Sveitarstjórn
Dagskrá
1.Sveitarstjórn - 372
2303007F
Fundargerðin framlögð.
2.Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 18
2303008F
Fundargerðin framlögð.
ÓÖK fór yfir helstu atriði fundarins.
ÓÖK fór yfir helstu atriði fundarins.
-
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 18 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemd við framlögð gögn vegna fyrirhugaðra breytinga á starfsemi skotæfingasvæðis á Álfsnesi. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við framlögð gögn vegna fyrirhugaðra breytinga á starfsemi skotæfingasvæðis á Álfsnesi."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 18 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd felur starfsfólki tæknideildar sveitarfélagsins að svara erindinu á grundvelli umræðna um málið og þeirra áherslna sem fram komu í kynningu umhverfisfulltrúa vegna málsins.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
Bókun fundar Námufjélagið ehf. hefur sent Skipulagsstofnun matsáætlun um efnistöku í Gandheimum í Hvalfjarðarsveit. Skipulagsstofnun óskar eftir að gefin verði umsögn um matsáætlun ofangreindrar framkvæmdar skv. 21. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 og 12. gr. reglugerðar nr. 1381/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Í umsögninni þarf eftir því sem við á að koma fram hvort umsagnaraðili hafi athugasemdir við það hvernig framkvæmdaraðili hyggst vinna að umhverfismati framkvæmdarinnar, út frá sínu starfssviði, svo sem um skilgreiningu valkosta, gagnaöflun, úrvinnslu gagna, umhverfismat og framsetningu umhverfismatsskýrslu. Einnig, ef á skortir, hvaða atriðum umsagnaraðili telur að gera þurfi frekari skil eða hafa sérstaklega í huga við umhverfismat framkvæmdarinnar. Leyfisveitendur skulu í umsögn sinni gera grein fyrir þeim leyfum sem eru á starfssviði þeirra og framkvæmdin er háð.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi umsögn:
Ekki er gert ráð fyrir fyrirhuguðu efnistökusvæði í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar, hvorki því sem er í gildi, né nýju (óstaðfestu) aðalskipulagi 2022-2032. Þar kemur fram varðandi stefnu sveitarfélagsins um efnistöku- og efnislosunarsvæði að,"efnistaka verður takmörkuð við núverandi staði til að vernda sem mest lítt raskað land í sveitarfélaginu".
Samkvæmt 5. kafla matsáætlunar, er gert ráð fyrir að taka jarðfræði, ásýnd og vatnafar til umfjöllunar. Hvalfjarðarsveit gerir ekki athugasemdir við það og telur afar brýnt og mikilvægt að í ásýndarkaflanum sé einnig tekið tillit til áhrifa á landslag og sjónræn áhrif fyrirhugaðrar framkvæmdar metin, enda mun áhrifa svæðisins gæta umfram hið eiginlega framkvæmdasvæði. Meta þarf hvar áhrifanna gætir helst og einnig gera grein fyrir því hvernig svæðið mun líta út að lokinni efnistöku og að loknum frágangi. Hvalfjarðarsveit bendir á gerð líkanmynda í því sambandi, ásamt ljósmyndum og kortagögnum. Í nágrenni fyrirhugaðs framkvæmdasvæðis eru friðlýstir jökulgarðar. Þetta eru umfangsmiklir jökulgarðar og bera vitni um jarðfræðisögu svæðisins. Því tekur Hvalfjarðarsveit undir það að jarðfræðingur skoði svæðið m.a. í þeim tilgangi að greina áhrif efnistökunnar á jarðfræði og jarðmyndanir svæðisins (bls. 8). Þá eru vatnsból í grennd við fyrirhugað efnistökusvæði og samkvæmt aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar verða engar framkvæmdir eða starfsemi sem ógnað geta brunnsvæðum leyfðar í nágrenni þeirra.
Í kafla 5.2 er umfjöllun um umhverfisþætti sem ekki verða til umfjöllunar í umhverfismati. Hvalfjarðarsveit óskar eftir nánari rökstuðningi við hvers vegna fuglalíf er ekki hluti af fyrirhuguðu umhverfismati, þar sem fyrirhugað framkvæmdasvæði er í nágrenni við svæði þar sem er mjög auðugt fuglalíf. Í matsáætluninni er ekki fjallað um útivist og ferðamennsku og óskar Hvalfjarðarsveit eftir umfjöllun um þann þátt, þar sem svæðið mun sjást víða að, m.a. frá vinsælum göngu- og útivistarleiðum í Skarðsheiði. Þá liggur reiðleið og/eða göngustígur um svæðið skv. gildandi aðalskipulagi, sem þverar fyrirhugað efnistökusvæði.
Að lokum vill Hvalfjarðarsveit benda á að í Hvalfjarðarsveit eru mörg stór efnistökusvæði. Reynslan hefur sýnt að ónæði getur myndast og kvartanir hafa borist vegna þátta eins og umferðar, foks og hávaða í grennd við slík svæði. Því leggur Hvalfjarðarsveit til að slíkir samfélagslegir þættir séu hluti af matsferlinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 18 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til að lögmanni sveitarfélagsins verði falið að taka til varnar fyrir sveitarfélagið í málinu. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn felur lögmanni sveitarfélagsins að taka til varnar fyrir sveitarfélagið í málinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
3.Menningar- og markaðsnefnd - 39
2303011F
Fundargerðin framlögð.
BSG fór yfir helstu atriði fundarins.
BSG fór yfir helstu atriði fundarins.
-
Menningar- og markaðsnefnd - 39 Fjórar umsóknir bárust um styrk í Menningarsjóð Hvalfjarðarsveitar.
Kirkjukór Saurbæjarprestakalls var með tónleika 24. febrúar sl. og með haustinu er vonast til að geta verið með Gospel tónleika. Kórin biður um styrk í þessi verkefni að upphæð 500.000 kr.
Sumartónleikar Hallgrímskirkju í Saurbæ sækir um 300.000 kr. styrk fyrir tónleikastarfsemi sumarið 2023.
Ravísa ehf biður um styrk að upphæð 217.000 kr. til að vera með tónleika í sundlauginni að Hlöðum á Hvalfjarðardögum.
Foreldrafélag Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar sækir um 400.000 kr. styrk fyrir sumargleði og jólaballi.
Menningar- og markaðsnefnd samþykkir að veita kórnum 200.000 kr. styrk, Sumartónleikum Hallgrímskirkju í Saurbæ 250.000 kr. styrk, Ravísu ehf 100.000 kr. styrk og Foreldrafélagi Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar 200.000 kr. styrk.
Nefndin lýsir ánægju sinni yfir fjölda umsókna.
Nefndin vísar afgreiðslu málsins til sveitarstjórnar.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar við afgreiðslu umsókna í Menningarsjóð og samþykkir sveitarstjórn því að veita kirkjukór Saurbæjarprestakalls 200.000 kr. styrk vegna gospeltónleika, Sumartónleikum Hallgrímskirkju í Saurbæ 250.000 kr. styrk vegna átta sumartónleika, Ravísu ehf. 100.000 kr. styrk vegna tónleika á Hvalfjarðardögum við sundlaugina á Hlöðum og Foreldrafélagi Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar 200.000 kr. styrk vegna sumarhátíðar og jólaskemmtunar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
4.Barnvæn sveitarfélög-Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
2002048
Tilnefning fulltrúa sveitarstjórnar í stýrihóp verkefnisins.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn tilnefnir Andreu Ýr Arnarsdóttur sem fulltrúa sveitarstjórnar í stýrihóp um innleiðingu á verkefninu barnvænt sveitarfélag."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn tilnefnir Andreu Ýr Arnarsdóttur sem fulltrúa sveitarstjórnar í stýrihóp um innleiðingu á verkefninu barnvænt sveitarfélag."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
5.Starf skipulagsfulltrúa
2304007
Framlagt uppsagnarbréf, dags. 31. mars 2023, frá skipulagsfulltrúa, Jökli Helgasyni.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn þakkar Jökli fyrir gott og farsælt samstarf og óskar honum velfarnaðar. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að auglýsa 60% starf skipulagsfulltrúa. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að fela sveitarstjóra, oddvita og varaoddvita sveitarstjórnar að meta umsóknir, taka viðtöl við umsækjendur og leggja fyrir sveitarstjórn tillögu um ráðningu skipulagsfulltrúa hjá Hvalfjarðarsveit."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn þakkar Jökli fyrir gott og farsælt samstarf og óskar honum velfarnaðar. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að auglýsa 60% starf skipulagsfulltrúa. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að fela sveitarstjóra, oddvita og varaoddvita sveitarstjórnar að meta umsóknir, taka viðtöl við umsækjendur og leggja fyrir sveitarstjórn tillögu um ráðningu skipulagsfulltrúa hjá Hvalfjarðarsveit."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
6.Sumarleyfi sveitarstjórnar og lokun skrifstofu Hvalfjarðarsveitar.
2304008
Erindi frá oddvita.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að skrifstofa Hvalfjarðarsveitar verði lokuð frá og með 17. júlí til og með 28. júlí nk. vegna sumarleyfa starfsfólks. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að sveitarstjórnarfundur sem vera ætti þann 26. júlí nk. falli niður vegna sumarleyfis sveitarstjórnar. Fyrsti fundur sveitarstjórnar að afloknu sumarleyfi verður haldinn þann 9. ágúst nk."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn samþykkir að skrifstofa Hvalfjarðarsveitar verði lokuð frá og með 17. júlí til og með 28. júlí nk. vegna sumarleyfa starfsfólks. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að sveitarstjórnarfundur sem vera ætti þann 26. júlí nk. falli niður vegna sumarleyfis sveitarstjórnar. Fyrsti fundur sveitarstjórnar að afloknu sumarleyfi verður haldinn þann 9. ágúst nk."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
7.Reglur Hvalfjarðarsveitar um laun sveitarstjórnarfulltrúa og nefndarmanna.
2204048
Breytingar á reglum vegna lagabreytinga ásamt viðauka.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn samþykkir breytingar á reglum Hvalfjarðarsveitar um laun sveitarstjórnarfulltrúa og nefndarmanna vegna breytinga er gerðar voru þann 1. janúar sl. á lögum um skyldutryggingu og starfsemi lífeyrissjóða nr. 129/1997. Breytingarnar felast í að mótframlag launagreiðanda í lífeyrissjóð skuli vera 11,5% vegna allra launa en fram til þessa hefur verið greitt 8% mótframlag af sveitarstjórnar og nefndarlaunum. Sveitarstjórn samþykkir vegna þess viðauka nr. 6 við fjárhagsáætlun ársins 2023 að fjárhæð kr. 1.130.000.- er skiptist á eftirfarandi deildir: 02001, 04001, 05001, 11001, 21001 og 31090, lykil 1820. Auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Sveitarstjórn samþykkir breytingar á reglum Hvalfjarðarsveitar um laun sveitarstjórnarfulltrúa og nefndarmanna vegna breytinga er gerðar voru þann 1. janúar sl. á lögum um skyldutryggingu og starfsemi lífeyrissjóða nr. 129/1997. Breytingarnar felast í að mótframlag launagreiðanda í lífeyrissjóð skuli vera 11,5% vegna allra launa en fram til þessa hefur verið greitt 8% mótframlag af sveitarstjórnar og nefndarlaunum. Sveitarstjórn samþykkir vegna þess viðauka nr. 6 við fjárhagsáætlun ársins 2023 að fjárhæð kr. 1.130.000.- er skiptist á eftirfarandi deildir: 02001, 04001, 05001, 11001, 21001 og 31090, lykil 1820. Auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
8.Ársreikningur Höfða 2022.
2303051
Erindi frá Höfða hjúkrunar- og dvalarheimili.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti framlagðan ársreikning 2022 fyrir Hjúkrunar- og dvalarheimilið Höfða."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Til máls tók HPO.
"Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti framlagðan ársreikning 2022 fyrir Hjúkrunar- og dvalarheimilið Höfða."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Til máls tók HPO.
9.Staðfestingar til MAST vegna vatnsveitna.
2303054
Erindi frá Friðjóni Guðmundssyni.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir að sveitarfélagið mun ekki leggja vatnsveitu að lögbýlinu Hóli þar sem það þykir ekki rekstrarlega hagkvæmt. Hagkvæmara er að mati sveitarstjórnar að leggja vatnsveitu að einstökum bæjum, sbr. 2. mgr. 1. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga, nr. 32/2004."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
“Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir að sveitarfélagið mun ekki leggja vatnsveitu að lögbýlinu Hóli þar sem það þykir ekki rekstrarlega hagkvæmt. Hagkvæmara er að mati sveitarstjórnar að leggja vatnsveitu að einstökum bæjum, sbr. 2. mgr. 1. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga, nr. 32/2004."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
10.Erindisbréf Hvalfjarðarsveitar.
2206005
Öldungaráð Hvalfjarðarsveitar - tilnefning fulltrúa eldri borgara og fulltrúa Heilsugæslu.
Öldungaráð er skipað sjö fulltrúum, sveitarstjórn hefur nú þegar skipað þrjá fulltrúa og þrjá til vara en það eru:
Aðalfulltrúar:
Andrea Ýr Arnarsdóttir
Helga Jóna Björgvinsdóttir
Helgi Pétur Ottesen
Varafulltrúar:
Sæmundur Rúnar Þorgeirsson
Helga Harðardóttir
Bára Tómasdóttir
Til að fullskipa ráðið þarf nú að skipa þrjá fulltrúa eldri borgara og þrjá til vara auk eins fulltrúa frá Heilsugæslu og eins til vara.
Heilsugæslan hefur tilnefnt Ragnheiði Helgadóttur sem aðalfulltrúa.
Sex framboð hafa borist frá eldri borgurum en þar sem ekki er starfandi félag eldri borgara í sveitarfélaginu var auglýst eftir framboðum og auglýsingin kynnt á opnu húsi í félagsstarfi eldri borgara.
Dregið var úr þeim sex framboðum sem bárust, fyrst var dregið um þrjá fulltrúa og síðan var dregið um þrjá varafulltrúa með eftirfarandi niðurstöðu í þessari röð:
Aðalfulltrúar:
Áskell Þórisson
Jóhanna G. Harðardóttir
Anna G. Torfadóttir
Varafulltrúar:
María L. Kristjánsdóttir
Hannesína Ásgeirsdóttir
Sigrún Sólmundardóttir
Þá er skipan Öldungaráðs Hvalfjarðarsveitar lokið og getur ráðið hafið störf samkvæmt erindisbréfi þess.
Formaður ráðsins í samstarfi við félagsmálastjóra mun fljótlega boða til fyrsta fundar ráðsins.
Oddviti leggur fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að Helgi Pétur Ottesen verði formaður Öldungaráðs Hvalfjarðarsveitar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðalfulltrúar:
Andrea Ýr Arnarsdóttir
Helga Jóna Björgvinsdóttir
Helgi Pétur Ottesen
Varafulltrúar:
Sæmundur Rúnar Þorgeirsson
Helga Harðardóttir
Bára Tómasdóttir
Til að fullskipa ráðið þarf nú að skipa þrjá fulltrúa eldri borgara og þrjá til vara auk eins fulltrúa frá Heilsugæslu og eins til vara.
Heilsugæslan hefur tilnefnt Ragnheiði Helgadóttur sem aðalfulltrúa.
Sex framboð hafa borist frá eldri borgurum en þar sem ekki er starfandi félag eldri borgara í sveitarfélaginu var auglýst eftir framboðum og auglýsingin kynnt á opnu húsi í félagsstarfi eldri borgara.
Dregið var úr þeim sex framboðum sem bárust, fyrst var dregið um þrjá fulltrúa og síðan var dregið um þrjá varafulltrúa með eftirfarandi niðurstöðu í þessari röð:
Aðalfulltrúar:
Áskell Þórisson
Jóhanna G. Harðardóttir
Anna G. Torfadóttir
Varafulltrúar:
María L. Kristjánsdóttir
Hannesína Ásgeirsdóttir
Sigrún Sólmundardóttir
Þá er skipan Öldungaráðs Hvalfjarðarsveitar lokið og getur ráðið hafið störf samkvæmt erindisbréfi þess.
Formaður ráðsins í samstarfi við félagsmálastjóra mun fljótlega boða til fyrsta fundar ráðsins.
Oddviti leggur fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að Helgi Pétur Ottesen verði formaður Öldungaráðs Hvalfjarðarsveitar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
11.Aðalfundur Menntaskóla Borgarfjarðar.
2303053
Aðalfundarboð.
Framlagt.
12.Styrktarsjóður EBÍ 2023.
2304009
Erindi frá Styrktarsjóði EBÍ.
Lagt fram til kynningar.
13.Umsögn um Grænbók, stefna um málefni sveitarfélaga.
1905006
Erindi frá Innviðaráðuneyti.
Framlagt.
14.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjöleignarhús, nr. 26-1994 (gæludýrahald), 80. mál.
2303052
Erindi frá Velferðarnefnd Alþingis.
Lagt fram til kynningar.
15.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um aðgerðaráætlun um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2024-2028, 860. mál.
2304002
Erindi frá Velferðarnefnd Alþingis.
Lagt fram til kynningar.
16.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um landbúnaðarstefnu til ársins 2040, 914. mál.
2304003
Erindi frá Atvinnuveganefnd Alþingis.
Lagt fram til kynningar.
17.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um matvælastefnu til ársins 2040, 915. mál.
2304004
Erindi frá Atvinnuveganefnd Alþingis.
Framlagt.
18.Frístundastefna.
2204059
Fundargerð stýrihóps.
Fundargerðin framlögð.
19.230. fundargerð Faxaflóahafna sf.
2303040
Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.
20.920. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
2303041
Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.
21.Aðalfundur HeV 2023.
2303036
Aðalfundargerð.
Fundargerðin framlögð.
Fundi slitið - kl. 15:40.
Oddviti óskar eftir, með vísan til c.liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi málum á dagskrá:
Mál nr. 2303011F - 39. fundargerð Menningar- og markaðsnefndar. Málið verður nr. 3 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0
Mál nr. 2303055 - Menningarsjóður Hvalfjarðarsveitar 2023. Málið verður nr. 3.1 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0
Mál nr. 2206005 - Erindisbréf Hvalfjarðarsveitar, öldungaráð. Málið verður nr. 10 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0