Fara í efni

Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd

39. fundur 03. júlí 2024 kl. 15:45 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Sæmundur Víglundsson formaður
  • Ása Hólmarsdóttir varaformaður
  • Þorsteinn Már Ólafsson ritari
  • Svenja Neele Verena Auhage aðalmaður
  • Guðbjartur Þór Stefánsson 1. varamaður
Starfsmenn
  • Jökull Helgason embættismaður
  • Helga Harðardóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Jökull Helgason Skipulagsfulltrúi
Dagskrá
Ómar Örn Kristófersson boðaði forföll.

1.Faxaflóahafnir - fyrirhuguð hraðhleðslustöð á Grundartanga

2406028

Erindi dags. 27.06.,2024 frá skipulagsfulltrúa Faxaflóahafna f.h. landeiganda.

Erindið varðar fyrirhugaða hraðhleðslustöð á Grundartanga.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að heimila landeiganda að vinna tillögu að breyttu deiliskipulagi vegna fyrirhugaðrar hraðhleðslustöðvar ásamt breytingu á gildandi aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 ef þess gerist þörf.

2.Hafnarland, Ölver -Deiliskipulag

2406027

Erindi dags. 27.06.2024 frá Haraldi Ingvarssyni hjá Plús arkitektum f.h. landeiganda.

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi lóðar úr landi Hafnar.

Í tillögunni er gert ráð fyrir lóðum fyir 14 frístundahús.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Ölvers og Móhóls í samræmi við ákvæði 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

3.Virkjun í landi Þórisstaða.

2310021

Ósk landeiganda um endurupptöku málsins.

Forsaga málsins er sú að USNL-nefnd hafnaði landeigendum um framkvæmdaleyfi fyrir virkjun í landi Þórisstaða, án undangengis deiliskipulags, sbr. 35. fundur USNL-nefndar þann 17.04.2024.

Sveitarstjórn staðfesti síðar afgreiðslu USNL-nefndar.

Skipulagsfulltrúa barst tölvupóstur frá landeignada að kvöldi dags. þann 28. júní, eftir að fundardagskrá hafði verið send út til Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefndarinnar.
Óskaði landeigandi eftir að nefndinni yrði sendur þessi tölvupóstur.
USNL-nefnd barst þessi tölvupóstur þann 02.07.2024 eða degi fyrir fundardag.
Í ljósi þess að ekki hafa allir haft tækifæri til að kynna sér efni þessa tölvupósts ákveður nefndin að fresta afgreiðslu málsins.

4.Þórisstaðir II,fyrirspurn um frístundabyggð F52 í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.

2406029

Fyrirspurn til Hvalfjarðarsveitar v. Þórisstaða II í Svínadal, frístundabyggð F52 í Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.

Óskað er eftir áliti USNL-nefndar á því, skv. 5.2.2. gr. Skipulagsreglugerðar nr. 90/2013, að fallið sé frá gerð lýsingar við gerð deiliskipulags fyrir frístundabyggð í landi Þórisstaða II (F52) þar sem allar meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi. Svæðið tekur til 74 lóða sem þegar eru stofnaðar og ekki eru uppi áætlanir um að fjölga þeim umfram þær heimildir sem gefnar eru upp í Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032. Svæðið er að mestum hluta þegar byggt og samræmist það ákvæðum gildandi aðalskipulags.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að heimila landeiganda að falla frá gerð lýsingar með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu Skipulagsstofnunar gagnvart erindinu.

5.Efra-Skarð, aðalskipulagsbreyting

2308012

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar er varðar breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar vegna afmörkunar frístundabyggðar í landi Efra-Skarðs

Skipulagsstofnun telur vafa leika á hvort breytingin geti talist óveruleg og getur ekki tekið afstöðu fyrr en stofnuninni hefur borist afstaða um hvernig breytingartillagan samræmist ákvæðum aðalskipulags í kafla 2.2.2. Þar kemur fram „frístundalóðir verða að jafnaði 0,5 til 2,0 ha. Nýtingarhlutfall er að jafnaði 0,03. Heildarbyggingamagn verður þó aldrei meira en 250 m². Heimilt er að byggja þrjú hús á hverri lóð, þar af eitt frístundahús auk allt að 40 m2 gestahúss og allt að 25 m2 geymslu. Þessar byggingar teljast með í heildar byggingarmagni lóðar.“

Deiliskipulagsbreytingin gerir ráð fyrir 29 byggingarreitum fyrir frístundahús, 28 byggingarreitir gera ráð fyrir 200 m2 byggingarmagni og einn byggingarreitur gerir ráð fyrir 250 m2 byggingarmagni. Leyfilegt er að byggja eitt frístundahús ásamt einu aukahúsi innan byggingarreits. Ekki er verið að fullnýta heimildina sem fram kemur í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 en skv. því er heimilt að byggja þrjú hús og hámarksbyggingarmagn er 250 m2. Nýtingarhlutfall á frístundabyggðarsvæði F9 er 0,03 að jafnaði sbr. aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar, nýtingarhlutfall í deiliskipulagsbreytingu er 0,026 og er því innan heimilaðs nýtingarhlutfalls F9 frístundabyggðarsvæðis.
Í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar kemur ekki fram að heimilt sé að hafa eina stóra frístundalóð í staðinn fyrir margar minni, en það kemur hinsvegar frm að frístundalóðir eigi að jafnaði að vera 0,5 til 2,0 ha, því telur nefndin að heimilt sé að hafa sumstaðar minni eða stærri en 0,5 til 2 ha.
Að mati USNL-nefndar er breytingin óveruleg þar sem frístundabyggðin breytist örlítið, þ.e. aðeins er verið að færa til og stækka örlítið landnotkunarreit frístundabyggðar og minnka aðeins skógræktar- og landbúnaðarsvæðið.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að senda Skipulagsstofnun málið að nýju með ósk um endanlega staðfestingu aðalskipulagsbreytingarinnar í samræmi við ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

6.Hafnarland - Lísuborgir - deiliskipulag.

2110020

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Lísuborgir en kynningar- og auglýsingartími rann út 31. maí sl.

Deiliskipulag Lísuborga var auglýst frá 19 apríl sl., með framlengdum athugasemdafresti til 19 júní sl., alls í um 9 vikur, í stað 6 vikna sem lögbundið er.

Fimm umsagnir / ábendingar bárust og hefur verið brugðist við þeim.

Lögð fram samantekt umsagna og viðbrögð sveitarfélags við þeim umsögnum, ásamt uppfærðum upplýsingum í greinargerð og skipulagsuppdrætti.



Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna með áornum breytingum í samræmi við umsagnir og samþykkir að auglýsa staðfestingu deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda að undangenginni aðkomu Skipulagsstofnunar að málinu.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

7.Litli-Botn, deiliskipulag.

2310020

Kynningar- og auglýsingartíma er lokið.

Deiliskipulag Litla-Botns var auglýst frá 03.05.2024 til 14.06.2024, samtals í 6 vikur eins og lögbundið er. Umsagnir og athugasemdir bárust frá 10 aðilum. Ekki bárust umsagnir frá Landi og Skógum eða Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar á auglýsingatíma.

Samantekt umsagna lagðar fram og tillögur að viðbrögðum við þeim.

Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til að kannað verði hvort fyrirhugaðar framkvæmdir séu tilkynningaskyldar til Skipulagsstofnunar skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 sbr. II viðauka laganna. Uppfæra þarf fornleifaskráningu á svæðinu og gera staðbundið ofanflóðamat sem tillit er tekið til í skilmálum deiliskipulags ef fyrirhugað er að frístundahús verði í útleigu. Nánari umfjöllun um náttúrufar svæðis þarf að koma fram í greinargerð. Bæta þarf við nánari umfjöllun um hverfisvernd og svæði á náttúruminjaskrá og skilgreina mótvægisaðgerðir til að koma í veg fyrir óþarfa rask og tjón. Vinna þarf umhverfismatsskýrslu áætlana fyrir deiliskipulagið (sbr. lög 111/2021) þar sem fjallað er um helstu umhverfisáhrif á umhverfisþætti s.s. ásýnd, landslag, landnotkun, minjar og verndarsvæði, öryggi og samfélag o.s.frv. Í deiliskipulagi skal gera grein fyrir áfangauppbyggingu svæðisins í samræmi við skilmála þess efnis í aðalskipulagi. Þá þarf að fara yfir deiliskipulagstillögu og tryggja samræmi hennar við skilmála aðalskipulags hvað varðar afmörkun frístundasvæðisins og lóðastærðir og byggingarheimildir. Skerpa þarf umfjöllun um veitur, þá sérstaklega fráveitu og vatnstöku. Sveitarfélagið þarf að láta skoða samlegðaráhrif deiliskipulagsins með öðrum skipulagsáætlunum í næsta nágrenni, m.a. fyrirhuguðu verslunar- og þjónustusvæði fremst í dalnum, hvað varðar umhverfisáhrif s.s. ásýnd og rask og skoða þarf vegtengingar frá Botnsvegi með heildarsvæðið í huga og að þær séu í samræmi við kvaðir vegagerðarinnar.
Meta þarf hvort kröfur um gatnagerð geti verið uppfylltar á svæðinu þar sem um töluverða hækkun í landi er að ræða sbr. hæðarlínur á korti. Ástæða þykir til að nefna hvort gera ætti ríkari kröfur um fráveitu vegna þeirra áforma sem koma fram í hverfisvernd um framtíðar vatnsverndarsvæði og horfa á samspil vatnsöflunar og fráveitu/rotþróa. Byggingarreitir mættu vera meira leiðbeinandi varðandi staðsetningu húsa.

8.Ölver 39, 40 og 48 - deiliskipulagsbreyting.

2403007

Umsagnir bárust á auglýsingatíma frá 4 aðilum.

Skipulagsstofnun telur ekki tilefni til umsagnar.

Minjastofnun gerir ekki athugasemdir.

Vegagerðin bendir á að til standi að breikka hringveginn.

Umhverfisstofnun telur að svæðið sem deiliskipulagstillagan nær til sé hvorki á náttúruverndarsvæðum né á svæðum sem njóta sérstakrar verndar.

Umsagnir bárust ekki á auglýsingatíma frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, Náttúrufræðistofnun né Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna og samþykkir að auglýsa staðfestingu deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda að undangenginni aðkomu Skipulagsstofnunar að málinu.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

9.Háholt 10 og 11 - deiliskipulagsbreyting.

2403008

Fimm svör/umsagnir bárust á kynningar- og auglýsingatíma.

Skipulagsstofnun telur ekki tilefni til að gefa almenna umsögn á þessu stigi máls.

Minjastofnun Íslands hefur ekki athugasemdir, engar minjar séu innan reits.

Vegagerðin bendir á að fyrirhugað er að breikka hringveginn.

Umhverfisstofnun telur að svæðið sem deiliskipulagstillagan nær til sé hvorki á náttúruverndarsvæðum né á svæðum sem njóta sérstakrar verndar.

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands gerir ekki athugasemd.

Umsagnir bárust ekki frá Náttúrufræðistofnun Íslands né Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar.



Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna og samþykkir að auglýsa staðfestingu deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

10.Hafnarberg - Skipulagslýsing vegna breytinga á aðalskipulagi og tillaga að aðalskipulgsbreytingu.

2403046

Skipulagslýsingu er lokið.

Lögð fram samantekt umsagna sem bárust við skipulagslýsingu sem kynnt var frá 7. til 21. júní sl.

Ekki er þörf á formlegum viðbrögðum sveitarfélagsins við þeim umsögnum en eftir atvikum verður tekið tillit til þeirra við gerð aðalskipulagsbreytingar og eftir atvikum deiliskipulags.

Lögð fram greinargerð og uppdráttur vegna breytinga á aðalskipulagi þar sem etir atvikum hefur verið tekið tillit til umsagna sem bárust við skipulagslýsingu.

Umsagnir vegna skipulagslýsingar lagðar fram til kynningar.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa tillögu að breyttu aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 og að hún verði kynnt og auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

11.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hjallholt 28

2405003

Erindi sem vísað var til USNL-nefndar frá byggingarfulltrúa vegna skipulags.

Ekkert deiliskipulag er til fyrir svæðið.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið meðal aðliggjandi lóðarhafa og landeiganda.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

12.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Narfastaðaland 1 nr. 1

2405006

Erindi sem vísað var frá byggingarfulltrúa til USNL-nefndar vegna skipulags.

Ekkert deiliskipulag er fyrir hendi.

Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið meðal aðliggjandi lóðarhafa og fyrir Vegagerðinni.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

13.Narfabakki - Deiliskipulag.

2101108

Svar Skipulagsstofnunar sem bast við lokaafgreiðslu deiliskipulagsins var lagt fram.



Breytingar hafa verið gerðar til samræmis við athugasemdir Skipulagsstofnunar að lokinni auglýsingu og eru þær lagðar fyrir USNL-nefnd.

Í kafla 3.1 var bætt inn tilvísun í reglugerð um hljóðvist. Í kafla 3.2 um vegi er bætti inn orðalagi um að vegir beri þyngri umferð, og í kafla 3.5 um greiða aðkomu að byggingum. Í kafla 3.3 var bætt í texta varðandi borholu og gæði vatns og í kafla 4.4 um að ofanvatni skuli ekki beint í hreinsivirki. Bætt er nýjum kafla (4.5) um kvaðir, vegna helgunar háspennulínu og mögulegra breytinga á aðkomu að svæðinu.



Til samræmis við bréf Skipulagsstofnunar hefur verið gerð frekari grein fyrir vatnsbóli, hljóðvist og fellt út að hæð vindhverfla sé allt að 3m. Einnig er skerpt á að áfram er dreifbýlisyfirbragð á svæðinu og hringur á aðalskipulagsuppdrætti lagfærður. Ekki er þörf á að gera grein fyrir frekari mannvirkjum á svæðinu sbr. loftmynd enda sum hver tímabundnir gámar/hjólhýsi en önnur innan marka skipulagskilmála.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna með áornum breytingum í samræmi við umsögn Skipulagsstofnunar og samþykkir að auglýsa staðfestingu deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda að undangenginni aðkomu Skipulagsstofnunar að málinu.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

14.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Stóri-Lambhagi 6

2403011

Á 37. fundi USNL-nefndar þann 5.6.2024 fjallaði nefndin um erindi frá byggingarfulltrúa vegna Stóra-Lambhaga 6, landeignanúmer 236598, þar sem sótt var um leyfi fyrir einbýlishúsi á einni hæð, byggt úr forsteyptum einingum. Burðarvirki þaks var timbur og þak með mæni. Stærð íbúðar var 172,8 m2, bílgeymslu 48,1 m2, alls 220,9 m2. Ekkert deiliskipulag er í gildi.



Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkti að genndarkynna erindið skv. 1. mgr. 44. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 og var ákveðið að grenndarkynna meðal 4 aðliggjandi lóðarhafa auk landeiganda þ.e.a.s. hjá eigendum Stóra-Lambhaga 5, landeignanúmer 133636, Stóra-Lambhaga 2, Hlaðbúð, landeignanúmer 133631, Litla-Mel, landeignanúmer 133643, auk landeiganda Stóra-Lambhaga 2 (11), landeignanúmer 219271 (Stóra-Lambhaga 4, landeignanúmer 133659).



Grenndarkynning hefur verið auglýst og var frestur til að svar til 12.07.2024.

Aðliggjandi lóðarhafar hafa staðfest með umsögn sinni í skipulagsgátt. Þeir gera engar athugasemdir.

Skv. 3. mgr. 44. greinar skipulagslaga segir:

"Skipulagsnefnd er heimilt að stytta tímabil grenndarkynningar ef þeir sem hagsmuna eiga að gæta, sbr. 1. mgr., hafa lýst skriflega yfir með áritun sinni á kynningargögn áður en fjórar vikur eru liðnar að þeir geri ekki athugasemdir við skipulagstillöguna eða hina leyfisskyldu framkvæmd."
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir niðurstöðu grenndarkynningarinnar og gerir fyrir sitt leyti ekki athugsemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi og samþykkir að auglýsa niðurstöðu grenndarkynningarinnar í B-deild Stjórnartíðinda.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

15.Deiliskipulag Melahverfis, 3. áfangi.

2102151

Lögð fram breyting á deiliskipulagi Melahverfis, III áfangi. Deiliskipulagið varðar svæði ÍB10 skv. gildandi aðalskipulagi Hvaljarðarsveitar 2020-2032.

Um er að ræða deiliskipulag nýrrar íbúðarbyggðar austan við núverandi byggð, nefnt Melahverfi 3.

Svæðið er óbyggt. Aðkoma að því er um núverandi aðkomu af Vesturlandsvegi, um Bugðumel og nýja

götu í hverfinu. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir allt að 68 íbúðum.

Markmið deiliskipulagsins er að bjóða upp á fjölbreytta búsetukosti hvað varðar stærð og gerð íbúðarhúsnæðis og mynda sterka þéttbýlisheild. Samhliða skal stuðla að útivist íbúa og tengslum við náttúruna

og valkostum fyrir alla ferðamáta.

Skipulagssvæðið er um 8,2 ha. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa deiliskipulagstillöguna skv. ákvæðum 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með síðari breytingum.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

16.Efra-Skarð, deiliskipulagsbreyting.

2305059

Tillagan hefur verið auglýst og er kynningar- og athugasemdafrestur liðinn.

Lögð fram samantekt umsagna og viðbrögð sveitarfélagsins við þeim.

Vegagerðin 06.06.2024 - gerir ekki athugasemd.

Umhverfisstofnun 30.05.2024 - Umhverfisstofnun telur að svæðið sem deiliskipulagstillagan nær til sé hvorki á náttúruverndarsvæðum né á svæðum sem njóta sérstakrar verndar.

Veðurstofa Íslands 06.06.2024 - Gerir ekki athugasemd.

Náttúrufræðistofnun 13.06.2024 - Svæðið er ekki innan náttúruverndarsvæða, hvetur til þess að öllu raski verði haldið í lágmarki.

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands 14.06.2024 - Merkja þarf grannsvæði vatnsbóls inn á deiliskipulag og huga að þeim þáttum um brunnsvæði, grannsvæði og fjarsvæði í reglugerð nr.796/1999 um varnir gegn mengun vatns. Huga þarf að staðsetningu rotþróa hjá þeim húsum sem staðsett eru innan vatnsverndarsvæðis.

Umsögn Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar barst ekki á auglýsingatíma.

Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna með áorðnum breytingum í samræmi við framkomnar umsagnir og samþykkir að auglýsa staðfestingu deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda að undangenginni aðkomu Skipulagsstofnunar að málinu og að undangenginni staðfestingu á breyttu aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

17.Móar - deiliskipulagsbreyting.

2405024

Lögð fram breyting á deiliskipulagi fyrir Móa en breytt skipulag tekur til tilfærslu og stækkunar á gróðurhúsi og í stað þjónustu- og veitingahúss er gert ráð fyrir 4 íbúðum fyrir starfsfólk, um 25 m² hver. Þá er smávægileg stækkun á geymsluhúsnæði,

sem þegar er byggt. Einnig verða skipulagsmörk færð til við veg og bætt inn hnitum og málsetningu.

Stærð skipulagssvæðisins er um 1,8 ha. Byggingarreitir B3 og B5, ásamt skilmálum þeirra breytast nokkuð.

B3 - Í gildandi deiliskipulagi er heimilt að byggja allt að 60 m² gróðurhús. Breytingin felur í sér að færa byggingarreitinn norður, við hlið byggingarreits B1 og heimila stærð gróðurhússins í allt að 80 m².

B5 - Í gildandi deiliskipulagi er heimilt að byggja 70 m² þjónustuhús. Breytingin felur í sér að breyta þjónustu- og veitingahúsinu í 4 íbúðir, um 25 m² hver íbúð, og þá auka byggingarheimildir úr 70m² í 100 m².
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi í samræmi við ákvæði skipulagslaga, 1. mgr. 43.
gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

18.Ágangsbúfé

2306024

Erindi barst frá landeiganda í Brekku Hvalfirði vegna ágangs sauðfjár og er skorað á sveitarfélagið að taka á þeim málum.

Fram kom í erindinu að m.a. hefði eigur skemmst ofl. vegna ágangs búfjár.

Erindið lagt fram og Umhverfis- og skipulagsdeild falið að upplýsa sveitarstjórn um erindið.

19.Merking sögu og merkisstaða

1911013

Erindi frá Hvalfjarðarsveit.

Ósk um framkvæmdaleyfi fyrir skilti sem staðsett verður við Laxá í landi Stóra-Lambhaga 1a (Laxárbakki).

Um er að ræða söguskilti við bílastæðið við Laxárbakka, en staðsetning er áætluð við hliðina á öðru skilti sem fyrir er á svæðinu og hefur að geyma upplýsingar um Grunnafjörð.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að veita framkvæmdaleyfi á grundvelli samþykkis landeiganda og Vegagerðar.

20.Gröf II 207694 - UFF2 - Umsókn um byggingarleyfi - Deiliskipulag

2306036

Lagt fram uppfært deiliskipulag landeigand Grafar II og bréf dags. 05.06.2024 frá Skipulagsstofnun.

USNL-nefnd fjallaði um deiliskipulagið og bréf Skipulagsstofnunar frá 05.06.20524 á 38. fundi sínum þann 19.06.2024.

Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Vesturlands dags. 03.07.2024.

Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna með áorðnum breytingum í samræmi við umsögn Heilbrigðiseftirlits Vesturlands og samþykkir að auglýsa staðfestingu deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda að undangenginni aðkomu Skipulagsstofnunar að málinu.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar