Fara í efni

Sveitarstjórn

209. fundur 08. desember 2015 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir varaoddviti
  • Hjördís Stefánsdóttir ritari
  • Jónella Sigurjónsdóttir vararitari
  • Ása Helgadóttir aðalmaður
  • Stefán Ármannsson aðalmaður
  • Daníel Ottesen aðalmaður
Fundargerð ritaði: Skúli Þórðarson sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti setti fundinn og bauð sveitarstjórnarmenn velkomna til fundar og síðan var gengið til áður boðaðrar dagskrár.

1.Sveitarstjórn - 208

1511004F

Fundargerð framlögð.

2.Fjölskyldunefnd - 54

1510005F

Fundargerð framlögð.
ÁH fór yfir fundargerðina og skýrði einstök atriði hennar.
  • 2.1 1510030 Jafnréttisstefna
    Fjölskyldunefnd - 54 Farið yfir Jafnréttisstefnuna og hún samþykkt með smávægilegum breytingum. Fjölskyldunefnd vísar Jafnréttisstefnunni til sveitarstjórnar til samþykktar. Bókun fundar Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fresta afgreiðslu á Jafnréttisstefnu Hvalfjarðarsveitar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Fræðslu- og skólanefnd - 123

1511006F

Fundargerð framlögð.
DO fór yfir fundargerðina og skýrði einstök atriði hennar.
  • Fræðslu- og skólanefnd - 123 Farið yfir drög að reglum Afrekssjóðs Hvalfjarðarsveitar. Nefndin samþykkir reglurnar með smávægilegum breytingum. Félagsmálastjóra falið að lagfæra reglurnar. Reglunum vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir fyrirliggjandi reglur fyrir Afrekssjóð Hvalfjarðarsveitar með áorðnum breytingum."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og skólanefnd - 123 Meirihluti nefndar samþykkir áframhaldandi leikskóladvöl til þriggja mánaða í samræmi við 3.gr. reglna Hvalfjarðarsveitar um kostnaðarþátttöku og leikskóladvöl barna utan lögheimilissveitarfélags. Tekið skal tillit til útlagsð kostnaðar við gerð fjárhagsáætlunar 2016. Félagsmálastjóra er falið að vinna málið áfram í þeim tilgangi að upplýsa um aðstæður barns og foreldra í samræmi við reglur og umræður á fundinum.
    BPFV: Ekki eru nægjanleg félagsleg rök í umsókninni um áframhaldandi leikskóladvöl á Akranesi í samræmi við reglur Hvalfjarðarsveitar um kostnaðarþátttöku og leikskóladvöl barna utan lögheimilissveitarfélags.
    Bókun fundar Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir afgreiðslu fræðslu- og skólanefndar frá 26. nóvember sl. á beiðni um áframhaldandi leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum.
    AH og HS sitja hjá við afgreiðsluna.
  • Fræðslu- og skólanefnd - 123 Nefndin leggur til smávægilegar breytingar að drögum að tillögu um viðmið um akstur skólabifreiða. Bókun fundar Oddviti gerði grein fyrir fyrirliggjandi tillögu með áorðnum breytingum.
    HS bar upp svohljóðandi breytingartillögu við 3 lið viðmiðunarreglnanna og að hún orðist þannig:
    "Þrátt fyrir umrætt viðmið er heimilt að víkja frá viðmiðinu þannig að öryggi nemenda sé tryggt í hvívetna vegna tiltekinna aðstæðna sem skapast geta t.d. vegna veðurs og/eða vinda. Slíkt mat er í höndum skólabílstjóra og skólastjóra en við það mat skulu hagsmunir barna hafðir að leiðarljósi."
    Tillaga HS borin undir atkvæði og var hún felld með 6 atkvæðum gegn 1.
    Oddviti bar upp fyrrgreinda tillögu sína með áorðnum breytingum og var hún samþykkt með 6 atkvæðum. HS sat hjá við afgreiðsluna.
    Ofangreind tillaga oddvita borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.

4.35. fundur menningar- og atvinnuþróunarnefndar.

1512006

- Stefnumótun í menningar- og atvinnuþróunarmálum í Hvalfjarðarsveit.
Fundargerð framlögð.
JS fór yfir fundargerðina og skýrði einstök atriði hennar.
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa stefnumótuninni til áframhaldandi umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Beiðni um fjárhagslega aðstoð vegna endurbóta við Hallgrímskirkju í Saurbæ.

1412022

Kostnaðaráætlun fyrir nauðsynlegt viðhald á ytra byrgði kirkjunnar. Það er ósk sóknarnefndarinnar að sveitarfélagið geti komið að þessu verkefni með sókninni allt að 10 % af heildarkostnaði framkvæmdarinnar.
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að veita kr. 1.200.000- til verkefnisins að því tilskildu að heildarfjármögnun viðhaldsverkefnisins hafi verið tryggð."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Frestun sveitarstjórnarfundar.

1512007

Tillaga oddvita og sveitarstjóra.
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að haldinn verði aukafundur í sveitarstjórn þann 15. desember nk og komi hann í stað næsta reglulega fundar sveitarstjórnar sem vera á þann 22. desember nk. Fyrsti fundur sveitarstjórnar á árinu 2016 verði haldinn þann 12. janúar nk."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Drög að nýrri gjaldskrá Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar.

1511032

Bæjarráð Akraness samþykkir gjaldskrá Slökkviliðsins.
Bréf Akraneskaupstaðar lagt fram til kynningar.

8.Almannavarnir sveitafélaga - gerð leiðbeininga um störf almannavarnanefnda.

1512005

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Leiðbeiningar um störf almannavarnanefnda fylgir með.
Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga lagt fram til kynningar.

9.Skýrsla sveitarstjóra.

1502013

Skúli Þórðarson, sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega fundi sveitarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar