Fara í efni

Fræðslu- og skólanefnd 2014-2018

123. fundur 26. nóvember 2015 kl. 16:15 - 16:15 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Daníel Ottesen formaður
  • Dagný Hauksdóttir varaformaður
  • Eyrún Jóna Reynisdóttir ritari
  • Björn Páll Fálki Valsson aðalmaður
  • Berglind Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Helena Bergström áheyrnafulltrúi
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir áheyrnafulltrúi
  • Arndís Halla Jóhannesdóttir embættismaður
  • Jón Rúnar Hilmarsson
Fundargerð ritaði: Arndís Halla Jóhannesdóttir félagsmálastjóri
Dagskrá

1.Verklagsreglur starfsfólks leik- og grunnskóla í barnaverndarmálum.

1510005

Félagsmálastjóri sagði nefndarmönnum frá verklagsreglum starfsfólks leik- og grunnskóla í barnaverndarmálum.

2.Afreks- og styrktarsjóður

1511024

Farið yfir drög að reglum Afrekssjóðs Hvalfjarðarsveitar. Nefndin samþykkir reglurnar með smávægilegum breytingum. Félagsmálastjóra falið að lagfæra reglurnar. Reglunum vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

3.Beiðni um áframhaldandi leikskóladvöl á Akranesi, vegna óbreyttra aðstæðna.

1510050

Meirihluti nefndar samþykkir áframhaldandi leikskóladvöl til þriggja mánaða í samræmi við 3.gr. reglna Hvalfjarðarsveitar um kostnaðarþátttöku og leikskóladvöl barna utan lögheimilissveitarfélags. Tekið skal tillit til útlagsð kostnaðar við gerð fjárhagsáætlunar 2016. Félagsmálastjóra er falið að vinna málið áfram í þeim tilgangi að upplýsa um aðstæður barns og foreldra í samræmi við reglur og umræður á fundinum.
BPFV: Ekki eru nægjanleg félagsleg rök í umsókninni um áframhaldandi leikskóladvöl á Akranesi í samræmi við reglur Hvalfjarðarsveitar um kostnaðarþátttöku og leikskóladvöl barna utan lögheimilissveitarfélags.

4.Fjárhagsáætlun 2016 - nefndir.

1508008

Umræðum um fjárhagsáætlun frestað til næsta fundar.

5.Skólastefna Hvalfjarðarsveitar.

1205004

Umræður um stýrihóp vegna vinnu við endurskoðun á skólastefnu Hvalfjarðarsveitar. Skólastjóra falið að tilnefna fulltrúa úr leik- og grunnskóla. Formanni nefndarinnar falið að óska eftir fulltrúa úr foreldrafélaginu.

6.Drög að tillögu - viðmið um akstur skólabifreiða.

1511031

Nefndin leggur til smávægilegar breytingar að drögum að tillögu um viðmið um akstur skólabifreiða.

Fundi slitið - kl. 16:15.

Efni síðunnar