vegagerðarinnar er ekki lengur lögheimili eða föst búseta á staðnum.
Mun viðhald og þjónusta vegarins frá þeim tíma ekki vera á ábyrgð Vegagerðarinnar.
Gefinn er kostur á að koma að athugasemdum við fyrirhugaða breytingu og skulu þær berast Vegagerðinni innan fjögurra vikna frá dagsetningu bréfsins eða þann 25. október 2024.
Í bréfinu kemur fram að áformað er að fella Eystri-Leirárgarðaveg 3, (5076-01) af vegaskrá, frá og með næstu áramótum þar sem skv. uppýsingum Vegagerðarinnar er ekki lengur lögheimili eða föst búseta á staðnum.
Mun viðhald og þjónusta vegarins frá þeim tíma ekki vera á ábyrgð Vegagerðarinnar.
Gefinn er kostur á að koma að athugasemdum við fyrirhugaða breytingu og skulu þær berast Vegagerðinni innan fjögurra vikna frá dagsetningu bréfsins eða þann 25. október 2024.
Lagt fram til kynningar.
5.Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Eystri-Leirárgarðavegur 1 (5062-01) af vegaskrá.
2409041
Erindi frá Vegagerðinni.
Í bréfinu kemur fram að áformað er að fella Eystri-Leirárgarðaveg 1, (5062-01) af vegaskrá, frá og með næstu áramótum þar sem skv. uppýsingum Vegagerðarinnar er ekki lengur lögheimili eða föst búseta á staðnum.
Mun viðhald og þjónusta vegarins frá þeim tíma ekki vera á ábyrgð Vegagerðarinnar.
Gefinn er kostur á að koma að athugasemdum við fyrirhugaða breytingu og skulu þær berast Vegagerðinni innan fjögurra vikna frá dagsetningu bréfsins eða þann 25. október 2024.
Í bréfinu kemur fram að áformað er að fella Eystri-Leirárgarðaveg 1, (5062-01) af vegaskrá, frá og með næstu áramótum þar sem skv. uppýsingum Vegagerðarinnar er ekki lengur lögheimili eða föst búseta á staðnum.
Mun viðhald og þjónusta vegarins frá þeim tíma ekki vera á ábyrgð Vegagerðarinnar.
Gefinn er kostur á að koma að athugasemdum við fyrirhugaða breytingu og skulu þær berast Vegagerðinni innan fjögurra vikna frá dagsetningu bréfsins eða þann 25. október 2024.
Lagt fram til kynningar.
6.Ós - framkvæmdaleyfi- vegur að Ós 4 og Ós 5.
2410019
Erindi frá Ólafi Þorsteinssyni.
Ósk um framkvæmdaleyfi fyrir vegi að Óski 4 og Ósi 5, skv. uppdrætti sem fylgdi með erindinu.
Fyrir lá jákvæð umsögn Vegagerðarinanr sbr. bréf dags. 11.10.2024.
Ósk um framkvæmdaleyfi fyrir vegi að Óski 4 og Ósi 5, skv. uppdrætti sem fylgdi með erindinu.
Fyrir lá jákvæð umsögn Vegagerðarinanr sbr. bréf dags. 11.10.2024.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti veitingu framkvæmdaleyfis vegna vegar að lóðunum Ósi 4 og 5 skv. því fyrirkomulagi sem lýst er í umsóknargögnum og á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Gerð verði úttekt af hálfu sveitarfélagsins, þar sem þess verði gætt að framkvæmd sé í samræmi við umsókn framkvæmdaleyfis og hjálagðra gagna hennar. Kostnaður við framkvæmdaleyfi og áfangaúttektir sveitarfélagsins eru skv. gjaldskrá sveitarfélagsins. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
7.Hólabrú - Fyrirspurn um aðalskipulagsbreytingu (E13 Innri-Hólmur)
2408019
Erindi frá Eflu f.h. Steypustöðvarinnar náma ehf. Lögð er fram fyrirspurn frá Steypustöðinni varðandi heimild til aukins efnisnáms úr Hólabrú, námu E13 í landi Innra-Hólms og Kirkjubóls. Fyrir liggur eldra umhverfismat vegna efnistöku upp á 2.000.000 m³og nýlega var send inn fyrirspurn til Skipulagsstofnunar um aukningu um 250.000m³. Samhliða er lögð fram skipulagslýsing fyrir breytingu aðalskipulags, þar sem gert er ráð fyrir að stækka námu E-13 úr 260.000 m2 í 280.000 m2. Efnistökumagn verður aukið úr 1.200.000 m³ í 2.250.000m³. Fyrir liggur ákvörðun Skipulagsstofnunar, dags. 27 júní 2024.
Á fundi Umhverfis- og skipulagsdeildar með fulltrúum landeigenda á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar þann 10. október 2024 komu fram eftirfarndi punktar sem hafa þarf til hliðsjónar við skipulagsgerðina.
Stækkun námunnar hefur áhrif á reið- og gönguleið, gera þarf vel grein fyrir þeirri breytingu, samráði við landeiganda, sveitarfélagið og leita álits umsagnaraðila t.d. hestamannafélagsins Dreyra.
Gildandi umhverfismat gerir ráð fyrir 2,0 milljón rúmmetrum, hér er verið að sækja um heildarmagn 2,25 milljón rúmmetra eða 2.250.000 m3. Gera þarf grein fyrir hvernig umhverfismat og áætlað magn passar saman.
Ef þessar tölur sem getið er um fyrir Hólabrúarnámu gilda bara fyrir Hólarbrúarnámu (E13), þá mætti geta um að þessar tölur gildi ekki fyrir Kirkjubólsnámu (E-14) né Kúludalsárnámu.
Skv. aðalskipulagi er fjallað um frágang á námum, sveitarfélagið óskar að gerð verði áætlun um frágang námunnar, í fullu samráði við landeiganda, jafnvel þótt ekki verði hafist handa við frágang hennar fyrr en síðar eða jafnvel að námuvinnslu lokinni. En hafa verður í huga að nýtingarleyfi landeiganda Kirkjubóls og Innri-Hólms er til ársins 2033.
Sveitarfélagið óskar eftir að gert verði deiliskipulag fyrir svæðið.
Gera þarf grein fyrir hvort og hvernig stækkun námunnar hefur áhrif á skógræktarreit og hvort samráð hafi verið haft við Skógræktarfélag Skilmannahrepps, séu þeir umráðaaðilar skógræktarsvæðisins.
Gera þarf greinargóða grein fyrir hæðarlínum og hvort verið sé að taka efni úr rótum Akrafjalls, sem sveitarfélagið telur að geti verið varhugavert, en fram kom á fundi með málsaðilum að ekki væri verið að fara í rætur fjallsins sbr. loftmynd.
Gera þarf grein fyrir útrás í sjó, varðandi starfsleyfi og aðkomu Heilbrigðiseftirlits s.s. varðandi mengunar- / olíuskilju oþh.
Gera þarf grein fyrir aðrein að /frá svæðinu, þannig að vörubílar geti náð ferð, áður en ekið er inná þjóðveg 1, til að auka umferðaröryggi.
Gera þarf grein fyrir hvernig fundin verði lausn á óþrifnaði sem berst útá þjóðveg 1 með bílum/dekkkjum, en kvartanir hafa borist vegna þess.
Á fundi Umhverfis- og skipulagsdeildar með fulltrúum landeigenda á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar þann 10. október 2024 komu fram eftirfarndi punktar sem hafa þarf til hliðsjónar við skipulagsgerðina.
Stækkun námunnar hefur áhrif á reið- og gönguleið, gera þarf vel grein fyrir þeirri breytingu, samráði við landeiganda, sveitarfélagið og leita álits umsagnaraðila t.d. hestamannafélagsins Dreyra.
Gildandi umhverfismat gerir ráð fyrir 2,0 milljón rúmmetrum, hér er verið að sækja um heildarmagn 2,25 milljón rúmmetra eða 2.250.000 m3. Gera þarf grein fyrir hvernig umhverfismat og áætlað magn passar saman.
Ef þessar tölur sem getið er um fyrir Hólabrúarnámu gilda bara fyrir Hólarbrúarnámu (E13), þá mætti geta um að þessar tölur gildi ekki fyrir Kirkjubólsnámu (E-14) né Kúludalsárnámu.
Skv. aðalskipulagi er fjallað um frágang á námum, sveitarfélagið óskar að gerð verði áætlun um frágang námunnar, í fullu samráði við landeiganda, jafnvel þótt ekki verði hafist handa við frágang hennar fyrr en síðar eða jafnvel að námuvinnslu lokinni. En hafa verður í huga að nýtingarleyfi landeiganda Kirkjubóls og Innri-Hólms er til ársins 2033.
Sveitarfélagið óskar eftir að gert verði deiliskipulag fyrir svæðið.
Gera þarf grein fyrir hvort og hvernig stækkun námunnar hefur áhrif á skógræktarreit og hvort samráð hafi verið haft við Skógræktarfélag Skilmannahrepps, séu þeir umráðaaðilar skógræktarsvæðisins.
Gera þarf greinargóða grein fyrir hæðarlínum og hvort verið sé að taka efni úr rótum Akrafjalls, sem sveitarfélagið telur að geti verið varhugavert, en fram kom á fundi með málsaðilum að ekki væri verið að fara í rætur fjallsins sbr. loftmynd.
Gera þarf grein fyrir útrás í sjó, varðandi starfsleyfi og aðkomu Heilbrigðiseftirlits s.s. varðandi mengunar- / olíuskilju oþh.
Gera þarf grein fyrir aðrein að /frá svæðinu, þannig að vörubílar geti náð ferð, áður en ekið er inná þjóðveg 1, til að auka umferðaröryggi.
Gera þarf grein fyrir hvernig fundin verði lausn á óþrifnaði sem berst útá þjóðveg 1 með bílum/dekkkjum, en kvartanir hafa borist vegna þess.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa lýsingu vegna fyrirhugaðrar stækkunar á námu E132, enda verði þeir punktar sem fram koma í inngangi málsins hafðir að leiðarljósi við frekari skipulagsgerð s.s. aðalskipulagsbreytingu og gerð deiliskipulags.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
8.Melahverfi-deiliskipulag - I. áfangi.
2203054
Lögð fram tillaga sem er í vinnslu vegna endurskoðunar gildandi deiliskipulaga fyrir Melahverfi I og II.
Farið yfir tillöguna, skipulagsfulltrúa / Umhvefis- og skipulagsdeild falið að vinna tillöguna áfram í samræmi við umræður á fundinum.
9.Holtavörðuheiðarlína 1 - umhverfismatsskýrsla.
2410020
Umhverfismatsskýrsla.
Landsnet áformar að byggja allt að 91 km langa 220 kV raflínu, Holtavörðaheiðarlínu 1, frá Klafastöðum í Hvalfirði að nýju tengivirki á Holtavörðuheiði. Markmið framkvæmdarinnar er að bæta afhendingaröryggið á byggðalínusvæði og bæta tiltæka afhendingargetu ásamt því að stuðla að orkuskiptum í landinu með því að tengja nýja endurnýjanlega orkuframleiðslu við meginflutningskerfið. Holtavörðuheiðarlína 1 er matskyld framkvæmd og í umhverfismatinu lagði Landsnet fram 12 valkosti að fyrirhugaðri línuleið og í umhverfismatsskýrslunni er lagt mat áhrif valkosta á þætti er snerta umhverfi, samfélag, öryggi og hagkvæmni. Aðalvalkostur samanstendur af valkostum er fylgja Vatnshamralínu 1 og Hrútatungulínu 1 auk 5 valkosta er víkja aðeins frá þeirri leið.
Kynningarfundir Landsnets vegna umhverfismatsskýrslu Holtavörðuheiðarlínu 1 verða haldnir á eftirtöldum stöðum:
23. október kl. 19:30 til 21:30 Hótel Laxárbakki, Hvalfirði
24. október kl. 19:30 til 21:30 Hótel Hamar, Borgarnesi
29. október kl. 19:30 til 21:30 Nauthóll í Reykjavík
Sjá nánar í Skipulagsgátt og á kynningarvef verkefnisins hjá Landsneti.
Landsnet áformar að byggja allt að 91 km langa 220 kV raflínu, Holtavörðaheiðarlínu 1, frá Klafastöðum í Hvalfirði að nýju tengivirki á Holtavörðuheiði. Markmið framkvæmdarinnar er að bæta afhendingaröryggið á byggðalínusvæði og bæta tiltæka afhendingargetu ásamt því að stuðla að orkuskiptum í landinu með því að tengja nýja endurnýjanlega orkuframleiðslu við meginflutningskerfið. Holtavörðuheiðarlína 1 er matskyld framkvæmd og í umhverfismatinu lagði Landsnet fram 12 valkosti að fyrirhugaðri línuleið og í umhverfismatsskýrslunni er lagt mat áhrif valkosta á þætti er snerta umhverfi, samfélag, öryggi og hagkvæmni. Aðalvalkostur samanstendur af valkostum er fylgja Vatnshamralínu 1 og Hrútatungulínu 1 auk 5 valkosta er víkja aðeins frá þeirri leið.
Kynningarfundir Landsnets vegna umhverfismatsskýrslu Holtavörðuheiðarlínu 1 verða haldnir á eftirtöldum stöðum:
23. október kl. 19:30 til 21:30 Hótel Laxárbakki, Hvalfirði
24. október kl. 19:30 til 21:30 Hótel Hamar, Borgarnesi
29. október kl. 19:30 til 21:30 Nauthóll í Reykjavík
Sjá nánar í Skipulagsgátt og á kynningarvef verkefnisins hjá Landsneti.
Lögð fram til kynningar gögn vegna umhverfismatsskýrslu vegna mats á umhverfisáhrifum og hvatt til að nefndin kynni sér málið á kynningarfundi vegna umhverfismatsskýrslu Holtavörðuheiðarlínu 1 sem haldinn verður síðar í mánuðinum.
10.Framkvæmdaleyfi - flæðigryfja á vestursvæði Grundartanga.
2409015
Erindi frá Norðuráli og Elkem.
Fjalla þarf að nýju um málið þar sem afgreiðsla málsins síðast byggði á leyfi til 1 árs, og er óskað eftir lengri tímamörkum framkvæmdaleyfisins.
Málið var áður á dagskrá USNL-nefndar á 41. fundi þann 18.09.2024.
Eftirfarandi bókun var gerð:
Inngangur:
"Erindi frá Norðuráli ehf og Elkem ehf vegna sameiginlegrar umsóknar um framkvæmdaleyfi fyrir byggingu á flæðigryfjugarði á vestursvæði Grundartangahafnar. Framkvæmdaleyfið er ætlað til uppbyggingar á flæðigryfjugarði sem afmarkar losunarsvæði við Grundartangahöfn til losunar á efnum og afurðum sem ekki fara í sölu, endurvinnslu eða endurnýtingu hjá Elkem og Norðuráli. Þetta er í samræmi við gildandi starfsleyfi hjá báðum félögum. Flæðigryfjugarðurinn mun afmarka 38.870 m2 svæði fyrir landfyllingu á lóð Faxaflóahafna skv. samþykktu deiliskipulagi fyrir svæðið. Framkvæmdin er unnin í samvinnu við Faxaflóahafnir sem landeiganda og því til staðfestingar fylgir með í viðhengi yfirlýsing frá Faxaflóahöfnum. Áætlanir gera ráð fyrir að losunarsvæðið endist í 13 ár, eða til ársins 2038. Í erindinu kemur fram að óskað sé eftir að gildistími framkvæmdaleyfis sé þar til umræddur flæðigryfjugarður sé að fullu reistur, en áætlað er að framkvæmdatími sé 12 mánuðir. Í samræmi við reglugerð nr. 772/2012, um framkvæmdaleyfi, fylgja m.a. eftirtalin gögn með umsókn: 1) Umhverfismatsskýrsla dags. janúar 2023 vegna nýrrar flæðigryfju vestan núverandi flæðigryfja á hafnarsvæði við Grundartanga. 2) Áhættumat flæðigryfja á hafnarsvæði við Grundartanga, dags. janúar 2023. 3) Álit Skipulagsstofnunar frá 2023 um umhverfismat framkvæmdar vegna nýrrar flæðigryfju vestan eldri gryfja á hafnarsvæði við Grundartanga. 4) Undirrituð yfirlýsing dags. september 2024 um framtíðaráform Elkem og Norðuráls vegna afsetningar á úrgangsefnum í flæðigryfjur. 5) Ýmsir uppdrættir, flestir frá árinu 2023 og aðrir skipulagsuppdrættir. M.a. yfirlitsmynd af flæðigryfjunum með skiptingu milli Elkem og Norðuráls. Samþykktur og útgefinn deiliskipulagsuppdráttur í mælikvarða 1:2000, sem sýnir vestursvæði Grundartangahafnar og staðsetningu nýrrar flæðigryfju, samþykkt í júlí 2024. Hönnunargögn fyrir flæðigryfjugarð unnin af COWI. 6) Undirrituð yfirlýsing Faxaflóahafna dags. september 2024, um að umsókn Norðuráls Grundartanga ehf og Elkem Ísland ehf, um framkvæmdaleyfi fyrir gerð nýrrar flæðigryfju til samræmis við gildandi deiliskipulag athafnasvæðis, athafna- og hafnarsvæðis og iðnaðarsvæðis á Grundartanga, Vestursvæði, samþykkt 25. október 2023, og á grundvelli hönnunargagna Cowi Ísland ehf. sem fylgja með umsókn, sé sett fram með fullu samþykki félagsins, sem eiganda viðkomandi landsvæðis."
Niðurstaða:
"Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til að framkvæmdaleyfi verði veitt vegna fyrirhugaðs flæðigryfjugarðs, skv. því fyrirkomulagi sem lýst er í umsóknargögnum og á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Leyfið takmarkist við svæði 1, sbr. mynd 1.1 og 2.1 í umhverfismatsskýrslu dags. janúar 2023 sem unnin var af Mannviti, sbr. einnig hafnarsvæði H1 skv. aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 sbr. mynd 3.1 í umhverfismatsskýrslu dags. janúar 2023. Leyfið taki mið af fylgigögnum umsóknar s.s. áliti Skipulagsstofnunar um umhverfismat framkvæmdar frá ágúst 2023. Gildistími leyfisins verði 1 ár frá samþykki sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar en áætlað er að framkvæmdatími sé 12 mánuðir. Gerð verði úttekt af hálfu sveitarfélagsins, þar sem þess verði gætt að framkvæmd sé í samræmi við umsókn framkvæmdaleyfis og hjálagðra gagna hennar. Kostnaður við framkvæmdaleyfi og áfangaúttektir sveitarfélagsins eru skv. gjaldskrá sveitarfélagsins. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar."
Við afgreiðslu málsins var gildistími leyfisins 1 ár frá samþykki sveitarstjórnar en í umsókn kom fram að áætlaður framkvæmdatími væri 12 mánuðir.
Í kjölfar afgreiðslu nefndarinnar upplýsti umsækjandi um að framkvæmdaverkið væri í útboðsferli og því væri ekki unnt að miða framkvæmdatíma við 1 ár frá afgreiðslu sveitarstjórnar, þar sem framkvæmdir gætu ekki hafist fyrr en að loknu útboðs- og samningaferli.
Í ljósi þessa er erindið tekið fyrir að nýju.
Fjalla þarf að nýju um málið þar sem afgreiðsla málsins síðast byggði á leyfi til 1 árs, og er óskað eftir lengri tímamörkum framkvæmdaleyfisins.
Málið var áður á dagskrá USNL-nefndar á 41. fundi þann 18.09.2024.
Eftirfarandi bókun var gerð:
Inngangur:
"Erindi frá Norðuráli ehf og Elkem ehf vegna sameiginlegrar umsóknar um framkvæmdaleyfi fyrir byggingu á flæðigryfjugarði á vestursvæði Grundartangahafnar. Framkvæmdaleyfið er ætlað til uppbyggingar á flæðigryfjugarði sem afmarkar losunarsvæði við Grundartangahöfn til losunar á efnum og afurðum sem ekki fara í sölu, endurvinnslu eða endurnýtingu hjá Elkem og Norðuráli. Þetta er í samræmi við gildandi starfsleyfi hjá báðum félögum. Flæðigryfjugarðurinn mun afmarka 38.870 m2 svæði fyrir landfyllingu á lóð Faxaflóahafna skv. samþykktu deiliskipulagi fyrir svæðið. Framkvæmdin er unnin í samvinnu við Faxaflóahafnir sem landeiganda og því til staðfestingar fylgir með í viðhengi yfirlýsing frá Faxaflóahöfnum. Áætlanir gera ráð fyrir að losunarsvæðið endist í 13 ár, eða til ársins 2038. Í erindinu kemur fram að óskað sé eftir að gildistími framkvæmdaleyfis sé þar til umræddur flæðigryfjugarður sé að fullu reistur, en áætlað er að framkvæmdatími sé 12 mánuðir. Í samræmi við reglugerð nr. 772/2012, um framkvæmdaleyfi, fylgja m.a. eftirtalin gögn með umsókn: 1) Umhverfismatsskýrsla dags. janúar 2023 vegna nýrrar flæðigryfju vestan núverandi flæðigryfja á hafnarsvæði við Grundartanga. 2) Áhættumat flæðigryfja á hafnarsvæði við Grundartanga, dags. janúar 2023. 3) Álit Skipulagsstofnunar frá 2023 um umhverfismat framkvæmdar vegna nýrrar flæðigryfju vestan eldri gryfja á hafnarsvæði við Grundartanga. 4) Undirrituð yfirlýsing dags. september 2024 um framtíðaráform Elkem og Norðuráls vegna afsetningar á úrgangsefnum í flæðigryfjur. 5) Ýmsir uppdrættir, flestir frá árinu 2023 og aðrir skipulagsuppdrættir. M.a. yfirlitsmynd af flæðigryfjunum með skiptingu milli Elkem og Norðuráls. Samþykktur og útgefinn deiliskipulagsuppdráttur í mælikvarða 1:2000, sem sýnir vestursvæði Grundartangahafnar og staðsetningu nýrrar flæðigryfju, samþykkt í júlí 2024. Hönnunargögn fyrir flæðigryfjugarð unnin af COWI. 6) Undirrituð yfirlýsing Faxaflóahafna dags. september 2024, um að umsókn Norðuráls Grundartanga ehf og Elkem Ísland ehf, um framkvæmdaleyfi fyrir gerð nýrrar flæðigryfju til samræmis við gildandi deiliskipulag athafnasvæðis, athafna- og hafnarsvæðis og iðnaðarsvæðis á Grundartanga, Vestursvæði, samþykkt 25. október 2023, og á grundvelli hönnunargagna Cowi Ísland ehf. sem fylgja með umsókn, sé sett fram með fullu samþykki félagsins, sem eiganda viðkomandi landsvæðis."
Niðurstaða:
"Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til að framkvæmdaleyfi verði veitt vegna fyrirhugaðs flæðigryfjugarðs, skv. því fyrirkomulagi sem lýst er í umsóknargögnum og á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Leyfið takmarkist við svæði 1, sbr. mynd 1.1 og 2.1 í umhverfismatsskýrslu dags. janúar 2023 sem unnin var af Mannviti, sbr. einnig hafnarsvæði H1 skv. aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 sbr. mynd 3.1 í umhverfismatsskýrslu dags. janúar 2023. Leyfið taki mið af fylgigögnum umsóknar s.s. áliti Skipulagsstofnunar um umhverfismat framkvæmdar frá ágúst 2023. Gildistími leyfisins verði 1 ár frá samþykki sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar en áætlað er að framkvæmdatími sé 12 mánuðir. Gerð verði úttekt af hálfu sveitarfélagsins, þar sem þess verði gætt að framkvæmd sé í samræmi við umsókn framkvæmdaleyfis og hjálagðra gagna hennar. Kostnaður við framkvæmdaleyfi og áfangaúttektir sveitarfélagsins eru skv. gjaldskrá sveitarfélagsins. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar."
Við afgreiðslu málsins var gildistími leyfisins 1 ár frá samþykki sveitarstjórnar en í umsókn kom fram að áætlaður framkvæmdatími væri 12 mánuðir.
Í kjölfar afgreiðslu nefndarinnar upplýsti umsækjandi um að framkvæmdaverkið væri í útboðsferli og því væri ekki unnt að miða framkvæmdatíma við 1 ár frá afgreiðslu sveitarstjórnar, þar sem framkvæmdir gætu ekki hafist fyrr en að loknu útboðs- og samningaferli.
Í ljósi þessa er erindið tekið fyrir að nýju.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til að framkvæmdaleyfi verði veitt vegna fyrirhugaðs flæðigryfjugarðs, skv. því fyrirkomulagi sem lýst er í umsóknargögnum og á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Leyfið takmarkist við svæði 1, sbr. mynd 1.1 og 2.1 í umhverfismatsskýrslu dags. janúar 2023 sem unnin var af Mannviti, sbr. einnig hafnarsvæði H1 skv. aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 sbr. mynd 3.1 í umhverfismatsskýrslu dags. janúar 2023. Leyfið taki mið af fylgigögnum umsóknar s.s. áliti Skipulagsstofnunar um umhverfismat framkvæmdar frá ágúst 2023. Gildistími leyfisins verði 2 ár frá samþykki sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar en áætlað er að framkvæmdatími sé a.m.k. 12 mánuðir. Gerð verði úttekt af hálfu sveitarfélagsins þar sem þess verði gætt að framkvæmd sé í samræmi við umsókn framkvæmdaleyfis og hjálagðra gagna hennar. Kostnaður við framkvæmdaleyfi og áfangaúttektir sveitarfélagsins eru skv. gjaldskrá sveitarfélagsins. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
11.Nes - umsögn vegna beiðni um undanþágu fjarlægðar byggingar frá vegi.
2408025
Erindi frá landeiganda- ósk um rökstuðning.
Óskað er rökstuðnings nefndarinnar á því hvað sé í fyrirliggjandi gögnum landeiganda sem gefi tilefni til að álykta um að ekki sé svigrúm fyrir byggingu húss á þessu svæði, þegar gögn málsins sína að svigrúmið er fyrir hendi þ.e. með hliðsjón af þeirri 50m fjarlægð sem sótt var um til ráðherra eftir ráðleggingar frá áður nefndum fundi þann 27. janúar 2023 með starfsmönnum Hvalfjarðarsveitar.
Fram kemur að í gögnum málsins séu upplýsingar um mörg hús sem séu byggð í Kjarrási og séu minna en 50m frá vegi.
Óskað er rökstuðnings nefndarinnar á því hvað sé í fyrirliggjandi gögnum landeiganda sem gefi tilefni til að álykta um að ekki sé svigrúm fyrir byggingu húss á þessu svæði, þegar gögn málsins sína að svigrúmið er fyrir hendi þ.e. með hliðsjón af þeirri 50m fjarlægð sem sótt var um til ráðherra eftir ráðleggingar frá áður nefndum fundi þann 27. janúar 2023 með starfsmönnum Hvalfjarðarsveitar.
Fram kemur að í gögnum málsins séu upplýsingar um mörg hús sem séu byggð í Kjarrási og séu minna en 50m frá vegi.
Skv. 13. mgr. 45. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 segir að þegar sérstaklega standi á geti ráðherra að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar og hlutaðeigandi sveitarstjórnar veitt undanþágu frá einstökum greinum skipulagsreglugerðar.
Atriði sem horfa þarf til þegar USNL-nefnd gefur umsögn um slík mál, er m.a. rökstuðningur fyrir því hvaða sérstöku aðstæður hamli því að ekki sé hægt að fylgja ákvæðum skipulagslaga.
Auk þess að horfa til þess hvort um sérstakar aðstæður geti verið að ræða getur nefndin horft til ýmissa annarra atiða eins og t.d. búsetugæða, landslags, hávaða-, loft- og hljóðmengunar, umferðaröryggis ofl.
Í tilfelli þessa máls er sótt um byggingarleyfi fyrir húsi sem staðsett verður allt að 50 m frá Svínadalsvegi en skv. ákvæði d-liðar greinar 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 gildir að utan þéttbýlis skuli ekki staðsetja íbúðir eða frístundahús nær stofn- og tengivegum en 100 m.
Nefndin telur að mögulegt sé að byggja umrætt hús annars staðar á jörðinni þannig að ekki þurfi að koma til undanþágubeiðni frá ákvæðum skipulagslaga.
Þá telur nefndin að miðað við aðstæður sem eru í þessu tilfelli, að staðsetning húss sem byggt er 50 m frá vegi í stað 100 m, sé augljóslega verri staðsetning m.t.t. umferðaröryggis.
Nefndin telur því ekki vera um sérstakar aðstæður að ræða í þessu tilfelli né heldur að ástæða sé til að skapa fordæmi fyrir breytingum sem þessum.
Atriði sem horfa þarf til þegar USNL-nefnd gefur umsögn um slík mál, er m.a. rökstuðningur fyrir því hvaða sérstöku aðstæður hamli því að ekki sé hægt að fylgja ákvæðum skipulagslaga.
Auk þess að horfa til þess hvort um sérstakar aðstæður geti verið að ræða getur nefndin horft til ýmissa annarra atiða eins og t.d. búsetugæða, landslags, hávaða-, loft- og hljóðmengunar, umferðaröryggis ofl.
Í tilfelli þessa máls er sótt um byggingarleyfi fyrir húsi sem staðsett verður allt að 50 m frá Svínadalsvegi en skv. ákvæði d-liðar greinar 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 gildir að utan þéttbýlis skuli ekki staðsetja íbúðir eða frístundahús nær stofn- og tengivegum en 100 m.
Nefndin telur að mögulegt sé að byggja umrætt hús annars staðar á jörðinni þannig að ekki þurfi að koma til undanþágubeiðni frá ákvæðum skipulagslaga.
Þá telur nefndin að miðað við aðstæður sem eru í þessu tilfelli, að staðsetning húss sem byggt er 50 m frá vegi í stað 100 m, sé augljóslega verri staðsetning m.t.t. umferðaröryggis.
Nefndin telur því ekki vera um sérstakar aðstæður að ræða í þessu tilfelli né heldur að ástæða sé til að skapa fordæmi fyrir breytingum sem þessum.
12.Litla-Botnsland 1, L224375- Aðalskipulagsbreyting.
2311012
Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.
Gerð er breyting á greinargerð og sveitarfélagsuppdrætti.
Skipulagsgögn eru eftirfarandi:
Gildandi og breyttur sveitarfélagsuppdráttur í mkv. 1:50.000. Í breytingu á uppdrætti felst m.a. að bætt er við nýju tæplega 14 ha verslunar- og þjónustusvæði VÞ20. Frístundabyggðin F40 minnkar samsvarandi. Bætt er við nýju vatnsbóli.
Greinargerð sem ber heitið "Litla-Botnsland 1 - breyting aðalskipulags. Nýtt verslunar- og þjónustusvæði. 11.10.2024." Í breytingu á greinargerð felst m.a. að breyta skilmálum fyrir frístundabyggðina í kafla 2.2.2 í greinargerð aðalskipulags og að bæta við svæði fyrir verslunar- og þjónustusvæði í kafla 2.4.3 í greinargerð aðalskipulags. Gerð er breyting á skilmálum hverfisverndarsvæðis HV6 í kafla 2.8.4 í greinargerð aðalskipulags. Bætt er við vatnsbóli í kafla 2.8.5 í greinargerð aðalskipulags.
Svæðið sem breytingin nær til er úr landi Litla-Botnlands 1 (L224375), sem er skráð 12,1 ha að stærð. Í gildandi aðalskipulagi er svæðið flokkað sem frístundabyggð F40 og er óbyggt.
Fyrirhuguð er uppbygging á hóteli og ferðaþjónustu þar sem áhersla er lögð á náttúruferðamennsku samhliða skógrækt. Gert er ráð fyrir gistingu fyrir allt að 300 gesti á hóteli og minni gestahúsum ásamt veitingarekstri, náttúruböðum, útivist og annarri ferðatengdri þjónustu. Heildar byggingarmagn svæðis verður allt að 6.000 m2. Hönnun svæðis mun taka mið af náttúrulegu umhverfi og að mannvirki muni falla sem best inn í svæðið. Leitast verður eftir að takmarka rask á núverandi birkiskógi og stuðla að endurheimt hans á svæðinu.
Unnið er að matstilkynningu til Skipulagsstofnunnar, í samræmi við lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Samhliða er unnið að gerð deiliskipulags þar sem nánar er gert grein fyrir skipulags- og byggingarskilmálum.
Skv. tillögunni er markmið framkvæmdarinnar að styrkja stoðir ferðamennsku í sveitarfélaginu sem byggir á þeim náttúru- og menningargæðum sem svæðið hefur upp á að bjóða, einnig keumur fram að verið sé að styrkja atvinnulíf á svæðinu og efla þjónustu við ferðamenn með því að bjóða upp á fjölbreytta valkosti fyrir gistingu og ýmsa afþreyingu og útivist.
Aðkoma að svæðinu er af Hvalfjarðarvegi um Litlabotnsveg (5001).
Samkvæmt vistgerðarkortlagningu NÍ er svæðið skilgreint sem birkiskógur (L11).
Engar þekktar minjar eru innan skipulagssvæðisins. Fornleifaskráning í Hvalfjarðarhreppi var gefin út árið 2003. Samráð verður haft við Minjastofnun Íslands hvort nánar þurfi að skrá fornminjar innan svæðisins áður en til framkvæmda kemur.
Áformuð er uppbygging á 33 herbergja hóteli, 35 litlum gestahúsum, 9 viðburðarhúsum ásamt starfsmannahúsum, gróðurhúsi, veitingarekstri og náttúruböðum. Þá er áætluð uppsetning dagþjónustu, s.s. veitingaþjónustu, rafhleðslustöð, þannig að daggestir geti einnig notið þjónustu á svæðinu. Fyrirkomulag mannvirkja, stígar og vegir munu m.a. taka mið af núverandi útbreiðslu birkiskógarins.
Hótelbygging verður á einni hæð og u.þ.b. 2200 m2 að stærð. Gert er ráð fyrir starfsmannahúsnæði með heimild til fastrar búsetu. Gestahús og viðburðarhús verða um 55 m2 að stærð. Gert er ráð fyrir náttúruböðum ásamt þjónustuhúsnæði við þau, s.s. klefum og salernum fyrir gesti baðlónsins. Samráð verður haft við Heilbrigðiseftirlit Vesturlands um uppbyggingu og hönnun baðlónsins svo það standist kröfur og reglur um baðlón og viðhald þeirra og að fráveita muni ekki hafa áhrif á grunnvatn svæðisins.
Fyrirhugað er að reka veitingastað innan svæðisins fyrir hótelgesti og aðra gesti.
Skipulagslýsing vegna málsins var áður á dagskrá á 37. fundi USNL-nefndar þann 05.06.2024. Eftirfarandi bókun var gerð:
Inngangur:
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á 395. fundi sínum þann 27.03.2024 að auglýsa skipulagslýsingu fyrir Litla-Botnsland, landeignanúmer 224375. Eftirfarandi var bókað: Lýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032. Skipulagslýsing fyrir Botn í Hvalfirði þar sem fyrirhugað er að byggja upp hótel og ferðamannaþjónustu. Stofnað verður nýtt svæði verslunar og þjónustu þar sem nú er skilgreint frístundarsvæði. Svæðin sem breytingin nær til er úr landi Litla-Botnslandi 1 (L224375), sem er um 12,1 ha að stærð. Innan svæðis verður m.a. gert ráð fyrir gistingu fyrir allt að 198 manns í hóteli og minni gestahúsum ásamt veitingarekstri, náttúruböðum, útivist og annarri ferðatengdri þjónustu. Ekki er þörf á matstilkynningu til Skipulagsstofnunar, í samræmi við lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021, þar sem stærðarviðmið verða vel undir viðmiðunarmörkum greinar 12.04 í viðauka 1. "Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010." Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Skipulagslýsingin hefur nú verið auglýst skv. ákvæðum skipulagslaga nr. 123/2010 og var hún til sýnis á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar frá 3. til og með 17. maí 2024. Lagðar fram umsagnir og athugasemdir sem bárust vegna auglýstrar skipulagslýsingar en alls bárust 15 athugasemdir/ábendingar vegna lýsingarinnar.
Niðurstaða:
Lagðar fram athugasemdir og umsagnir sem bárust á kynningartíma og voru umræður um þær. Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd hefur farið yfir framkomnar athugasemdir/ábendingar og munu þær verða hafðar til skoðunar við mótun frekari skipulagstillagna og mun verða gerð betur grein fyrir mörgum þessara þátta í aðalskipulagsbreytingu og/eða deiliskipulagi. Bent er á að hagsmunaaðilar munu hafa formlega aðkomu að málinu síðar í skipulagsferlinu.
Gerð er breyting á greinargerð og sveitarfélagsuppdrætti.
Skipulagsgögn eru eftirfarandi:
Gildandi og breyttur sveitarfélagsuppdráttur í mkv. 1:50.000. Í breytingu á uppdrætti felst m.a. að bætt er við nýju tæplega 14 ha verslunar- og þjónustusvæði VÞ20. Frístundabyggðin F40 minnkar samsvarandi. Bætt er við nýju vatnsbóli.
Greinargerð sem ber heitið "Litla-Botnsland 1 - breyting aðalskipulags. Nýtt verslunar- og þjónustusvæði. 11.10.2024." Í breytingu á greinargerð felst m.a. að breyta skilmálum fyrir frístundabyggðina í kafla 2.2.2 í greinargerð aðalskipulags og að bæta við svæði fyrir verslunar- og þjónustusvæði í kafla 2.4.3 í greinargerð aðalskipulags. Gerð er breyting á skilmálum hverfisverndarsvæðis HV6 í kafla 2.8.4 í greinargerð aðalskipulags. Bætt er við vatnsbóli í kafla 2.8.5 í greinargerð aðalskipulags.
Svæðið sem breytingin nær til er úr landi Litla-Botnlands 1 (L224375), sem er skráð 12,1 ha að stærð. Í gildandi aðalskipulagi er svæðið flokkað sem frístundabyggð F40 og er óbyggt.
Fyrirhuguð er uppbygging á hóteli og ferðaþjónustu þar sem áhersla er lögð á náttúruferðamennsku samhliða skógrækt. Gert er ráð fyrir gistingu fyrir allt að 300 gesti á hóteli og minni gestahúsum ásamt veitingarekstri, náttúruböðum, útivist og annarri ferðatengdri þjónustu. Heildar byggingarmagn svæðis verður allt að 6.000 m2. Hönnun svæðis mun taka mið af náttúrulegu umhverfi og að mannvirki muni falla sem best inn í svæðið. Leitast verður eftir að takmarka rask á núverandi birkiskógi og stuðla að endurheimt hans á svæðinu.
Unnið er að matstilkynningu til Skipulagsstofnunnar, í samræmi við lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Samhliða er unnið að gerð deiliskipulags þar sem nánar er gert grein fyrir skipulags- og byggingarskilmálum.
Skv. tillögunni er markmið framkvæmdarinnar að styrkja stoðir ferðamennsku í sveitarfélaginu sem byggir á þeim náttúru- og menningargæðum sem svæðið hefur upp á að bjóða, einnig keumur fram að verið sé að styrkja atvinnulíf á svæðinu og efla þjónustu við ferðamenn með því að bjóða upp á fjölbreytta valkosti fyrir gistingu og ýmsa afþreyingu og útivist.
Aðkoma að svæðinu er af Hvalfjarðarvegi um Litlabotnsveg (5001).
Samkvæmt vistgerðarkortlagningu NÍ er svæðið skilgreint sem birkiskógur (L11).
Engar þekktar minjar eru innan skipulagssvæðisins. Fornleifaskráning í Hvalfjarðarhreppi var gefin út árið 2003. Samráð verður haft við Minjastofnun Íslands hvort nánar þurfi að skrá fornminjar innan svæðisins áður en til framkvæmda kemur.
Áformuð er uppbygging á 33 herbergja hóteli, 35 litlum gestahúsum, 9 viðburðarhúsum ásamt starfsmannahúsum, gróðurhúsi, veitingarekstri og náttúruböðum. Þá er áætluð uppsetning dagþjónustu, s.s. veitingaþjónustu, rafhleðslustöð, þannig að daggestir geti einnig notið þjónustu á svæðinu. Fyrirkomulag mannvirkja, stígar og vegir munu m.a. taka mið af núverandi útbreiðslu birkiskógarins.
Hótelbygging verður á einni hæð og u.þ.b. 2200 m2 að stærð. Gert er ráð fyrir starfsmannahúsnæði með heimild til fastrar búsetu. Gestahús og viðburðarhús verða um 55 m2 að stærð. Gert er ráð fyrir náttúruböðum ásamt þjónustuhúsnæði við þau, s.s. klefum og salernum fyrir gesti baðlónsins. Samráð verður haft við Heilbrigðiseftirlit Vesturlands um uppbyggingu og hönnun baðlónsins svo það standist kröfur og reglur um baðlón og viðhald þeirra og að fráveita muni ekki hafa áhrif á grunnvatn svæðisins.
Fyrirhugað er að reka veitingastað innan svæðisins fyrir hótelgesti og aðra gesti.
Skipulagslýsing vegna málsins var áður á dagskrá á 37. fundi USNL-nefndar þann 05.06.2024. Eftirfarandi bókun var gerð:
Inngangur:
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á 395. fundi sínum þann 27.03.2024 að auglýsa skipulagslýsingu fyrir Litla-Botnsland, landeignanúmer 224375. Eftirfarandi var bókað: Lýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032. Skipulagslýsing fyrir Botn í Hvalfirði þar sem fyrirhugað er að byggja upp hótel og ferðamannaþjónustu. Stofnað verður nýtt svæði verslunar og þjónustu þar sem nú er skilgreint frístundarsvæði. Svæðin sem breytingin nær til er úr landi Litla-Botnslandi 1 (L224375), sem er um 12,1 ha að stærð. Innan svæðis verður m.a. gert ráð fyrir gistingu fyrir allt að 198 manns í hóteli og minni gestahúsum ásamt veitingarekstri, náttúruböðum, útivist og annarri ferðatengdri þjónustu. Ekki er þörf á matstilkynningu til Skipulagsstofnunar, í samræmi við lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021, þar sem stærðarviðmið verða vel undir viðmiðunarmörkum greinar 12.04 í viðauka 1. "Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010." Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Skipulagslýsingin hefur nú verið auglýst skv. ákvæðum skipulagslaga nr. 123/2010 og var hún til sýnis á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar frá 3. til og með 17. maí 2024. Lagðar fram umsagnir og athugasemdir sem bárust vegna auglýstrar skipulagslýsingar en alls bárust 15 athugasemdir/ábendingar vegna lýsingarinnar.
Niðurstaða:
Lagðar fram athugasemdir og umsagnir sem bárust á kynningartíma og voru umræður um þær. Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd hefur farið yfir framkomnar athugasemdir/ábendingar og munu þær verða hafðar til skoðunar við mótun frekari skipulagstillagna og mun verða gerð betur grein fyrir mörgum þessara þátta í aðalskipulagsbreytingu og/eða deiliskipulagi. Bent er á að hagsmunaaðilar munu hafa formlega aðkomu að málinu síðar í skipulagsferlinu.
Í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 var í upphafi skipulagsferils þessa máls tekin saman lýsing á skipulagsverkefninu þar sem m.a. kom fram hvaða áherslur og forsendur sveitarstjórn hafði við aðalskipulagsgerðina.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd telur að umfang fyrirhugaðra framkvæmda hafi aukist frá því skipulagslýsing vegna málsins var auglýst í maí sl.
Telur nefndin því að umrædd aðalskipulagsbreyting sé ekki í nægilega miklu samræmi við þær forsendur sem lagðar voru til grundvallar við skipulagslýsinguna og sem athugasemdir/ábendingar umsagnaraðila byggðu á.
Er aðalskipulagstillögunni því hafnað á grundvelli ósamræmis við lýsingu tillögunnar.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd telur að umfang fyrirhugaðra framkvæmda hafi aukist frá því skipulagslýsing vegna málsins var auglýst í maí sl.
Telur nefndin því að umrædd aðalskipulagsbreyting sé ekki í nægilega miklu samræmi við þær forsendur sem lagðar voru til grundvallar við skipulagslýsinguna og sem athugasemdir/ábendingar umsagnaraðila byggðu á.
Er aðalskipulagstillögunni því hafnað á grundvelli ósamræmis við lýsingu tillögunnar.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
13.Stafræn byggingarleyfi, einn staður fyrir byggingarleyfi
2409032
Erindi dags. 25.09.2024 frá Húsnæðis- og Mannvirkjastofnfun.
Í erindinu kemur fram að vorið 2023 hafi Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hafið vinnu við undirbúning og þróun miðlægs umsóknarviðmóts fyrir byggingarleyfi. Með viðmótinu er ætlunin að samræma verklag þvert á sveitarfélög, einfalda og flýta skráningu mannvirkja og auka gæði rauntímaupplýsinga um mannvirkjagerð á Íslandi. Þróunin hefur verið unnin í þéttu samstarfi aðila sem koma að ferlinu, þ.m.t. sveitarfélög, byggingarfulltrúaembætti, byggingaraðila og hönnuði.
Þann 2. apríl sl. undirrituðu HMS, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga og Stafrænt Ísland sameiginlega yfirlýsingu þar sem þessir aðilar lýstu vilja sínum til að vinna saman að því að samræma verklag í byggingarmálum þvert á sveitarfélög með einu viðmóti fyrir umsókn um byggingarleyfi og afgreiðslu þeirra í stað 64 sem þá voru (63 í dag).
Umsóknarviðmótið, stafrænt byggingarleyfi, mun auðvelda og einfalda gerð vandaðri byggingarleyfisumsókna sem og afgreiðslu og utanumhald starfsfólks sveitarfélaga á byggingarverkefnum. Með viðmótinu er skerpt á hlutverkum kerfa og afgreiðsla byggingarleyfa færð úr málaskrárkerfum, með tilheyrandi þróunar- og rekstrarkostnaði sveitarfélaga, yfir í kerfi og viðmót sem er sérstaklega hannað fyrir afgreiðslu leyfanna.
Fyrsta útgáfa hins nýja viðmóts stafræns byggingarleyfis verður opnuð með Reykjanesbæ núna á haustdögum 2024. Þann 30. september hefst formlegt samstarf við Reykjavíkurborg um innleiðingu viðmótsins sem áætlað er að verði lokið fyrri part árs 2025. Í kjölfar vinnu með Reykjavíkurborg verður hafist handa við innleiðingu hjá öðrum sveitarfélögum.
Fram kemur í erindinu að það sé HMS mikilvægt að eiga gott samstarf við sveitarfélögin um fyrirhugaða innleiðingu og því sé þessi upplýsingapósturs sendur til sveitarfélaga, svo vitað sé hvers megi vænta á næstu dögum og misserum. Í ljósi þess að innleiðing viðmóts stafræns byggingarleyfis er áætluð á næsta ári bendir HMS vinsamlega á að mikilvægt er að sveitarfélög geri ráð fyrir kostnaði vegna þessa í fjárhagsáætlun næsta árs.
Í erindinu kemur fram að vorið 2023 hafi Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hafið vinnu við undirbúning og þróun miðlægs umsóknarviðmóts fyrir byggingarleyfi. Með viðmótinu er ætlunin að samræma verklag þvert á sveitarfélög, einfalda og flýta skráningu mannvirkja og auka gæði rauntímaupplýsinga um mannvirkjagerð á Íslandi. Þróunin hefur verið unnin í þéttu samstarfi aðila sem koma að ferlinu, þ.m.t. sveitarfélög, byggingarfulltrúaembætti, byggingaraðila og hönnuði.
Þann 2. apríl sl. undirrituðu HMS, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga og Stafrænt Ísland sameiginlega yfirlýsingu þar sem þessir aðilar lýstu vilja sínum til að vinna saman að því að samræma verklag í byggingarmálum þvert á sveitarfélög með einu viðmóti fyrir umsókn um byggingarleyfi og afgreiðslu þeirra í stað 64 sem þá voru (63 í dag).
Umsóknarviðmótið, stafrænt byggingarleyfi, mun auðvelda og einfalda gerð vandaðri byggingarleyfisumsókna sem og afgreiðslu og utanumhald starfsfólks sveitarfélaga á byggingarverkefnum. Með viðmótinu er skerpt á hlutverkum kerfa og afgreiðsla byggingarleyfa færð úr málaskrárkerfum, með tilheyrandi þróunar- og rekstrarkostnaði sveitarfélaga, yfir í kerfi og viðmót sem er sérstaklega hannað fyrir afgreiðslu leyfanna.
Fyrsta útgáfa hins nýja viðmóts stafræns byggingarleyfis verður opnuð með Reykjanesbæ núna á haustdögum 2024. Þann 30. september hefst formlegt samstarf við Reykjavíkurborg um innleiðingu viðmótsins sem áætlað er að verði lokið fyrri part árs 2025. Í kjölfar vinnu með Reykjavíkurborg verður hafist handa við innleiðingu hjá öðrum sveitarfélögum.
Fram kemur í erindinu að það sé HMS mikilvægt að eiga gott samstarf við sveitarfélögin um fyrirhugaða innleiðingu og því sé þessi upplýsingapósturs sendur til sveitarfélaga, svo vitað sé hvers megi vænta á næstu dögum og misserum. Í ljósi þess að innleiðing viðmóts stafræns byggingarleyfis er áætluð á næsta ári bendir HMS vinsamlega á að mikilvægt er að sveitarfélög geri ráð fyrir kostnaði vegna þessa í fjárhagsáætlun næsta árs.
USNL-nefnd telur jákvætt að unnið sé að innleiðingu viðmóts stafræns byggingarleyfis og miðlægs umsóknarviðmóts fyrir byggingarleyfi.
Gert hefur verið ráð fyrir fjármunum í tengslum við þessum breytingum í fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar fyrir næsta ár 2025.
Gert hefur verið ráð fyrir fjármunum í tengslum við þessum breytingum í fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar fyrir næsta ár 2025.
14.Skipulagsdagurinn
2309013
Skipulagsdagurinn 2024
Þann 17. október, kl. 9 -16, Hilton Nordica, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík
Skipulagsdagurinn er árleg ráðstefna Skipulagsstofnunar og Sambands íslenskra sveitarfélaga um skipulagsmál. Venju samkvæmt beinum við sjónum að því sem efst er á baugi í skipulagsmálum. Dagskrá Skipulagsdagsins að þessu sinni er tvískipt, fyrir hádegi verður kastljósinu beint að þróun landnýtingar og búsetu í dreifbýli þar sem við fáum meðal annars erindi um búsetuþróun og framtíðarhorfum í byggðaþróun ásamt því að heyra af stöðu og þróunar landnýtingar í dreifbýli. Eftir hádegi verður fjallað um húsnæðismál og uppbyggingu í þéttbýli þar sem við ætlum að velta fyrir okkur gæðum í skipulagi og uppbyggingu húsnæðis.
Að vanda verður fjölbreyttur hópur frummælenda og sérfræðinga í pallborðsumræðum.
Skipulagsdagurinn verður einnig í beinu streymi.
Þann 17. október, kl. 9 -16, Hilton Nordica, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík
Skipulagsdagurinn er árleg ráðstefna Skipulagsstofnunar og Sambands íslenskra sveitarfélaga um skipulagsmál. Venju samkvæmt beinum við sjónum að því sem efst er á baugi í skipulagsmálum. Dagskrá Skipulagsdagsins að þessu sinni er tvískipt, fyrir hádegi verður kastljósinu beint að þróun landnýtingar og búsetu í dreifbýli þar sem við fáum meðal annars erindi um búsetuþróun og framtíðarhorfum í byggðaþróun ásamt því að heyra af stöðu og þróunar landnýtingar í dreifbýli. Eftir hádegi verður fjallað um húsnæðismál og uppbyggingu í þéttbýli þar sem við ætlum að velta fyrir okkur gæðum í skipulagi og uppbyggingu húsnæðis.
Að vanda verður fjölbreyttur hópur frummælenda og sérfræðinga í pallborðsumræðum.
Skipulagsdagurinn verður einnig í beinu streymi.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 17:30.