Sveitarstjórn
Dagskrá
Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.
1.Sveitarstjórn - 365
2212004F
Fundargerðin framlögð.
2.Sveitarstjórn - 366
2212008F
Fundargerðin framlögð.
3.Menningar- og markaðsnefnd - 36
2212009F
Fundargerðin framlögð.
4.Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 12
2212007F
Fundargerðin framlögð.
ÓÖK fór yfir helstu atriði fundarins.
ÓÖK fór yfir helstu atriði fundarins.
-
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 12 Umhverfisfulltrúi fór yfir minnisblað um úrgangsmál í Hvalfjarðarsveit og lagði fram nýsamþykkta gjaldskrá fyrir sorphirðu og eyðingu í Hvalfjarðarsveit.
USNL-nefnd samþykkir eftirfarandi:
- Að afhending á nýjum 240 lítra sorpílátum fari fram eins fljótt og kostur er miðað við veðuraðstæður og færð. Nefndin áréttar að mikilvægt er að tilkynna íbúum um þessa afhendingu, bæði með dreifibréfi og með tilkynningu á heimasíðu sveitarfélagsins. Afhending á tunnum og merkingar á þeim verður í höndum þjónustuaðila sveitarfélagsins í úrgangsmálum.
- Að senda dreifibréf á öll heimili í sveitarfélaginu með kynningu á breyttri úrgangsstjórnun í Hvalfjarðarsveit.
- Að boðað verði til íbúafundar þann 25. janúar kl. 17.30 um breytta úrgangsstjórnun sem byggir á nýjum lögum um hringrásarhagkerfi sem tóku gildi um áramótin.
- Að fram fari talning á ílátum (sorptunnum) í samræmi við leiðbeiningar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
- Að Hvalfjarðarsveit taki þátt í verkefni á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga um aðlögun á gjaldskrá og innheimtukerfi sem er sniðið af því magni og tegund úrgangs sem hver og einn lætur frá sér. Tilkynna þarf þátttöku í verkefnið fyrir 5. janúar nk.
- Að þessum breytingum verði fylgt eftir með reglulegum fréttum og fræðslu til íbúa.
Umhverfisfulltrúa falið að vinna að þessum málum áfram og koma þeim í framkvæmd og farveg eins og við á. Bókun fundar Nýsamþykkt gjaldskrá fyrir úrgangshirðu og urðun úrgangs í Hvalfjarðarsveit lögð fram.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi:
Að afhending á nýjum 240 lítra sorpílátum fari fram eins fljótt og kostur er miðað við veðuraðstæður og færð. Sveitarstjórn tekur undir með nefndinni að mikilvægt er að tilkynna íbúum um þessa afhendingu, bæði með dreifibréfi og með tilkynningu á heimasíðu sveitarfélagsins. Afhending á tunnum og merkingar á þeim verður í höndum þjónustuaðila sveitarfélagsins í úrgangsmálum.
Að senda dreifibréf á öll heimili í sveitarfélaginu með kynningu á breyttri úrgangsstjórnun í Hvalfjarðarsveit.
Að boðað verði til íbúafundar þann 25. janúar kl. 17:30 um breytta úrgangsstjórnun sem byggir á nýjum lögum um hringrásarhagkerfi sem tóku gildi um áramótin.
Að fram fari talning á ílátum (sorptunnum) í samræmi við leiðbeiningar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Að þessum breytingum verði fylgt eftir með reglulegum fréttum og fræðslu til íbúa.
Umhverfisfulltrúa falið að vinna áfram að ofangreindum málum og koma þeim í framkvæmd og farveg eins og við á.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að Hvalfjarðarsveit taki þátt í verkefninu "Borgað þegar hent er innleiðing við heimili" en verkefnið er á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga og HMS. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að rita undir viljayfirlýsingu þess efnis."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 12 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemd við úthlutun lóðarinnar Katanesvegar nr. 30.
Nefndin vill benda á að úthlutun hluta lóðarinnar þarf að vera í samræmi við gildandi deiliskipulag.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn samþykkir bókun Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar sem gerir ekki athugasemd við úthlutun lóðarinnar Katanesvegar nr. 30 en bendir á að úthlutun hennar þurfi að vera í samræmi við gildandi deiliskipulag."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
5.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 56
2212006F
Fundargerðin framlögð.
HH fór yfir helstu atriði fundarins.
HH fór yfir helstu atriði fundarins.
-
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 56 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn að Hvalfjarðarsveit og Vegagerðin gangi til samninga við Miðfellsbúið ehf um snjómokstur á öllum svæðum í Hvalfjarðarsveit samkv. fyrirliggjandi gögnum sem verðkönnuninni fylgir. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn samþykkir að Hvalfjarðarsveit og Vegagerðin gangi til samninga við Miðfellsbúið ehf. um snjómokstur á öllum svæðum í Hvalfjarðarsveit samkv. fyrirliggjandi gögnum sem verðkönnuninni fylgja og felur sveitarstjóra undirritun samningsins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 56 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn að samþykkja fyrirliggjandi samkomulag um kaup á dróna en heildarkostnaðurinn er samtals kr 1.700.000 og gert er ráð fyrir samningsbundinni skiptingu kostnaðarins á milli Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar vegna búnaðarkaupa slökkviliðsins. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitastjórn samþykkir fyrirliggjandi samkomulag um kaup á dróna en heildarkostnaðurinn er samtals kr. 1.700.000 og gert er ráð fyrir samningsbundinni skiptingu kostnaðarins á milli Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar vegna búnaðarkaupa slökkviliðsins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
6.Fjölskyldu- og frístundanefnd - 41.
2301001F
Fundargerðin framlögð.
HPO fór yfir helstu atriði fundarins.
HPO fór yfir helstu atriði fundarins.
- 6.1 2301006 Tillaga um tekjumörk vegna afsláttar af fasteignskatti elli- og örorkulífeyrisþega á árinu 2023.Fjölskyldu- og frístundanefnd - 41. Fjölskyldu- og frístundanefnd leggur til 7,4% hækkun tekjumarka eða í takt við hækkun elli- og örorkulífeyris hjá Tryggingastofnun ríkisins á milli áranna 2022 og 2023. Nefndin vísar erindinu til afgreiðslu hjá sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir 7,4% hækkun tekjumarka eða í takt við hækkun elli- og örorkulífeyris hjá Tryggingastofnun ríkisins á milli áranna 2022 og 2023."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Fjölskyldu- og frístundanefnd - 41. Fjölskyldu- og frístundanefnd samþykkir breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð í Hvalfjarðarsveit og lagt er til að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar einstaklings skv. 1. mgr. 10. gr. reglna um fjárhagsaðstoð verði hækkuð úr kr. 196.272.- í kr. 215.050.-.
Nefndin vísar breytingartillögunum til samþykktar hjá sveitarstjórn. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagðar breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð í Hvalfjarðarsveit ásamt hækkun grunnfjárhæðar fjárhagsaðstoðar einstaklings skv. 1. mgr. 10. gr. reglna um fjárhagsaðstoð en grunnfjárhæðin verður hækkuð úr kr. 196.272.- í kr. 215.050.-."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
7.Erindisbréf nefnda.
2206005
Erindisbréf fjölskyldu- og frístundanefndar Hvalfjarðarsveitar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagt nýtt erindisbréf fyrir fjölskyldu- og frístundanefnd Hvalfjarðarsveitar. Við samþykkt þessa fellur eldra erindisbréf fjölskyldu- og frístundanefndar úr gildi."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn samþykkir framlagt nýtt erindisbréf fyrir fjölskyldu- og frístundanefnd Hvalfjarðarsveitar. Við samþykkt þessa fellur eldra erindisbréf fjölskyldu- og frístundanefndar úr gildi."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
8.Beiðni um færslu sveitarfélagamarka (breytt lögsögumörk) vegna tiltekins landsskika í landi Akrakots.
2210044
Erindi frá Akraneskaupstað vegna synjunar á erindi þess um færslu sveitarfélagamarka o.fl.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar stendur við fyrri bókanir vegna erinda Akraneskaupstaðar, þ.e. allar bókanir frá 365. sveitarstjórnarfundi þann 14. desember sl. þar sem meirihluti sveitarstjórnarfulltrúa hafnaði beiðni Akraneskaupstaðar um færslu sveitarfélagamarka og sölu á landi.
Sveitarstjórn vill árétta að samstarf milli sveitarfélaganna sé óskylt mál færslu sveitarfélagamarka. Sveitarstjórn tekur undir með Akraneskaupstað að nú þegar sé gott samstarf sveitarfélaganna um hin ýmsu mál og standa vonir Hvalfjarðarsveitar til þess að ekki muni bera skugga á það farsæla samstarf. Hvalfjarðarsveit tekur jákvætt í, nú sem fyrr, boð um samtal um fleiri samstarfsmöguleika sem ávinningur gæti verið af fyrir íbúa beggja sveitarfélaga."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Helgi Pétur Ottesen vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins og Ása Hólmarsdóttir, varafulltrúi, sat fundinn undir þessum lið í hans stað.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar stendur við fyrri bókanir vegna erinda Akraneskaupstaðar, þ.e. allar bókanir frá 365. sveitarstjórnarfundi þann 14. desember sl. þar sem meirihluti sveitarstjórnarfulltrúa hafnaði beiðni Akraneskaupstaðar um færslu sveitarfélagamarka og sölu á landi.
Sveitarstjórn vill árétta að samstarf milli sveitarfélaganna sé óskylt mál færslu sveitarfélagamarka. Sveitarstjórn tekur undir með Akraneskaupstað að nú þegar sé gott samstarf sveitarfélaganna um hin ýmsu mál og standa vonir Hvalfjarðarsveitar til þess að ekki muni bera skugga á það farsæla samstarf. Hvalfjarðarsveit tekur jákvætt í, nú sem fyrr, boð um samtal um fleiri samstarfsmöguleika sem ávinningur gæti verið af fyrir íbúa beggja sveitarfélaga."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Helgi Pétur Ottesen vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins og Ása Hólmarsdóttir, varafulltrúi, sat fundinn undir þessum lið í hans stað.
9.Akrakot.
2301005
Erindi frá eigendum Akrakots vegna synjunar á færslu sveitarfélagamarka.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn vísar til bókunar áttunda dagskrárliðs þar sem beiðni um endurskoðun á afstöðu sveitarstjórnar var afgreidd í erindi frá Akraneskaupsstað.
Sveitarstjórn samþykkir að verða við beiðni landeigenda um fund."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Helgi Pétur Ottesen vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins og Ása Hólmarsdóttir, varafulltrúi, sat fundinn undir þessum lið í hans stað.
"Sveitarstjórn vísar til bókunar áttunda dagskrárliðs þar sem beiðni um endurskoðun á afstöðu sveitarstjórnar var afgreidd í erindi frá Akraneskaupsstað.
Sveitarstjórn samþykkir að verða við beiðni landeigenda um fund."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Helgi Pétur Ottesen vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins og Ása Hólmarsdóttir, varafulltrúi, sat fundinn undir þessum lið í hans stað.
10.Undanþágulisti vegna verkfalla.
1812013
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir fyrir sitt leyti framlagða skrá yfir störf hjá Hvalfjarðarsveit sem undanskilin eru verkfallsheimild og felur sveitarstjóra að auglýsa skrána. Um er að ræða eftirfarandi störf/starfsheiti: sveitarstjóri, skrifstofustjóri/launafulltrúi, félagsmálastjóri, skólastjóri grunnskóla, aðstoðarskólastjóri grunnskóla og skólastjóri leikskóla."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir fyrir sitt leyti framlagða skrá yfir störf hjá Hvalfjarðarsveit sem undanskilin eru verkfallsheimild og felur sveitarstjóra að auglýsa skrána. Um er að ræða eftirfarandi störf/starfsheiti: sveitarstjóri, skrifstofustjóri/launafulltrúi, félagsmálastjóri, skólastjóri grunnskóla, aðstoðarskólastjóri grunnskóla og skólastjóri leikskóla."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
11.Breytt skipulag barnaverndar.
2112003
Samþykkt mennta- og barnamálaráðuneytis vegna undanþágu frá skilyrðum um lágmarksíbúafjölda vegna barnaverndarþjónustu.
Samþykkt mennta- og barnamálaráðuneytis vegna undanþágubeiðni Hvalfjarðarsveitar og Borgarbyggðar frá skilyrðum um lágmarksíbúafjölda vegna barnaverndarþjónustu lagt fram til kynningar.
12.Umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni.
2208056
Undirritaður samningur ásamt fylgiskjölum.
Undirritaður samningur ásamt fylgiskjölum lagt fram til kynningar.
13.Faxaflóahafnir sf. - Sameignarfélagssamningur og eigendastefna.
2301004
Sameignarfélagssamningur og eigendastefna Faxaflóahafna sf. lagt fram til kynningar.
14.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116-2006 (orkuskipti), 537. mál.
2212038
Erindi frá Atvinnuveganefnd Alþingis.
Lagt fram til kynningar.
15.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðar á fiskveiðilandhelgi Íslands, nr. 79-1997 (aflvísir), 538. mál.
2212039
Erindi frá Atvinnuveganefnd Alþingis.
Lagt fram til kynningar.
16.Frístundastefna.
2204059
Fundargerð stýrihóps.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
17.916. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
2212040
Fundargerð.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 15:22.