Mannvirkja- og framkvæmdanefnd
Dagskrá
1.Íþróttahús - undirbúningur framkvæmda.
2001042
Staða verkefnissins kynnt.
Farið yfir stöðu verkefnisins.
2.Melahverfi - Opin svæði
2001041
Verðtilboð í plöntuskipulag - Opið svæði Melahverfi.
Mannvirkja- og framkvæmdarnefnd leggur til við sveitarstjórn að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Önnu Rún Kristbjörnsdóttur og verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að ganga frá verksamningi.
3.Innrimelur 3
2210056
Framlögð er hönnun og kostnaðaráætlun í plöntuskipulag á lóð Stjórnsýsluhússins við Innrimel 3.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi tillögu að plöntuskipulagi við Innrimel 3 og ganga til samninga við Önnu Rún Kristbjörnsdóttur.
4.Aðgengismál fatlaðs fólks.
2110016
Stuðningur vegna úrbóta í aðgengismálum fatlaðs fólks.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að senda inn umsókn til Jöfnunarsjóðs ásamt þeim gögnum sem hafa verið unnin varðandi aðgengi fatlaðra í Miðgarði.
Verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að vinna sambærilega úttekt fyrir Hlaðir.
Verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að vinna sambærilega úttekt fyrir Hlaðir.
5.Beiðni um færslu sveitarfélagamarka (breytt lögsögumörk) vegna tiltekins landsskika í landi Akrakots.
2210044
Erindi frá Akraneskaupstað.
Nefndin tók erindið til umfjöllunar og fóru fram góðar og ýtarlegar umræður um málið. Nefndin gerir ráð fyrir sameiginlegum fundi sveitarstjórnar og USNL nefndar.
6.Beiðni um viðræður um kaup eða makaskipti á landi af Hvalfjarðarsveit.
2210045
Erindi frá Akraneskaupstað.
Nefndin tók erindið til umfjöllunar og fóru fram góðar og ýtarlegar umræður um málið. Nefndin gerir ráð fyrir sameiginlegum fundi sveitarstjórnar og USNL nefndar.
7.Framkvæmdaáætlun 2022-2025
2110014
Umræður um framkvæmdaáætlun 2022
Framkvæmdaáætlun 2022 lögð fram.
8.Viðhalds- og framkvæmdaáætlun 2023-2026
2209041
Umræður um viðhaldsáætlun 2023-2026
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða viðhaldsáætlun 2023-2026 að viðbættum kostnaði við framkvæmd aðgengis fatlaðra í Miðgarði.
9.Landsbyggðarstígur.
2210049
Erindi frá Akraneskaupstað.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að formanni Mannvirkja- og framkvæmdanefndar og verkefnastjóra framkvæmda og eigna að eiga fund með fulltrúum Akraneskaupstaðar.
10.Reglur um styrki vegna varmadælna í Hvalfjarðarsveit.
2210018
Erindi frá Axel Helgasyni.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að hafna erindinu. Nefndin telur að með núverandi reglum sé þörfum íbúa mætt um jafna húshitun í sveitarfélaginu.
11.Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar - Úttekt á starfsemi.
2111040
Framlögð er skýrsla Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um stöðu slökkviliða á Íslandi sem gefin var út í október 2022 ásamt úttekt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar.
Framlagðar samandregnar athugasemdir og úrbætur á slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar frá slökkviliðsstjóra.
Framlagðar samandregnar athugasemdir og úrbætur á slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar frá slökkviliðsstjóra.
Lagt fram til kynningar.
12.Samtök orkusveitarfélaga - aðalfundur 2022.
2210032
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
13.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 57
2210009F
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr. 57
- 13.1 2209026 Fagurverk - stöðuleyfiAfgreiðslur byggingarfulltrúa - 57 Samþykkt er að veita stöðuleyfi samkvæmt byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum
Gjöld:
Afgreiðslugjald kr. 14.200,-
Stöðuleyfi til hálfs árs kr. 20.000,-
Heildargjöld kr. 34.200,- Bókun fundar Lagt fram til kynningar - 13.2 2109024 Háimelur 2 - lóðaumsóknAfgreiðslur byggingarfulltrúa - 57 Í samræmi við framangreint ákvæði reglnanna er frestur til að hefja framkvæmdir liðinn. Þá hefur ekki verið sótt um framlengingu á fresti af hálfu lóðarhafa. Því tilkynnist það hér með að úthlutun lóðarinnar Háimelur 2 er hér með felld niður frá og með deginum í dag.
Bréf hefur þegar verið sent á lóðarhafa -as
Arnar Skjaldarson - Byggingarfulltrúi Hvalfjarðarsveitar Bókun fundar Lagt fram til kynningar - 13.3 2111019 Háimelur 4 - LóðaumsóknAfgreiðslur byggingarfulltrúa - 57 Gatnagerðargjöld, seinni greiðsla kr. 3.556.125,- Bókun fundar Lagt fram til kynningar
- 13.4 2205042 Háimelur 4 - ByggingarleyfiAfgreiðslur byggingarfulltrúa - 57 Samrýmist skipulagi og er samþykkt Bókun fundar Lagt fram til kynningar
- 13.5 2205012 Hafnarland Lísuborgir - ByggingarleyfiAfgreiðslur byggingarfulltrúa - 57 Samrýmist skipulagi og er samþykkt Bókun fundar Lagt fram til kynningar
- 13.6 2011009 Garðavellir 9 - ParhúsAfgreiðslur byggingarfulltrúa - 57 Hefur byggingarframkvæmdin því fengið útgefið lokaúttektarvottorð sbr. 4.mgr. laga nr. 160/2010. Bókun fundar Lagt fram til kynningar
- 13.7 2204016 Hlíðarfótur II - Umsókn um byggingarleyfiAfgreiðslur byggingarfulltrúa - 57 Samrýmist skipulagi og er samþykkt Bókun fundar Lagt fram til kynningar
- 13.8 2204050 Stofnun vegsvæðis úr Áslandi, L1986331, L195902 og L198633Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 57 Gjöld
Afgreiðslugjald vegna móttöku umsóknar pr. lóð kr. 14.300,-
Umsýsla vegna stofnun lóðar, pr. lóð kr. 22.000,-
Veðbókavottorð kr. 0,-
Þinglýsingargjald pr. lóð kr. 2500,-
Heildargjöld vegna stofnun þriggja lóða kr. 116.400,- Bókun fundar Lagt fram til kynningar - 13.9 2209021 Vestra Súlunes - stofnun lóðar vegna vegsvæðis.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 57 Gjöld
Afgreiðslugjald vegna móttöku umsóknar kr. 14.300,-
Umsýsla vegna stofnun lóðar kr. 22.000,-
Veðbókavottorð kr. 0,-
Þinglýsingargjald kr. 2500,-
Heildargjöld kr. 38.800,- Bókun fundar Lagt fram til kynningar - 13.10 2209022 Eystra Súlunes - stofnun lóðar vegna vegsvæðis.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 57 Gjöld
Afgreiðslugjald vegna móttöku umsóknar kr. 14.300,-
Umsýsla vegna stofnun lóðar kr. 22.000,-
Veðbókavottorð kr. 0,-
Þinglýsingargjald kr. 2500,-
Heildargjöld kr. 38.800,- Bókun fundar Lagt fram til kynningar
Fundi slitið - kl. 18:00.