Sveitarstjórn
Dagskrá
Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti, bauð fundarfólk velkomið og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.
1.Sveitarstjórn - 404
2408005F
Fundargerðin framlögð.
2.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 74
2408008F
Fundargerðin framlögð.
HPO fór yfir helstu atriði fundarins.
HPO fór yfir helstu atriði fundarins.
-
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 74 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn að heimila lóðarhafa að Réttarhaga 2 að tengjast kaldavatnsveitu Heiðarskólasvæðisins með skilyrðum sveitarfélagsins um sverleika, tengistað og fleira er málið varðar. Einnig leggur nefndin til að formanni mannvirkja- og framkvæmdanefndar og verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að vinna málið áfram með lóðarhafa. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tekur jákvætt í að heimila lóðarhafa að Réttarhaga 2 að tengjast kaldavatnsveitu Heiðarskólasvæðisins með fyrirvara um að nægjanlegt vatnsmagn mælist til staðar auk þess að aðrir tengimöguleikar gangi eftir sem vinna þarf að áður en til tengingar getur komið. Sveitarfélagið setur skilyrði m.a. um sverleika, tengistað og fleira er málið varðar. Sveitarstjórn samþykkir að fela formanni mannvirkja- og framkvæmdanefndar og verkefnastjóra framkvæmda og eigna að vinna málið áfram og vera í sambandi við lóðarhafa.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
3.Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2025.
2409003
Erindi frá Kvennaathvarfinu.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að styrkja Kvennaathvarfið um 200.000 kr. á árinu 2025, gert verður ráð fyrir styrknum í fjárhagsáætlun ársins 2025."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að styrkja Kvennaathvarfið um 200.000 kr. á árinu 2025, gert verður ráð fyrir styrknum í fjárhagsáætlun ársins 2025."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
4.Samstarf slökkviliða á Vesturlandi.
2302012
Skýrsla frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi.
Skýrslan framlögð.
5.Höfði , hjúkrunar- og dvalarheimili - starfshópur.
2406004
Viljayfirlýsing um stækkun Höfða.
Viljayfirlýsingin framlögð.
6.Vettvangsrannsókn - skýrsla.
2409007
Skýrsla frá Röst sjávarrannsóknarsetri.
Skýrslan framlögð.
7.Stjórnarfundir Sorpurðunar Vesturlands hf.
2403010
Fundargerðir.
Fundargerðirnar framlagðar.
8.21. fundur stjórnar fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps.
2409002
Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.
9.147. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.
2409004
Fundargerð ásamt fylgigögnum.
Fundargerðin ásamt fylgiskjölum framlögð.
Fundi slitið - kl. 15:16.