Menningar- og markaðsnefnd
Dagskrá
1.Menningarsjóður Hvalfjarðarsveitar 2023
2303055
Umsóknir 2023.
2.Hvalfjarðardagar 2023
2210005
Yfirfara verkefnalistann fyrir Hvalfjarðardaga.
Nefndin fór yfir verkefnalistann og er undirbúningur fyrir Hvalfjarðardaga kominn vel á veg.
3.Viðburðir í Hvalfjarðarsveit 2023
2303016
Viðburður um páskana
Menningar- og markaðsnefnd styrkir Skógræktarfélag Skilmannahrepps til að vera með páskaeggjaleit í Álfholtsskógi um páskahelgina. Nefndin þakkar Skógræktarfélagi Skilmannahrepps fyrir að halda utanum viðburðinn og hvetur íbúa til að mæta og eiga góðar samverustundir í skóginum.
4.Merking sögu og merkisstaða
1911013
Lokahönd var lögð á texta fimmta skiltisins og búið er að fá leyfi landeiganda til að setja það niður.
5.Barnvæn sveitarfélög-Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
2002048
Barnvæn sveitarfélög og erindisbréf stýrishóps.
Nefndin er mjög ánægð að sveitarfélagið er að fara af stað í þessa vegferð og hlakkar til að takast á við þetta verkefni.
Fundi slitið - kl. 19:15.
Kirkjukór Saurbæjarprestakalls var með tónleika 24. febrúar sl. og með haustinu er vonast til að geta verið með Gospel tónleika. Kórin biður um styrk í þessi verkefni að upphæð 500.000 kr.
Sumartónleikar Hallgrímskirkju í Saurbæ sækir um 300.000 kr. styrk fyrir tónleikastarfsemi sumarið 2023.
Ravísa ehf biður um styrk að upphæð 217.000 kr. til að vera með tónleika í sundlauginni að Hlöðum á Hvalfjarðardögum.
Foreldrafélag Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar sækir um 400.000 kr. styrk fyrir sumargleði og jólaballi.
Menningar- og markaðsnefnd samþykkir að veita kórnum 200.000 kr. styrk, Sumartónleikum Hallgrímskirkju í Saurbæ 250.000 kr. styrk, Ravísu ehf 100.000 kr. styrk og Foreldrafélagi Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar 200.000 kr. styrk.
Nefndin lýsir ánægju sinni yfir fjölda umsókna.
Nefndin vísar afgreiðslu málsins til sveitarstjórnar.