Sveitarstjórn
Dagskrá
Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.
1.Sveitarstjórn - 386
2311001F
Fundargerðin framlögð.
2.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 65
2310009F
Fundargerðin framlögð.
-
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 65 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða viðhalds- og framkvæmdaáætlun fyrir árin 2024 - 2027 miðað við þær forsendur sem liggja fyrir. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir afgreiðslu Mannvirkja- og framkvæmdanefndar og samþykkir framlagða viðhalds- og framkvæmdaáætlun fyrir árin 2024 - 2027 með áorðnum breytingum er felast í að tekjur af gatnagerðargjöldum fyrir úthlutaðar lóðir eru færðar inn í framkvæmdaáætlun, 30mkr. árlega eða samtals 120mkr. yfir tímabilið."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
3.Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 28
2311002F
Fundargerðin framlögð.
ÓÖK fór yfir helstu atriði fundarins.
ÓÖK fór yfir helstu atriði fundarins.
4.Menningar- og markaðsnefnd - 46
2311003F
Fundargerðin framlögð.
BSG fór yfir helstu atriði fundarins.
BSG fór yfir helstu atriði fundarins.
5.Fræðslunefnd - 53
2310008F
Fundargerðin framlögð.
IMS fór yfir helstu atriði fundarins.
IMS fór yfir helstu atriði fundarins.
-
Fræðslunefnd - 53 Fræðslunefnd samþykkir stöðugildaþörf fyrir janúar 2024 og gaman að sjá að börnum sé að fjölga á leikskólanum. Fræðslunefnd vísar erindinu til afgreiðslu í sveitarstjórn. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir afgreiðslu fræðslunefndar og samþykkir stöðugildaþörf leikskólans frá janúar 2024, sveitarstjórn tekur jafnframt undir með fræðslunefnd að ánægjulegt er að börnum sé að fjölga á leikskólanum á ný."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Fræðslunefnd - 53 Fræðslunefnd samþykkir aukna stuðningsþörf í Skýjaborg fyrir skólaárið 2023-2024. Fræðslunefnd visar erindinu til afgreiðslu í sveitarstjórn. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir afgreiðslu fræðslunefndar og samþykkir aukna stuðningsþörf í leikskólanum Skýjaborg fyrir skólaárið 2023-2024."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
6.Fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar 2024-2027.
2308042
Síðari umræða.
Oddviti fór yfir og kynnti að við fyrri umræðu fjárhagsáætlunar var tekin ákvörðun um álagningu útsvars og fasteignaskatts fyrir árið 2024 og eru þær eftirfarandi:
Álagning útsvars verður 13,91%
Álagning fasteignaskatts verður:
A-skattflokkur 0,36% af fasteignamati.
B-skattflokkur 1,32% af fasteignamati.
C-skattflokkur 1,65% af fasteignamati.
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögur:
"Lóðarleiga:
Álagning lóðarleigu í þéttbýli skal vera 1,0% af fasteignamati."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Gjalddagar fasteignaskatts og fasteignagjalda:
Gjalddagar verði níu talsins á mánaðarfresti 15. hvers mánaðar. Í febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september og október. Fyrsti gjalddagi er 15. febrúar.
Ef álagning er 25.000 kr. eða lægri er einn gjalddagi 15. maí."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Aðrar þjónustugjaldskrár, s.s. rotþróa, leikskóla, fæðisgjalda, frístundar, ljósleiðara og hundahalds hækka sbr. ákvæði þeirra í janúar ár hvert miðað við vísitölu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Sveitarstjóri fór yfir greinargerð sína og helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar ársins 2024 og fjárhagsáætlunar áranna 2025-2027:
Niðurstaða fjárhagsáætlunar 2024:
Heildartekjur samstæðu A og B hluta á árinu 2024 eru áætlaðar 1.478,6mkr.
Heildargjöld eru áætluð 1.388,6mkr. Þar af eru launagjöld 687,3mkr., annar rekstrarkostnaður 639,4mkr. og afskriftir 61,9mkr.
Heildartekjur í A-hluta eru áætlaðar 1.466,7mkr. og heildarútgjöld eru áætluð 1.386mkr. Þar af eru laun og launatengd gjöld 687,3mkr., annar rekstrarkostnaður 642mkr. og afskriftir 56,7mkr.
Fjármunatekjur A og B hluta eru áætlaðar 81,9mkr. og í A hluta eru þær áætlaðar 91,2mkr.
Rekstrarafgangur A og B hluta er áætlaður tæpar 173,2mkr. og í A-hluta tæpar 173,1mkr.
Skuldir og skuldbindingar A og B hluta í árslok 2024 eru áætlaðar 175mkr. og 190,2mkr. í A-hluta.
Eigið fé A og B hluta er áætlað 4.751,6mkr. og A hluta 4.730,8mkr.
Veltufé frá rekstri árið 2024 í A og B hluta er áætlað 233,8mkr. en 223,1mkr. ef einungis er litið til A hluta.
Fjárfesting í A og B hluta er áætluð 613mkr. árið 2024.
Afborganir langtímalána eru engar og ekki er gert ráð fyrir að taka ný langtímalán á áætlunartímabilinu.
Áætlað er að í árslok 2024 verði handbært fé um 1.767,4mkr.
Forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árin 2025 - 2027:
Tekjur og gjöld:
Grunnforsenda fyrir fjárhagsáætlun 2025-2027 er áætlun um fjárheimildir fyrir árið 2024 að teknu tilliti til framtíðarfjárfestinga, s.s. byggingu og rekstri nýs íþróttahúss og leikskóla. Áætlunin tekur mið af kostnaðarverðlagi ársins 2024. Kostnaðarliðir aðrir en laun breytast í takt við spá um breytingu neysluverðsvísitölu. Útsvarstekjur breytast á milli ára í takt við launavísitölu eins og hún er áætluð í Þjóðhagsspá Hagstofu Íslands auk spár um íbúaþróun.
Gert er ráð fyrir að launakostnaður breytist í takt við spá um þróun launavísitölu í Þjóðhagsspá Hagstofu Íslands.
Helstu lykiltölur úr rekstri og efnahag árin 2025-2027, samantekið A og B hluti:
Rekstrarafkoma á tímabilinu verður jákvæð öll árin á bilinu 165,6-239mkr. eða uppsafnað á tímabilinu 627,6mkr.
Veltufé frá rekstri verður á bilinu 265,8-296,5mkr. á ári eða á bilinu 15,6-19% af rekstrartekjum, hæst 19% árið 2025 og lægst 15,6% árið 2027.
Veltufjárhlutfall er áætlað 7,22 árið 2025, 5,24 árið 2026 og 3,36 árið 2027.
Skuldahlutfall er áætlað 11,8% árið 2024 og að það verði komið niður í 11,3% árið 2027.
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir fjárhagsáætlun 2024-2027. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að fjárhagsáætlun og ársreikningur 2024 verði birt með sama hætti og gert var í ársreikningi 2022 varðandi byggðasamlög, sameignarfélög, sameignarfyrirtæki og önnur félagaform sem eru með ótakmarkaðri ábyrgð sveitarfélags sbr. ákvæði 3. mgr. 20. gr. reglugerðar 1212/2015."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Til máls tók LBP.
Álagning útsvars verður 13,91%
Álagning fasteignaskatts verður:
A-skattflokkur 0,36% af fasteignamati.
B-skattflokkur 1,32% af fasteignamati.
C-skattflokkur 1,65% af fasteignamati.
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögur:
"Lóðarleiga:
Álagning lóðarleigu í þéttbýli skal vera 1,0% af fasteignamati."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Gjalddagar fasteignaskatts og fasteignagjalda:
Gjalddagar verði níu talsins á mánaðarfresti 15. hvers mánaðar. Í febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september og október. Fyrsti gjalddagi er 15. febrúar.
Ef álagning er 25.000 kr. eða lægri er einn gjalddagi 15. maí."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Aðrar þjónustugjaldskrár, s.s. rotþróa, leikskóla, fæðisgjalda, frístundar, ljósleiðara og hundahalds hækka sbr. ákvæði þeirra í janúar ár hvert miðað við vísitölu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Sveitarstjóri fór yfir greinargerð sína og helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar ársins 2024 og fjárhagsáætlunar áranna 2025-2027:
Niðurstaða fjárhagsáætlunar 2024:
Heildartekjur samstæðu A og B hluta á árinu 2024 eru áætlaðar 1.478,6mkr.
Heildargjöld eru áætluð 1.388,6mkr. Þar af eru launagjöld 687,3mkr., annar rekstrarkostnaður 639,4mkr. og afskriftir 61,9mkr.
Heildartekjur í A-hluta eru áætlaðar 1.466,7mkr. og heildarútgjöld eru áætluð 1.386mkr. Þar af eru laun og launatengd gjöld 687,3mkr., annar rekstrarkostnaður 642mkr. og afskriftir 56,7mkr.
Fjármunatekjur A og B hluta eru áætlaðar 81,9mkr. og í A hluta eru þær áætlaðar 91,2mkr.
Rekstrarafgangur A og B hluta er áætlaður tæpar 173,2mkr. og í A-hluta tæpar 173,1mkr.
Skuldir og skuldbindingar A og B hluta í árslok 2024 eru áætlaðar 175mkr. og 190,2mkr. í A-hluta.
Eigið fé A og B hluta er áætlað 4.751,6mkr. og A hluta 4.730,8mkr.
Veltufé frá rekstri árið 2024 í A og B hluta er áætlað 233,8mkr. en 223,1mkr. ef einungis er litið til A hluta.
Fjárfesting í A og B hluta er áætluð 613mkr. árið 2024.
Afborganir langtímalána eru engar og ekki er gert ráð fyrir að taka ný langtímalán á áætlunartímabilinu.
Áætlað er að í árslok 2024 verði handbært fé um 1.767,4mkr.
Forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árin 2025 - 2027:
Tekjur og gjöld:
Grunnforsenda fyrir fjárhagsáætlun 2025-2027 er áætlun um fjárheimildir fyrir árið 2024 að teknu tilliti til framtíðarfjárfestinga, s.s. byggingu og rekstri nýs íþróttahúss og leikskóla. Áætlunin tekur mið af kostnaðarverðlagi ársins 2024. Kostnaðarliðir aðrir en laun breytast í takt við spá um breytingu neysluverðsvísitölu. Útsvarstekjur breytast á milli ára í takt við launavísitölu eins og hún er áætluð í Þjóðhagsspá Hagstofu Íslands auk spár um íbúaþróun.
Gert er ráð fyrir að launakostnaður breytist í takt við spá um þróun launavísitölu í Þjóðhagsspá Hagstofu Íslands.
Helstu lykiltölur úr rekstri og efnahag árin 2025-2027, samantekið A og B hluti:
Rekstrarafkoma á tímabilinu verður jákvæð öll árin á bilinu 165,6-239mkr. eða uppsafnað á tímabilinu 627,6mkr.
Veltufé frá rekstri verður á bilinu 265,8-296,5mkr. á ári eða á bilinu 15,6-19% af rekstrartekjum, hæst 19% árið 2025 og lægst 15,6% árið 2027.
Veltufjárhlutfall er áætlað 7,22 árið 2025, 5,24 árið 2026 og 3,36 árið 2027.
Skuldahlutfall er áætlað 11,8% árið 2024 og að það verði komið niður í 11,3% árið 2027.
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir fjárhagsáætlun 2024-2027. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að fjárhagsáætlun og ársreikningur 2024 verði birt með sama hætti og gert var í ársreikningi 2022 varðandi byggðasamlög, sameignarfélög, sameignarfyrirtæki og önnur félagaform sem eru með ótakmarkaðri ábyrgð sveitarfélags sbr. ákvæði 3. mgr. 20. gr. reglugerðar 1212/2015."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Til máls tók LBP.
7.Breytt skipulag barnaverndar.
2112003
Erindi frá Mennta- og barnamálaráðuneyti.
Hvalfjarðarsveit og Borgarbyggð hafa frá síðustu áramótum haft samvinnu um barnaverndarþjónustu á grundvelli undanþágu sem veitt var af Mennta- og barnamálaráðuneyti en undanþágan gildir til 1. janúar nk. Komi til þess að sótt verði um endurnýjaða undanþágu munu sveitarfélögin tvö sækja sameiginlega um hana en um er að ræða undanþágu frá skilyrði um lágmarksíbúafjölda vegna barnaverndarþjónustu. Í bréfi ráðuneytisins sem nú er framlagt kemur m.a. fram að hyggist sveitarfélagið sækja um endurnýjaða undanþágu skuli það gert fyrir 15. desember nk. auk þess að ráðuneytið muni gera ríkari kröfur á næsta ári og að sveitarfélögin þurfi að sýna fram á að þau hafi leitað eftir samstarfi um barnaverndarþjónustu í stærri umdæmum. Í ljósi þessa hefur Borgarbyggð, sem leiðandi sveitarfélag, verið í samtali við önnur sveitarfélög um samstarf í barnaverndarþjónustu þannig að ná megi 6.000 íbúa lágmarksfjölda þeim sem samstarf um barnaverndarþjónustu skal telja. Annars vegar hefur verið horft til Snæfellinga í því sambandi og hins vegar til Akraneskaupstaðar sem er eina sveitarfélagið á Vesturlandi sem uppfyllir skilyrði um lágmarksíbúafjölda á meðan öll önnur sveitarfélög á Vesturlandi þurfa að taka upp samstarf til að uppfylla skilyrði.
Oddviti lagði fram eftirfarandi bókun:
„Sveitarstjórn samþykkir, ef til þess kemur, að sótt verði um áframhaldandi undanþágu frá 6.000 íbúa lágmarksíbúafjölda vegna samvinnu um barnaverndarþjónustu með Borgarbyggð sem verið hefur leiðandi sveitarfélag í samningi sveitarfélaganna. Félagsmálastjóra Hvalfjarðarsveitar er falið að vinna málið áfram í samstarfi við Borgarbyggð.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi bókun:
„Sveitarstjórn samþykkir, ef til þess kemur, að sótt verði um áframhaldandi undanþágu frá 6.000 íbúa lágmarksíbúafjölda vegna samvinnu um barnaverndarþjónustu með Borgarbyggð sem verið hefur leiðandi sveitarfélag í samningi sveitarfélaganna. Félagsmálastjóra Hvalfjarðarsveitar er falið að vinna málið áfram í samstarfi við Borgarbyggð.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
8.Viðverustefna Hvalfjarðarsveitar.
2311029
Erindi frá skrifstofustjóra Hvalfjarðarsveitar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða viðverustefnu Hvalfjarðarsveitar með áorðnum breytingum."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða viðverustefnu Hvalfjarðarsveitar með áorðnum breytingum."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
9.Afnot beitarlands í eigu Hvalfjarðarsveitar.
2311008
Erindi frá Hestamannafélaginu Dreyra.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa erindinu inn til umfjöllunar hjá Mannvirkja- og framkvæmdanefnd."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa erindinu inn til umfjöllunar hjá Mannvirkja- og framkvæmdanefnd."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
10.Roðagyllum heiminn 2023.
2311024
Erindi frá Soroptimistaklúbbi Akraness og nágrennis.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar þakkar fyrir erindið en líkt og áður tekur sveitarfélagið þátt með því að lýsa upp með appelsínugulum lit skiltið við stjórnsýsluhúsið."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar þakkar fyrir erindið en líkt og áður tekur sveitarfélagið þátt með því að lýsa upp með appelsínugulum lit skiltið við stjórnsýsluhúsið."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
11.Umsögn um Grænbók, málefni innflytjenda og flóttafólks.
2311016
Erindi frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti.
Erindið framlagt og vísað til fjölskyldu- og frístundarnefndar.
12.Kynja- og jafnréttissjónarmið við breytingar á fyrirkomulagi leikskóla.
2311025
Erindi frá Jafnréttisstofu.
Erindið framlagt og vísað til fræðslunefndar.
13.Umsögn um frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, 478. mál.
2311027
Erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.
Erindið framlagt.
14.186. fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands.
2311005
Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.
15.Aðalfundur Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi.
2311006
Aðalfundargerð ásamt fylgigögnum.
Fundargerðin ásamt fylgigögnum framlögð.
16.177. fundargerð stjórnar SSV.
2311026
Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.
Fundi slitið - kl. 15:38.