Fara í efni

Sveitarstjórn

368. fundur 25. janúar 2023 kl. 15:03 - 15:25 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Andrea Ýr Arnarsdóttir oddviti
  • Helga Harðardóttir varaoddviti
  • Helgi Pétur Ottesen ritari
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir vararitari
  • Birkir Snær Guðlaugsson aðalmaður
  • Inga María Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ómar Örn Kristófersson aðalmaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

1.Sveitarstjórn - 367

2301002F

Fundargerðin framlögð.

2.Ungmennaráð Hvalfjarðarsveitar - 10

2211003F

Fundargerðin framlögð.

3.Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 13

2301003F

Fundargerðin framlögð.
HH fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 13 Í aðalskipulagi 2020-2032 er ekki gert ráð fyrir friðun lands á þessu svæði og myndi því þurfa aðalskipulagsbreytingu til verði friðunin samþykkt.

    Hinsvegar vísar nefndin til minnisblaðs dags. 16.01.2023 frá Eflu Verkfræðistofu vegna málsins.
    Í minnisblaðinu er m.a. lýsing á því hvernig fyrirhuguð áform um stækkun friðlandsins, samræmast aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032, en þar segir m.a.:

    "Svæðið sjálft sem möguleg friðlýsing myndi ná til er að hluta til strandsvæði ST2 og ST3, sem fylgir strandlengjunni. Einnig er svæðið skilgreint sem hverfisverndarsvæði (HV2) og er skilgreint að hluta til sem önnur náttúruvernd. Beggja vegna við ósinn er landbúnaðarland L2 og norðan hans er einnig reiðleið að ósnum.
    Almennir skilmálar gilda um svæðið, sbr. ákvæði aðalskipulags fyrir viðkomandi svæði og einnig ákvæði um stakar framkvæmdir.
    Grunnafjörður sjálfur og ósinn er friðlýstur FS1.
    Innan strandsvæðis- og hverfisverndarsvæðisins er einungis heimild til mannvirkjagerðar til að bæta aðgengi til útivistar eða vegna rannsókna. Heimilt er að fara í bakkavarnir til að verjast ágangi sjávar.
    Innan svæðisins er raflína, Vatnshamralína 2 sem gert er ráð fyrir að verði fjarlægð sem loftlína og lögð í jörð."
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    “Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fresta afgreiðslu málsins og er oddvita falið að óska eftir fundi með skipulagsfulltrúa og umhverfisfulltrúa."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 13 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar og landbúnaðarnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við fyrirhugaðar framkvæmdir enda verði sótt um framkvæmdaleyfi vegna þeirra og aflað umsagna lögbundinna aðila vegna þeirra.
    Í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2023 er ekki gert ráð fyrir kostnaðarhlutdeild sveitarfélagsins vegna fyrirhugaðra framkvæmda og gerð viðauka við fjárhagsáætlun því nauðsynleg komi til framkvæmdanna.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    “Sveitarstjórn tekur undir bókun nefndarinnar og gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við fyrirhugaðar framkvæmdir enda verði sótt um framkvæmdaleyfi vegna þeirra og aflað umsagna lögbundinna aðila vegna þeirra.
    Sveitarstjórn samþykkir kostnaðarhlutdeild sveitarfélagsins vegna fyrirhugaðra framkvæmda og viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun ársins 2023 að fjárhæð kr. 2.000.000.- á deild 07044, lykil 4980 en auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á óvissum útgjöldum, deild 21085, lykli 5971."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.

    Elín Ósk Gunnarsdóttir vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins.

4.Fræðslunefnd - 46

2301004F

Fundargerðin framlögð.
IMS fór yfir helstu atriði fundarins.

5.Beiðni um endurgjaldslaus afnot af Miðgarði vegna þorrablóts.

2301021

Erindi frá Ungmennafélaginu Þröstum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að veita Ungmennafélaginu Þröstum endurgjaldslaus afnot af félagsheimilinu Miðgarði laugardaginn 18. febrúar nk. vegna þorrablóts félagsins. Afnotin verði bókuð til tekna á félagsheimilið og til gjalda á styrkveitingu til menningarmála."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Beiðni um endurgjaldslaus afnot af Miðgarði vegna þorrablóts.

2301020

Erindi frá Ungmenna- og íþróttafélagi Hvalfjarðarsveitar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að veita Ungmenna- og íþróttafélagi Hvalfjarðarsveitar endurgjaldslaus afnot af félagsheimilinu Miðgarði laugardaginn 28. janúar nk. vegna Þorrablóts félagsins. Afnotin verði bókuð til tekna á félagsheimilið og til gjalda á styrkveitingu til menningarmála."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum.

Inga María Sigurðardóttir og Birkir Snær Guðlaugsson viku af fundi undir umræðu og afgreiðslu málsins.

7.Umsagnarbeiðni- Þorrablót í Miðgarði.

2301026

Erindi frá Sýslumanninum á Vesturlandi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfisins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Beiðni um styrk vegna starfsmannaferða starfsfólks Heiðarskóla og Skýjaborgar vorið 2023.

2212018

Málinu var frestað á 365. sveitarstjórnarfundi.
Frá því málið var tekið fyrir á 365. sveitarstjórnarfundi hefur Skýjaborg óskað eftir að afgreiðslu þeirrar styrkumsóknar verði frestað.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að verða við beiðni Heiðarskóla um styrk til náms- og starfsmannaferðar til Berlínar í júníbyrjun 2023. Styrkveiting er samþykkt að fjárhæð kr. 20.000.- á hvern almennan starfsmann en samtals eru 10 almennir starfsmenn í Heiðarskóla skráðir í ferðina og heildarstyrkveiting til skólans því að fjárhæð kr. 200.000.-. Sveitarstjórn samþykkir vegna þessa viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun ársins 2023 að fjárhæð kr. 200.000.- á deild 04022, lykil 4980 en auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á óvissum útgjöldum, deild 21085, lykli 5971."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Akrakot.

2301005

Erindi tekið fyrir að nýju vegna beiðni um skrifleg svör.
Sveitarstjórn átti fund með eiganda og ráðgjafa hans mánudaginn 16. janúar 2023.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Að loknum fundi með eiganda og ráðgjafa þar sem m.a. var óskað eftir skriflegum svörum sveitarstjórnar við spurningum sem fram komu í bréfi landeigenda dagsett 20. desember sl., samþykkir sveitarstjórn eftirfarandi:

A.Er ekki sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að láta gullið tækifæri fram hjá sér fara hvað varðar möguleika til aukins samstarfs við Akraneskaupstað um þjónustu við börn á grunnskólaaldri?

Svar sveitarstjórnar:
Sveitarfélögin hafa um langa hríð átt í góðu og farsælu samstarfi um ólík verkefni og líkt og áður er sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tilbúin til samtals um hverskyns verkefni og aukið samstarf sem skynsamlegt er og leitt getur til hagræðingar og ávinnings fyrir bæði sveitarfélög og trúir því að Akraneskaupstaður sé það einnig, nú sem fyrr, óháð færslu sveitarfélagamarka.


B.Hyggst Hvalfjarðarsveit skipuleggja þéttbýlissvæði á landi okkar landeigenda Akrakots?

Svar sveitarstjórnar:
Land í einkaeigu er ekki skipulagt nema að frumkvæði og beiðni eiganda.


C.Hefur Hvalfjarðarsveit metið kostnað við slíkt skipulag og/eða þjónustu vegna þess?

Svar sveitarstjórnar:
Hvalfjarðarsveit hefur ekki metið kostnað við slíkt skipulag eða þjónustu, enda engin beiðni um breytt skipulag svæðisins verið send til umfjöllunar hjá sveitarfélaginu.


D.Hyggst sveitarstjórn skipuleggja svæðið á annan hátt og hvaða tímarammi er á því?

Svar sveitarstjórnar:
Vísað er til svars B liðar.


E.Var beiðni Akraneskaupstaðar skoðuð til hlítar áður en hún var afgreidd? Hefur t.d. verið lagt mat á kosti þess og galla að samþykkja beiðni Akraneskaupstaðar t.d. hverjar eru meintar tapaðar tekjur (sbr. bókun sveitarfélagsins), hver sparnaður vegna hagræðingar væri eða fjárhagslegt eða félagslegt gildi mögulegrar þjónustu skv. boði Akraneskaupstaðar.

Svar sveitarstjórnar:
Frá því málið kom til umfjöllunar hjá Hvalfjarðarsveit hefur mjög mikil vinna og tími verið lagður í skoðun þess. Hafa verið haldnir tveir fundir með fulltrúum Akraneskaupstaðar, málin lögð til umfjöllunar í nefndum, leitað eftir álitum lögmanna, verðmöt fengin og málið skoðað út frá mismunandi hliðum og sjónarmiðum.

F.Við systkinin höfum á tilfinningunni að þessi ákvörðun sé lituð af einhverjum öðrum eldri samskiptum við Akraneskaupstað frekar en þessari afmörkuðu beiðni. Er þessi tilfinning okkar rétt?

Svar sveitarstjórnar:
Ákvarðanataka um færslu sveitarfélagamarka er ekki léttvæg ákvörðun og byggir sveitarstjórn hana á málefnalegum grunni, eingöngu á hagsmunum Hvalfjarðarsveitar enda um að ræða óafturkræfa aðgerð og stefnumarkandi til framtíðar.


G.Vill Hvalfjarðarsveit festa kaup á landinu á sama verði og Akraneskaupstaður hefur boðið?

Svar sveitarstjórnar:
Sveitarstjórn hefur ekki tekið þá umræðu, enda hefur formlegt erindi um slíkt ekki borist sveitarfélaginu. Umræða og ákvarðanataka um málið yrði, líkt og um öll önnur mál er varða sveitarfélagið, að fara í formlegt ferli hjá sveitarfélaginu áður en afstaða væri tekin til þess."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, BSG og ÁH sátu hjá.

Helgi Pétur Ottesen vék af fundi undir umræðu og afgreiðslu málsins og Ása Hólmarsdóttir, varafulltrúi, sat fundinn undir þessum lið í hans stað.

10.Þjónustustig sveitarfélags fjarri stærstu byggðakjörnum.

2301016

Erindi frá Innviðaráðuneyti.
Lagt fram til kynningar.

11.Frístundastefna.

2204059

Fundargerð stýrihóps.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:25.

Efni síðunnar