Fara í efni

Sveitarstjórn

375. fundur 10. maí 2023 kl. 15:26 - 15:58 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Andrea Ýr Arnarsdóttir oddviti
  • Helga Harðardóttir varaoddviti
  • Helgi Pétur Ottesen ritari
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir vararitari
  • Birkir Snær Guðlaugsson aðalmaður
  • Inga María Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ómar Örn Kristófersson aðalmaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti, bauð fundarmenn velkomna.

Oddviti óskar eftir, með vísan til c.liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi málum á dagskrá:

Mál nr. 2305003F - Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 60. fundur. Málið verður nr. 4 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

Mál nr. 2001042 - Íþróttahús - undirbúningur framkvæmda. Málið verður nr. 4.1 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

Mál nr. 2212018 - Beiðni um styrk vegna starfsmannaferðar starfsfólks Heiðarskóla og Skýjaborgar vorið 2023. Málið verður nr. 6 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

Mál nr. 2305018 - Starf byggingarfulltrúa. Málið verður nr. 7 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

Mál nr. 2304007 - Starf skipulagsfulltrúa. Málið verður nr. 8 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

1.Sveitarstjórn - 374

2304003F

Fundargerðin framlögð.

2.Fræðslunefnd - 49

2304004F

Fundargerðin framlögð.
IMS fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Fræðslunefnd - 49 Leikskólastjóri fór yfir árangursmat og ósk um framhald á stöðu leikskólasérkennara í Skýjaborg en um er að ræða tilraunaverkefni sem samþykkt var af fræðslunefnd þann 16. júní 2022. Börnin eru að fá markvissari íhlutun og miklar framfarir hafa orðið í barnahópnum í vetur. Vegna fækkunar í barnahópnum í leikskólanum í haust leggur Fræðslunefnd til við sveitarstjórn að það verði óbreytt fyrirkomulag á stöðu leikskólasérkennara. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    “Sveitarstjórn samþykkir óbreytt fyrirkomulag á stöðu leikskólasérkennara í Skýjaborg skólaárið 2023-2024."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 49 Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja áætlaða stöðugildaþörf í Skýjaborg skólaárið 2023-2024. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    “Sveitarstjórn samþykkir áætlaða stöðugildaþörf í Skýjaborg skólaárið 2023-2024."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 49 Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja kennslustundaúthlutun Heiðarskóla fyrir skólaárið 2023-2024 og hlutfall almennra starfsmanna. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    “Sveitarstjórn samþykkir kennslustundaúthlutun Heiðarskóla fyrir skólaárið 2023-2024 og hlutfall almennra starfsmanna."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 2.4 2304058 Beiðni um viðauka
    Fræðslunefnd - 49 Fræðslunefnd tekur jákvætt í erindi frá skólastjóra Heiðarskóla varðandi beiðni um viðauka vegna starfsmannakostnaðar við nemendaferð til Brighton. Nefndin vísar erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Formaður fræðslunefndar lagði fram eftirfarandi tillögu:
    “Sveitarstjórn samþykkir að verða við beiðni um viðauka að fjárhæð kr. 472.600 vegna starfsmannakostnaðar/ferðakostnaðar við nemendaferð til Brighton og samþykkir vegna þessa viðauka nr. 10 við fjárhagsáætlun ársins að fjárhæð kr. 472.600 á deild 04022, lykil 4240 en auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 4 atkvæðum.

    Helgi Pétur Ottesen, Andrea Ýr Arnarsdóttir og Helga Harðardóttir viku af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins.

  • Fræðslunefnd - 49 Guðjón Jónasson, formaður Mannvirkja- og framkvæmdanefndar og Hlynur Sigurdórsson, verkefnastjóri framkvæmda og eigna komu inn á fundinn.

    Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að skipaður verði sjö manna starfshópur um þarfagreiningu nýs leikskólahúsnæðis. Lagt er til að í starfshópnum sitji þrír starfmenn leikskólans, einn úr foreldarfélaginu, einn úr Fræðslunefnd, starfsmann Mannvirkja- og framkvæmdanefndar og Frístunda- og menningarfulltrúa.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    “Sveitarstjórn samþykkir að endurvekja starfshóp um framtíðarsýn í leikskólamálum í Hvalfjarðarsveit. Verkefni starfshópsins er að vinna undirbúningsgreiningu fyrir byggingu nýrrar leikskólabyggingar í Melahverfi. Sveitarstjórn skipar formann fræðslunefndar sem formann starfshópsins."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 19

2303012F

Fundargerðin framlögð.
ÓÖK fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 19 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að gefa jákvæða umsögn um stofnun lögbýlis að Brekku III, landeignanúmer L2279420 sbr. 17. gr. jarðalaga nr. 81/2004. Nefndin telur æskilegt að föst búseta fylgi stofnun og skráningu lögbýlis. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og gefur jákvæða umsögn um stofnun lögbýlis að Brekku III, landeignanúmer L2279420, sbr. 17. gr. jarðalaga nr. 81/2004. Sveitarstjórn tekur undir með nefndinni og telur æskilegt að föst búseta fylgi stofnun og skráningu lögbýlis."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 19 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd Hvalfjarðarsveitar þakkar erindið og vill koma eftirfarandi á framfæri:
    Sorphirða í Krosslandi og í Melahverfi er tíðari en annars staðar í Hvalfjarðarsveit og eru endurvinnsluefni (plast og pappírsefni) sótt á þriggja vikna fresti, sem er helmingi örari tíðni en annars staðar í sveitarfélaginu. Engu að síður er ljóst að úrgangslítrar við Krossvelli 2 eru færri en við sérbýli í Hvalfjarðarsveit og er umhverfisfulltrúa, í samstarfi við sveitarstjóra og skrifstofustjóra Hvalfjarðarsveitar falið að skoða það sérstaklega og útfæra í drögum að gjaldskrá í samræmi við breytt lagaumhverfi og BÞHE (Borgað þegar hent er) kerfi sem Hvalfjarðarsveit hefur verið þátttakandi í. Sé þörf á, verði einnig leitað til Húsnæðis og mannirkjastofnunar varðandi útfærsluna. Umhverfisfulltrúa og formanni nefndarinnar falið að ræða við bréfritara.
    Þá er umhverfisfulltrúa, í samstarfi við skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa, jafnframt falið að kanna mögulega staðsetningu á grenndarstöð fyrir úrgangsefnin gler, málma og textíl í eða í nágrenni við Krossland. Gert sé ráð fyrir slíkri stöð í fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar fyrir árið 2024.
    Afgreiðslunni er vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og felur umhverfisfulltrúa, í samstarfi við sveitarstjóra og skrifstofustjóra Hvalfjarðarsveitar, að skoða sérstaklega útfærslu vegna þessa í drögum að nýrri gjaldskrá fyrir úrgangshirðu og urðun úrgangs í Hvalfjarðarsveit, sem nú er í vinnslu, í samræmi við breytt lagaumhverfi og BÞHE (Borgað þegar hent er), kerfi sem Hvalfjarðarsveit hefur verið þátttakandi í og sé þess þörf þá verði einnig leitað til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að fela umhverfisfulltrúa og formanni USNL nefndar að ræða við bréfritara. Þá er umhverfisfulltrúa, í samstarfi við skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa, jafnframt falið að kanna mögulega staðsetningu á grenndarstöð fyrir úrgangsefnin gler, málma og textíl í eða í nágrenni við Krossland og að gert verði ráð fyrir slíkri stöð í fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar fyrir árið 2024."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 60

2305003F

HH fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 60 Framlagt er tilboð GG verk ehf., í íþróttahúsið við Heiðarborg, að fjárhæð kr. 1.704.634.967 en tilboðið er 41% yfir kostnaðaráætlun hönnuða. Með vísan í grein 0.4.5 um meðferð og mat tilboða í útboðslýsingu íþróttahússins þá áskilur verkkaupi sér rétt til þess að hafna öllum tilboðum sem eru 10% yfir kostnaðaráætlun sem undirbúin var af ráðgjöfum og birt var við opnun tilboða. Einnig er vísað í 82. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 þar sem segir að þá telst tilboð óaðgengilegt ef bjóðandi býður hærra verð en fyrirfram ákveðin fjárhagsáætlun kaupanda gerir ráð fyrir, nema kaupandi hafi áskilið sér rétt til að taka slíku tilboði.
    Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að tilboði GG verk ehf. verði hafnað með vísan til ofangreindra forsenda. Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur jafnframt til við sveitarstjórn að nýta heimild e-liðar 2. mgr. 33. gr. laga nr. 120/2016 og efna til viðræðna við bjóðanda, GG verk ehf., sem uppfyllti hæfiskröfu útboðsskilmálanna.

    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    “Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og hafnar tilboði GG verk ehf. að fjárhæð kr. 1.704.634.967 sem er 41% yfir kostnaðaráætlun hönnuða. Með vísan í grein 0.4.5 um meðferð og mat tilboða í útboðslýsingu íþróttahússins þá áskilur verkkaupi sér rétt til þess að hafna öllum tilboðum sem eru 10% yfir kostnaðaráætlun sem undirbúin var af ráðgjöfum og birt var við opnun tilboða. Einnig er vísað í 82. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 þar sem segir að þá telst tilboð óaðgengilegt ef bjóðandi býður hærra verð en fyrirfram ákveðin fjárhagsáætlun kaupanda gerir ráð fyrir, nema kaupandi hafi áskilið sér rétt til að taka slíku tilboði. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að nýta heimild e-liðar 2. mgr. 33. gr. laga nr. 120/2016 og efna til viðræðna við bjóðanda, GG verk ehf., sem uppfyllti hæfiskröfu útboðsskilmálanna. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra, formanni mannvirkja- og framkvæmdanefndar, verkefnastjóra framkvæmda og eigna ásamt ráðgjafa frá ASK arkitektum að ganga til viðræðna við bjóðanda, GG verk ehf., sem uppfyllti hæfiskröfu útboðsskilmálanna."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.


5.Ósk um tímabundið leyfi frá störfum í fræðslunefnd Hvalfjarðarsveitar.

2304038

Erindi frá Dagnýju Hauksdóttur.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að verða við ósk Dagnýjar Hauksdóttur um tímabundið leyfi, til 31. október 2023, frá störfum í fræðslunefnd Hvalfjarðarsveitar. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að varaformaður nefndarinnar, Inga María Sigurðardóttir, verði formaður nefndarinnar til þess sama tíma og er fræðslunefnd falið að skipa tímabundið nýjan varaformann til sama tíma. Fyrsti varamaður í fræðslunefnd, Helgi Halldórsson, kemur inn sem aðalmaður til 31. október 2023."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Beiðni um styrk vegna starfsmannaferða starfsfólks Heiðarskóla og Skýjaborgar vorið 2023.

2212018

Erindi frá leikskólastjóra Skýjaborgar.
Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að verða við beiðni Skýjaborgar um 110.000 kr. styrk til náms- og starfsmannaferðar til Wroclaw í Póllandi 17.-21. maí nk. Heildarfjöldi starfsmanna í ferðina eru 14 starfsmenn. Sveitarstjórn samþykkir vegna þessa viðauka nr. 9 við fjárhagsáætlun ársins 2023 að fjárhæð kr. 110.000 á deild 04012, lykil 4240 en auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 4 atkvæðum.

Andrea Ýr Arnarsdóttir, Birkir Snær Guðlaugsson og Ómar Örn Kristófersson viku af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins.

7.Starf byggingarfulltrúa.

2305018

Erindi frá Arnari Skjaldarsyni.
Framlagt uppsagnarbréf, dags. 30. apríl 2023, frá byggingarfulltrúa, Arnari Skjaldarsyni.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn þakkar Arnari fyrir gott og farsælt samstarf og óskar honum velfarnaðar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Starf skipulagsfulltrúa.

2304007

Oddviti lagði fram eftirfarandi bókun:
“Sveitarstjórn samþykkir í ljósi og á grundvelli framkominnar uppsagnar byggingarfulltrúa sveitarfélagsins að fallið verði frá ráðningu í 60% starf skipulagsfulltrúa en þess í stað verði auglýst 100% starf skipulags- og byggingarfulltrúa. Undanfarin misseri hafa orðið verulegar breytingar á starfsumhverfi bæði skipulags- og byggingarfulltrúa sveitarfélagsins. Fjárfest hefur verið í LandRobot í ONE System kerfinu er hefur í för með sér rafræn skil gagna sem samhliða hefur skilað umtalsverðu vinnuhagræði í starfi byggingarfulltrúa. Endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins til ársins 2032 er nú lokið en sú vinna hefur staðið yfir sl. fjögur ár og hefur tekið drjúgan hluta af starfi skipulagsfulltrúa auk þess sem umhverfishluti starfsins hefur færst yfir á annan starfsmann. Auk alls þessa hefur flokkun og vistun eldri skjala verið samræmd og einfölduð til muna er skila mun hagfelldara vinnuumhverfi til framtíðar. Það liggur einnig fyrir að unnt er að kaupa inn í ONE kerfið skipulagshluta til enn frekari vinnuhagræðingar. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að auglýsa 100% starf skipulags- og byggingarfulltrúa hjá Hvalfjarðarsveit. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að fela sveitarstjóra, oddvita og varaoddvita að fara yfir og meta umsóknir og koma með tillögu til sveitarstjórnar um ráðningu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Aðalfundarboð Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis fyrir árið 2023.

2305006

Aðalfundarboð.
Aðalfundarboð Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimilis, lagt fram en fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 11. maí nk. kl. 17:00.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar felur oddvita að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Yfirlýsing frá félagi sauðfjárbænda í Borgarfjarðarhéraði.

2304051

Erindi frá Félagi sauðfjárbænda í Borgarfjarðarhéraði.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tekur undir hlýjar kveðjur til bænda og annarra íbúa í Miðfjarðarhólfi í kjölfar þeirra atburða sem hafa átt sér stað. Í ljósi riðusmita í Miðfjarðarhólfi skorar sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar á Matvælaráðuneytið og Matvælastofnun að sinna viðhaldi og gæta þess að ástand sauðfjárveikivarnargirðinga milli Mýra- og Borgafjarðarsýslna og Húnavatnssýslna sé viðunandi."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

11.Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032

1901286

Tilkynning frá Skipulagsstofnun um staðfestingu aðalskipulags ásamt afriti auglýsingar er birtast mun í B-deild Stjórnartíðinda.
Tilkynning frá Skipulagsstofnun um staðfestingu aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2020-2032, ásamt afriti auglýsingar er birtast mun í B-deild Stjórnartíðinda lagt fram til kynningar.

12.Starfsemi og fjármögnun Þróunarfélags Grundartanga 2021-2024.

2107007

Staða fjárhagsáætlunar 2022-2024 og staða verkefnaáætlunar 2023.
Lagt fram til kynningar.

13.Skipulag skógræktar - ábyrgð sveitarstjórna.

2305007

Erindi frá Vinum íslenskrar náttúru.
Framlagt.

14.Umsögn um frumvarp til laga um kosningalög o.fl. (ýmsar breytingar), 945. mál.

2304053

Erindi frá Sjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis.
Framlagt.

15.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um aðgerðaráætlun í málefnum hönnunar og arkitektúrs fyrir árin 2023-2026, 978. mál.

2305002

Erindi frá Atvinnuveganefnd Alþingis.
Framlagt.

16.Umsögn um frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu), 976. mál.

2305003

Erindi frá Atvinnuveganefnd Alþingis.
Framlagt.

17.Umsögn um frumvarp um breytingar á 133. gr. sveitarstjórnarlaga um íbúakosningar sveitarfélaga.

2305004

Erindi frá Innviðaráðuneyti.
Framlagt.

18.Umsögn um Grænbók, sjálfbært Ísland.

2305008

Erindi frá forsætisráðuneyti.
Framlagt.

19.Umsögn um frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi, 1028. mál.

2305009

Erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.
Framlagt og vísað til Umhverfis-, skipulags, náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar og Mannvirkja- og framkvæmdanefndar.

20.925. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2305005

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.

Fundi slitið - kl. 15:58.

Efni síðunnar