Fjölskyldu- og frístundanefnd
Dagskrá
1.Jafnréttisstefna Hvalfjarðarsveitar
2011001
Ný jafnréttisstefna Hvalfjarðarsveitar fyrir timabilið 2023-2027 lögð fram til samþykktar.
Fjölskyldu- og frístundanefnd samþykkir nýja jafnréttisstefnu Hvalfjarðarsveitar fyrir tímabilið 2023-2027 og vísar stefnunni áfram til samþykktar í sveitarstjórn.
2.Stefna Hvalfjarðarsveitar gegn einelti, kynbundnu og kynferðislegri áreitni og ofbeldi
2308002
Stefna Hvalfjarðarsveitar gegn einelti, kynbundnu og kynferðislegri áreitni og ofbeldi lögð fram til samþykktar.
Fjölskyldu- og frístundanefnd samþykkir stefnu Hvalfjarðarsveitar gegn einelti, kynbundnu og kynferðislegri áreitni og ofbeldi og vísar stefnunni áfram til samþykktar í sveitarstjórn. Nefndin leggur til að öllum starfsmönnum sveitarfélagsins verði send stefnan til kynningar.
3.Reglur um stuðnings- og stoðþjónustu í Hvalfjarðarsveit
2105002
Útlagður kostnaður starfsmanna stuðningsþjónustu sbr. 9. gr. í reglum um stuðnings- og stoðþjónustu í Hvalfjarðarsveit.
Lagt fram til kynningar og umræðu.
4.Umhyggjudagur
2308003
Beiðni um þátttöku Hvalfjarðarsveitar í Umhyggjudegi á vegum Umhyggju-félagi langveikra barna sem fram fer þann 26. ágúst 2023.
Lagt fram til kynningar.
5.Barnvæn sveitarfélög-Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
2002048
Þátttaka Hvalfjarðarsveitar í ráðgjafahópi um fjármál í Barnvænu sveitarfélagi á vegum Unicef.
Félagsmálastjóri og skrifstofustjóri Hvalfjarðarsveitar hafa samþykkt þátttöku í ráðgjafahópi um Barnvænt sveitarfélag.
6.Farsældarþing
2307010
Farsældarþing á vegum Mennta- og barnamálaráðuneytisins verður haldið þann 04.09.2023.
Á fundi sveitarstjórnar þann 12.07.2023 var tekið fyrir erindi er varðar Farsældarþing frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu og vísað til Ungmennaráðs Hvalfjarðarsveitar, fjölskyldu- og frístundanefndar og fræðslunefndar. Starfsmenn Hvalfjarðarsveitar sem sátu í vinnuhópi vegna innleiðingar laga á samþættri þjónustu í þágu farældar barna hafa skráð þátttöku sína á farsældarþingið.
7.Drög að samningi um barnaverndarþjónustu Borgarbyggðar og Hvalfjarðarsveitar
2308004
Drög að samningi um barnaverndarþjónustu Borgarbyggðar og Hvalfjarðarsveitar lagður fram.
Samningur lagður fram til kynningar og umræðu.
8.Fjármálaráðgjöf
2308005
Erindi frá Stefaníu Marteinsdóttur er varðar fjármálaráðgjöf til einstaklinga.
Fjölskyldu- og frístundanefnd þakkar fyrir erindið og felur félagsmálastjóra að kynna sér málið betur.
Fundi slitið - kl. 18:00.
Inga María Sigurðardóttir, Marie Greve Rasmussen og Ásdís Björg Björgvinsdóttir boðuðu forföll.