Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd
Dagskrá
1.Ósk um stækkun friðlands í Grunnafirði
2212037
Erindi dags. 14.12.2022 frá Umhverfisstofnun.
Þann 20. nóvember 2022 barst Umhverfisstofnun erindi landeigenda þriggja jarða við Grunnafjörð þar sem óskað var eftir stækkun friðlandsins í Grunnafirði í Hvalfjarðarsveit.
Umhverfisstofnun óskar eftir afstöðu sveitarfélagsins til mögulegrar stækkunar friðlandsins og hvort umrædd stækkun sé í samræmi við skipulagsáform á svæðinu.
Á síðasta fundi nefndarinnar þann 4. janúar sl., var afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar til að afla mætti frekari gagna í málinu.
Óskaði skipulagsfulltrúi þann 6. janúar sl. eftir minnisblaði frá Eflu Verkfræðistofu vegna málsins.
Þann 20. nóvember 2022 barst Umhverfisstofnun erindi landeigenda þriggja jarða við Grunnafjörð þar sem óskað var eftir stækkun friðlandsins í Grunnafirði í Hvalfjarðarsveit.
Umhverfisstofnun óskar eftir afstöðu sveitarfélagsins til mögulegrar stækkunar friðlandsins og hvort umrædd stækkun sé í samræmi við skipulagsáform á svæðinu.
Á síðasta fundi nefndarinnar þann 4. janúar sl., var afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar til að afla mætti frekari gagna í málinu.
Óskaði skipulagsfulltrúi þann 6. janúar sl. eftir minnisblaði frá Eflu Verkfræðistofu vegna málsins.
2.Fjárveiting til sjóvarna 2023.
2301014
Erindi dags. 10.01.2023 frá Vegagerðinni.
Fram kemur að skv. vinnuskjali sem Vegagerðin vinnur eftir, með samþykki Samgönguráðuneytisins, sé gert ráð fyrir að hefja nýframkvæmd við sjóvörn við Belgsholt á árinu 2023.
Það er ósk Vegagerðarinnar að fjallað verði um þessar framkvæmdir og stofnuninni sent samþykki eða athugasemdir vegna þeirra.
Einnig er óskað eftir staðfestingu á að gert sé ráð fyrir kostnaði sveitarfélagsins vegna 12,5 % hlutdeildar í framkvæmdakostnaði, í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.
Fram kemur að skv. vinnuskjali sem Vegagerðin vinnur eftir, með samþykki Samgönguráðuneytisins, sé gert ráð fyrir að hefja nýframkvæmd við sjóvörn við Belgsholt á árinu 2023.
Það er ósk Vegagerðarinnar að fjallað verði um þessar framkvæmdir og stofnuninni sent samþykki eða athugasemdir vegna þeirra.
Einnig er óskað eftir staðfestingu á að gert sé ráð fyrir kostnaði sveitarfélagsins vegna 12,5 % hlutdeildar í framkvæmdakostnaði, í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar og landbúnaðarnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við fyrirhugaðar framkvæmdir enda verði sótt um framkvæmdaleyfi vegna þeirra og aflað umsagna lögbundinna aðila vegna þeirra.
Í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2023 er ekki gert ráð fyrir kostnaðarhlutdeild sveitarfélagsins vegna fyrirhugaðra framkvæmda og gerð viðauka við fjárhagsáætlun því nauðsynleg komi til framkvæmdanna.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
Í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2023 er ekki gert ráð fyrir kostnaðarhlutdeild sveitarfélagsins vegna fyrirhugaðra framkvæmda og gerð viðauka við fjárhagsáætlun því nauðsynleg komi til framkvæmdanna.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
3.Grundartangi, Vestursvæði 1 deiliskipulagsbreyting.
2301015
Ósk um óverulega breytingu á deiliskipulagi iðnaðar- og hafnarsvæðis á Grundartanga, vestursvæði.
Gildandi deiliskipulag, greinargerð og uppdráttur er dagsett í nóvember 2007 og var samþykkt í sveitarstjórn þann 13.11.2007. Gerðar hafa verið 7 breytingar á deiliskipulaginu frá því það var staðfest.
Nýjasta breytingin nær yfir það svæði sem hér er til umfjöllunar, sem eru lóðir 5, 7, og 9 við Klafastaðaveg, var samþykkt/staðfest 23.02.2021 en heiti breytingarinnar er „Útvíkkun efnislosunarsvæði, flæðigryfju, lóðastærðir leiðréttar og lóðum við Tanga- og Klafastaðaveg skipt upp“.
Fyrirhuguð er uppbygging á lóðum 5, 7 og 9 við Klafastaðaveg á vegum eins framkvæmdaaðila sem hyggst nýta lóðirnar fyrir hafnsækna starfsemi. Gert er ráð fyrir að flutningar milli lóða og hafnarkants séu með flutningabílum til að byrja með, en til framtíðar er áformað að flutningaleið verði milli hafnarkants og lóðar með færiböndum um athafnasvæði hafnarinnar og hafnarbakkasvæði. Tilhögun þeirra verður í samræmi við starfsleyfi en sambærileg færibönd eru víða nýtt á svæðinu til lestunar og losunar skipa.
Á lóðunum nr. 5, 7, og 9 eru þrír byggingarreitir sem þykir óhentugt fyrir þá uppbyggingu sem framkvæmdaraðili áformar á lóðinni. Nauðsynlegt þykir að sameina byggingarreiti til að auka nýtingarmöguleika lóðanna.
Í gildandi skipulagi er afmörkuð lóð fyrir spennistöð í jaðri lóðar við Klafastaðaveg nr. 7 og 9. Út frá áætlunum um tilhögun á lóðunum er nú talið hentugra að staðsetja spennistöðina innan lóðar nr. 7 við Klafastaðaveg en endanleg staðsetning er ekki fastsett.
Deiliskipulagsbreyting þessi takmarkast við lóðirnar Klafastaðaveg nr. 5, 7, og 9.
Breytingin felur í sér :
- Byggingarreitir eru sameinaðir en nýtingarhlutfall er óbreytt 0,6. Leyfilegt byggingarmagn á lóð er óbreytt. Staðsetning bygginga breytist óverulega.
- Lóð fyrir spennistöð færist til og staðsetning hennar verður leiðbeinandi.
- Heimilt er að sameina lóðirnar 5, 7 og 9 ef þurfa þykir án þess að breyta þurfi deiliskipulagi þessu.
Engar breytingar eru gerðar á greinargerð deiliskipulags og eldri skilmálar gilda því að öðru leyti.
Gildandi deiliskipulag, greinargerð og uppdráttur er dagsett í nóvember 2007 og var samþykkt í sveitarstjórn þann 13.11.2007. Gerðar hafa verið 7 breytingar á deiliskipulaginu frá því það var staðfest.
Nýjasta breytingin nær yfir það svæði sem hér er til umfjöllunar, sem eru lóðir 5, 7, og 9 við Klafastaðaveg, var samþykkt/staðfest 23.02.2021 en heiti breytingarinnar er „Útvíkkun efnislosunarsvæði, flæðigryfju, lóðastærðir leiðréttar og lóðum við Tanga- og Klafastaðaveg skipt upp“.
Fyrirhuguð er uppbygging á lóðum 5, 7 og 9 við Klafastaðaveg á vegum eins framkvæmdaaðila sem hyggst nýta lóðirnar fyrir hafnsækna starfsemi. Gert er ráð fyrir að flutningar milli lóða og hafnarkants séu með flutningabílum til að byrja með, en til framtíðar er áformað að flutningaleið verði milli hafnarkants og lóðar með færiböndum um athafnasvæði hafnarinnar og hafnarbakkasvæði. Tilhögun þeirra verður í samræmi við starfsleyfi en sambærileg færibönd eru víða nýtt á svæðinu til lestunar og losunar skipa.
Á lóðunum nr. 5, 7, og 9 eru þrír byggingarreitir sem þykir óhentugt fyrir þá uppbyggingu sem framkvæmdaraðili áformar á lóðinni. Nauðsynlegt þykir að sameina byggingarreiti til að auka nýtingarmöguleika lóðanna.
Í gildandi skipulagi er afmörkuð lóð fyrir spennistöð í jaðri lóðar við Klafastaðaveg nr. 7 og 9. Út frá áætlunum um tilhögun á lóðunum er nú talið hentugra að staðsetja spennistöðina innan lóðar nr. 7 við Klafastaðaveg en endanleg staðsetning er ekki fastsett.
Deiliskipulagsbreyting þessi takmarkast við lóðirnar Klafastaðaveg nr. 5, 7, og 9.
Breytingin felur í sér :
- Byggingarreitir eru sameinaðir en nýtingarhlutfall er óbreytt 0,6. Leyfilegt byggingarmagn á lóð er óbreytt. Staðsetning bygginga breytist óverulega.
- Lóð fyrir spennistöð færist til og staðsetning hennar verður leiðbeinandi.
- Heimilt er að sameina lóðirnar 5, 7 og 9 ef þurfa þykir án þess að breyta þurfi deiliskipulagi þessu.
Engar breytingar eru gerðar á greinargerð deiliskipulags og eldri skilmálar gilda því að öðru leyti.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir athugasemd við tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Grundartanga.
Skipulagsfulltrúa falið að senda skipulagshöfundi athugasemdir vegna þess.
Skipulagsfulltrúa falið að senda skipulagshöfundi athugasemdir vegna þess.
4.Aðalskipulag-endurskoðun-2020-2032
1901286
Vegir í náttúru Íslands.
Flokkun vega skv. reglugerð nr. 260/2018.
Í tengslum við lokaafgreiðslu sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar vegna aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 var þann 23. desember 2022 óskað umsagnar Vegagerðarinnar og Umhverfisstofnunar vegna legu slóða/vega ásamt töflu um skráningarupplýsingar viðkomandi slóða/vega.
Skipulagsfulltrúi hefur fundað með Vegagerðinni vegna málsins þann 12.01.2023 og barst umsögn Vegagerðarinnar þann 13.01.2022.
Umhverfisstofnun sendi sveitarfélaginu fyrirspurn vegna erindisins þann 13.01.2023 og óskaði nánari upplýsinga um skilgreinda vegi í kringum Grunnafjörð.
Flokkun vega skv. reglugerð nr. 260/2018.
Í tengslum við lokaafgreiðslu sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar vegna aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 var þann 23. desember 2022 óskað umsagnar Vegagerðarinnar og Umhverfisstofnunar vegna legu slóða/vega ásamt töflu um skráningarupplýsingar viðkomandi slóða/vega.
Skipulagsfulltrúi hefur fundað með Vegagerðinni vegna málsins þann 12.01.2023 og barst umsögn Vegagerðarinnar þann 13.01.2022.
Umhverfisstofnun sendi sveitarfélaginu fyrirspurn vegna erindisins þann 13.01.2023 og óskaði nánari upplýsinga um skilgreinda vegi í kringum Grunnafjörð.
Skipulagsfulltrúa falið að svara Umhverfisstofnun til samræmis við umræður á fundinum.
5.Úrgangsmál í Hvalfjarðarsveit.
2210038
Umhverfisfulltrúi fór yfir stöðuna í málaflokknum og hefur tekið saman uppfært minnisblað frá síðasta fundi nefndarinnar.
Hvalfjarðarsveit er nú þátttakandi í verkefninu: "Borgað þegar hent er" en það er leitt af Sambandi íslenskra sveitarfélaga og fjórtán sveitarfélög taka þátt.
Umhverfisfulltrúi fór yfir áherslur í verkefninu og ábyrgð og skyldur sveitarfélaga í tengslum við það.
Umhverfisfulltrúi greindi jafnframt frá ílátatalningu (tunnutalningu) sem fór fram í síðustu viku.
Hvalfjarðarsveit er nú þátttakandi í verkefninu: "Borgað þegar hent er" en það er leitt af Sambandi íslenskra sveitarfélaga og fjórtán sveitarfélög taka þátt.
Umhverfisfulltrúi fór yfir áherslur í verkefninu og ábyrgð og skyldur sveitarfélaga í tengslum við það.
Umhverfisfulltrúi greindi jafnframt frá ílátatalningu (tunnutalningu) sem fór fram í síðustu viku.
Gögn lögð fram.
Umhverfisfulltrúa falið að vinna að málinu áfram skv. framlögðu minnisblaði dags. 18.01.2023 og að auglýsa kynningarfund um breytta úrgangsstjórnun í Hvalfjarðarsveit, sem haldinn verður í stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3.
Gestir fundarins verða fulltrúar frá Íslenska gámafélaginu ofl.
Umhverfisfulltrúa falið að vinna að málinu áfram skv. framlögðu minnisblaði dags. 18.01.2023 og að auglýsa kynningarfund um breytta úrgangsstjórnun í Hvalfjarðarsveit, sem haldinn verður í stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3.
Gestir fundarins verða fulltrúar frá Íslenska gámafélaginu ofl.
Arnheiður Hjörleifsdóttir, umhverfisfulltrúi, sat fundinn undir málum nr. 1 og 5.
Fundi slitið - kl. 17:00.
Hinsvegar vísar nefndin til minnisblaðs dags. 16.01.2023 frá Eflu Verkfræðistofu vegna málsins.
Í minnisblaðinu er m.a. lýsing á því hvernig fyrirhuguð áform um stækkun friðlandsins, samræmast aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032, en þar segir m.a.:
"Svæðið sjálft sem möguleg friðlýsing myndi ná til er að hluta til strandsvæði ST2 og ST3, sem fylgir strandlengjunni. Einnig er svæðið skilgreint sem hverfisverndarsvæði (HV2) og er skilgreint að hluta til sem önnur náttúruvernd. Beggja vegna við ósinn er landbúnaðarland L2 og norðan hans er einnig reiðleið að ósnum.
Almennir skilmálar gilda um svæðið, sbr. ákvæði aðalskipulags fyrir viðkomandi svæði og einnig ákvæði um stakar framkvæmdir.
Grunnafjörður sjálfur og ósinn er friðlýstur FS1.
Innan strandsvæðis- og hverfisverndarsvæðisins er einungis heimild til mannvirkjagerðar til að bæta aðgengi til útivistar eða vegna rannsókna. Heimilt er að fara í bakkavarnir til að verjast ágangi sjávar.
Innan svæðisins er raflína, Vatnshamralína 2 sem gert er ráð fyrir að verði fjarlægð sem loftlína og lögð í jörð."