Fara í efni

Fjölskyldu- og frístundanefnd

43. fundur 02. mars 2023 kl. 16:30 - 18:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Ásta Jóna Ásmundsdóttir formaður
  • Helgi Pétur Ottesen varaformaður
  • Inga María Sigurðardóttir ritari
  • Ásdís Björg Björgvinsdóttir aðalmaður
  • Marie Greve Rasmussen aðalmaður
Starfsmenn
  • Elín Thelma Róbertsdóttir embættismaður
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Elín Thelma Róbertsdóttir Félagsmálastjóri
Dagskrá
Formaður óskar eftir með vísan til c. liðar 16.gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi málum á dagskrá.
Trúnaðarmál nr. 1908023 og 2303002
Frístundastefna nr. 2204059, Vinnuskóli nr. 2303003 og Heiðarborg nr. 2110004
Málin verða nr. 4, 5, 9, 14 og 15 á dagskrá verða þau samþykkt.
Samþykkt 5:0

1.Trúnaðarmál

2010017

Málsnr. 2206002
Fært í trúnaðarbók.

2.Trúnaðarmál

2010017

Málsnr. 2103006
Fært í trúnaðarbók.

3.Trúnaðarmál

2010017

Málsnr. 2103141 og 2103140
Fært í trúnaðarbók.

4.Trúnaðarmál

2010017

Málsnr. 1908023
Fært í trúnaðarbók.

5.Trúnaðarmál

2010017

Málsnr. 2303002
Fært í trúnaðarbók.

6.Erindisbréf Hvalfjarðarsveitar.

2206005

Erindisbréf öldungaráðs.
Nefndin samþykkir erindisbréf öldungaráðs.

7.Heimaþjónusta aldraðra

2004020

Reglur um félaglega heimaþjónustu felldar úr gildi.
Nefndin samþykkir að reglur um félagslega heimaþjónustu séu felldar úr gildi þar sem reglur um stuðnings- og stoðþjónustu eru til staðar. Afgreiðslu málsins er vísað áfram til sveitarstjórnar.

8.Reglur Hvalfjarðarsveitar um stuðningsfjölskyldur

2105051

Breytingar á reglum um stuðningsfjölskyldur.
Nefndin samþykkir breytingar á reglum um stuðningsfjölskyldur í Hvalfjarðarsveit og vísar erindinu áfram til sveitarstjórnar.

9.Frístundastefna.

2204059

Frístundastefna-drög.
Drög að frístundastefnu Hvalfjarðarsveitar lögð fram til kynningar.

10.Stafræn fjárhagsaðstoð

2206026

Stafræn fjárhagsaðstoð.
Vinnslusamningur á milli Hvalfjarðarsveitar og Sambands íslenskra sveitarfélaga lagður fram til kynningar. Stafræn fjárhagsaðstoð var tekin í notkun í Hvalfjarðarsveit í febrúar 2023.

11.Reglur um styrki til náms, verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks með langvarandi stuðningsþarfir

2302038

Kynning á reglugerð um styrki til náms, verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks með langvarandi stuðningsþarfir.
Nefndin felur félagsmálastjóra að gera drög að reglum um styrki til náms, verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks með langvarandi stuðningsþarfir í Hvalfjarðarsveit.

12.Samstarf við Hvalfjarðarsveit.

2211025

Fræðsluerindi frá ADHD samtökunum.
ADHD samtökin verða með fræðsluerindi fyrir starfsfólk leik- og grunnskólans í Hvalfjarðarsveit 13. apríl nk. Í framhaldi af því erindi verður fræðsluerindi fyrir foreldra barna í Hvalfjarðarsveit.

13.NPA samningar.

2302034

Bréf frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu vegna NPA samninga.
Bréf vegna fjölgunar NPA samninga á árinu 2023 lagt fram til kynningar.

14.Vinnuskólinn 2023

2303003

Fara yfir skipulag og starfsmannamál fyrir Vinnuskólann sumarið 2023.
Skipulag, launa- og starfsmannamál vegna Vinnuskólans fyrir sumarið 2023 var lagt fram til kynningar.

15.Íþróttamiðstöðin Heiðarborg

2110004

Beiðni um afnot af íþróttasal-verkferlar.
Nefndin leggur til að frístunda- og menningarfulltrúi vinni drög að verklagsreglum varðandi afnot af íþróttasal.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Efni síðunnar