Fara í efni

Mannvirkja- og framkvæmdanefnd

60. fundur 08. maí 2023 kl. 16:00 - 16:35 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Guðjón Jónasson formaður
  • Helga Harðardóttir varaformaður
  • Ómar Örn Kristófersson ritari
  • Róbert Eyvar Ólafsson aðalmaður
  • Einar Engilbert Jóhannesson 1. varamaður
Starfsmenn
  • Hlynur Sigurdórsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Hlynur Sigurdórsson Verkefnastjóri framkvæmda og eigna
Dagskrá
Salvör Lilja Brandsdóttir boðar forföll.

1.Íþróttahús - undirbúningur framkvæmda.

2001042

Tilboð í íþróttahús við Heiðarborg voru opnuð föstudaginn 28. apríl 2023 kl.10. Eitt tilboð barst þ.e. frá GG verk ehf.
Framlagt er tilboð GG verk ehf., í íþróttahúsið við Heiðarborg, að fjárhæð kr. 1.704.634.967 en tilboðið er 41% yfir kostnaðaráætlun hönnuða. Með vísan í grein 0.4.5 um meðferð og mat tilboða í útboðslýsingu íþróttahússins þá áskilur verkkaupi sér rétt til þess að hafna öllum tilboðum sem eru 10% yfir kostnaðaráætlun sem undirbúin var af ráðgjöfum og birt var við opnun tilboða. Einnig er vísað í 82. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 þar sem segir að þá telst tilboð óaðgengilegt ef bjóðandi býður hærra verð en fyrirfram ákveðin fjárhagsáætlun kaupanda gerir ráð fyrir, nema kaupandi hafi áskilið sér rétt til að taka slíku tilboði.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að tilboði GG verk ehf. verði hafnað með vísan til ofangreindra forsenda. Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur jafnframt til við sveitarstjórn að nýta heimild e-liðar 2. mgr. 33. gr. laga nr. 120/2016 og efna til viðræðna við bjóðanda, GG verk ehf., sem uppfyllti hæfiskröfu útboðsskilmálanna.

Fundi slitið - kl. 16:35.

Efni síðunnar