Fara í efni

Mannvirkja- og framkvæmdanefnd

74. fundur 03. september 2024 kl. 15:30 - 17:45 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Guðjón Jónasson formaður
  • Helgi Pétur Ottesen varaformaður
  • Ómar Örn Kristófersson ritari
  • Róbert Eyvar Ólafsson aðalmaður
  • Einar Engilbert Jóhannesson 1. varamaður
Starfsmenn
  • Hlynur Sigurdórsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Hlynur Sigurdórsson Verkefnastjóri framkvæmda og eigna
Dagskrá
Guðjón Jónasson, formaður Mannvirkja- og framkvæmdanefndar, bauð fundarfólk velkomið og setti fundinn.
Sigurbjörn Hallsson situr fundinn undir þessum dagskrárlið

1.Íþróttahús - Heiðarborg

2001042

Sigurbjörn Hallsson frá Eflu verkfræðistofu sem sér um hefbundið framkvæmdaeftirlit og umsjón með verkefninu fer yfir verkstöðu framkvæmda við íþróttahúsið.
Sigurbjörn fór yfir verkstöðu framkvæmda og framlagða verkáætlun til verkloka frá verktaka.
Fundarmenn þakka Sigurbirni fyrir góða kynningu á framkvæmdinni.
Sigurbjörn Hallsson víkur af fundi.

2.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Réttarhagi 2 - Flokkur 2,

2403026

Beiðni lóðarhafa að Réttarhaga 2 um að tengjast kaldavatnsveitu á Heiðarskólasvæðinu.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn að heimila lóðarhafa að Réttarhaga 2 að tengjast kaldavatnsveitu Heiðarskólasvæðisins með skilyrðum sveitarfélagsins um sverleika, tengistað og fleira er málið varðar. Einnig leggur nefndin til að formanni mannvirkja- og framkvæmdanefndar og verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að vinna málið áfram með lóðarhafa.

3.Viðhalds- og framkvæmdaáætlun 2024-2027

2309051

1. Verkefnastjóri framkvæmda og eigna fer yfir viðhalds- og framkvæmdaáætlun 2024.

2. Undirbúningur fyrir fjárhagsáætlunargerð 2025-2028.
1. Verkefnastjóri framkvæmda og eigna fór yfir verkstöðu framkvæmda í ágúst.
2. Umræður og tillögur lagðar fram á viðhalds- og framkvæmdaáætlun fyrir árin 2025-2028, verkefnastjóra framkvæmda er falið að leggja fram drög að viðhaldsáætlun fyrir árin 2025-2028 á næsta fundi nefndarinnar.

Fundi slitið - kl. 17:45.

Efni síðunnar