Fræðslunefnd
Dagskrá
1.Stöðugildi í Skýjaborg frá janúar 2024
2311017
Áætluð stöðugildaþörf í Skýjaborg í janúar 2024.
Fræðslunefnd samþykkir stöðugildaþörf fyrir janúar 2024 og gaman að sjá að börnum sé að fjölga á leikskólanum. Fræðslunefnd vísar erindinu til afgreiðslu í sveitarstjórn.
2.Aukin stuðningsþörf í Skýjaborg
2311018
Erindi frá Skýjaborg.
Fræðslunefnd samþykkir aukna stuðningsþörf í Skýjaborg fyrir skólaárið 2023-2024. Fræðslunefnd visar erindinu til afgreiðslu í sveitarstjórn.
3.Ferðir erlendis fyrir starfsfólk sveitarfélagsins - verklagsreglur
2311020
Verklagsreglur.
Fræðslunefnd felur frístunda- og menningarfulltrúa að vinna að gerð verklagsreglna í samvinnu við stjórnendur stofnana.
4.Skólaakstur- Reglur
1810037
Endurskoða reglur um skólaakstur.
Endurskoða þarf reglur um skólaakstur og felur fræðslunefnd skólastjóra Heiðarskóla að vinna að uppfærslu þeirra og setja inn á heimasíðu skólans.
5.Miðstöð skólaþróunar-stjórnun-kennsluráðgjöf og starfsþróun
2208034
Staða verkefnisins um stjórnun - kennsluráðgjöf og starfsþróun í Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.
Fræðslunefnd þakkar frístunda- og menningarfulltrúa fyrir kynninguna á stöðu verkefnisins á vegum MSHA.
6.Niðurstöður skólapúlsinn í 2.-5. bekk 2023-2024
2311022
Fara yfir niðurstöður skólapúlsins í 2.-5.bekk.
Niðurstöður skólapúlsins fyrir 2.-5. bekk haustið 2023 voru kynntar fyrir nefndinni og ræddar.
7.Niðurstöður skólapúlsinn í 6.-10. bekk 2023-2024
2311021
Fara yfir skólapúlsinn í 6.-10. bekk.
Niðurstöður skólapúlsins fyrir 6.-10. bekk haust 2023 voru kynntar fyrir nefndinni og ræddar.
8.Umsögn um frumvarp til laga um Miðstöð menntunar- og skólaþjónustu.
2310032
Erindi frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.
Lagt fram til kynningar.
9.Forvarnir gegn ofbeldi og öðrum afbrotum - samstarf lykilaðila
2310063
Erindi um forvarnir gegn ofbeldi og öðrum afbrotum - samstarf lykilaðila.
Lagt fram til kynningar.
10.Samstarfsverkefni um vinnuumhverfi starfsfólks í leik- og grunnskólum
2311019
Óskað er eftir áhugasömum í samstarfsverkefni um vinnuumhverfi starfsfólks í leik- og grunnskólum.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 18:45.