Sveitarstjórn
Dagskrá
1.Sveitarstjórn - 370
2302006F
Fundargerðin framlögð.
2.Fjölskyldu- og frístundanefnd - 43
2302008F
Fundargerðin framlögð.
HPO fór yfir helstu atriði fundarins.
HPO fór yfir helstu atriði fundarins.
-
Fjölskyldu- og frístundanefnd - 43 Nefndin samþykkir að reglur um félagslega heimaþjónustu séu felldar úr gildi þar sem reglur um stuðnings- og stoðþjónustu eru til staðar. Afgreiðslu málsins er vísað áfram til sveitarstjórnar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn samþykkir að reglur um félagslega heimaþjónustu séu felldar úr gildi þar sem reglur um stuðnings- og stoðþjónustu eru til staðar en þær ná yfir reglurnar sem nú er samþykkt að fella úr gildi.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Fjölskyldu- og frístundanefnd - 43 Nefndin samþykkir breytingar á reglum um stuðningsfjölskyldur í Hvalfjarðarsveit og vísar erindinu áfram til sveitarstjórnar.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn samþykkir framlagðar breytingar á reglum um stuðningsfjölskyldur í Hvalfjarðarsveit."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
3.Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 16
2302007F
Fundargerðin framlögð.
ÓÖK fór yfir helstu atriði fundarins.
ÓÖK fór yfir helstu atriði fundarins.
-
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 16 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við fyrirhugaða breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn samþykkir bókun Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar sem gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 16 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti breytta deiliskipulagstillögu með þeirri breytingu að fram komi í deiliskipulaginu að samþykki sveitarfélagsins þurfi til að heimila breytingu á lóðum / byggingarreitum sbr. ábendingu Skipulagsstofnunar til Eflu verkfræðistofu skv. tölvupósti stofnunarinnar frá 22. febrúar 2023.
Í ljósi þess að nýtingarhlutfall helst áfram óbreytt, leyfilegt byggingarmagn á lóð verður áfram óbreytt, að staðsetning bygginga breytist óverulega, að engar breytingar eru gerðar á greinargerð deiliskipulagsins, að um er að ræða iðnaðarsvæði þar sem nánasta umhverfi er gróf atvinnustarfsemi sem ekki er talin viðkvæm fyrir breytingu á útsýni eða ásýnd, telur USNL-nefnd að áhrif tillögunnar séu óveruleg.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að auglýsa óverulega breytingu á deiliskipulagi vestursvæðis 1 á Grundartanga með áorðnum breytingum, samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt að grenndarkynna meðal aðliggjandi lóðarhafa við Klafastaðaveg.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn tekur undir bókun Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar og samþykkir fyrir sitt leyti breytta deiliskipulagstillögu með þeirri breytingu að fram komi í deiliskipulaginu að samþykki sveitarfélagsins þurfi til að heimila breytingu á lóðum/byggingarreitum sbr. ábendingu Skipulagsstofnunar til Eflu verkfræðistofu skv. tölvupósti stofnunarinnar frá 22. febrúar 2023. Í ljósi þess að nýtingarhlutfall helst áfram óbreytt, leyfilegt byggingarmagn á lóð verður áfram óbreytt, að staðsetning bygginga breytist óverulega, að engar breytingar eru gerðar á greinargerð deiliskipulagsins, að um er að ræða iðnaðarsvæði þar sem nánasta umhverfi er gróf atvinnustarfsemi sem ekki er talin viðkvæm fyrir breytingu á útsýni eða ásýnd, telur USNL-nefnd og sveitarstjórn tekur undir að áhrif tillögunnar séu óveruleg. Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa óverulega breytingu á deiliskipulagi vestursvæðis 1 á Grundartanga með áorðnum breytingum, samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn samþykkir að grenndarkynna deiliskipulagstillöguna meðal aðliggjandi lóðarhafa við Klafastaðaveg."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
4.Ársreikningur Hvalfjarðarsveitar 2022.
2303004
Fyrri umræða.
Ársreikningur vegna ársins 2022 lagður fram til fyrri umræðu.
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2022 námu tæpum 1.258,7mkr. samkvæmt rekstrarreikningi fyrir A og B hluta en þar af námu rekstrartekjur A hluta rúmum 1.247mkr.
Rekstrargjöld sveitarfélagsins á árinu 2022 voru 1.098,4mkr. fyrir A og B hluta en 1.090,1mkr. fyrir A hluta. Fjármagnsliðir námu 122,8mkr. og aðrar tekjur og gjöld voru 1,7mkr.
Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt ársreikningi A og B hluta var jákvæð um 284,9mkr. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2022 nam 3.875,7mkr. samkvæmt efnahagsreikningi. Veltufé frá rekstri var 26,32%, veltufjárhlutfall 9,38% og eiginfjárhlutfall 96%.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa ársreikningi vegna ársins 2022 til síðari umræðu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Til máls tók LBP.
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2022 námu tæpum 1.258,7mkr. samkvæmt rekstrarreikningi fyrir A og B hluta en þar af námu rekstrartekjur A hluta rúmum 1.247mkr.
Rekstrargjöld sveitarfélagsins á árinu 2022 voru 1.098,4mkr. fyrir A og B hluta en 1.090,1mkr. fyrir A hluta. Fjármagnsliðir námu 122,8mkr. og aðrar tekjur og gjöld voru 1,7mkr.
Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt ársreikningi A og B hluta var jákvæð um 284,9mkr. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2022 nam 3.875,7mkr. samkvæmt efnahagsreikningi. Veltufé frá rekstri var 26,32%, veltufjárhlutfall 9,38% og eiginfjárhlutfall 96%.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa ársreikningi vegna ársins 2022 til síðari umræðu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Til máls tók LBP.
5.Erindisbréf Hvalfjarðarsveitar.
2206005
Erindisbréf Öldungaráðs og skipun ráðsins.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagt erindisbréf fyrir Öldungaráð Hvalfjarðarsveitar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Öldungaráð skal skipað sjö fulltrúum, þar af skulu þrír fulltrúar og þrír til vara kosnir af sveitarstjórn.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Skipan þriggja fulltrúa sveitarstjórnar í Öldungaráð Hvalfjarðarsveitar er eftirfarandi:
Aðalmenn:
Andrea Ýr Arnarsdóttir
Helga Jóna Björgvinsdóttir
Helgi Pétur Ottesen
Varamenn:
Sæmundur Rúnar Þorgeirsson
Helga Harðardóttir
Bára Tómasdóttir"
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn samþykkir framlagt erindisbréf fyrir Öldungaráð Hvalfjarðarsveitar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Öldungaráð skal skipað sjö fulltrúum, þar af skulu þrír fulltrúar og þrír til vara kosnir af sveitarstjórn.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Skipan þriggja fulltrúa sveitarstjórnar í Öldungaráð Hvalfjarðarsveitar er eftirfarandi:
Aðalmenn:
Andrea Ýr Arnarsdóttir
Helga Jóna Björgvinsdóttir
Helgi Pétur Ottesen
Varamenn:
Sæmundur Rúnar Þorgeirsson
Helga Harðardóttir
Bára Tómasdóttir"
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
6.Breytt tímasetning næsta sveitarstjórnarfundar.
2303014
Erindi frá oddvita.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að næsti fundur sveitarstjórnar sem haldinn verður miðvikudaginn 22. mars nk. og hefjast ætti kl. 15, sbr. ákvörðun sveitarstjórnar í upphafi kjörtímabils, verði seinkað og hefjist ekki fyrr en kl. 17 þann dag. Ástæðan er aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem fram fer á Hótel Hamri, Borgarnesi, miðvikudaginn 22. mars 2023. Sama dag verða einnig aðalfundir Starfsendurhæfingar Vesturlands, Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands, Heilbrigðisnefndar Vesturlands og Sorpurðunar Vesturlands. Hluti sveitarstjórnar ásamt sveitarstjóra munu sitja þá fundaröð, fyrsti fundur hefst klukkan 9:30 og sá síðasti klukkan 14:00."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn samþykkir að næsti fundur sveitarstjórnar sem haldinn verður miðvikudaginn 22. mars nk. og hefjast ætti kl. 15, sbr. ákvörðun sveitarstjórnar í upphafi kjörtímabils, verði seinkað og hefjist ekki fyrr en kl. 17 þann dag. Ástæðan er aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem fram fer á Hótel Hamri, Borgarnesi, miðvikudaginn 22. mars 2023. Sama dag verða einnig aðalfundir Starfsendurhæfingar Vesturlands, Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands, Heilbrigðisnefndar Vesturlands og Sorpurðunar Vesturlands. Hluti sveitarstjórnar ásamt sveitarstjóra munu sitja þá fundaröð, fyrsti fundur hefst klukkan 9:30 og sá síðasti klukkan 14:00."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
7.Betri vinnutími kennara.
2303007
Erindi frá starfshópi Heiðarskóla.
Samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara styttist vinnutími kennara frá og með 1. ágúst 2022 til og með 31. júlí 2023 sem nemur 13 mínútum á dag miðað við 40 stunda vinnuviku að jafnaði yfir árið.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn samþykkir framlagða tillögu að styttingu vinnutíma kennara."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn samþykkir framlagða tillögu að styttingu vinnutíma kennara."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
8.Barnvæn sveitarfélög-Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
2002048
Verkefna- og kostnaðaráætlun.
Barnvæn sveitarfélög er verkefni sem styður sveitarfélög við að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í alla sína stjórnsýslu og starfsemi.
Að sveitarfélag innleiði Barnasáttmálann þýðir að það samþykki að nota sáttmálann sem viðmið í sínu starfi og að forsendur sáttmálans gangi sem rauður þráður gegnum starfsemi þess.
Líkja má innleiðingunni við að starfsmenn og stjórnmálamenn sveitarfélagsins setji upp „barnaréttindagleraugu“ og rýni og skoði verk- og ákvarðanaferla með hliðsjón af sáttmálanum. Sáttmálinn er þannig nýttur sem gæðastjórnunarverkfæri í stefnumótun og þjónustu með tilliti til barna.
Kynning á verkefninu hefur farið fram innan sveitarfélagsins og var verkefnið kynnt sérstaklega fyrir Ungmennaráði og það haft með í ráðum við ákvarðanatöku um þátttöku í verkefninu.
Kostnaðar- og verkefnaáætlun er framlögð, samantekin kostnaðaráætlun fyrir árið 2023 er eftirfarandi: Framlag til UNICEF kr. 500.000, laun stýrihóps kr. 600.000 og aðkeypt þjónusta kr. 200.000 eða samtals kr. 1.300.000.
Verkefnaáætlun fyrir árið 2023 felur í sér að haldnir verði fimm fundir hjá stýrihópnum, Barnaþing á milli fjórða og fimmta fundar stýrihóps.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að taka þátt í verkefninu "Barnvænt sveitarfélag" og felur sveitarstjóra að undirrita samning við UNICEF á Íslandi og Félagsmálaráðuneytið. Sveitarstjórn tilnefnir félagsmálastjóra sem umsjónarmann verkefnisins auk þess sem samþykkt er að unnið verði erindisbréf fyrir stýrihóp verkefnisins og það verði lagt fyrir á næsta fundi sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir vegna þessa viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun ársins 2023 vegna þátttöku í verkefninu Barnvænt sveitarfélag. Kostnaðurinn færist á deild 02030 Barnvænt sveitarfélag og bókhaldslykla 1610, nefndarlaun, 1810 og 1820, launatengd gjöld, lykil 4980, aðkeypt þjónusta og 5946, framlög til félagasamtaka. Auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á liðnum óviss útgjöld, deild 21085 og lykli 5971."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Að sveitarfélag innleiði Barnasáttmálann þýðir að það samþykki að nota sáttmálann sem viðmið í sínu starfi og að forsendur sáttmálans gangi sem rauður þráður gegnum starfsemi þess.
Líkja má innleiðingunni við að starfsmenn og stjórnmálamenn sveitarfélagsins setji upp „barnaréttindagleraugu“ og rýni og skoði verk- og ákvarðanaferla með hliðsjón af sáttmálanum. Sáttmálinn er þannig nýttur sem gæðastjórnunarverkfæri í stefnumótun og þjónustu með tilliti til barna.
Kynning á verkefninu hefur farið fram innan sveitarfélagsins og var verkefnið kynnt sérstaklega fyrir Ungmennaráði og það haft með í ráðum við ákvarðanatöku um þátttöku í verkefninu.
Kostnaðar- og verkefnaáætlun er framlögð, samantekin kostnaðaráætlun fyrir árið 2023 er eftirfarandi: Framlag til UNICEF kr. 500.000, laun stýrihóps kr. 600.000 og aðkeypt þjónusta kr. 200.000 eða samtals kr. 1.300.000.
Verkefnaáætlun fyrir árið 2023 felur í sér að haldnir verði fimm fundir hjá stýrihópnum, Barnaþing á milli fjórða og fimmta fundar stýrihóps.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að taka þátt í verkefninu "Barnvænt sveitarfélag" og felur sveitarstjóra að undirrita samning við UNICEF á Íslandi og Félagsmálaráðuneytið. Sveitarstjórn tilnefnir félagsmálastjóra sem umsjónarmann verkefnisins auk þess sem samþykkt er að unnið verði erindisbréf fyrir stýrihóp verkefnisins og það verði lagt fyrir á næsta fundi sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir vegna þessa viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun ársins 2023 vegna þátttöku í verkefninu Barnvænt sveitarfélag. Kostnaðurinn færist á deild 02030 Barnvænt sveitarfélag og bókhaldslykla 1610, nefndarlaun, 1810 og 1820, launatengd gjöld, lykil 4980, aðkeypt þjónusta og 5946, framlög til félagasamtaka. Auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á liðnum óviss útgjöld, deild 21085 og lykli 5971."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
9.Aðalfundur SSV árið 2023.
2302028
Aðalfundarboð.
Aðalfundur SSV verður haldinn miðvikudaginn 22. mars nk. á Hótel Hamri. Sama dag eru jafnframt aðalfundir Starfsendurhæfingar Vesturlands, Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands, Heilbrigðisnefndar Vesturlands og Sorpurðunar Vesturlands.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fulltrúar Hvalfjarðarsveitar á aðalfundi SSV verði Andrea Ýr Arnarsdóttir og Birkir Snær Guðlaugsson og til vara Helga Harðardóttir og Ómar Örn Kristófersson.
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að sveitarstjóri fari með atkvæðisrétt Hvalfjarðarsveitar á aðalfundi Heilbrigðisnefndar Vesturlands.
Aðalfundur SSV fellur undir reglur sveitarstjórnar og ákvörðun sveitarstjórnar um fundi eða ráðstefnur utan Hvalfjarðarsveitar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fulltrúar Hvalfjarðarsveitar á aðalfundi SSV verði Andrea Ýr Arnarsdóttir og Birkir Snær Guðlaugsson og til vara Helga Harðardóttir og Ómar Örn Kristófersson.
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að sveitarstjóri fari með atkvæðisrétt Hvalfjarðarsveitar á aðalfundi Heilbrigðisnefndar Vesturlands.
Aðalfundur SSV fellur undir reglur sveitarstjórnar og ákvörðun sveitarstjórnar um fundi eða ráðstefnur utan Hvalfjarðarsveitar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
10.Aðalfundur Sorpurðunar Vesturlands hf.
2303013
Aðalfundarboð.
Aðalfundar Sorpurðunar Vesturlands hf. verður haldinn miðvikudaginn 22. mars nk. kl. 13 á Hótel Hamri, Borgarbyggð.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að sveitarstjóri fari með atkvæðisrétt Hvalfjarðarsveitar á aðalfundi Sorpurðunar Vesturlands hf."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að sveitarstjóri fari með atkvæðisrétt Hvalfjarðarsveitar á aðalfundi Sorpurðunar Vesturlands hf."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
11.Samþykkt um stjórn fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps.
2303011
Erindi frá stjórn fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar í Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar í Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
12.Endurskoðun fjallskilasamþykktar nr. 683-2015 og nr. 714-2015.
2303012
Erindi frá stjórn fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvaljarðarsveitar og Skorradalshrepps.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar í Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar í Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
13.Sveitarfélagaskólinn.
2205035
Framhaldsnámskeið.
Lagt fram til kynningar.
14.Bókun stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.
2302026
Erindi frá stjórn Samtaka orkusveitarfélaga.
Erindi frá stjórn Samtaka orkusveitarfélaga lagt fram til kynningar.
15.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um innleiðingu lýðheilsumats í íslenska löggjöf, 25. mál.
2303001
Erindi frá Velferðarnefnd Alþingis.
Erindi frá Velferðarnefnd Alþingis lagt fram til kynningar.
16.919. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
2303005
Fundargerð.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
17.14. fundur stjórnar fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps.
2303010
Fundargerð.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 15:30.
Oddviti óskar eftir, með vísan til c.liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi málum á dagskrá:
Mál nr. 2303014 - Breytt tímasetning næsta sveitarstjórnarfundar. Málið verður nr. 6 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0
Mál nr. 2303013 - Aðalfundur Sorpurðunar Vesturlands hf. Málið verður nr. 10 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0
Mál nr. 2303011 - Samþykkt um stjórn fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps. Málið verður nr. 11 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0
Mál nr. 2303012 - Endurskoðun fjallskilasamþykktar nr.683/2015 og nr. 714/2015. Málið verður nr. 12 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0
Mál nr. 2303010 - 14. fundur stjórnar fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps. Málið verður nr. 17 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0