Fara í efni

Sveitarstjórn

406. fundur 25. september 2024 kl. 15:08 - 15:29 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Andrea Ýr Arnarsdóttir oddviti
  • Helga Harðardóttir varaoddviti
  • Helgi Pétur Ottesen ritari
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir vararitari
  • Birkir Snær Guðlaugsson aðalmaður
  • Inga María Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ómar Örn Kristófersson aðalmaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti, bauð fundarfólk velkomið og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

1.Sveitarstjórn - 405

2409002F

Fundargerðin framlögð.

2.Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 41

2408006F

Fundargerðin framlögð.
ÓÖK fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 41 Lögð fram uppfærð gögn frá skipulagshöfundi, eftir athugasemdir Skipulagsstofnunar.
    Í lokaafgreiðslu Skipulagsstofnunar voru gerðar athugasemdir sem brugðist hefur verið við og einnig var orðlag lagfært og breytt í greinargerð. Til að koma til móts við athugasemd um mögulegt votlendi og áhrif á vistgerðir hafa byggingareitir verið minnkaðir verulega og reiðleið er utan byggingareits. Þá eru vegir betur afmarkaðir og aðkoma að byggingum. Lóðir afmarkaðar fyrir byggingar og þær númeraðar og sett er inn lóðatafla í greinargerð í samræmi við ábendingu um almenna skilmála frístundabyggðar. Ekki er unnt að setja inn grann- og fjarsvæði vatnsverndar við núverandi borholur en sett er inn í greinargerð að þær séu víkjandi og stefnt sé að neysluvatn komi frá viðurkenndri samveitu.
    Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir deiliskipulagið með áorðnum breytingum.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir bókun nefndarinnar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 41 Farið yfir drög að reglum um skilti í Hvalfjarðarsveit.
    Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir drög að uppfærðum reglum, endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðar uppfærðar reglur um skilti í Hvalfjarðarsveit."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 41 Í ljósi fyrirliggjandi gagna telur Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd að ekki sé svigrúm fyrir byggingu húss á þessu svæði og gefur ekki jákvæða umsögn vegna fjarlægðar frá þjóðvegi.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir bókun nefndarinnar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 41 Fyrir liggur samantekt athugasemda og viðbrögð við þeim.
    Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir breytingu á aðalskipulagi í samræmi við samantekt um málið og leggur til að tillagan verði send Skipulagstofnun til afgreiðslu í samræmi við 3. mgr. 32 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir breytingu á aðalskipulagi í samræmi við samantekt um málið og að tillagan verði send Skipulagstofnun til afgreiðslu í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 41 Farið yfir samþykkt um fráveitur í Hvalfjarðarsveit og helstu breytingar.
    Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd felur Umhverfis- og skipulagsdeild að afla viðeigandi umsagna og drögum að uppfærðri samþykkt vísað til sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa tillögu að uppfærðri samþykkt um fráveitur í Hvalfjarðarsveit til síðari umræðu í sveitarstjórn."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 41 Farið yfir samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Hvalfjarðarsveit og helstu breytingar.
    Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd felur Umhverfis- og skipulagsdeild að afla viðeigandi umsagna og drögum að uppfærðri samþykkt vísað til sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa tillögu að uppfærðri samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Hvalfjarðarsveit til síðari umræðu í sveitarstjórn."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 41 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að sækja um styrk til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða vegna áframhaldandi framkvæmda við Glym, fyrir árið 2025 í samvinnu við landeigendur. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir bókun nefndarinnar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 41 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að heimila landeiganda að hefja vinnu við skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 vegna áforma landeiganda.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að heimila landeiganda að hefja vinnu við skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 vegna áforma landeiganda."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 41 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við tillöguna.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir bókun nefndarinnar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 41 Landeigandi hefur fallið frá hugmyndum um tjaldsvæði og liggur fyrir uppfærð tillaga frá skipulagshöfundi.
    Ekki er í deiliskipulagsbreytingu verið að fjölga vegtenginum við Reynisveg frá því sem þegar er í samþykktu deiliskipulagi.
    Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir deiliskipulagið.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir deiliskipulagið."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 41 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir deiliskipulagið með áorðnum breytingum.
    Ekki er talin ástæða til að bregðast við umsögn Náttúrufræðistofnunar, enda er svæðið á þegar skilgreindu íbúðarsvæði, sem ekki var gerð athugasemd við í umsögn um aðalskipulag.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir bókun nefndarinnar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 41 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti veitingu framkvæmdaleyfis vegna borunar fyrir köldu neysluvatni skv. því fyrirkomulagi sem lýst er í umsóknargögnum og á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Gerð verði úttekt af hálfu sveitarfélagsins, þar sem þess verði gætt að framkvæmd sé í samræmi við umsókn framkvæmdaleyfis og hjálagðra gagna hennar. Kostnaður við framkvæmdaleyfi og áfangaúttektir sveitarfélagsins eru skv. gjaldskrá sveitarfélagsins. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir bókun nefndarinnar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 41 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til að framkvæmdaleyfi verði veitt vegna fyrirhugaðs flæðigryfjugarðs, skv. því fyrirkomulagi sem lýst er í umsóknargögnum og á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
    Leyfið takmarkist við svæði 1, sbr. mynd 1.1 og 2.1 í umhverfismatsskýrslu dags. janúar 2023 sem unnin var af Mannviti, sbr. einnig hafnarsvæði H1 skv. aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 sbr. mynd 3.1 í umhverfismatsskýrslu dags. janúar 2023.
    Leyfið taki mið af fylgigögnum umsóknar s.s. áliti Skipulagsstofnunar um umhverfismat framkvæmdar frá ágúst 2023.
    Gildistími leyfisins verði 1 ár frá samþykki sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar en áætlað er að framkvæmdatími sé 12 mánuðir.
    Gerð verði úttekt af hálfu sveitarfélagsins, þar sem þess verði gætt að framkvæmd sé í samræmi við umsókn framkvæmdaleyfis og hjálagðra gagna hennar. Kostnaður við framkvæmdaleyfi og áfangaúttektir sveitarfélagsins eru skv. gjaldskrá sveitarfélagsins. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir bókun nefndarinnar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Fjölskyldu- og frístundanefnd - 59

2409001F

Fundargerðin framlögð.
IMS fór yfir helstu atriði fundarins.

4.Ungmennaráð Hvalfjarðarsveitar - 16

2408007F

Fundargerðin framlögð.

5.Öldungaráð - 4

2409005F

Fundargerðin framlögð.

6.Fræðslunefnd - 60

2409003F

Fundargerðin framlögð.
IMS fór yfir helstu atriði fundarins.

7.Skrifstofa sveitarfélagsins.

2402047

Skipulag.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela sveitarstjóra og deildarstjóra Umhverfis- og skipulagsdeildar að ganga frá ótímabundnum samningum í tvö stöðugildi verkefnastjóra í Umhverfis- og skipulagsdeild sveitarfélagsins, hvort sem um verður að ræða til verktöku eða ráðningarsambands, þegar núverandi samningum lýkur. Sveitarstjórn lýsir jafnframt yfir ánægju með hversu vel hin nýja deild hefur farið af stað en við stofnun hennar voru verkefnastjórar ráðnir tímabundið."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.

Helga Harðardóttir vék af fundi undir umræðu og afgreiðslu málsins.

8.Aðalfundur Hitaveitufélags Hvalfjarðar sf. 2024.

2409022

Aðalfundarboð ásamt fylgigögnum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Aðalfundur Hitaveitufélags Hvalfjarðar sf. verður haldinn á Bjarteyjarsandi fimmtudaginn 26. september nk. kl. 20:00. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti, fari með umboð og atkvæðisrétt Hvalfjarðarsveitar á fundinum, til vara er tilnefndur Birkir Snær Guðlaugsson."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.951. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2409017

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.
Fylgiskjöl:

10.191. fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands.

2409024

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 15:29.

Efni síðunnar