Fara í efni

Sveitarstjórn

380. fundur 09. ágúst 2023 kl. 15:01 - 15:10 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Andrea Ýr Arnarsdóttir oddviti
  • Helga Harðardóttir varaoddviti
  • Helgi Pétur Ottesen ritari
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir vararitari
  • Birkir Snær Guðlaugsson aðalmaður
  • Inga María Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ómar Örn Kristófersson aðalmaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

1.Sveitarstjórn - 379

2307001F

Fundargerðin framlögð.

2.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 62

2306005F

Fundargerðin framlögð.
ÓÖK fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 62 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn að samþykkja framlagða gjaldskrá og reglur ljósleiðara Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Lagðar eru til breytingar á gjaldskrá og reglum ljósleiðara Hvalfjarðarsveitar á þann veg að við bætist leigugjald fyrir ljósleiðaraþræði í streng sem fjarskiptafélög geta leigt til annarra nota en til tenginga endanotenda.

    Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða gjaldskrá og reglur ljósleiðara Hvalfjarðarsveitar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 2.3 2009013 Hitaveita
    Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 62 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn að samþykkja framlagða tillögu að viðauka við gjaldskrá Heiðarveitu. Bókun fundar Famlagður viðauki við gjaldskrá Heiðarveitu þar sem lagt er til að bæta við gjaldi fyrir rúmmetra vatns til sundlauga.

    Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða tillögu að viðauka við gjaldskrá Heiðarveitu."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Fjölskyldu- og frístundanefnd - 47

2307004F

Fundargerðin framlögð.
HPO fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Fjölskyldu- og frístundanefnd - 47 Fjölskyldu- og frístundanefnd samþykkir nýja jafnréttisstefnu Hvalfjarðarsveitar fyrir tímabilið 2023-2027 og vísar stefnunni áfram til samþykktar í sveitarstjórn. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir nýja jafnréttisstefnu Hvalfjarðarsveitar fyrir tímabilið 2023-2027."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Fjölskyldu- og frístundanefnd - 47 Fjölskyldu- og frístundanefnd samþykkir stefnu Hvalfjarðarsveitar gegn einelti, kynbundnu og kynferðislegri áreitni og ofbeldi og vísar stefnunni áfram til samþykktar í sveitarstjórn. Nefndin leggur til að öllum starfsmönnum sveitarfélagsins verði send stefnan til kynningar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    “Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins þar til stefnan hefur fengið afgreiðslu hjá Fræðslunefnd Hvalfjarðarsveitar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Samstarf við Hvalfjarðarsveit.

2308009

Erindi frá ADHD samtökunum.
Erindi frá ADHD samtökunum er varðar samstarf við Hvalfjarðarsveit og fjárveitingu til samtakanna er lagt fram.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa erindinu inn til afgreiðslu hjá Fjölskyldu- og frístundanefnd."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Starfsmaður almannavarnanefndar Vesturlands.

1810007

Erindi frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi.
Erindið framlagt. Sveitarstjórn tekur jákvætt í að ráðinn verði starfsmaður almannavarnarnefndar á Vesturlandi.

6.Samgönguáætlun 2024-2038.

2308016

Erindi frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi.
Drög að samgönguáætlun 2024-2038 lögð fram.

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar styður þær áherslur og athugasemdir sem fram koma í umsögn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. Í samstarfi sveitarfélaga á Vesturlandi hefur Hvalfjarðarsveit verið aðili að gerð samgöngu- og innviðaáætlun Vesturlands sem inniheldur áherslur og forgangsröðun sveitarfélaganna er varðar samgöngur í landshlutanum.

7.Umsögn um Grænbók, skipulagsmál.

2307037

Erindi frá Innviðaráðuneyti.
Erindið framlagt og vísað til USNL nefndar.

8.184. fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands.

2307026

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 15:10.

Efni síðunnar