Fara í efni

Sveitarstjórn

402. fundur 10. júlí 2024 kl. 15:00 - 15:37 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Andrea Ýr Arnarsdóttir oddviti
  • Helga Harðardóttir varaoddviti
  • Helgi Pétur Ottesen ritari
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir vararitari
  • Inga María Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ása Hólmarsdóttir 1. varamaður
  • Sæmundur Víglundsson Varamaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti, bauð fundarfólk velkomið.

Oddviti óskar eftir, með vísan til c.liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi máli á dagskrá:

Mál nr. 2001040 - Göngu- og reiðhjólastígar í sveitarfélaginu. Málið verður nr. 7 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

Oddviti ber jafnframt upp tillögu þess efnis að afgreiðsla 5. dagskrárliðar, máls nr. 2407014, Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili, verði tekin í lok fundar og að slökkt verði á upptöku fundarins fyrir afgreiðsluna þar sem um trúnaðarmál er að ræða.
Samþykkt 7:0

Birkir Snær Guðlaugsson og Ómar Örn Kristófersson boðuðu forföll.

1.Sveitarstjórn - 401

2406006F

Fundargerðin framlögð.

2.Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 39

2406009F

Fundargerðin framlögð.
SV fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 39 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Ölvers og Móhóls í samræmi við ákvæði 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Ölvers og Móhóls í samræmi við ákvæði 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 39 Deiliskipulagsbreytingin gerir ráð fyrir 29 byggingarreitum fyrir frístundahús, 28 byggingarreitir gera ráð fyrir 200 m2 byggingarmagni og einn byggingarreitur gerir ráð fyrir 250 m2 byggingarmagni. Leyfilegt er að byggja eitt frístundahús ásamt einu aukahúsi innan byggingarreits. Ekki er verið að fullnýta heimildina sem fram kemur í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 en skv. því er heimilt að byggja þrjú hús og hámarksbyggingarmagn er 250 m2. Nýtingarhlutfall á frístundabyggðarsvæði F9 er 0,03 að jafnaði sbr. aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar, nýtingarhlutfall í deiliskipulagsbreytingu er 0,026 og er því innan heimilaðs nýtingarhlutfalls F9 frístundabyggðarsvæðis.
    Í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar kemur ekki fram að heimilt sé að hafa eina stóra frístundalóð í staðinn fyrir margar minni, en það kemur hinsvegar frm að frístundalóðir eigi að jafnaði að vera 0,5 til 2,0 ha, því telur nefndin að heimilt sé að hafa sumstaðar minni eða stærri en 0,5 til 2 ha.
    Að mati USNL-nefndar er breytingin óveruleg þar sem frístundabyggðin breytist örlítið, þ.e. aðeins er verið að færa til og stækka örlítið landnotkunarreit frístundabyggðar og minnka aðeins skógræktar- og landbúnaðarsvæðið.
    Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að senda Skipulagsstofnun málið að nýju með ósk um endanlega staðfestingu aðalskipulagsbreytingarinnar í samræmi við ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að senda Skipulagsstofnun málið að nýju með ósk um endanlega staðfestingu aðalskipulagsbreytingarinnar í samræmi við ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 39 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna með áornum breytingum í samræmi við umsagnir og samþykkir að auglýsa staðfestingu deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda að undangenginni aðkomu Skipulagsstofnunar að málinu.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir deiliskipulagstillöguna með áorðnum breytingum í samræmi við umsagnir og samþykkir að auglýsa staðfestingu deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda að undangenginni aðkomu Skipulagsstofnunar að málinu."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 39 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna og samþykkir að auglýsa staðfestingu deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda að undangenginni aðkomu Skipulagsstofnunar að málinu.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir deiliskipulagstillöguna og samþykkir að auglýsa staðfestingu deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda að undangenginni aðkomu Skipulagsstofnunar að málinu."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 39 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna og samþykkir að auglýsa staðfestingu deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir deiliskipulagstillöguna og samþykkir að auglýsa staðfestingu deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 39 Umsagnir vegna skipulagslýsingar lagðar fram til kynningar.
    Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa tillögu að breyttu aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 og að hún verði kynnt og auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að auglýsa tillögu að breyttu aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 og að hún verði kynnt og auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 39 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið meðal aðliggjandi lóðarhafa og landeiganda.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að grenndarkynna erindið meðal aðliggjandi lóðarhafa og landeiganda."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 39 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið meðal aðliggjandi lóðarhafa og fyrir Vegagerðinni.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að grenndarkynna erindið meðal aðliggjandi lóðarhafa og fyrir Vegagerðinni."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 39 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna með áornum breytingum í samræmi við umsögn Skipulagsstofnunar og samþykkir að auglýsa staðfestingu deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda að undangenginni aðkomu Skipulagsstofnunar að málinu.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir deiliskipulagstillöguna með áorðnum breytingum í samræmi við umsögn Skipulagsstofnunar og samþykkir að auglýsa staðfestingu deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda að undangenginni aðkomu Skipulagsstofnunar að málinu."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 39 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir niðurstöðu grenndarkynningarinnar og gerir fyrir sitt leyti ekki athugsemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi og samþykkir að auglýsa niðurstöðu grenndarkynningarinnar í B-deild Stjórnartíðinda.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir niðurstöðu grenndarkynningarinnar og gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi og samþykkir að auglýsa niðurstöðu grenndarkynningarinnar í B-deild Stjórnartíðinda."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 39 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa deiliskipulagstillöguna skv. ákvæðum 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með síðari breytingum.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að auglýsa deiliskipulagstillöguna skv. ákvæðum 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með síðari breytingum."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 39 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna með áorðnum breytingum í samræmi við framkomnar umsagnir og samþykkir að auglýsa staðfestingu deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda að undangenginni aðkomu Skipulagsstofnunar að málinu og að undangenginni staðfestingu á breyttu aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir deiliskipulagstillöguna með áorðnum breytingum í samræmi við framkomnar umsagnir og samþykkir að auglýsa staðfestingu deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda að undangenginni aðkomu Skipulagsstofnunar að málinu og að undangenginni staðfestingu á breyttu aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 39 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi í samræmi við ákvæði skipulagslaga, 1. mgr. 43.
    gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi í samræmi við ákvæði skipulagslaga, 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 39 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna með áorðnum breytingum í samræmi við umsögn Heilbrigðiseftirlits Vesturlands og samþykkir að auglýsa staðfestingu deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda að undangenginni aðkomu Skipulagsstofnunar að málinu.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir deiliskipulagstillöguna með áorðnum breytingum í samræmi við umsögn Heilbrigðiseftirlits Vesturlands og samþykkir að auglýsa staðfestingu deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda að undangenginni aðkomu Skipulagsstofnunar að málinu."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Tillögur um viðauka við fjárhagsáætlun 2024.

2407013

Viðaukar nr. 6 - 12.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagðan viðauka nr. 6 við fjárhagsáætlun ársins 2024 að fjárhæð -80 m.kr. á deild 28001, lykil 0420 vegna aukinna vaxtatekna af bankainnstæðu. Auknar tekjur verða til hækkunar á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagðan viðauka nr. 7 við fjárhagsáætlun ársins 2024 að fjárhæð -20 m.kr. á deild 04022, lykil 0960 vegna tekna fyrir skólavist barna utan lögheimilis í sveitarfélaginu. Auknar tekjur verða til hækkunar á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir viðauka nr. 8 við fjárhagsáætlun ársins 2024 að fjárhæð 4 m.kr. sem færist á deildir 51001, 51010, 51020, 51003, 31059, 06051 og 04022, ýmsa lykla, vegna aukins kostnaðar við kaup á heitu vatni. Auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir viðauka nr. 9 við fjárhagsáætlun ársins 2024 að fjárhæð 19,9 m.kr. á deildir 09007 og 11005, ýmsa lykla, vegna aukinna þjónustukaupa og tilfærslu kostnaðar á milli deilda í kjölfar skipulagsbreytinga. Auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir viðauka nr. 10 við fjárhagsáætlun ársins 2024 að fjárhæð -1,5 m.kr. á deildir 08020 og 08021, lykla 4320 og 0990 vegna uppgjörs og tekna frá Úrvinnslusjóði og kostnaðar við sorpútboð. Auknar tekjur verða til hækkunar á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir viðauka nr. 11 við fjárhagsáætlun ársins 2024 þar sem fjárheimildir eru fluttar á milli deilda 09023, 21040, 21048 og 51010, lykill 4310 en um er að ræða lögfræðikostnað sem færður er út á milli deilda, ekki er um kostnaðarauka að ræða."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir launaviðviðauka nr. 12 við fjárhagsáætlun ársins 2024 að fjárhæð -2.730.597 kr. þar sem fjárheimildir eru að hluta fluttar á milli deilda 09007 og 11005, ýmsa lykla, í kjölfar skipulagsbreytinga en mismunur færist til hækkunar á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Beiðni um lausn frá störfum í Menningar- og markaðsnefnd.

2407012

Erindi frá Önnu K. Ólafsdóttur.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn samþykkir að verða við ósk Önnu Kristínar Ólafsdóttur um lausn frá störfum í menningar- og markaðsnefnd Hvalfjarðarsveitar frá 4. júlí 2024. Sveitarstjórn þakkar Önnu Kristínu kærlega fyrir hennar störf í nefndinni. Sveitarstjórn samþykkir að nýr aðalmaður í menningar- og markaðsnefnd verði Helga Harðardóttir."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili.

2407014

Trúnaðarmál.
Afgreitt í lok fundar. Slökkt á upptöku.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn samþykkir framlagða tillögu stjórnar Höfða dags. 24. júní sl."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Gjaldfrjálsar skólamáltíðir.

2407010

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að skólamáltíðir grunnskólabarna verði gjaldfrjálsar frá og með ágúst 2024-2027. Samþykktin er gerð með vísan til samþykkis Alþingis á breytingum á lögum um tekjustofna sveitarfélaga þar sem gert er ráð fyrir að við tekjur Jöfnunarsjóðs bætist, á árunum 2024-2027, árlegt framlag úr ríkissjóði sem Jöfnunarsjóður úthlutar til þeirra sveitarfélaga sem bjóða öllum nemendum upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum. Gert er ráð fyrir að ríkið greiði 75% kostnaðar en framlagið er háð árlegu ríkissjóðsframlagi hverju sinni, kostnaðarmismuninn mun sveitarfélagið bera. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að frá og með 1. ágúst nk. til ársloka breytist bæði gjaldskrá leikskólans Skýjaborgar og gjaldskrá Frístundar Heiðarskóla og lækki til samræmis við að áramótahækkun hefði numið 3,5%.
Ofangreint er gert til að greiða fyrir langtímakjarasamningum á vinnumarkaði."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Göngu og reiðhjólastígar í sveitarfélaginu

2001040

Erindi frá Hvalfjarðarsveit.

Sótt um framkvæmdaleyfi vegna göngustígs við Saurbæ.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir veitingu og útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir göngustíg í landi Saurbæjar, frá bílaplani niður að sjó enda liggur fyrir samþykki landeiganda ásamt jákvæðri umsögn Minjastofnunar. Leyfið er veitt á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Gerð verði úttekt af hálfu sveitarfélagsins, þar sem þess verði gætt að framkvæmd sé í samræmi við umsókn framkvæmdaleyfis og hjálagðra gagna hennar. Kostnaður við framkvæmdaleyfi og áfangaúttektir sveitarfélagsins eru skv. gjaldskrá sveitarfélagsins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Hafnarskógar 1, F2323725 - rekstrarleyfi.

2407004

Erindi frá Sýslumanninum á Vesturlandi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar felur sveitarstjóra að veita umbeðna umsögn í samræmi við ákvæði 10.gr. laga nr. 85/2007 og í samráði við aðra umsagnaraðila. Metið verði hvort starfsemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála á svæðinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Aðalfundur Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar sf.

2406012

Aðalfundargerð ásamt fylgigögnum.
Fundargerðin ásamt fylgigögnum lögð fram.

10.949. og 950. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2407001

Fundargerðir.
Fundargerðirnar lagðar fram.

11.145. og 146. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.

2407008

Fundargerðir ásamt fylgigögnum.
Fundargerðirnar ásamt fylgigögnum lagðar fram.

Fundi slitið - kl. 15:37.

Efni síðunnar