Fara í efni

Fræðslunefnd

55. fundur 22. febrúar 2024 kl. 16:30 - 17:15 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Inga María Sigurðardóttir formaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir ritari
  • Berglind Ósk Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Helgi Halldórsson aðalmaður
  • Helga Harðardóttir 1. varamaður
  • Þórdís Þórisdóttir áheyrnafulltrúi
  • Sigurbjörg Friðriksdóttir áheyrnafulltrúi
  • Sigurbjörg Anna Þorleifsdóttir áheyrnafulltrúi
  • Fanney Rún Ágústsdóttir áheyrnafulltrúi
Starfsmenn
  • Sigríður Lára Guðmundsdóttir embættismaður
  • Eyrún Jóna Reynisdóttir embættismaður
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Líndal Hinriksdóttir Frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá
Guðlaug Ásmundsdóttir og Sólrún Jörgensdóttir boða forföll.

1.Útboð - Skólaakstur

1901173

Skólaakstur- samningur.
Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að nýta heimild til framlengingar samnings við Skagaverk ehf. um skólaakstur til eins árs og verður samningurinn þá framlengdur til júlí 2025.

2.Erindi frá Skýjaborg - aukin stuðningsþörf

2402038

Beiðni um aukna stuðningsþörf í Skýjaborg.
Fræðslunefnd felur frístunda- og menningarfulltrúa að vinna málið áfram í samvinnu við leikskólastjóra, leikskólasérkennara og MSHA.

3.Leggja inn beiðni um rannsóknarleyfi á unglingastigi í Heiðarskóla.

2402040

Rannsókn - Inngrip til að minnka notkun á sjallsímum og áhrif þess á líðan, lífsgæði og svefn.
Fræðslunefnd barst beiðni um þátttöku nemenda á unglingastigi í Heiðarskóla í rannsókn sem ber heitið, Inngrip til að minnka notkun á snjallsímum og áhrif þess á líðan, lífsgæði og svefn. Markmið rannsóknarinnar er að kanna hvort fræðsla um snjallsímanotkun og kynning á verkfærum sem eru innbyggð í farsíma dragi úr snjallsímanotkun notanda og rímar því vel við stefnu margra grunnskóla að draga úr notkun snjallsíma hjá nemendum. Einnig mun rannsóknin gefa mikilvægar upplýsingar um hvort minnkuð notkun snjallsíma breyti líðan og bæti svefngæði unglinga.

Fræðslunefnd tekur vel í innsent erindi og samþykkir rannsóknarleyfi á meðal unglinga í 8.- 10. bekk í Heiðarskóla.

4.Skóladagatal-Skýjaborg 2024-2025- drög

2402035

Drög-skóladagatali- Skýjaborgar 2024-2025.
Farið var yfir drög að skóladagatali Skýjaborgar 2024-2025.

5.Skóladagatal- Heiðarskóli 2024-2025- drög

2402034

Drög- skóladagatal - Heiðarskóla 2024-2025.
Farið var yfir drög að skóladagatali Heiðarskóla 2024-2025.

6.SumarGaman 2024

2402037

SumarGaman 2024- Leikjanámskeið.
Farið var yfir skipulag og starfsmannahald fyrir SumarGaman sumarið 2024. Stefnt er að því að senda út auglýsingu til foreldra fljótlega og fá skráningu fyrir páskaleyfi.

Fræðslunefnd felur skólastjóra að vinna áfram að skipulagi fyrir SumarGaman 2024.

7.Frístund-eftir skóla

2306014

Kynning á skipulagi Frístundar á haustönn 2023-2024.
Skólastjóri kynnti skipulag Frístundar á haustönn 2023-2024. Frístund hefur gengið vel og börnin virðast njóta sín.

Fræðslunefnd þakkar skólastjóra fyrir góða yfirferð á frístundastarfi haustannar.

8.Opnun umsókna í Endurmenntunarsjóð grunnskóla 2024

2402036

Opnað fyrir styrki vegna endurmenntunarverkefna sem kom til framkvæmda á skólaárinu 2024-2025.
Lagt fram til kynningar.

9.Til tónlistarskóla vegna fyrirhugaðrar úttektar

2402033

Bréf mennta- og barnamálaráðuneytis vegna fyrirhugaðrar útttektar á tónlistarskólum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:15.

Efni síðunnar