Fara í efni

Sveitarstjórn

379. fundur 12. júlí 2023 kl. 15:00 - 15:09 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Andrea Ýr Arnarsdóttir oddviti
  • Helga Harðardóttir varaoddviti
  • Helgi Pétur Ottesen ritari
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir vararitari
  • Inga María Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ása Hólmarsdóttir 1. varamaður
  • Dagný Hauksdóttir 2. varamaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti, bauð fundarmenn velkomna.

Oddviti óskar eftir, með vísan til c.liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi málum á dagskrá:

Mál nr. 2307020 - Birkihlíð 16 - rekstrarleyfi. Málið verður nr. 7 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

Birkir Snær Guðlaugsson og Ómar Örn Kristófersson boðuðu forföll.

1.Sveitarstjórn - 378

2306007F

Fundargerðin framlögð.

2.Ungmennaráð Hvalfjarðarsveitar - 12

2304002F

Fundargerðin framlögð.
  • Ungmennaráð Hvalfjarðarsveitar - 12 Ungmennaráð Hvalfjarðarsveitar tilnefnir Mikael Bjarka Ómarsson í Ungmennaráð Vesturlands og vísar tilnefningu til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir að tilnefna Mikael Bjarka Ómarsson í Ungmennaráð Vesturlands."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Betri vinnutími kennara.

2303007

Erindi frá skólastjóra Heiðarskóla.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins og er oddvita falið að óska eftir frekari gögnum."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Ágangur búfjár.

2302008

Lagt fram álit Innviðaráðuneytisins.
Álit innviðaráðuneytisins í máli nr. IRN22050047 er lagt fram.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Vísað er í bókun sveitarstjórnar frá fundi nr. 378, mál nr. 7, þar sem m.a. kom fram að beðið væri eftir leiðbeinandi reglum frá Innviðaráðuneytinu. Í framlögðu áliti Innviðaráðuneytisins vísar ráðuneytið málinu til Matvælaráðuneytisins að öðru leyti en því er snýr að stjórnsýslulega hlutanum, þ.e. að sveitarstjórn taki ákvörðun um smölun, þar sem um stjórnvaldsákvörðun sé að ræða. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar telur mikilvægt að álit Matvælaráðuneytisins komi fram í formi leiðbeinandi reglna auk þess að leitað verði til Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem nauðsynlegt er að skýra mikilvæg atriði s.s. um réttarstöðu aðila, hvernig standa skuli að fyrirkomulagi á smölun ágangsfjár, óvissu um ástand girðinga, skilgreiningu á ágangi búfjár og fleiri veigamiklum atriðum þar sem gæta þarf að málsmeðferðarreglum stjórnsýslulaga, þ.m.t. um meðalhóf, rannsóknarskyldu og andmælarétt. Samræmdar skilgreiningar á þessum mikilvægu atriðum þurfa að vera fyrirliggjandi og skýrar áður en unnt er að taka afstöðu um viðbragð og verklag vegna smölunar ágangsfjár í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar leggur áherslu á mikilvægi þess að mótaðar verði samræmdar leiðbeiningar í samræmi við lög og reglur sem við á. Sveitarstjórn áréttar að almennt er lausaganga búfjár, þ.m.t. sauðfjár, heimil í Hvalfjarðarsveit og að landeigendum ber að gæta þess að girðingar um land þeirra séu fjárheldar. Sveitarstjórn vill einnig benda á, með vísan til aðalskipulags, að engir afréttir eru í Hvalfjarðarsveit, einungis lönd í einkaeigu/heimalönd.

Sveitarstjórn felur Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd að vinna að gerð verklagsreglna um leið og samræmdar leiðbeinandi reglur liggja fyrir og í kjölfarið vísa verklagsreglunum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að meðan unnið sé að gerð verklagsreglna verði allar formlegar kvartanir er berast sveitarfélaginu varðandi ágang búfjár lagðar fyrir Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd. Formlegar kvartanir teljast þær er berast hvort sem er í gegnum tölvupóst eða símleiðis en þær sem berast símleiðis verði í formi spurninga er viðmælandi svarar. Sveitarstjórn samþykkir vegna þess framlagðan spurningalista í formi níu spurninga er viðmælandi svarar og staðfestir í gegnum síma."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Ágangur búfjár í landi Hafnarsels og í nágrenni.

1909030

Erindi frá Halldóri Stefánssyni f.h. landeiganda í Hafnarseli.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar vísar til afgreiðslu fjórða dagskrárliðar og þakkar landeigendum fyrir erindið."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Ágangur búfjár.

2302008

Erindi frá Kára Gylfasyni.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar vísar til afgreiðslu fjórða dagskrárliðar og þakkar Kára fyrir erindið."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Birkihlíð 16 - rekstrarleyfi.

2307020

Erindi frá Sýslumanninum á Vesturlandi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar felur sveitarstjóra að veita umbeðna umsögn í samræmi við ákvæði 10.gr. laga nr. 85/2007 og í samráði við aðra umsagnaraðila. Metið verði hvort starfsemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála á svæðinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Lausaganga/Ágangur búfjár.

2302008

Erindi frá Bændasamtökum Íslands.
Erindið framlagt og vísað til USNL nefndar.

9.Farsældarþing

2307010

Erindi frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu.
Erindið framlagt og vísað til ungmennaráðs Hvalfjarðarsveitar, fjölskyldu- og frístundarnefndar og fræðslunefndar.

10.Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2023

2307014

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Fundarboð á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga framlagt til kynningar. Ráðstefnan fer fram í Reykjavík dagana 21. og 22. september nk.

11.232. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna sf.

2307015

Fundargerðin framlögð.

12.931. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

2307016

Fundargerðin framlögð.

Fundi slitið - kl. 15:09.

Efni síðunnar