Fara í efni

Sveitarstjórn

218. fundur 03. maí 2016 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir varaoddviti
  • Jónella Sigurjónsdóttir vararitari
  • Stefán Ármannsson aðalmaður
  • Daníel Ottesen aðalmaður
  • Ólafur Ingi Jóhannesson 1. varamaður
  • Brynja Þorbjörnsdóttir 2. varamaður
Fundargerð ritaði: Skúli Þórðarson sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti setti fundinn og bauð sveitarstjórnarmenn velkomna til fundar og síðan var gengið til áður boðaðrar dagskrár.

Ása Helgadóttir og Hjördís Stefánsdóttir boðuðu forföll.

Oddviti óskaði að taka á dagskrá mál nr. 1604051 Aðalfundarboð Hitaveitufélags Hvalfjarðar sf., nr. 1605002 Greining á uppbyggingarþörf og 1502013 Skýrslu sveitarstjóra og var það samþykkt samhljóða.

1.Uppsögn á starfi skipulags- og umhverfisfulltrúa Hvalfjarðarsveitar.

1604050

Erindi frá Ólafi Melsted.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela sveitarstjóra að auglýsa starf skipulags- og umhverfisfulltrúa laust til umsóknar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

2.Skýrsla sveitarstjóra.

1502013

Skúli Þórðarson gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðari fundi í marsmánuði.

3.63. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.

1604045

Fundargerð lögð fram til kynningar.

4.144. fundur stjórnar Faxaflóahafna.

1604041

Fundargerð lögð fram til kynningar.

5.24. - 27. fundur Menningar- og safnanefndar, ásamt ársreikningi og gjaldskrá Byggðasafnsins í Görðum.

1604040

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

6.134. fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands.

1604038

Fundargerð lögð fram til kynningar.

7.Aðalfundargerð Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2016.

1604037

Fundargerð aðalfundar lögð fram til kynningar.

8.Ársreikningur Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis 2015.

1604046

Frá Höfða hjúkrunar- og dvalarheimili.
Ársreikningur 2015 lagður fram til kynningar.

9.Arðgreiðsla Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. vegna ársins 2015.

1604043

Frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.
Bréf lagt fram til kynningar.
Samþykkt arðgreiðsla til Hvalfjarðarsveitar er alls kr. 899.560-

10.Aðalfundarboð Faxaflóahafna sf.

1604042

Fundurinn verður í fundarsal 3. hæðar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu 17, miðvikudaginn 25. maí 2016.
Aðalfundarboð lagt fram til kynningar.
Sveitarstjórn samþykkir að fulltrúi Hvalfjarðarsveitar á fundinum verði Stefán G. Ármannsson.

11.Utankjörfundaratkvæði - Viljayfirlýsing.

1604028

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og sýslumönnum.
Bréf lagt fram til kynningar.

12.Vinna við landsáætlun um uppbyggingu innviða - greining á uppbyggingarþörf.

1605002

Tilnefning tengiliðs. Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að tilnefna Arnheiði Hjörleifsdóttur sem tengilið Hvalfjarðarsveitar að verkefninu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

13.Aðalfundarboð Hitaveitufélags Hvalfjarðar sf.

1604051

Umboð til setu á aðalfundi
Oddviti gerði grein fyrir að á milli funda hafi verið samþykkt í tölvupósti að Stefán G. Ármannsson færi með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundi hitaveitufélagsins og staðfesti sveitarstjórn hér með þá skipan.

14.Starfsráðgjöf Gunnar Gíslason.

1603023

Verkáætlun og drög að verksamningi
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða verkáætlun og drög að verksamningi við Gunnar Gíslaason, ráðgjafa og felur sveitarstjóra undirritun hans."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

15.Sveitarstjórn - 217

1604001F

Fundargerð framlögð.

16.Þróunarfélag Grundartanga - Stofnskjöl.

1601020

Drög að samþykktum og af hluthafasamkomulagi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlögð stofnskjöl með áorðnum breytingum. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að fela oddvita og sveitarstjóra að boða til stofnfundar Þróunarfélags Grundartanga í samráði við hlutaðeigandi aðila."
AH tók til máls og gerði grein fyrir afstöðu sinni til málsins og því jafnframt að hún sitji hjá við afgreiðslu þess.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum. AH situr hjá við afgreiðsluna.

17.Stoppistöð fyrir strætó á bílaplani við Hvalfjarðargöng.

1604049

Erindi frá oddvita Hvalfjarðarsveitar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að erindið verði sent til stjórnar SSV."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

18.Gistihúsarekstur í skipulögðu sumarhúsahverfi.

1604048

Erindi frá Hallfreði Vilhjálmssyni og Kristný Vilmundardóttur.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela sveitarstjóra að leita álits lögmanns sveitarfélagsins vegna erindisins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

19.Beiðni um lausn frá nefndarstörfum í menningar- og atvinnuþróunarnefnd.

1604047

Erindi frá Alexöndru Chernyshova.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að tilnefna Brynju Þorbjörnsdóttur sem aðalmann í stað Alexöndru og Guðjón Sigmundsson sem 5. varamann í menningar- atvinnuþróunarnefnd. Sveitarstjórn færir Alexöndru þakkir fyrir vel unnin störf í þágu menningar- og atvinnuþróunar í Hvalfjarðarsveit."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

20.Samningur Hvalfjarðarsveitar og N4 - Að vestan 2016.

1604035

Til samþykktar.
Framlagður samningur milli Hvalfjarðarsveitar og N4 ehf. vegna þáttagerðar á Vesturlandi 2016.
Gert er ráð fyrir útgjöldum vegna samningsins í fjárhagsáætlun ársins 2016 alls kr. 500.000-
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðan samning og felur sveitarstjóra undirritun hans."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

21.Styrktarsjóður Hvalfjarðarsveitar, apríl 2016.

1604030

Alls bárust 12 umsóknir í styrktarsjóðinn.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að úthluta eftirtöldum fjárstyrk úr Styrktarsjóði Hvalfjarðarsveitar:
Björgunarfélag Akraness v/ búnaðarkaupa kr. 220.000-
Foreldrafélag Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar v/ vorhátíðar kr. 50.000-
Kór Saurbæjarprestakalls v/ tónlistarflutnings og viðburða kr. 150.000-
Hestamannafélagið Dreyri v/ búnaðarkaupa kr. 100.000-
Kvennaathvarfið rekstrarstyrkur kr. 30.000-
Sundfélag Akraness v/ AMÍ móts kr. 100.000-
Tónlistarfélag Hvalfjarðarsveitar v/ tónleikahalds í Hvalfjarðarsveit kr. 100.000-
Að þessu sinni nemur úthlutun úr Styrktarsjóði Hvalfjarðarsveitar alls kr. 750.000-
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

22.Íbúaskrá 1. desember 2015.

1604027

Athugasemdir um of- eða vantalda einstaklinga skal berast Þjóðskrá Íslands.
Íbúaskrá 1. desember 2015 lögð fram.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að senda til Þjóðskrár leiðréttingar á íbúaskránni eftir því sem við á.

23.Sorphirðusamningur - framlenging

1604001

Erindi frá umhverfis- og skipulagsfulltrúa Hvalfjarðarsveitar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðan viðauka við verksamning við Íslenska gámafélagið ehf. um sorphirðu. Samningurinn er tímabundinn og hefur gildistíma til og með 31. ágúst 2017. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra undirritun viðaukans."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

24.15. fundur Nýsköpunarsjóðs.

1604044

Fundargerð framlögð.
SÁ fór yfir og skýrði einstök atriði fundargerðarinnar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir afgreiðslur stjórnar Nýsköpunarsjóðs sem fram koma í fundargerðinni."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

25.11. fundur landbúnaðarnefndar Hvalfjarðarsveitar.

1604039

Fundargerð framlögð.
Oddviti fór yfir og skýrði einstök atriði fundargerðarinnar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela sveitarstjóra að auglýsa eftir veiðimönnum til grenjavinnslu og minkaeyðingar í sveitarfélaginu næstu 4 ár á grundvelli framlagðra gagna. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra, oddvita og formanni landbúnaðarnefndar fullnaðarafgreiðslu umsókna og sveitarstjóra gerð og undirskrift samninga við veiðimenn í kjölfar ráðningar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

26.Fræðslu- og skólanefnd - 127

1603004F

Fundargerð framlögð.
DO fór yfir og skýrði einstök atriði fundargerðarinnar.
Vegna framlagðar bókunar BPFV í 4. lið fundargerðarinnar vill sveitarstjórn taka fram að umrætt mál er í skýrum farvegi og að þess vegna sé ekki ástæða til að skipa sérstakan starfshóp að svo stöddu.
  • Fræðslu- og skólanefnd - 127 Nefndin samþykkir framlögð skóladagatöl Leik og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar fyrir skólaárið 2016-2017

    Bókun: BPFV finnst óheppilegt að svo margir hálfir starfsdagar séu á skólaári Skýjaborgar 2016-2017.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagt skóladagatal Heiðarskóla og Skýjaborgar fyrir skólaárið 2016-2017."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og skólanefnd - 127 Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja reglur um styrki til náms í leikskólaliðanámi og leikskólakennarafræðum. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðar reglur með áorðnum breytingum."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

27.37. fundur menningar- og atvinnuþróunarnefndar.

1604023

Fundargerð framlögð.
Oddviti fór yfir og skýrði einstök atriði fundargerðarinnar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að auglýsa eftir aðila til að annast framkvæmd Hvalfjarðardaga 2016."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

28.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 66

1604003F

Fundargerð framlögð.
AH fór yfir og skýrði einstök atriði fundargerðarinnar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar