Fara í efni

Sveitarstjórn

393. fundur 28. febrúar 2024 kl. 15:07 - 15:29 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Andrea Ýr Arnarsdóttir oddviti
  • Helga Harðardóttir varaoddviti
  • Helgi Pétur Ottesen ritari
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir vararitari
  • Birkir Snær Guðlaugsson aðalmaður
  • Inga María Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ómar Örn Kristófersson aðalmaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti, bauð fundarfólk velkomið og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

1.Sveitarstjórn - 392

2402003F

Fundargerðin framlögð.

2.Ungmennaráð Hvalfjarðarsveitar - 15

2402006F

Fundargerðin framlögð.

3.Fræðslunefnd - 55

2402004F

Fundargerðin framlögð.
IMS fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Fræðslunefnd - 55 Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að nýta heimild til framlengingar samnings við Skagaverk ehf. um skólaakstur til eins árs og verður samningurinn þá framlengdur til júlí 2025. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar um að framlengja samningi við Skagaverk ehf. um skólaakstur í samræmi við ákvæði samningsins þar um. Sveitarstjóra í samráði við skólastjóra er falið að vinna málið áfram og ganga frá framlengingu samningsins."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.

    Birkir Snær Guðlaugsson vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins.

4.Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 33

2402005F

Fundargerðin framlögð.
ÓÖK fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 33 USNL-nefnd leggur til við sveitarstjórn að vakin sé athygli eigenda sjávarjarða í sveitarfélaginu á því sem hér um ræðir með áberandi hætti. Jafnframt að íbúar og jarðareigendur séu hvattir til að sýna aðgæslu í þessum efnum og koma á framfæri athugasemdum sínum fyrir 15. maí næstkomandi. Að öðrum kosti er hætta á að eignarréttur glatist á hólmum og skerjum, sem mögulegt er að fylgi jörðum. Í Hvalfjarðarsveit er um fjölda jarða að ræða sem kröfulýsingin snertir m.a. í Grunnafirði, Borgarfirði og við Hvalfjörð. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vakin sé athygli eigenda
    sjávarjarða í sveitarfélaginu á því sem hér um ræðir með áberandi hætti.
    Jafnframt að íbúar og jarðaeigendur séu hvattir til að sýna aðgæslu í
    þessum efnum og koma á framfæri athugasemdum sínum fyrir 15. maí
    nk. Að öðrum kosti er hætta á að eignarréttur glatist á hólmum
    og skerjum, sem mögulegt er að fylgi jörðum. Í Hvalfjarðarsveit er um
    fjölda jarða að ræða sem kröfulýsingin snertir m.a. í Grunnafirði, Borgarfirði
    og við Hvalfjörð."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 33 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að auglýsa breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 33 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir deiliskipulagstillögu fyrir Melahverfi, 3. áfanga, með áorðnum breytingum og leggur til við sveitarstjórn að auglýsa tillöguna samkvæmt 1. og 2 mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir deiliskipulagstillögu fyrir Melahverfi, 3. áfanga, með áorðnum breytingum og samþykkir að auglýsa tillöguna samkvæmt 1. og 2. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 33 Deiliskipulagið hefur verið auglýst samkvæmt 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
    Umhverfis-, skipulags-, náttúrverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagið með tilgreindum breytingum sem koma fram í minnisblaði dagsettu 21. febrúar 2024 og staðfesta gildistöku þess í B-deild Stjórnartíðinda.
    Bókun fundar Deiliskipulagið hefur verið auglýst samkvæmt 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
    Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir deiliskipulagið með tilgreindum breytingum sem koma fram í minnisblaði dagsettu 21. febrúar 2024 og staðfesta gildistöku þess í B-deild Stjórnartíðinda."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Skrifstofa sveitarfélagsins.

2402047

Skipulag.
Oddviti lagði fram eftirfarandi bókun:
„Sveitarstjórn samþykkir í ljósi og á grundvelli framkominnar uppsagnar umhverfisfulltrúa sveitarfélagsins að fallið verði frá ráðningu í 100% starf skipulags- og byggingarfulltrúa og þess í stað verði stofnuð ný deild, Umhverfis- og skipulagsdeild, í því skyni að stuðla að framtíðar stöðugleika og verkefnasamstarfi innan nýrrar deildar með trausta og faglega þjónustu að leiðarljósi. Sveitarstjórn samþykkir að innan hinnar nýju deildar muni starfa deildarstjóri og tveir verkefnastjórar. Sveitarstjórn samþykkir að ráða Jökul Helgason í 100% starf deildarstjóra hinnar nýju deildar og felur sveitarstjóra að ganga frá og undirrita ráðningarsamning við Jökul sem starfað hefur hjá og fyrir sveitarfélagið í skipulags- og byggingarmálum síðan í apríl 2021.
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að fela sveitarstjóra og nýjum deildarstjóra að ráða tímabundið, til allt að eins árs, í tvö stöðugildi verkefnastjóra í nýrri deild, hvort sem um verður að ræða til verktöku eða ráðningarsambands og er sveitarstjóra falið að ganga frá samningum vegna þessa.
Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að uppfæra skipurit sveitarfélagsins í samræmi við ofangreindar breytingar og að því loknu leggja fyrir sveitarstjórn til samþykktar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Afnot beitarlands í eigu Hvalfjarðarsveitar.

2311008

Erindi frá Dreyra sem var frestað á síðasta fundi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Stjórn hestamannafélagsins Dreyra óskar eftir að fá afnot af beitarlandi í eigu Hvalfjarðarsveitar. Um er að ræða svæði sem liggur neðan við Fannahlíð og niður að Eiðisvatni, en þjóðvegur 1 skiptir landinu í tvennt (Bláberjaholt og Öskuhús/Selhæð).

Hluti svæðisins er innan svokallaðs þynningarsvæðis sem skilgreint er vegna stóriðjunnar við Grundartanga. Samkvæmt aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 eru ákveðnar takmarkanir á nýtingu lands innan þynningarsvæðis en innan þess er að jafnaði ekki heimil beit á túnum nema sýnt sé fram á að mengun í jarðvegi og grunnvatni sé undir viðmiðunarmörkum. Rétt er að taka fram, að takmarkanir vegna þynningarsvæðisins verða endurskoðaðar með endurnýjun starfsleyfa á svæðinu og hefst sú vinna síðar á árinu, skv. upplýsingum frá Umhverfisstofnun. Þynningarsvæði sem sýnt er á aðalskipulagsuppdrættinum er því víkjandi á skipulagstímabilinu.

Niðurstöður gróðursýnamælinga fyrir árið 2023 vegna vöktunaráætlunar benda ekki til þess að flúormagn í grasi sé nálægt eða yfir viðmiðunarmörkum þess sem teljast skaðleg grasi eða grasbítum.

Miðað við þessar forsendur, tekur sveitarstjórn undir með Mannvirkja- og framkvæmdanefnd og leggst ekki gegn því að Hestamannafélagið Dreyri fái heimild til að nýta svæðið til beitar, að því gefnu að niðurstöður vöktunar sýni ekki mæligildi mengandi efna yfir viðmiðunarmörkum. Þeir annmarkar eru þó á sýnatökunni, að ekki eru tekin sýni úr jarðvegi eða grunnvatni, þar sem þessar mælingar eru ekki hluti umhverfisvöktunar. Þó eru tekin sýni úr Urriðaá og Kalmannsá. Einnig má nefna að almennt er talið að upptaka plantna á flúor og binding í plöntuvefinn sé í gegnum loftaugu, síður úr jarðvegi og/eða grunnvatni.

Nýting svæðisins yrði að öllu leiti á ábyrgð Hestamannfélagsins Dreyra og félagið skal sjá til þess að svæðið sé girt öruggri girðingu.

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela verkefnastjóra framkvæmda og eigna að ganga frá samningi við Hestamannafélagið Dreyra um umbeðið beitarland með þeim fyrirvörum sem fyrir liggja og í samræmi við samninga um beitarhólf sem fyrir eru hjá Hvalfjarðarsveit.

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir jafnframt að veita Hestamannafélaginu Dreyra styrk sem nemur leigufjárhæðinni af umbeðnu beitarlandi í eigu Hvalfjarðarsveitar á samningstímabilinu. Afnot af beitarlandi í eigu Hvalfjarðarsveitar verði bókuð til tekna á deild 31008, lykil 0890 og til gjalda á styrkveitingu til íþrótta- og æskulýðsmála, deild 06090, lykil 5946."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum, HH sat hjá.

7.Aðalfundur SSV árið 2024.

2402043

Aðalfundarboð.
Aðalfundur SSV verður haldinn miðvikudaginn 20. mars nk. á Hótel Hamri. Sama dag eru jafnframt aðalfundir Starfsendurhæfingar Vesturlands, Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands, Heilbrigðisnefndar Vesturlands og Sorpurðunar Vesturlands.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fulltrúar Hvalfjarðarsveitar á aðalfundi SSV verði Andrea Ýr Arnarsdóttir og Birkir Snær Guðlaugsson og til vara Helgi Pétur Ottesen og Helga Harðardóttir. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að sveitarstjóri fari með atkvæðisrétt Hvalfjarðarsveitar á aðalfundi Heilbrigðisnefndar Vesturlands, Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands og Sorpurðunar Vesturlands.

Aðalfundur SSV fellur undir reglur sveitarstjórnar og ákvörðun sveitarstjórnar um fundi eða ráðstefnur utan Hvalfjarðarsveitar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum.

2402032

Erindi frá Velferðarnefnd Alþingis.
Lagt fram til kynningar og vísað til fjölskyldu- og frístundanefndar.

9.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76-2003 (greiðsla meðlags).

2402021

Erindi frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.
Lagt fram til kynningar og vísað til fjölskyldu- og frístundanefndar.

10.Borgarstefna - drög í samráðsgátt.

2402045

Erindi frá Innviðaráðuneyti.
Lagt fram til kynningar.

11.16. fundur stjórnar fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps.

2402042

Fundargerð.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.943. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2402044

Fundargerð.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 15:29.

Efni síðunnar