Fara í efni

Sveitarstjórn

363. fundur 09. nóvember 2022 kl. 15:05 - 15:47 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Andrea Ýr Arnarsdóttir oddviti
  • Helga Harðardóttir varaoddviti
  • Helgi Pétur Ottesen ritari
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir vararitari
  • Birkir Snær Guðlaugsson aðalmaður
  • Inga María Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ómar Örn Kristófersson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Helga Harðardóttir Varaoddviti
Dagskrá

1.Sveitarstjórn - 362

2210006F

Fundargerðin framlögð.

2.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 54

2210005F

Fundargerðin framlögð.
HH fór yfir helstu atriði fundarins
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 54 Mannvirkja- og framkvæmdarnefnd leggur til við sveitarstjórn að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Önnu Rún Kristbjörnsdóttur og verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að ganga frá verksamningi. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Önnu Rún Kristbjörnsdóttur og verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að ganga frá verksamningi, að upphæð kr. 250.000."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 2.3 2210056 Innrimelur 3
    Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 54 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi tillögu að plöntuskipulagi við Innrimel 3 og ganga til samninga við Önnu Rún Kristbjörnsdóttur. Bókun fundar Framlögð er hönnun og kostnaðaráætlun í plöntuskipulag á lóð Stjórnsýsluhússins við Innrimel 3.

    Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að plöntuskipulagi við Innrimel 3 og samþykkir að gengið sé til samninga við Önnu Rún Kristbjörnsdóttur, að upphæð kr. 1.258.000. Verkefnastjóra framkvæmda og eigna er falið að ganga frá samningi."

    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 54 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að senda inn umsókn til Jöfnunarsjóðs ásamt þeim gögnum sem hafa verið unnin varðandi aðgengi fatlaðra í Miðgarði.
    Verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að vinna sambærilega úttekt fyrir Hlaðir.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir að verkefnastjóra framkvæmda og eigna er falið að senda inn umsókn til Jöfnunarsjóðs ásamt þeim gögnum sem hafa verið unnin varðandi aðgengi fatlaðra í Miðgarði. Verkefnastjóra framkvæmda og eigna er falið að vinna sambærilega úttekt fyrir Hlaðir."

    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 54 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða viðhaldsáætlun 2023-2026 að viðbættum kostnaði við framkvæmd aðgengis fatlaðra í Miðgarði. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir framlagða viðhaldsáætlun 2023-2026 að viðbættum kostnaði við framkvæmd aðgengis fatlaðra í Miðgarði, að upphæð kr. 5.436.084."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 54 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að formanni Mannvirkja- og framkvæmdanefndar og verkefnastjóra framkvæmda og eigna að eiga fund með fulltrúum Akraneskaupstaðar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu frá Mannvirkja- og framkvæmdanefnd, þar sem lagt er til að formaður Mannvirkja- og framkvæmdanefndar og verkefnastjóri framkvæmda og eigna fundi vegna málsins með fulltrúum Akraneskaupstaðar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 54 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að hafna erindinu. Nefndin telur að með núverandi reglum sé þörfum íbúa mætt um jafna húshitun í sveitarfélaginu. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu Mannvirkja- og framkvæmdanefndar sem leggur til að erindinu sé hafnað og telur að með núverandi reglum sé þörfum íbúa mætt um jafna húshitun í sveitarfélaginu."

    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Menningar- og markaðsnefnd - 34

2210007F

Fundargerðin framlögð.
BSG fór yfir helstu atriði fundarins
  • Menningar- og markaðsnefnd - 34 Menningar- og markaðsnefnd fjallaði um erindið og samþykkir beiðni þáttanna Að vestan um að hækka styrkinn við N4. Styrkurinn verði því kr. 750.000.- frá árinu 2023 í stað kr. 500.000.- sem áður var og hefur verið óbreyttur frá árinu 2016.
    Nefndin leggur til að sveitarstjórn samþykki beiðnina. Með tilliti til hækkana þá óskar nefndin einnig eftir að hækka þennan lið í fjárhagáætlunum fyrir árið 2023 og gera auk þess ráð fyrir hækkunum að heildarupphæð kr. 1.500.000 til að greiða fyrir kynningar- og markaðsmál sveitarfélagsins á samfélagsmiðlum.

    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir beiðni þáttanna Að vestan um að hækka styrkinn við N4. Styrkurinn verði því kr. 750.000.- frá árinu 2023 í stað kr. 500.000.- sem áður var og hefur verið óbreyttur frá árinu 2016. Sveitarstjórn samþykkir að hækka þennan lið í fjárhagsáætlunum fyrir árið 2023 og gera auk þess ráð fyrir hækkunum að heildarupphæð kr. 1.500.000 til að greiða fyrir kynningar- og markaðsmál sveitarfélagsins á samfélagsmiðlum."

    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 8

2210008F

Fundargerðin framlögð.
ÓÖK fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 8 USNL-nefnd leggur til við sveitarstjórn að veita eftirfarandi umsögn um ,,Áætlun um loftgæði á Íslandi 2017-2029, Hreint loft til framtíðar“ skv. tilskipun 2008/50/EB um gæði andrúmslofts og hreinna lofts í Evrópu:

    USNL-nefnd tekur undir mikilvægi þess að halda áhrifum loftmengunar á heilsu manna sem lægstum og stuðla að því að almenningur á Íslandi hafi aðgang að hreinu og heilnæmu andrúmslofti. Einnig er mikilvægt að almenningur á Íslandi hafi góðan aðgang að upplýsingum um loftgæði og að ábyrgðarskipting stjórnvalda í málefnum tengdum loftgæðum sé skýr og að stjórnsýslan sé skilvirk.

    Í nýju aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar (óstaðfest) er áhersla lögð á það að gætt verði að því við skipulag svæða, að lýðheilsu- og umhverfissjónarmiðum varðandi loftgæði og losun gróðurhúsalofttegunda sé í sátt við náttúruna og að sveitarfélagið standi vörð um um gæði andrúmslofts. Að auki er það skýr stefna sveitarfélagsins að draga úr losun frá mengandi starfsemi, þ.á.m. brennisteinstvíoxíðs og flúors. Umfangsmikið iðnaðar- og athafnasvæði er innan sveitarfélagsins við Grundartanga og hefur sveitarfélagið sett í stefnu sína að ekki verði heimiluð nú starfsemi innan sveitarfélagsins sem losar brennisteinstvíoxíð og flúor.

    Hvalfjarðarsveit leggur á það áherslu að hægt sé að fylgjast með loftgæðamælingum í rauntíma og það eigi ekki síður við um svæði þar sem álag á umhverfi og andrúmsloft er mikið, ekki bara á höfuðborgarsvæðinu, heldur einnig þar sem vöktun fer fram vegna mengandi starfsemi. Í þessu samhengi vill Hvalfjarðarsveit benda á nauðsyn þess að fjölga mælistöðvum á Íslandi en skv. skýrslunni var heildarfjöldi mælistöðva í upphafi árs 2022 42, þar af eru 4 í eigu Umhverfisstofnunar. Aðrar eru í eigu sveitarfélaga eða starfsleyfishafa þar sem í starfsleyfi er gert ráð fyrir að vöktun loftgæða fari fram. Hvalfjarðarsveit finnst eðlilegt að skoða að fjölga mælistöðvum í eigu Umhverfisstofnunar. Það ýti enn frekar undir þau markmið að Umhverfisstofnun viðhaldi öflugri gagnasöfnun á loftgæðum á Íslandi ásamt því að gera reglulega tölfræðilegar greiningar á gögnunum í formi árlegrar skýrslu um loftgæði.

    Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur ályktað að loftmengun sé sá umhverfisþáttur sem hafi einna mest neikvæð áhrif á lýðheilsu þar sem hún ógnar bæði lífsgæðum almennings og efnahag. Fram kemur í áætluninni að á Íslandi sé almenningur betur að sér nú en áður um mikilvægi heilnæms andrúmslofts. Að auki er stjórnvöldum ljós nauðsyn þess að hafa eftirlit með mengandi starfsemi, vakta loftgæði og tryggja þau með viðeigandi aðgerðum og nauðsyn þess að upplýsa almenning um þessi málefni.

    Hvalfjarðarsveit tekur undir þessi markmið og vonast til þess að þessi áætlun muni stuðla að heilnæmu umhverfi og bættu heilbrigði í landinu auk þess að hún megi nýtast öllum þeim sem láta sig loftgæði og lýðheilsu varða.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir að veita eftirfarandi umsögn um "Áætlun um loftgæði á Íslandi 2017-2029, Hreint loft til framtíðar" skv. tilskipun 2008/50/EB um gæði andrúmslofts og hreinna lofts í Evrópu:

    USNL-nefnd og sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tekur undir mikilvægi þess að halda áhrifum loftmengunar á heilsu manna sem lægstum og stuðla að því að almenningur á Íslandi hafi aðgang að hreinu og heilnæmu andrúmslofti. Einnig er mikilvægt að almenningur á Íslandi hafi góðan aðgang að upplýsingum um loftgæði og að ábyrgðarskipting stjórnvalda í málefnum tengdum loftgæðum sé skýr og að stjórnsýslan sé skilvirk.

    Í nýju aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar (óstaðfest) er áhersla lögð á það að gætt verði að því við skipulag svæða, að lýðheilsu- og umhverfissjónarmiðum varðandi loftgæði og losun gróðurhúsalofttegunda sé í sátt við náttúruna og að sveitarfélagið standi vörð um um gæði andrúmslofts. Að auki er það skýr stefna sveitarfélagsins að draga úr losun frá mengandi starfsemi, þ.á.m. brennisteinstvíoxíðs og flúors. Umfangsmikið iðnaðar- og athafnasvæði er innan sveitarfélagsins við Grundartanga og hefur sveitarfélagið sett í stefnu sína að ekki verði heimiluð nú starfsemi innan sveitarfélagsins sem losar brennisteinstvíoxíð og flúor.

    Hvalfjarðarsveit leggur á það áherslu að hægt sé að fylgjast með loftgæðamælingum í rauntíma og það eigi ekki síður við um svæði þar sem álag á umhverfi og andrúmsloft er mikið, ekki bara á höfuðborgarsvæðinu, heldur einnig þar sem vöktun fer fram vegna mengandi starfsemi. Í þessu samhengi vill Hvalfjarðarsveit benda á nauðsyn þess að fjölga mælistöðvum á Íslandi en skv. skýrslunni var heildarfjöldi mælistöðva í upphafi árs 2022 42, þar af eru 4 í eigu Umhverfisstofnunar. Aðrar eru í eigu sveitarfélaga eða starfsleyfishafa þar sem í starfsleyfi er gert ráð fyrir að vöktun loftgæða fari fram. Hvalfjarðarsveit finnst eðlilegt að skoða að fjölga mælistöðvum í eigu Umhverfisstofnunar. Það ýti enn frekar undir þau markmið að Umhverfisstofnun viðhaldi öflugri gagnasöfnun á loftgæðum á Íslandi ásamt því að gera reglulega tölfræðilegar greiningar á gögnunum í formi árlegrar skýrslu um loftgæði.

    Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur ályktað að loftmengun sé sá umhverfisþáttur sem hafi einna mest neikvæð áhrif á lýðheilsu þar sem hún ógnar bæði lífsgæðum almennings og efnahag. Fram kemur í áætluninni að á Íslandi sé almenningur betur að sér nú en áður um mikilvægi heilnæms andrúmslofts. Að auki er stjórnvöldum ljós nauðsyn þess að hafa eftirlit með mengandi starfsemi, vakta loftgæði og tryggja þau með viðeigandi aðgerðum og nauðsyn þess að upplýsa almenning um þessi málefni.

    Hvalfjarðarsveit tekur undir þessi markmið og vonast til þess að þessi áætlun muni stuðla að heilnæmu umhverfi og bættu heilbrigði í landinu auk þess að hún megi nýtast öllum þeim sem láta sig loftgæði og lýðheilsu varða."

    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 8 USNL-nefnd beinir því til sveitarstjórnar, að uppfæra samþykkt um meðhöndlun úrgangs og gjaldskrá fyrir sorphirðu í Hvalfjarðasveit í samræmi við markmið lagabreytinga sem flestar koma til framkvæmda þann 1. janúar nk. en eitt af meginmarkmiðum breytinganna er að skapa skilyrði fyrir myndun hringrásarhagkerfis svo stuðla megi að sjálfbærari auðlindanotkun og draga úr myndun úrgangs.

    Hvalfjarðarsveit ætlar að hefja sérstaka söfnun við heimili á fjórum úrgangsflokkum á næsta ári með það að markmiði að auka endurvinnsluhlutfall heimilisúrgangs.
    Það ætti að vera stefna sveitarfélagsins að innheimta gjald fyrir alla meðhöndlun úrgangs sem næst raunkostnaði fyrir tiltekna þjónustu þar sem þjónustugjöld eru ólík sköttum að því leyti að þeim er ætlað að standa undir kostnaði við tiltekna þjónustu sem veitt er gjaldanda.

    USNL-nefnd felur umhverfisfulltrúa að uppfæra drög að samþykkt um meðhöndlun úrgangs í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir á næsta fundi nefndarinnar þann 16. nóvember nk.
    Jafnframt er umhverfisfullrúa falið að uppfæra gjaldskrá og leggja fyrir nefndina á næsta fundi þar sem tillit er m.a. tekið til þeirra breytinga sem verið er að gera á samþykktinni þannig að gjöld fyrir söfnun og urðun á úrgangi í Hvalfjarðarsveit verði sem næst raunkostnaði, byggt á áætlun þar um sem og samningi við Íslenska Gámafélagið og tilboði í ákveðna verkþætti.

    Jafnframt leggur USNL-nefnd til að leitað verði leiða til hagræðingar í málaflokknum, sem kæmu á móti auknum kostnaði við að uppfylla breytt lagaákvæði.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir að uppfæra samþykkt um meðhöndlun úrgangs og gjaldskrá fyrir sorphirðu í Hvalfjarðasveit í samræmi við markmið lagabreytinga sem flestar koma til framkvæmda þann 1. janúar nk. en eitt af meginmarkmiðum breytinganna er að skapa skilyrði fyrir myndun hringrásarhagkerfis svo stuðla megi að sjálfbærari auðlindanotkun og draga úr myndun úrgangs.

    Hvalfjarðarsveit ætlar að hefja sérstaka söfnun við heimili á fjórum úrgangsflokkum á næsta ári með það að markmiði að auka endurvinnsluhlutfall heimilisúrgangs.
    Það ætti að vera stefna sveitarfélagsins að innheimta gjald fyrir alla meðhöndlun úrgangs sem næst raunkostnaði fyrir tiltekna þjónustu þar sem þjónustugjöld eru ólík sköttum að því leyti að þeim er ætlað að standa undir kostnaði við tiltekna þjónustu sem veitt er gjaldanda.

    Sveitarstjórn samþykkir að fela umhverfisfulltrúa að uppfæra drög að samþykkt um meðhöndlun úrgangs í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir á næsta fundi Umhverfis- skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefndarnefndar þann 16. nóvember nk.
    Jafnframt er umhverfisfullrúa falið að uppfæra gjaldskrá og leggja fyrir nefndina á næsta fundi þar sem tillit er m.a. tekið til þeirra breytinga sem verið er að gera á samþykktinni þannig að gjöld fyrir söfnun og urðun á úrgangi í Hvalfjarðarsveit verði sem næst raunkostnaði, byggt á áætlun þar um sem og samningi við Íslenska Gámafélagið og tilboði í ákveðna verkþætti.

    Sveitarstjórn samþykkir einnig að leitað verði leiða til hagræðingar í málaflokknum, sem kæmu á móti auknum kostnaði við að uppfylla breytt lagaákvæði."

    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 8 USNL-nefnd leggur til við sveitarstjórn að leiðbeiningarritin verði birt á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Leiðbeiningar um minni fráveitur og eftirlitsmælingar og vöktun lagt fram.

    Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu USNL-nefndar að leiðbeiningarritin verði birt á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 8 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd tekur jákvætt í að gerður verði samningur um viðhald og gerð reiðvega í sveitarfélaginu árin 2023 - 2027, milli Hvalfjarðarsveitar og hestamannafélagsins Dreyra og að áfram verði unnin stefnumótun um forgangsröðun reiðleiða í sveitarfélaginu.
    Endanleg staðsetning reiðleiðar verði í samráði við landeigendur á hverjum stað.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir að gerður verði samningur við hestamannafélagið Dreyra, að kr. 4.000.000, um viðhald og gerð reiðvega í Hvalfjarðarsveit á árunun 2023 - 2027. Unnið verði í samvinnu við Dreyra að stefnumótun um forgangsröðun reiðleiða í sveitarfélaginu.
    Sveitarstjórn samþykkir að samningurinn verði settur inn í fjárhagsáætlun fyrir árið 2023.
    Sveitarstjóra er falið að ganga frá og undirrita samning við hestamannafélagið Dreyra fyrir hönd sveitarfélagsins."

    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 8 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við tillögur að gjaldskrám fyrir skipulags- og byggingarfulltrúa.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir uppfærðar gjaldskrár skipulags- og byggingarfulltrúa."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 4.18 2210049 Landsbyggðarstígur.
    Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 8 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd tekur undir bókun Mannvirkja- og framkvæmdanefndar frá 54. fundi dags. 1.11.2022, mál nr. 9, um að formanni Mannvirkja- og framkvæmdanefndar og verkefnastjóra framkvæmda og eigna hjá Hvalfjarðarsveit, verði falið að eiga fund með fulltrúum Akraneskaupstaðar.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Vísað er til annars dagskrárliðar, mál 2.9., þar sem málið var afgreitt.

5.Fjölskyldu- og frístundanefnd - 39

2210010F

Fundargerðin framlögð.
HPO fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Fjölskyldu- og frístundanefnd - 39 Lagt fram breytingar á reglum um íþrótta- og tómstundastyrki Hvalfjarðarsveitar sem felur í sér breytingu á 4. gr. reglna um sérstakan íþrótta- og tómstundastyrk til barna og unglinga á tekjulágum heimilum ásamt því sem 7. gr. bætist við. Nefndin samþykkir breytingar á reglum og vísar erindinu til samþykktar hjá sveitarstjórn. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir breytingar á reglum um íþrótta- og tómstundastyrki Hvalfjarðarsveitar sem felur í sér breytingu á 4. gr. reglna um sérstakan íþrótta- og tómstundastyrk til barna og unglinga á tekjulágum heimilum ásamt því sem 7. gr. bætist við."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Fjölskyldu- og frístundanefnd - 39 Lagt fram til kynningar minnisblað um sameiginlega barnarverndarþjónustu Hvalfjarðarsveitar og Borgarbyggðar. Óskað er eftir að sótt verði um samþykki til mennta- og barnamálaráðuneytis fyrir samvinnu sveitarfélaganna Hvalfjarðarsveitar og Borgarbyggðar um barnaverndarþjónustu og undanþágu frá 6000 manna lágmarksíbúafjölda. Íbúafjöldi þessara tveggja sveitarfélaga var 4616 manns þann 1. febrúar 2022.
    Nefndin vísar minnisblaði til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar minnisblað um sameiginlega barnarverndarþjónustu Hvalfjarðarsveitar og Borgarbyggðar.
    Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir að sótt verði um samþykki til mennta- og barnamálaráðuneytis fyrir samvinnu sveitarfélaganna Hvalfjarðarsveitar og Borgarbyggðar um barnaverndarþjónustu og undanþágu frá 6000 manna lágmarksíbúafjölda. Íbúafjöldi þessara tveggja sveitarfélaga var 4616 manns þann 1. febrúar 2022. Félagsmálastjóra Hvalfjarðarsveitar er falið að vinna að málinu."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Fjölskyldu- og frístundanefnd - 39 Samþykkt beiðni um flutning fjárheimilda milli deilda innan málaflokksins. Minnisblaði vísað til sveitarstjórnar til samþykktar. Bókun fundar Viðauki nr. 23 framlagður.

    Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun 2022 nr. 23, tilfærslu á fjárheimildum á deild 02032 Barnavernd, lykill 4990 vegna aukningar á kostnaði i þeim málaflokki. Deild 02032 lykill 4990: kr. 2.800.000. Auknum útgjöldum verður mætt með lækkun útgjalda á deild 02036, Dvalargjöld og vistunarkostnaður, þar sem áætlað fjármagn mun ekki verða nýtt á árinu. Deild: 02036 lykill: 5912: kr. -1.830.000, lykill: 5916: kr. -970.000."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

  • Fjölskyldu- og frístundanefnd - 39 Fjölskyldu- og frístundanefnd leggur til við sveitarstjórn að verkefnastjóri framkvæmda og eigna verði falið að senda inn umsókn til Jöfnunarsjóðs ásamt þeim gögnum sem hafa verið unnin varðandi aðgengi fatlaðra í Miðgarði. Nefndin tekur undir bókun Mannvirkja- og framkvæmdanefndar að verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að vinna sambærilega úttekt fyrir Hlaðir. Bókun fundar Vísað er til annars dagskrárliðar, mál 2.4, þar sem málið var afgreitt.

6.Frístundastefna.

2204059

Tilnefning fulltrúa og erindisbréf.
Erindisbréf Frístundastefnu Hvalfjarðarsveitar lagt fram.

Á fundi Fræðslunefndar þann 20. október var Elín Ósk Gunnarsdóttir skipuð sem fulltrúi nefndarinnar í hópinn.
Á fundi Fjölskyldu- og frístundanefndar þann 3. nóvember var Marie Greve Rasmussen skipuð sem fulltrúi nefndarinnar.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir drög að erindisbréfi stýrihóps um gerð Frístundastefnu Hvalfjarðarsveitar. Sveitarstjórn samþykkir að tilnefna Andreu Ýr Arnarsdóttir sem fulltrúa sveitarstjórnar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar 2022 nr. 20 - 22.

2211005

Viðaukar nr. 20 - 22.
Viðaukar nr. 20-22 framlagðir.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir viðauka nr.20 við framkvæmdaáætlun ársins 2022 í ljósi þess að ekki hafa allar framkvæmdir sem áætlaðar voru á árinu 2022 haft þann framgang sem áætlað var auk breytinga sem kalla á aukið fjármagn. Áætlaðar voru 2. mkr.til ráðgjafar vegna leikskólabyggingar sem ekki mun hefjast fyrr en á næsta ári og því er þessi liður tekin út.
Deild 32051
Verkefni: LS200/Leikskólabygging
lykill 11470: kr. -2.000.000

Áætlaðar voru 415 mkr. til byggingar íþróttahúss en framkvæmdir munu ekki hefjast fyrr en 2023 og því er fjármagn til þessa liðar lækkað til samræmis við raunkostnað á árinu 2022.
Deild 32051
Verkefni: HEIÐARBORG/Íþróttahús
lykill 11470: kr. -355.000.000

Áætlaðar voru 15 mkr. til gangstígagerðar en ófyrirséðar hækkanir leiða til 3 mkr. hækkana þessa liðar.
Deild 32051
Verkefni: GANGSTÍGAR
lykill 11470: kr. 3.000.000

Áætlaðar voru samtals 90 mkr. til gatnagerðar Lyngmels og í þriðja áfanga Melahverfis en þar sem ljóst er að 3. áfangi mun ekki hefjast fyrr en á næsta ári er þessi liður lækkaður í 21. mkr.
Deild 32051
Verkefni: GATNLYNG/Gatnagerð Melahverfi 3
lykill 11470: kr. -69.000.000

Áætluð kaup vatnslindar sem ekki verða á árinu tekin út.
Deild 52051
Verkefni: VATNSVEITA
lykill 11470: kr. -3.000.000"

Breytingum á framkvæmaáætlun verður mætt með hækkun á handbæru fé."


"Sveitarstjórn samþykkir viðauka nr. 21, tilfærslu á fjárheimildum á deild 06002 Frístundafulltrúi, lykill 5853, kr. 200.000, vegna ófyrirséðrar endurnýjunar á tölvubúnaði frístundafulltrúa. Auknum útgjöldum verður mætt með lækkun útgjalda á deild 06003, Vinnuskóli, þar sem áætlað fjármagn mun ekki verða nýtt á árinu."

"Sveitarstjórn samþykkir viðauka nr.22, tilfærslu á fjárheimildum á deild 04020 Sameiginlegur kostnaður leik-og grunnskóla, lykill 4390: 1.440.000 vegna samnings um skólaþjónustu leik-og grunnskóla við Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri. Auknum útgjöldum verður mætt með lækkun útgjalda á deild 02054, Liðveislu fatlaðra, þar sem áætlað fjármagn mun ekki verða nýtt á árinu."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Kjör í fastanefndir, aðrar nefndir, stjórnir og ráð sem sveitarfélagið á aðild að skv. 39. gr samþykkta um stjórn Hvalfjarðarsveitar nr. 692-2022.

2206020

Faxaflóahafnir sf.
Einn aðalmaður og annar til vara í stjórn Faxaflóahafna sf. skv. ákvæðum félagssamnings og skv. hafnalögum nr. 61/2003.
Framlögð eftirfarandi tillaga um skipan fulltrúa:
Aðalfulltrúi Helga Harðardóttir
Varafulltrúi Andrea Ýr Arnarsdóttir

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Samstarfsnefnd slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar.

2205016

Tilnefning fulltrúa Hvalfjarðarsveitar í samstarfsnefndina.
Skipan í samstarfsnefnd Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar. Gert er ráð fyrir að skipan nefndarinnar sé þannig að auk slökkviliðsstjóra sé einn embættismaður frá hvoru sveitarfélagi um sig.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fulltrúi Hvalfjarðarsveitar verði Hlynur Sigurdórsson, verkefnastjóri framkvæmda og eigna."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Fjárhagsáætlun Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis 2023-2026.

2210083

Erindi frá Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn leggur fram Fjárhagsáætlun Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis 2023-2026 til fyrri umræðu ásamt greinargerð framkvæmdastjóra."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

11.Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands fyrir árið 2023.

2210067

Erindi frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands fyrir árið 2023."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

12.Stafrænt samráð sveitarfélaga.

2012010

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að halda áfram stafrænu samráði sveitarfélaga. Sveitarstjórn mun áætla fjármagn í samvinnu sveitarfélaga í stafrænni umbreytingu í fjárhagsáætlun fyrir 2023. Upphæðin er kr. 587.989, sem reiknuð er út frá íbúafjölda fyrir hvert sveitarfélag.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

13.Ágóðahlutagreiðsla 2022.

2210087

Erindi frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands.
Erindi frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands lagt fram til kynningar.

14.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara, 231. mál.

2210086

Erindi frá Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis.
Erindi frá Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis er lagt fram til kynningar. Erindið varðar umsögn um tillögu til þingsályktunar um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara.

15.Umsögn um frumvarp til laga um útlendinga (alþjóðleg vernd), 382. mál.

2210092

Erindi frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.
Erindi frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis er lagt fram til kynningar. Erindið varðar umsögn um frumvarp til laga um útlendinga (alþjóðleg vernd).

16.Umsögn um drög að frumvarpi til breytinga á lögum um Innheimtustofnun sveitarfélaga.

2211002

Erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti.
Erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti lagt fram til kynningar. Erindið varðar að birt hefur verið í samráðsgátt stjórnvalda frumvarp til breytinga á lögum um Innheimtustofnun sveitarfélaga. Tilgangur frumvarpsins er að leggja til lágmarksbreytingar á lögum um Innheimtustofnun sveitarfélaga og öðrum lögum sem miða að því að færa innheimtu meðlaga frá sveitarfélögum til ríkisins.

17.132., 133. og 134. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.

18.178. fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands

2210066

Fundargerð ásamt fylgigögnum.
Fundargerðin framlögð.

Fundi slitið - kl. 15:47.

Efni síðunnar