Fræðslu- og skólanefnd 2014-2018
Dagskrá
Einnig sat fundinn Eyrún Jóna Reynisdóttir sviðstjóri Skýjaborgar.
1.Skóladagatal Heiðarskóla og Skýjaborgar.
1506044
Nefndin samþykkir framlögð skóladagatöl Leik og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar fyrir skólaárið 2016-2017
Bókun: BPFV finnst óheppilegt að svo margir hálfir starfsdagar séu á skólaári Skýjaborgar 2016-2017.
Bókun: BPFV finnst óheppilegt að svo margir hálfir starfsdagar séu á skólaári Skýjaborgar 2016-2017.
2.Viðhorfskönnun foreldra og starfsmanna, Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.
1602004
Nefndin kynnir stöðu mála varðandi viðhorfskönnunina og stefnt er að því að senda hana út fyrir lok apríl.
3.Reglur um styrk til nema í leikskólakennarafræðum í Hvalfjarðarsveit
1604008
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja reglur um styrki til náms í leikskólaliðanámi og leikskólakennarafræðum.
4.Ný leikskólabygging - skipulag og staðsetning
1603031
Erindi frá USN-nefnd um samstarf.
Nefndin tekur vel í fyrirhugað samstarf og óskum eftir vinnufundi hið fyrsta. Formanni falið að finna tíma í samráði við formann USN-nefndar.
Bókun: BPFV það er vilji Hvalfjarðarsveitar að börn frá 12 mánaða aldri fái boð um leikskólavistun. Til þess að svo megi verða er ljóst að ráðast þarf í nýbyggingar enda núverandi leikskóli afar ásetinn og húsnæði og lóð standast ekki kröfur. Til að sem best megi takast til við undirbúning framkvæmda er rétt að skipa starfshóp sem gera mun tillögur að því með hvaða hætti markmiðum sveitarstjórnar verður náð. Hópurinn skili niðurstöðu í síðasta lagi 15. júní 2016.
Eftirfarandi aðilar skipi starfshópinn:
Sveitarstjóri, skipulagsfulltrúi, skólastjóri, sviðsstjóri og formaður fræðslu- og skólanefndar.
Bókun: BPFV það er vilji Hvalfjarðarsveitar að börn frá 12 mánaða aldri fái boð um leikskólavistun. Til þess að svo megi verða er ljóst að ráðast þarf í nýbyggingar enda núverandi leikskóli afar ásetinn og húsnæði og lóð standast ekki kröfur. Til að sem best megi takast til við undirbúning framkvæmda er rétt að skipa starfshóp sem gera mun tillögur að því með hvaða hætti markmiðum sveitarstjórnar verður náð. Hópurinn skili niðurstöðu í síðasta lagi 15. júní 2016.
Eftirfarandi aðilar skipi starfshópinn:
Sveitarstjóri, skipulagsfulltrúi, skólastjóri, sviðsstjóri og formaður fræðslu- og skólanefndar.
5.Nemendaspjaldskrá
1603028
Lagt fram.
6.Læsisstefna
1604011
Læsisstefna Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar lögð til kynningar. Nefndin lýsir ánægju sinni með metnaðarfulla læsisstefnu.
Fundi slitið - kl. 16:15.