Fara í efni

Sveitarstjórn

388. fundur 13. desember 2023 kl. 15:20 - 15:45 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Andrea Ýr Arnarsdóttir oddviti
  • Helga Harðardóttir varaoddviti
  • Helgi Pétur Ottesen ritari
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir vararitari
  • Birkir Snær Guðlaugsson aðalmaður
  • Inga María Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ómar Örn Kristófersson aðalmaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

1.Sveitarstjórn - 387

2311005F

Fundargerðin framlögð.

2.Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 29

2311007F

Fundargerðin framlögð.
ÓÖK fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 29 USNLnefnd samþykkir Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Umhverfisfulltrúa jafnframt falið að semja reglur um samnýtingu íláta eins og gjaldskráin gerir ráð fyrir.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða gjaldskrá fyrir söfnun, meðhöndlun, flokkun og urðun úrgangs sem og reglur um samnýtingu sorpíláta. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að gjald fyrir íbúðir í fjöleignarhúsi sé innheimt í hlutfalli við fermetrafjölda hverrar íbúðar af heildarkostnaði fasteignarinnar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 66

2311008F

Fundargerðin framlögð.
HH fór yfir helstu atriði fundarins.

4.Ungmennaráð Hvalfjarðarsveitar - 14

2311006F

Fundargerðin framlögð.

5.Fjölskyldu- og frístundanefnd - 51

2312001F

Fundargerðin framlögð.
HPO fór yfir helstu atriði fundarins.

6.Tillögur um viðauka við fjárhagsáætlun 2023 nr. 17 - 23.

2312016

Viðaukar nr. 17 - 23.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagðan viðauka nr. 17 við fjárhagsáætlun ársins 2023 en um er að ræða tilfærslu fjármuna milli deilda þar sem fjármagn sem áætlað var árið 2023 á deild 21048, Lögfræðiþjónusta, er fært út á eftirfarandi deildir, 02002, 02032, 09007, 09020, 09021, 09022, 09023, 10030, 11005 og 51001, þar sem lögfræðikostnaður hefur fallið til á árinu þannig að fram komi á hverri deild raunkostnaður lögfræðiþjónustu í stað þess að hann sé færður á eina sameiginlega deild. Jafnframt er fjármagn aukið til lögfræðikostnaðar ársins 2023 og er þeirri hækkun mætt með breytingum á deild 09007, Tæknideild, þar sem tekjur af byggingarleyfisgjöldum hækka og launaliður lækkar til samræmis við raunstöðu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagðan viðauka nr. 18 við fjárhagsáætlun ársins 2023 vegna jólagjafa starfsmanna. Fjárhæð viðaukans er kr. 200.000 á deild 21069, lykil 4240 en útgjaldaaukningu verður mætt með kostnaðarlækkun á deild 21085, Óviss útgjöld, lykli 5971."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagðan viðauka nr. 19 við fjárhagsáætlun ársins 2023 að fjárhæð kr. 4.935.500 en um er að ræða viðbótarfjárheimild vegna kostnaðarauka, við samstarfssamning við Akraneskaupstað um brunavarnir og eldvarnareftirlit, sem tilkominn er vegna launahækkunar skv. kjarasamningum hjá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar. Heildarkostnaður við nýja kjarasamninga eru kr. 12.848.571 en hlutdeild Hvalfjarðarsveitar skv. samningi eru kr. 4.273.434 eða 33,26% sem færist á deild 07023, Slökkvistöð. Að auki samþykkir sveitarstjórn viðbótarfjárheimild á sömu deild vegna uppgjörsreiknings frá Akraneskaupstað frá fyrra ári (2022) að fjárhæð kr. 662.065 en reikningurinn barst eftir að ársuppgjör hafði farið fram hjá Hvalfjarðarsveit og því ekki unnt að bókfæra reikninginn á því ári. Auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagðan viðauka nr. 20 við fjárhagsáætlun ársins 2023 en um er að ræða tilfærslu fjármuna milli deilda þar sem kr. 400.000 færast á deild 11061, Jólatré, jólaljós og áramót vegna aukinna útgjalda við uppsetningu jólatrés á nýjum stað en auknum útgjöldum verður mætt með lækkun útgjalda á deild 11041, Sláttur og hirðing opinna svæða, lykli 4636, þar sem fyrirséð er að áætlað fjármagn verður ekki nýtt til fulls á árinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagðan viðauka nr. 21 við fjárhagsáætlun ársins 2023, um er að ræða tilfærslu fjárheimilda að fjárhæð kr. 2.800.000 af deild 31090, Sameiginlegir liðir, á deild 51010, Vatnsveita, vegna ófyrirséðs viðgerðarkostnaðar og verðlagshækkana."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagðan viðauka nr. 22 að fjárhæð 37,5 mkr. við fjárhagsáætlun/framkvæmdaáætlun ársins 2023 í ljósi þess að framkvæmdir sem áætlaðar voru á árinu 2023 hafa ekki haft þann framgang sem áætlað var auk annara framkvæmda sem kalla á aukið fjármagn. Áætlaðar voru samtals 45 mkr. til útivistarsvæðis í Melahverfi en ófyrirséðar hækkanir leiða til 1 mkr. hækkunar framkvæmdarinnar. Áætlaðar voru 5 mkr. til að ljúka framkvæmdum við Heiðarveitu en ófyrirséðar hækkanir leiða til 11,5 mkr. hækkunar þessa liðar. Áætlaðar voru samtals 75 mkr. í þriðja áfanga Melahverfis og til að ljúka frágangi Lyngmels að teknu tilliti til 25 mkr. tekna sem áætlaðar voru af gatnagerðargjöldum fyrir úthlutaðar lóðir. Þegar ljóst var að þriðji áfangi hæfist ekki á árinu var gerður viðauki sem lækkaði kostnaðarliðinn um 65 mkr. Nú liggur fyrir að tekjur af gatnagerðargjöldum munu ekki skila sér líkt og ráðgert var og því eru tekjurnar lækkaðar um 25 mkr. Breytingum á framkvæmdaáætlun verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagðan viðauka nr. 23 við fjárhagsáætlun ársins 2023 vegna innri vaxtakostnaðar á deild 51040, Fjármagnsgjöld, vegna vaxta af skuld B-hluta fyrirtækja við aðalsjóð sveitarfélagsins (A-hluta). Ekki er um aukin útgjöld að ræða heldur sömu fjárhæð til tekna og gjalda milli aðalsjóðs og B-hluta fyrirtækja. Fjárhæð viðaukans er kr. 10.720.000 sem færast til tekna á deild 28003, lykil 0475 og til gjalda á deild 51040, lykil 4620.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Beiðni um kaup á hljóðfæri.

2312012

Erindi frá skólastjóra Heiðarskóla.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagða beiðni frá skólastjóra Heiðarskóla um kaup á flygli fyrir Heiðarskóla en hljóðfærið mun nýtast nemendum skólans sem stunda píanónám á vegum Tónlistarskólans á Akranesi þar sem kennslan fer að mestu leyti fram í Heiðarskóla. Hljóðfærið mun einnig nýtast fyrir aðra viðburði sem haldnir eru í Heiðarskóla. Sveitarstjórn samþykkir vegna þessa framlagðan viðauka nr. 24 við fjárhagsáætlun ársins að fjárhæð kr. 1.950.693 á deild 04022, lykil 5852 en auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Niðurfelling næsta sveitarstjórnarfundar.

2312014

Erindi frá oddvita.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fella niður seinni fund sveitarstjórnar í desember sem vera ætti miðvikudaginn 27. desember nk. Næsti reglubundni fundur sveitarstjórnar verður því miðvikudaginn 10. janúar 2024."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Þróunarfélag Grundartanga ehf. stjórnarseta.

2312013

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fundir sem fulltrúi Hvalfjarðarsveitar í Þróunarfélagi Grundartanga ehf. situr utan Hvalfjarðarsveitar falli undir reglur sveitarstjórnar og ákvörðun sveitarstjórnar um fundi eða ráðstefnur utan Hvalfjarðarsveitar, bæði hvað varðar fundarsetu og akstur. Forsenda fyrir greiðslum er staðfesting á fundarsetu og akstri frá framkvæmdastjóra eða formanni Þróunarfélags Grundartanga ehf. Fyrirkomulag þetta gildir frá og með 1. janúar 2024 og ber fulltrúi sveitarfélagsins í stjórn félagsins ábyrgð á að fullnægjandi gögn berist til launafulltrúa sveitarfélagsins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.

HPO vék af fundi undir umfjöllun og afgreiðslu málsins.

10.Velferðarmál á Vesturlandi.

2311001

Erindi frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi um skipun áheyrnarfulltrúa í vinnuhóp um velferðarmál á Vesturlandi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn samþykkir að skipa Freyju Þöll Smáradóttur, félagsmálastjóra, sem áheyrnarfulltrúa í vinnuhóp um velferðarmál á Vesturlandi."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

11.Lýsing á Vinavelli.

2312010

Erindi frá Kristínu Guðmundsdóttur.
Erindið varðar ónæði vegna lýsingar frá ljósum á Vinavelli.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu inn til afgreiðslu hjá mannvirkja- og framkvæmdanefnd."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

12.Fjárhagsáætlun Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis 2024-2027.

2310054

Erindi frá Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir, fyrir sitt leyti, framlagða fjárhagsáætlun Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis 2024-2027."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

13.Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2024.

2312002

Erindi frá Kvennaathvarfinu.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að styrkja Kvennaathvarfið um 200.000 kr. á árinu 2024, líkt og ráðgert hefur verið í fjárhagsáætlun ársins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

14.Umsögn um frumvarp til laga um skatta og gjöld (gistináttaskattur, áfengisgjald ofl.), 468. mál.

2311030

Erindi frá Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis.
Erindið framlagt.

15.Umsögn um húsnæðisstefnu fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028.

2311041

Erindi frá Velferðarnefnd Alþingis.
Erindið framlagt og vísað til kynningar í mannvirkja- og framkvæmdanefnd.

16.Umsögn um sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 73. mál.

2311042

Erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.
Erindið framlagt.

17.Umsögn um gjaldfrjálsar skólamáltíðir og umgjörð þeirra, 402. mál.

2311043

Erindi frá Velferðarnefnd Alþingis.
Erindið framlagt og vísað til kynningar í fræðslunefnd.

18.142. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.

2312003

Fundargerð ásamt fylgigögnum.
Fundargerðin ásamt fylgigögnum framlögð.
Fylgiskjöl:

19.236. fundargerð Faxaflóahafna sf.

2311037

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.
Fylgiskjöl:

20.187. fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands ásamt fylgigögnum.

2312017

Fundargerð ásamt fylgigögnum.
Fundargerðin ásamt fylgigögnum framlögð.
Fylgiskjöl:

21.937. og 938. fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2311045

Fundargerðir.
Fundargerðirnar framlagðar.

22.939. fundargerð Stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2312011

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 15:45.

Efni síðunnar