Sveitarstjórn
Dagskrá
Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.
1.Sveitarstjórn - 357
2208002F
Fundargerðin framlögð.
2.Fjölskyldu- og frístundanefnd - 36
2208004F
Fundargerðin framlögð.
HPO fór yfir helstu atriði fundarins.
HPO fór yfir helstu atriði fundarins.
-
Fjölskyldu- og frístundanefnd - 36 Samkvæmt 8. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 skulu sveitarfélög hafa samráð við notendur og starfrækja sérstök notendaráð. Fjölskyldu- og frístundanefnd leggur til við sveitarstjórn að stofnað verði notendaráð um málefni fatlaðs fólks og félagsmálastjóra verði falið að vinna að stofnun ráðsins. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Samkvæmt 8. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 skulu sveitarfélög hafa samráð við notendur og starfrækja sérstök notendaráð. Sveitarstjórn samþykkir tillögu fjölskyldu- og frístundanefndar að stofnað verði notendaráð um málefni fatlaðs fólks og er félagsmálastjóra falið að vinna að stofnun ráðsins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
3.Fræðslunefnd - 42
2208005F
Fundargerðin framlögð.
IMS fór yfir helstu atriði fundarins.
IMS fór yfir helstu atriði fundarins.
-
Fræðslunefnd - 42 Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að verða við beiðni skólastjóra Heiðarskóla um kaup á búnaði vegna sértækra kennslu- og stuðningsþarfa að andvirði kr. 353.000,-. Nefndin leggur jafnframt til að gerður verður viðauki í lok árs ef úthlutun á deild 04022, lykill 5853 tölvubúnaður og skrifstofuvörur í fjárhagsáætlun fer umfram fjárhagsáætlun fyrir árið 2022. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu fræðslunefndar að verða við beiðni skólastjóra Heiðarskóla um kaup á búnaði vegna sértækra kennslu- og stuðningsþarfa að andvirði kr. 353.000.-. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að gerður verði viðauki í lok árs ef úthlutun á deild 04022, lykill 5853, tölvubúnaður og skrifstofuvörur í fjárhagsáætlun fer umfram fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 er þessu nemur."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Fræðslunefnd - 42 Ingu Maríu Sigurðardóttur og frístunda- og menningarfulltrúa falið að vinna áfram að næstu skrefum varðandi lausn á húsnæðisþörf leikskólans Skýjaborgar í samræmi við niðurstöður þarfagreiningarinnar, í samstarfi við starfsfólk leikskólans og mannvirkja- og framkvæmdanefnd. Einnig að hafinn verði undirbúningur að byggingu nýs leikskóla í Melahverfi að því loknu sbr. álit starfshópsins. Framvinda málsins verður kynnt fyrir nefndinni á næsta fundi. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu fræðslunefndar að Ingu Maríu Sigurðardóttur og frístunda- og menningarfulltrúa sé falið, í samstarfi við starfsfólk leikskólans og mannvirkja- og framkvæmdanefnd, að vinna áfram að næstu skrefum varðandi lausn á húsnæðisþörf leikskólans Skýjaborgar í samræmi við niðurstöður þarfagreiningarinnar. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að hafinn verði undirbúningur að byggingu nýs leikskóla í Melahverfi að því loknu sbr. álit starfshópsins, tekið verði tillit til þessa við gerð fjárhags- og framkvæmdaáætlunar 2023-2026."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
4.Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 2
2206011F
Fundargerðin framlögð.
ÓÖK fór yfir helstu atriði fundarins.
ÓÖK fór yfir helstu atriði fundarins.
-
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 2 USNL-nefnd samþykkir tillögu um merkingar fyrir almennan, óflokkaðan úrgang fyrir sitt leiti og felur umhverfisfulltrúa að vinna að því í samstarfi við Íslenska Gámafélagið að gera átak í merkingu gáma á grenndarstöðvum í Hvalfjarðarsveit, sbr. ákvæði verksamnings um sorphirðu í sveitarfélaginu. Jafnframt leggur nefndin til við sveitarstjórn að leiðbeiningar fyrir almennan, óflokkaðan úrgang verði þýddar yfir á ensku, og að þessum leiðbeiningum verði jafnframt komið á framfæri á heimasíðu sveitarfélagsins ásamt upplýsingum um úrgangsmál og mikilvægi flokkunar. Umhverfisfulltrúa falið að vinna málið áfram. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagða tillögu um merkingar fyrir almennan, óflokkaðan úrgang og felur umhverfisfulltrúa að vinna að því í samstarfi við Íslenska Gámafélagið að gera átak í merkingu gáma á grenndarstöðvum í Hvalfjarðarsveit, sbr. ákvæði verksamnings um sorphirðu í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn samþykkir einnig að leiðbeiningar fyrir almennan, óflokkaðan úrgang verði þýddar yfir á ensku og að þessum leiðbeiningum verði jafnframt komið á framfæri á heimasíðu sveitarfélagsins ásamt upplýsingum um úrgangsmál og mikilvægi flokkunar. Umhverfisfulltrúa falið að vinna málið áfram."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 2 Efni: Endurvinnsla kerbrota, umsagnarbeiðni
Tillaga að umsögn Hvalfjarðarsveitar:
Erindi frá Skipulagsstofnun vegna tilkynningar Kerendurvinnslunnar, en Hvalfjarðarsveit er umsagnaraðili sbr. 20.gr. laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Í umsögninni skal koma fram eftir því sem við á, hvort Hvalfjarðarsveit telji að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun eftir því sem við á. Jafnframt hvort og þá hvaða atriði umsagnaraðilar telja þurfa að skýra frekar og hvort þau kalli að hans mati á að framkvæmdin fari í umhverfismat að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Jafnframt skal í umsögn gera grein fyrir leyfum sem framkvæmdin er háð.
Eins og fram kemur í fyrirspurninni frá Kerendurvinnslunni, er það stefna Hvalfjarðarsveitar skv. núgildandi aðalskipulagi að heimila ekki nýjar verksmiðjur eða iðnaðarfyrirtæki sem hafa í för með sér losun á brennisteinstvíoxíði eða flúor á svæðinu. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fram koma hjá Kerendurvinnslunni, losar fyrirhuguð verksmiðja 260 kg af flúori á ári og 2600 kg af brennisteinstvíoxíði í afgasi miðað við hámarks afköst verksmiðjunnar. Þó þetta séu hlutfallslega ekki háar tölur (miðað við núverandi losun Norðuráls t.d.) þá er þetta viðbót og því samræmist þessi starfsemi ekki aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar.
Í nýju aðalskipulagi (enn óstaðfest), kemur þetta einnig fram, en í almennum skilmálum fyrir iðnaðarsvæði segir: Áfram verði dregið úr losun frá mengandi starfsemi, þ.á.m. losun flúors og brennisteinstvíoxíðs. Ekki verður heimil ný starfsemi sem losar flúor og brennisteinstvíoxíð.
Það er þó ljóst, að förgun kerbrota er vandræðamál, og má kannski segja að þau séu ákveðið olnbogabarn þegar kemur að álframleiðslu í heiminum. Mögulega er engin aðferð góð við endurvinnslu, urðun eða förgun og því nauðsynlegt að finna skástu mögulegu lausn.
Um árabil hafa verið starfræktar svokallaðar flæðigryfjur á Grundartanga, reknar á grundvelli starfsleyfa annars vegar Norðuráls og hins vegar Elkem. Hingað til hefur sú ráðstöfun hlotið náð hjá eftirlitsaðilum og Hvalfjarðarsveit verið talin trú um að nálægð við sjó, og það að sjór flæði um kerbrotin, geri það að verkum að hættuleg efni, eins og sýaníð, bindist þannig að ekki hljótist skaði af fyrir lífríki sjávar. Þó það sé nú líklega ekki talin góð ráðstöfun til langs tíma litið að urðun og landfyllingar sé lausnin, telur Hvalfjarðarsveit rétt að vinna að nánari samanburði þessara aðferða í tengslum við matskyldufyrirspurnina en einnig er í gangi vinna við umhverfismat vegna nýrra flæðigryfja á Grundartanga. Telur Hvalfjarðarsveit skynsamlegt að líta á þessi mál í samhengi og vega og meta kosti og galla ólíkra aðferða við urðun og/eða endurvinnslu kerbrota.
Það eru nokkrir kostir mögulegir til að draga úr losun í flæðigryfjur og aðferðir hafa verið þróaðar til að meðhöndla kerbrot og koma á endurvinnslu. Hvalfjarðarsveit óskar eftir nánari upplýsingum um þessar aðferðir og samanburð á þeim, hvernig þær hafa reynst og hvað kæmi best út fyrir Ísland. Það virðist jú ekki vera mikil framtíðarsýn í því að urða kerbrot, sér í lagi ef sú aðferð er háð sérstakri undanþágubeiðni, eins og fram kemur í samantektinni.
Þessu til viðbótar óskar Hvalfjarðarsveit eftir upplýsingum um eftirtalda þætti:
1.
Í fyrirspurn framkvæmdaraðila kemur fram að framleiðslugeta verksmiðjunnar sé 35.000 tonn á ári. Einnig að það þarf um 200 lítra af ferskvatni fyrir hvert tonn af kerbrotum. Óskar Hvalfjarðarsveit eftir nánari upplýsingum um vatnsnotkun og vatnsöflun verksmiðjunnar. Um er að ræða kælivatn og því vaknar sú spurning hvort hægt væri að nýta sjó eða yfirborðsvatn til slíkrar kælingar.
2.
Fram kemur að afurðin í endurvinnsluferlinu kallast HiCal og er notað í ofnrekstri innan sementsiðnaðar á mörkuðum fjarri Íslandi, eða í Asíu, Afríku og Suður-Ameríku. Jafnframt kemur fram að kerbrot frá íslenskum álverum útvega rétt ríflega helming þess hráefnis sem fyrirhuguð verksmiðja annar. Þá verður restin, til að ná fullum afköstum, innflutt kerbrot mögulega frá Kína, Indlandi, Rússlandi eða annars staðar (sjá töflu 1: Kerbrot á heimsvísu, í fyrirspurn um matskyldu). Kerbrot eru flokkuð sem spilliefni sem gerir meðhöndlun þeirra og urðun erfiða og þau falla undir reglur um flutning á hættulegum efnum. Hvalfjarðarsveit óskar eftir nánari upplýsingum um afurðina, sölumöguleika hennar, hugsanlega kaupendur og verðmætasköpun. Einnig óskar sveitarfélagið eftir samantekt á heildarumhverfisáhrifum að teknu tilliti til flutninga og markaða, bæði kerbrotanna og afurðarinnar, svo framleiðslan uppfylli markmið um hringrásarhagkerfið og Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um að minnka úrgang, auka endurvinnslu, draga úr sóun og stuðla að verðmætasköpun eins og fram kemur í fyrirspurninni.
3.
Mun starfsemi Kerendurvinnslunnar geta dregið úr losun flúors og brennisteinstvíoxíðs á svæðinu, þannig að með byggingu verksmiðjunnar minnki heildarlosun þessara efna frá svæðinu?
Það er ljóst að bygging umræddrar verksmiðju fellur ekki að stefnu og framtíðarsýn Hvalfjarðarsveitar og því telur sveitarfélagið ekki tímabært að svara spurningum um hvaða leyfum framkvæmdin er háð. Sé óskað eftir því hvort Hvalfjarðarsveit telji að framkvæmdin fari í umhverfismat, þá er það niðurstaða sveitarfélagsins að svo sé, í ljósi þess umfangs iðnaðar sem nú þegar er á Grundartanga og vegna þeirra atriða sem hér að framan eru talin.
USNL-nefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja tillögu að umsögn nefndarinnar varðandi endurvinnslu kerbrota.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir eftirfarandi tillögu nefndarinnar að umsögn varðandi endurvinnslu kerbrota:
Eins og fram kemur í fyrirspurninni frá Kerendurvinnslunni, er það stefna Hvalfjarðarsveitar skv. núgildandi aðalskipulagi að heimila ekki nýjar verksmiðjur eða iðnaðarfyrirtæki sem hafa í för með sér losun á brennisteinstvíoxíði eða flúor á svæðinu. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fram koma hjá Kerendurvinnslunni, losar fyrirhuguð verksmiðja 260 kg af flúori á ári og 2600 kg af brennisteinstvíoxíði í afgasi miðað við hámarks afköst verksmiðjunnar. Þó þetta séu hlutfallslega ekki háar tölur (miðað við núverandi losun Norðuráls t.d.) þá er þetta viðbót og því samræmist þessi starfsemi ekki aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar.
Í nýju aðalskipulagi (enn óstaðfest), kemur þetta einnig fram, en í almennum skilmálum fyrir iðnaðarsvæði segir: Áfram verði dregið úr losun frá mengandi starfsemi, þ.á.m. losun flúors og brennisteinstvíoxíðs. Ekki verður heimil ný starfsemi sem losar flúor og brennisteinstvíoxíð.
Það er þó ljóst, að förgun kerbrota er vandræðamál, og má kannski segja að þau séu ákveðið olnbogabarn þegar kemur að álframleiðslu í heiminum. Mögulega er engin aðferð góð við endurvinnslu, urðun eða förgun og því nauðsynlegt að finna skástu mögulegu lausn.
Um árabil hafa verið starfræktar svokallaðar flæðigryfjur á Grundartanga, reknar á grundvelli starfsleyfa annars vegar Norðuráls og hins vegar Elkem. Hingað til hefur sú ráðstöfun hlotið náð hjá eftirlitsaðilum og Hvalfjarðarsveit verið talin trú um að nálægð við sjó, og það að sjór flæði um kerbrotin, geri það að verkum að hættuleg efni, eins og sýaníð, bindist þannig að ekki hljótist skaði af fyrir lífríki sjávar. Þó það sé nú líklega ekki talin góð ráðstöfun til langs tíma litið að urðun og landfyllingar sé lausnin, telur Hvalfjarðarsveit rétt að vinna að nánari samanburði þessara aðferða í tengslum við matskyldufyrirspurnina en einnig er í gangi vinna við umhverfismat vegna nýrra flæðigryfja á Grundartanga. Telur Hvalfjarðarsveit skynsamlegt að líta á þessi mál í samhengi og vega og meta kosti og galla ólíkra aðferða við urðun og/eða endurvinnslu kerbrota.
Það eru nokkrir kostir mögulegir til að draga úr losun í flæðigryfjur og aðferðir hafa verið þróaðar til að meðhöndla kerbrot og koma á endurvinnslu. Hvalfjarðarsveit óskar eftir nánari upplýsingum um þessar aðferðir og samanburð á þeim, hvernig þær hafa reynst og hvað kæmi best út fyrir Ísland. Það virðist jú ekki vera mikil framtíðarsýn í því að urða kerbrot, sér í lagi ef sú aðferð er háð sérstakri undanþágubeiðni, eins og fram kemur í samantektinni.
Þessu til viðbótar óskar Hvalfjarðarsveit eftir upplýsingum um eftirtalda þætti:
1. Í fyrirspurn framkvæmdaraðila kemur fram að framleiðslugeta verksmiðjunnar sé 35.000 tonn á ári. Einnig að það þarf um 200 lítra af ferskvatni fyrir hvert tonn af kerbrotum. Óskar Hvalfjarðarsveit eftir nánari upplýsingum um vatnsnotkun og vatnsöflun verksmiðjunnar. Um er að ræða kælivatn og því vaknar sú spurning hvort hægt væri að nýta sjó eða yfirborðsvatn til slíkrar kælingar.
2. Fram kemur að afurðin í endurvinnsluferlinu kallast HiCal og er notað í ofnrekstri innan sementsiðnaðar á mörkuðum fjarri Íslandi, eða í Asíu, Afríku og Suður-Ameríku. Jafnframt kemur fram að kerbrot frá íslenskum álverum útvega rétt ríflega helming þess hráefnis sem fyrirhuguð verksmiðja annar. Þá verður restin, til að ná fullum afköstum, innflutt kerbrot mögulega frá Kína, Indlandi, Rússlandi eða annars staðar (sjá töflu 1: Kerbrot á heimsvísu, í fyrirspurn um matskyldu). Kerbrot eru flokkuð sem spilliefni sem gerir meðhöndlun þeirra og urðun erfiða og þau falla undir reglur um flutning á hættulegum efnum. Hvalfjarðarsveit óskar eftir nánari upplýsingum um afurðina, sölumöguleika hennar, hugsanlega kaupendur og verðmætasköpun. Einnig óskar sveitarfélagið eftir samantekt á heildarumhverfisáhrifum að teknu tilliti til flutninga og markaða, bæði kerbrotanna og afurðarinnar, svo framleiðslan uppfylli markmið um hringrásarhagkerfið og Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um að minnka úrgang, auka endurvinnslu, draga úr sóun og stuðla að verðmætasköpun eins og fram kemur í fyrirspurninni.
3. Mun starfsemi Kerendurvinnslunnar geta dregið úr losun flúors og brennisteinstvíoxíðs á svæðinu, þannig að með byggingu verksmiðjunnar minnki heildarlosun þessara efna frá svæðinu?
Það er ljóst að bygging umræddrar verksmiðju fellur ekki að stefnu og framtíðarsýn Hvalfjarðarsveitar og því telur sveitarfélagið ekki tímabært að svara spurningum um hvaða leyfum framkvæmdin er háð. Sé óskað eftir því hvort Hvalfjarðarsveit telji að framkvæmdin fari í umhverfismat, þá er það niðurstaða sveitarfélagsins að svo sé, í ljósi þess umfangs iðnaðar sem nú þegar er á Grundartanga og vegna þeirra atriða sem hér að framan eru talin."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 2 Fjallskil 2022.
Göngur og réttir í Hvalfjarðarsveit 2022.
Tillaga til sveitarstjórnar að fjallaskilaseðli Hvalfjarðarsveitar fyrir árið 2022.
A. Leitarsvæði Núparéttar: Leitarsvæðið nær yfir Leirár- og Melasveit og Svínadal norðan Laxár inn að mörkum Hlíðarfótar og Eyrar.
Leitardagur er á laugardegi fyrir réttir.
Fyrri Núparétt er sunnudaginn 11. september kl:13 og seinni rétt laugardaginn 24. september þegar smölun lýkur
Leitarstjórar eru Baldvin Björnsson og Hannes Adolf Magnússon.
Réttarstjóri er Baldvin Björnsson.
Marklýsingamenn eru Helgi Bergþórsson og Atli Viðar Halldórsson.
Skilamenn í Hornsrétt eru Baldvin Björnsson og Hannes Adolf Magnússon.
B. Leitarsvæði Reynisréttar. Leitarsvæðið nær yfir Skilmannahrepp allan, Innri-Akraneshrepp og Akraneskaupstað. Leitardagar skulu vera sömu daga og réttir eru.
Fyrri Reynisrétt er laugardaginn 17. september þegar smölun lýkur og seinni rétt laugardaginn 24. september þegar smölun lýkur.
Leitarstjórar eru Bjarki Borgdal Magnússon og Sigurgeir Guðni Ólafsson.
Réttarstjóri er Lilja Guðrún Eyþórsdóttir.
Marklýsingamenn eru Ólafur Sigurgeirsson og Haraldur Benediktsson.
C. Leitarsvæði Svarthamarsréttar. Leitarsvæðið nær yfir Hvalfjarðarströnd, Svínadal allan sunnan Laxár og norðan Laxár að innanverðu allt að merkjum Eyrar og Hlíðarfótar og upprekstrarland Akraneskaupstaðar á Botnsheiði og land jarða í Skorradalshreppi sunnan Fitjaár allt að landi Litlu Drageyrar. Leitardagar eru föstudagur og laugardagur fyrir fyrri skilaréttir.
Fyrri Svarthamarsrétt sunnudaginn 18. september kl: 10 og seinni rétt sunnudaginn 2. október þegar smölun lýkur.
Leitarstjóri er Guðmundur Sigurjónsson.
Réttarstjóri er Arnheiður Hjörleifsdóttir.
Marklýsingamenn eru Guðmundur Sigurjónsson og Jón Ottesen.
Skilamenn í Oddstaðarétt eru Stefán Gunnar Ármannsson og Guðbjartur Þór Stefánsson.
Þá leggur nefndin til að sveitarstjórn sjái til þess að við réttir í sveitarfélaginu verði kaffiveitingar, að höfðu samráði við kvenfélagið Lilju og réttarstjóra.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar að fjallskilaseðli Hvalfjarðarsveitar fyrir árið 2022.
A. Leitarsvæði Núparéttar: Leitarsvæðið nær yfir Leirár- og Melasveit og Svínadal norðan Laxár inn að mörkum Hlíðarfótar og Eyrar.
Leitardagur er á laugardegi fyrir réttir.
Fyrri Núparétt er sunnudaginn 11. september kl. 13 og seinni rétt laugardaginn 24. september þegar smölun lýkur
Leitarstjórar eru Baldvin Björnsson og Hannes Adolf Magnússon.
Réttarstjóri er Baldvin Björnsson.
Marklýsingamenn eru Helgi Bergþórsson og Atli Viðar Halldórsson.
Skilamenn í Hornsrétt eru Baldvin Björnsson og Hannes Adolf Magnússon.
B. Leitarsvæði Reynisréttar. Leitarsvæðið nær yfir Skilmannahrepp allan, Innri-Akraneshrepp og Akraneskaupstað. Leitardagar skulu vera sömu daga og réttir eru.
Fyrri Reynisrétt er laugardaginn 17. september þegar smölun lýkur og seinni rétt laugardaginn 24. september þegar smölun lýkur.
Leitarstjórar eru Bjarki Borgdal Magnússon og Sigurgeir Guðni Ólafsson.
Réttarstjóri er Lilja Guðrún Eyþórsdóttir.
Marklýsingamenn eru Ólafur Sigurgeirsson og Haraldur Benediktsson.
C. Leitarsvæði Svarthamarsréttar. Leitarsvæðið nær yfir Hvalfjarðarströnd, Svínadal allan sunnan Laxár og norðan Laxár að innanverðu allt að merkjum Eyrar og Hlíðarfótar og upprekstrarland Akraneskaupstaðar á Botnsheiði og land jarða í Skorradalshreppi sunnan Fitjaár allt að landi Litlu Drageyrar. Leitardagar eru föstudagur og laugardagur fyrir fyrri skilaréttir.
Fyrri Svarthamarsrétt sunnudaginn 18. september kl. 10 og seinni rétt sunnudaginn 2. október þegar smölun lýkur.
Leitarstjóri er Guðmundur Sigurjónsson.
Réttarstjóri er Arnheiður Hjörleifsdóttir.
Marklýsingamenn eru Guðmundur Sigurjónsson og Jón Ottesen.
Skilamenn í Oddstaðarétt eru Stefán Gunnar Ármannsson og Guðbjartur Þór Stefánsson.
Sveitarstjórn samþykkir einnig tillögu nefndarinnar, að sveitarstjórn sjái til þess að við réttir í sveitarfélaginu verði kaffiveitingar, að höfðu samráði við kvenfélagið Lilju og réttarstjóra. Umhverfisfulltrúa er falið að hafa samband við hluteigandi aðila."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 2 Nefndin tekur undir með Heilbrigðiseftirliti Vesturlands um að setja þurfi í deiliskipulagið ákvæði um fjarlægð fráveitumannvirkja frá vatni.
Nefndin fjallaði um þær ábendingar sem bárust frá Umhverfisstofnun vegna röskunar á náttúrulegum birkiskógi í deiliskipulaginu, en við nánari úttekt á náttúrulegum birkiskógi innan framkvæmdasvæðisins eins og skilgreint er í kortasjá Skógræktarinnar kemur í ljós að um blandaðan aðallega plantaðan skóg er að ræða og skv. talningu sem gerð hefur verið á fjölda trjáa á svæðinu, eru þau um 50 talsins og er minni hluti þeirra náttúrulegar birkiplöntur.
Telur nefndin því ekki ástæðu til nánari umfjöllunar í deiliskipulaginu um röskun náttúrulegs birkis og um mótvægisaðgerðir vegna endurheimtar náttúruverðmæta sbr. 5. mgr. 61. gr. náttúruverndarlaga, um að binda megi leyfi þeim skilyrðum sem nauðsynleg eru til að draga úr áhrifum framkvæmdarinnar á þau náttúrufyrirbæri sem verða fyrir röskun, en hvetur nefndin forsvaraðila framkvæmdanna til að planta sambærilegum fjölda náttúrulegra birkiplantna í samstarfi við Skógræktina sem mótvægisaðgerð til samræmis við inntak 5. greinar náttúruverndarlaga.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir deiliskipulagið fyrir sitt leyti og leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt með áorðnum breytingum, send Skipulagsstofnun til athugunar og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og samþykkir deiliskipulagsbreytinguna með áorðnum breytingum, að hún verði send Skipulagsstofnun til athugunar og að því loknu auglýst í B-deild Stjórnartíðinda."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 2 Sveitarfélagið leitaði álits Pacta lögmanna vegna málsins. Var niðurstaða Pacta að skilmálar gildandi deiliskipulags fyrir svæðið heimili byggingu umræddrar skemmubyggingar.
Ennfremur leitaði sveitarfélagið álits Skipulagsstofnunar um túlkun eða skilgreiningu á frístundabúskap eða hvers konar starfsemi geti fallið undir slíka skilgreiningu. Benti Skipulagsstofnun á að þar sem ákvæði aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar fyrir landbúnaðarland væru opin en ekki takmarkandi hvað þetta varðar, þá verði að telja sem svo að hvers konar starfsemi sem ekki er fyrirhuguð í atvinnuskyni geti flokkast undir frístundabúskap, sbr. einnig það sem kemur fram í deiliskipulagi Bjarkaráss. Það geti átt við hvers konar vélargeymslur eða verkstæði til eigin nota. Að mati Skipulagsstofnunar eru ákvæði í aðalskipulagi sveitarfélagsins það opin að túlka megi það svo að umrædd starfsemi sé í samræmi við ákvæði bæði í aðalskipulagi og deiliskipulagi fyrir umrætt svæði.
Umhverfis-, skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi veiti byggingarleyfi á grundvelli niðurstöðu grenndarkynningar sem framkvæmd var sbr. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsfulltrúa falið að svara þeim aðilum sem gerðu athugasemdir við fyrirhugaða skemmubyggingu í samræmi við neðangreint.
Athugasemdir dags. 27.07.2022 frá íbúum í Bjarkarási 8.
Gerðar eru athugasemdir við stærð og hæð skemmubyggingar sem fyrirhugað er að byggja í Bjarkarási 11 og kemur fram sú skoðun að skemmubygging af þessari áberandi stærðargráðu eigi að mati bréfritara alls ekki heima í íbúðarsvæði Bjarkaráss og muni hafa verulega neikvæð áhrif á heildarmynd umhverfisins innan um hefðbundin íbúðarhús. Fram kom sú skoðun að huga þurfi að því hver not húsnæðisins verði í langri framtíð. Þá er gerð athugasemd við að í grenndarkynningu séu íbúar ekki upplýstir um hvaða starfsemi eigi að fara þarna fram. Í bréfinu er skorað á sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að hafna byggingarleyfi fyrir skemmubyggingu af þessari stærðargráðu í landi Bjarkaráss 11.
Svar við athugasemd:
Nefndin telur að umrætt hús falli að deiliskipulagi svæðisins sbr. einnig álit Skipulagsstofnunar og Pacta lögmannsstofu sem sveitarfélagið leitaði álits til og eru hluti af fundargögnum málsins.
Varðandi þá athugasemd að í grenndarkynningu séu íbúar ekki upplýstir um hvaða starfsemi eigi að fara fram í húsinu, þá kemur skýrt fram í grenndarkynningargögnum að um sé að ræða frístundaaðstöðu og telur nefndin að sú skilgreining sé nægilega upplýsandi til að lýsa þeirri starfsemi sem fyrirhuguð er í húsinu.
Athugasemdir dags. 27.07.2022, mótteknar þann 02.08.2022 bárust frá íbúa Bjarkarási 10. Eru athugasemdir settar fram í 16 tölusettum liðum.
1) Fram kemur sú skoðun bréfritara að verulega hafi skort á lýsingu og notkun húsnæðisins og útilokað fyrir íbúa svæðisins að átta sig á umræddri byggingu, raunverulegri stærð hennar og fyrirhugaðri notkun.
Svar við athugasemd: Varðandi þá athugasemd að skort hafi á lýsingu og notkun húsnæðisins þá kemur skýrt fram í grenndarkynningargögnum að um sé að ræða frístundaaðstöðu og telur nefndin að sú skilgreining sé nægilega upplýsandi til að lýsa þeirri starfsemi sem fyrirhuguð er í húsinu. Varðandi þá athugasemd að ekki hafi verið unnt að átta sig á raunverulegri stærð hússins þá voru grunnmyndir hússins, útlitsmyndir og snið, málsett nægilega til að hægt væri að átta sig vel á stærð húsnæðisins auk þess sem stærðin kom fram í texta í grenndarkynningargögnum.
2) Fram kemur að bygging af þessu tagi sé ekki í samræmi við samþykkt deiliskipulag á svæðinu og sé því ólögmætt.
Svar við athugasemd: Nefndin telur að umrætt hús falli að deiliskipulagi svæðisins sbr. einnig álit Skipulagsstofnunar og Pacta lögmannsstofu sem sveitarfélagið leitaði álits til og eru hluti af fundargögnum málsins.
3) Fram kemur áhyggjur bréfritara um að fyrirhugað sé að hafa atvinnustarfsemi í húsinu.
Svar við athugasemd: Nefndin vill taka fram að ekki er heimilt skv. deiliskipulagi svæðisins og gildandi aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 að hafa aðra starfsemi í húsinu en landnotkun svæðisins kveður á um.
4) Fram kemur m.a. að skemmubygging geti ekki talist stakstæð bílgeymsla í svipuðum stíl og íbúðarhús á lóðinni.
Svar við athugasemd: Nefndin telur að umrætt hús falli að deiliskipulagi svæðisins sbr. einnig álit Skipulagsstofnunar og Pacta lögmannsstofu sem sveitarfélagið leitaði álits til og eru hluti af fundargögnum málsins.
5) Fram kemur að fyrirhuguð skemmubygging geti ekki flokkast sem gróðurhús, hesthús eða sambærilegt húsnæði undir frístundabúskap, byggingin beri einkenni iðnaðar- og atvinnuhúsnæðis sem sé í ósamræmi við deiliskipulag svæðisins.
Svar við athugasemd: Nefndin telur að umrætt hús falli að deiliskipulagi svæðisins sbr. einnig álit Skipulagsstofnunar og Pacta lögmannsstofu sem sveitarfélagið leitaði álits til og eru hluti af fundargögnum málsins.
6) Fram kemur að bygging atvinnu-, iðnaðar- eða geymsluhúss sé ekki í samræmi við deiliskipulag svæðisins.
Svar við athugasemd: Nefndin áréttar að ekki er heimilt skv. deiliskipulagi svæðisins og gildandi aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 að hafa aðra starfsemi í húsinu en landnotkun svæðisins kveður á um.
7) Fram kemur að ekki verði séð að gætt hafi verið að samræmi í hönnun og gerð húsnæðis hvað varðar útlit og frágang, þar á meðal þakhalla, þakfrágang, áferð og litaval. Fram kemur sú skoðun að ósamræmi sé á milli skemmunnar sjálfrar og skúrbyggingar sem við hana er tengd. Þá sé húsið ekki í samræmi við önnur hús á skipulagssvæðinu.
Svar við athugasemd: Nefndin telur að umrætt hús falli að deiliskipulagi svæðisins sbr. einnig álit Skipulagsstofnunar og Pacta lögmannsstofu sem sveitarfélagið leitaði álits til og eru hluti af fundargögnum málsins.
8) Fram kemur að á afstöðumynd hafi ekki verið sýnd öll aðliggjandi hús á svæðinu sbr. nýbyggt hús að Bjarkarási 9.
Svar: Nefndin telur að grenndarkynningargögn hafi verið nægilega upplýsandi fyrir íbúa svæðisins til að taka afstöðu til málsins.
9) Fram kemur að málsetningar á teikningum og texta í byggingarleyfisumsókn, gæti misræmis og engin leið sé að átta sig á því hve stórt hús er verið að sækja um.
Varðandi þá athugasemd að ekki hafi verið unnt að átta sig á raunverulegri stærð hússins þá voru grunnmyndir hússins, útlitsmyndir og snið, málsett nægilega til að hægt væri að átta sig vel á stærð húsnæðisins auk þess sem stærðin kom fram í texta í grenndarkynningargögnum.
10) Fram kemur að upplýsingar vanti í grenndarkynningargögnum um meðferð sorps á lóðinni sem sé andstætt skipulagsskilmálum svæðisins.
Svar: Nefndin telur að grenndarkynningargögn hafi verið nægilega upplýsandi fyrir íbúa svæðisins til að taka afstöðu til málsins.
11) Fram kemur að svo stórt hús nálægt opna svæðinu í kringum Beitistaðatjörn, sé í þversögn við áætlanir sem um svæðið voru.
Svar við athugasemd: Nefndin telur að umrætt hús falli að deiliskipulagi svæðisins sbr. einnig álit Skipulagsstofnunar og Pacta lögmannsstofu sem sveitarfélagið leitaði álits til og eru hluti af fundargögnum málsins.
12) Fram kemur að skemma af þessari stærðargráðu eigi frekar heima á atvinnulóð.
Svar við athugasemd: Skv. skilmálum í deiliskipulagi Bjarkaráss og skv. þeim upplýsingum sem fram komu í grenndarkynningargögnum vill nefndin benda á að stærð lóðarinnar Bjarkarási 11 er 9041 m2, heimilt byggingarmagn á lóðinni skv. gildandi deiliskipulagi er 10 % af stærð lóðar eða um 904,1 m2.
13) Fram koma áhyggjur um burðarþol vega í Bjarkarási á framkvæmdatíma hússins.
Svar við athugasemd: Nefndin telur ekki ástæðu til að bregðast sérstaklega við athugasemd.
14) Fram koma áhyggjur um rýrnun verðmæta á fasteignum í næsta nágrenni við skemmubygginguna. Einnig áhyggjur af hljóð- og sjónmengun og loks af umhverfismálum á lóðinni til framtíðar litið. Áskilur lóðarhafi sér rétt til að sækja bætur til viðeigandi aðila vegna afleiðinga af byggingu hússins.
Svar við athugasemd: Nefndin telur að skipulagsskilmálar skv. deiliskipulagi Bjarkaráss eigi að vera öllum íbúum svæðisins ljósir, en sömu skilmálar gilda fyrir allar lóðir á svæðinu, en þar kemur fram að heimilt byggingarmagn á lóðum skv. gildandi deiliskipulagi sé 10 % af stærðum lóða og því mátti öllum lóðarhöfum vera það ljóst að fyrr eða síðar myndu stór hús rísa á svæðinu í samræmi við heimildir þar um.
15) Fram kemur að talið sé að skemman sé í ósamræmi við gildandi deiliskipulag svæðisins.
Svar við athugasemd: Nefndin telur að umrætt hús falli að deiliskipulagi svæðisins sbr. einnig álit Skipulagsstofnunar og Pacta lögmannsstofu sem sveitarfélagið leitaði álits til og eru hluti af fundargögnum málsins.
16) Gerð er athugasemd við málsmeðferð sveitafélagsins árið 2020 þegar heimilað var að reisa einbýlishús á 2 hæðum.
Svar við athugasemd: Nefndin telur ekki ástæðu til að bregðast sérstaklega við athugasemd. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að byggingarfulltrúi veiti byggingarleyfi á grundvelli niðurstöðu grenndarkynningar sem framkvæmd var sbr. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsfulltrúa falið að svara þeim aðilum sem gerðu athugasemdir við fyrirhugaða skemmubyggingu í samræmi við bókun nefndarinnar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 2 Umhverfis-, skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi veiti byggingarleyfi á grundvelli niðurstöðu grenndarkynningar sem framkvæmd var sbr. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar og gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi veiti byggingarleyfi á grundvelli niðurstöðu grenndarkynningar sem framkvæmd var sbr. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 2 Umhverfis-, skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að auglýst verði óveruleg breyting á deiliskipulagi fyrir Lyngmel sbr. 2. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Í breytingunni felist að heimilt verði fyrir allt íbúðahverfið í Lyngmel að byggja hús með beinni bundinni byggingarlínu auk bogadreginnar línu þar sem við á, eins og ákvæði deiliskipulagsins gefa til kynna.
Grenndarkynnt verði meðal allra lóðarhafa í Lyngmel.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar að auglýst verði óveruleg breyting á deiliskipulagi fyrir Lyngmel sbr. 2. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Í breytingunni felst að heimilt verði fyrir allt íbúðahverfið í Lyngmel að byggja hús með beinni bundinni byggingarlínu auk bogadreginnar línu þar sem við á, eins og ákvæði deiliskipulagsins gefa til kynna. Grenndarkynnt verði meðal allra lóðarhafa í Lyngmel."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. - 4.16 2208030 Grenndarkynning - Aðkomuvegur-heimreið að lóðunum Réttarhaga 1 og 2 úr landi Leirár, landeignanúmer 133774.Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 2 Umhverfis-, skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemd við að skipulagsfulltrúi veiti framkvæmdaleyfi á grundvelli niðurstöðu grenndarkynningar sem framkvæmd var sbr. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar sem felur í sér að gera ekki athugasemd við að skipulagsfulltrúi veiti framkvæmdaleyfi á grundvelli niðurstöðu grenndarkynningar sem framkvæmd var sbr. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
5.Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 3
2208007F
Fundargerðin framlögð.
ÓÖK fór yfir helstu atriði fundarins.
ÓÖK fór yfir helstu atriði fundarins.
-
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 3 Í gildandi aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 og í nýrri tillögu aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2020-2032, sem bíður staðfestingar, er ekki gert ráð fyrir að lóðir í Ölveri breytist í íbúðarbyggð, né að þar séu tilteknum landeignum breytt í landbúnaðarland.
Landnotkun svæðisins er frístundabyggð þar með talið lóðin Ölver 41.
Með vísan til aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar er ekki vilji til að breyta landnotkun svæðisins og gefur nefndin því neikvæða umsögn vegna erindisins.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar, þar sem fram kemur að í gildandi aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 og í nýrri tillögu aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2020-2032, sem bíður staðfestingar, er ekki gert ráð fyrir að lóðir í Ölveri breytist í íbúðarbyggð né að þar séu tilteknum landeignum breytt í landbúnaðarland. Landnotkun svæðisins er frístundabyggð, þar með talin lóðin Ölver 41.
Með vísan til aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar er ekki vilji til að breyta landnotkun svæðisins og er því gefin neikvæð umsögn vegna erindisins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 3 Zephyr Iceland ehf. hefur sent Skipulagsstofnun matsáætlun um vegna vindorkugarðs í landi Brekku í Hvalfjarðarsveit. Fyrirtækið áformar að láta reisa um það bil 50MW vindorkugarð á um 300ha svæði. Fyrirhugað er að reisa um 8-12 vindmyllur á Brekkukambi, í um 647 metra hæð yfir sjávarmáli.
Óskað er eftir að Hvalfjarðarsveit veiti umsögn um matsáætlun ofangreindrar framkvæmdar skv. 21. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 og 12. gr. reglugerðar nr. 1381/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Í umsögninni þarf eftir því sem við á að koma fram hvort umsagnaraðili hafi athugasemdir við það hvernig framkvæmdaraðili hyggst vinna að umhverfismati framkvæmdarinnar, út frá sínu starfssviði, svo sem um skilgreiningu valkosta, gagnaöflun, úrvinnslu gagna, umhverfismat og framsetningu umhverfismatsskýrslu. Einnig, ef á skortir, hvaða atriðum umsagnaraðili telur að gera þurfi frekari skil eða hafa sérstaklega í huga við umhverfismat framkvæmdarinnar. Leyfisveitendur skulu í umsögn sinni gera grein fyrir þeim leyfum sem eru á starfssviði þeirra og framkvæmdin er háð.
Tillaga að umsögn Hvalfjarðarsveitar um fyrirhugaðan vindorkugarð í landi Brekku:
Hvalfjarðarsveit vill í fyrstu árétta stefnu sveitarfélagsins í aðalskipulagi, en eins og kemur fram í kafla 2.4 matsáætlunarinnar, þá er ekki gert ráð fyrir vindorkugarði í landi Brekku í gildandi aðalskipulagi 2008-2020. Nýtt aðalskipulag er á lokametrunum, en það gildir til ársins 2032. Í kafla 2.2 um umhverfi og yfirbragð byggðar segir m.a.: Utan þéttbýlis verður almennt haldið í dreifbýlisyfirbragð byggðar, s.s. eins og að byggingar verði ekki áberandi í landi vegna stærðar eða hæðar. Í kafla 2.4.6 um iðnaðarsvæði kemur fram að virkjanir yfir 200kW skulu að öllu jöfnu vera á skilgreindu iðnaðarsvæði. Í viðauka forsenduheftis er einnig að finna skýringaruppdrætti sem sýna friðlýst svæði þar sem vindmyllur skulu ekki vera staðsettar og svæði sem þarf að skoða sérstaklega, þ.e.a.s. mikilvæg fuglasvæði og óbyggð víðerni. Ekki er gert ráð fyrir iðnaðarsvæði á Brekkukambi. Svæðið er auk þess í nágrenni við skipulagða frístundabyggð, landbúnaðarsvæði, hverfisverndarsvæði og svæði á B-hluta náttúruminjaskrár. Það er því ljóst að hugmyndirnar sem kynntar eru í matsáætluninni myndu kalla á breytingar á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar.
Almennt:
Í kafla 1.1 kemur fram að samhliða vinnu við mat á umhverfisáhrifum verði valkostir varðandi tegund, uppröðun og staðsetningu vindmylla skoðaðir en vegna örrar tækniþróunar er nákvæm gerð og stærð vindmyllu ekki ákveðin fyrr en skömmu áður en sjálfar vindmyllurnar eru reistar. Hvalfjarðarsveit telur mikilvægt að þessar lykilupplýsingar liggi fyrir sem fyrst, enda þurfi að meta umhverfisáhrifin út frá þessum þáttum. Jafnframt óskar sveitarfélagið eftir upplýsingum um hvað ,,skömmu áður“ þýðir í þessu samhengi.
Í sama kafla, er bent á að frumathuganir og gögn gefi góðar vísbendingar um aðstæður og vindafar á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði. Máli sínu til stuðnings vísar framkvæmdaraðili til frumathugana sem átt hafa sér stað á Mosfellsheiði og er því haldið fram að góðar líkur séu á því að svipaðar vindaðstæður séu á hálendinu innan Brekku. Hvalfjarðarsveit telur afar mikilvægt að safna raungögnum á umræddu framkvæmdasvæði, ekki sé fullnægjandi að styðjast við gögn annars staðar frá. Bent er á veðurstöð í landi Þyrils, en þar getur orðið gríðarlega hvasst og vindhraði þar oft með því mesta á landinu. Ekki kemur fram í gögnum hvort slíkar aðstæður séu ákjósanlegar þegar velja skal stað fyrir vindmyllur.
Einnig kemur fram að nú þegar liggi vegslóðar að fyrirhuguðu framkvæmdasvæði, en skv. mynd á bls. 6 er aðkoman að vindorkugarðinum úr norðvestri. Óskar Hvaljarðarsveit eftir upplýsingum um hvort samþykkis landeigenda hefur verið aflað og aðkoman sé tryggð.
Mynd 3.2 sýnir vegi, vegslóða og göngu- og reiðleiðir sem liggja að fyrirhuguðu framkvæmdasvæði. Hvalfjarðarsveit vekur athygli á því að útivistar- og ferðafélög hafa skipulagt gönguferðir á Brekkukamb. Þá hefur útivistaráhugi almennings aukist mjög og margir leggja leið sína á fjallið. Ekki er merkt inn nein gönguleið á Brekkukamb á þessari mynd en úr því mætti bæta.
Í kafla 3.10 er fjallað um mannafla og tækjakost. Í kaflanum um nærsamfélag og byggð er sömuleiðis rætt um störf sem munu skapast en nokkuð óljóst er þó hvers konar störf og hversu mörg. Óskar sveitarfélagið eftir nánari upplýsingum um störf á framkvæmda- og rekstrartíma, byggt á gögnum um aðra vindorkugarða - og einnig hvað átt sé við þegar talað er um að störfin krefjist starfsfólks með reynslu, þ.e. hvernig reynslu og menntunar er krafist.
Í kafla 3.11 er talað um að sækja efni m.a. í námunni Snasa í Hvalfirði. Er óskað eftir nánari upplýsingum um þá námu, staðsetningu hennar, stærð o.fl.
Í kafla 3.12 er m.a. rætt um frágang að rekstrartíma loknum. Hver má áætla að verði rekstrartími vindorkugarðsins?
Varðandi verndarsvæði, vistkerfi, votlendi og vistgerðir sem hafa mjög hátt verndargildi, er ekki ásættanlegt að mati Hvalfjarðarsveitar, að vísa til þess að nú þegar liggi vegslóðar um votlendið. Framkvæmdirnar sem fyrirhugaðar eru í matsáætluninni, eru af þeirri stærðargráðu að huga þarf vel að verndun viðkvæmra og mikilvægra vistgerða, vistkerfa og ekki síður dýralífs, eins og fugla, en Hvalfjörður er afar mikilvægt búsvæði fyrir fugla. Þá er Ísland aðili að Bernarsamningnum um verndun villtra plantna og dýra og lífsvæða í Evrópu. Til viðbótar má nefna að í stefnumótunar- og leiðbeiningarriti Landverndar um virkjun vindorku á Íslandi, þá er lagst gegn því að vindorkuvirkjanir eða vindorkuver verði reist innan svæða á B- og C- hluta náttúruminjaskrár.
Varðandi fuglalíf sbr. kafla 4.3.2 „aðferðafræði umhverfismats“ í matsáætlun þar er tekið m.a. fram að „Vegna nálægðar fyrirhugaðs framkvæmdasvæðis við mikilvægt fuglasvæði m.a. fyrir fargesti þarf að vinna sérstaka fuglarannsókn á framkvæmdasvæðinu og áhrifasvæði framkvæmdarinnar gagnvart fuglalífi,?.“ Bls 22, örlítið neðar á sömu blaðsíðunni er svo fullyrt að: „Þar sem svæðið er ekki flokkað sem mikilvægt fuglasvæði er ekki gert ráð fyrir ratsjármælingum.“ Þetta stangast á, fuglar eru færanlegir og því er nauðsynlegt m.a. vegna nálægðar við mikilvægt fuglasvæði að þessar ratsjármælingar fari fram.
Varðandi sjónræn áhrif fyrirhugaðrar framkvæmdar s.s. áhrif á landslag, ásýnd og nærsamfélag og byggð, miðað við þær forsendur að fyrirhugað framkvæmdasvæði standi í 647 metra hæð og að vindmyllurnar geti orðið allt að 274 metrar, telur sveitarfélagið afar brýnt að þessum þáttum séu gerð góð skil við umhverfismatið. Mikilvægt er að lögð séu til grundvallar góð gögn sem auðveldi fólki að átta sig á umfangi framkvæmdarinnar út frá þessum sjónrænu þáttum, en ljóst er að sjónrænna áhrifa mun gæta langt út fyrir framkvæmdasvæðið.
Varðandi samráð og samtal við almenning, staðkunnuga og hagsmunaaðila vegna áætlaðra myndatökustaða, leggur sveitarfélagið ríka áherslu á slíkt samráð og óskar eftir nánari upplýsingum um það, þegar það liggur fyrir. Fljótt á litið virðist þurfa að fjölga myndatökustöðum vegna sýnileikagreiningar, þar sem sýnileiki vindmyllana er mjög mikill vegna hæðar þeirra og hversu hátt fyrirhugað framkvæmdasvæði liggur. Þá er aðeins óljóst í töflu 4.4. varðandi myndatökustað nr. 5. Þar segir „sumarhúsabyggð við Brekku“ en í rökum fyrir vali, segir Fornistekkur sumarhúsabyggð en Hvalfjarðarsveit bendir á að Fornistekkur er sumarhúsabyggð í landi Bjarteyjarsands. Hins vegar er einnig skipulagt frístundasvæði í landi Brekku og nokkur hús risin og sjálfsagt að myndatökustaður sé frá báðum hverfunum, enda nálægðin mikil. Hvalfjarðarsveit bendir einnig á önnur skipulögð frístundasvæði í sveitarfélaginu þar sem áhrifa vindmyllugarðsins gætir, svo sem í Svínadal og jafnvel víðar. Áhrif á þessi svæði þarf einnig að meta.
Í kaflanum um skuggaflökt, er aftur talað um sumarhúsabyggð við Fornastekk og við Kúhalla. Hvalfjarðarsveit bendir á að þarna vantar frístundabyggðina í landi Brekku og jafnvel fleiri svæði í Svínadal. Mikilvægt er að áhrif vegna skuggaflökts séu metin hvað varðar öll mannvirki í nágrenni við framkvæmdasvæðið.
Í kaflanum um hljóðvist er talað um að fyrirhugað framkvæmdasvæði sé óbyggt. Það er vissulega rétt, en áhrifanna mun gæta í byggð, enda föst búseta og frístundabyggðir í mikilli nálægð við fyrirhugað framkvæmdasvæði, eða í um 2km fjarlægð. Hvalfjarðarsveit óskar eftir nánari upplýsingum um hljóðvist á þessu stigi máls og rökum fyrir því að einungis skuli rannsaka hljóðvist á 1-2 vikna tímabili.
Í kafla 4.2.10 um ferðaþjónustu og útivist er fjallað um áfangastaði og þeir sýndir á mynd 4.10. Hvalfjarðarsveit bendir á að inn á þá mynd vantar alveg áfangastaði sunnan Hvalfjarðar, sem að öllum líkindum verða líka fyrir áhrifum af fyrirhugaðri framkvæmd. Þetta þarf að laga, bæta þessum stöðum inn á bæði kortið og í töflu 4.5.
Í kaflanum um fornleifar er talað um þessa helstu staði: Saurbæ, Ferstiklu, Katastaði og Katastaðakot. Katastaðir eru ekki í Hvalfjarðarsveit, en þar eru hins vegar Kalastaðir, Katanes og Kalastaðakot.
Í kaflanum um samráð eru tilteknir lögbundnir umsagnaraðilar og hagsmunaaðilar. Hvalfjarðarsveit telur rétt að fasteignaeigendur í nágrenni við framkvæmdasvæðið séu skilgreindir sem hagsmunaaðilar, þó þeir séu ekki með lögheimili í sveitarfélaginu. Á þetta við um sumarhúsaeigendur í nágrenni framkvæmdasvæðisins og mögulega aðra fasteignaeigendur, rekstraraðila og fyrirtæki þar sem áhrifa vindorkugarðsins mun gæta.
Hvað varðar leyfi sem framkvæmdin er háð, þá þarf framkvæmdaleyfi frá Hvalfjarðarsveit skv. 14.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig þarf byggingarleyfi frá byggingarfulltrúa skv. 9.gr. laga um mannvirki nr. 160/2010.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd Hvalfjarðarsveitar leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umsögnina.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir eftirfarandi tillögu nefndarinnar að umsögn um matsáætlun varðandi vindorkugarð í landi Brekku:
Hvalfjarðarsveit vill í fyrstu árétta stefnu sveitarfélagsins í aðalskipulagi, en eins og kemur fram í kafla 2.4 matsáætlunarinnar, þá er ekki gert ráð fyrir vindorkugarði í landi Brekku í gildandi aðalskipulagi 2008-2020. Nýtt aðalskipulag er á lokametrunum, en það gildir til ársins 2032. Í kafla 2.2 um umhverfi og yfirbragð byggðar segir m.a.: Utan þéttbýlis verður almennt haldið í dreifbýlisyfirbragð byggðar, s.s. eins og að byggingar verði ekki áberandi í landi vegna stærðar eða hæðar. Í kafla 2.4.6 um iðnaðarsvæði kemur fram að virkjanir yfir 200kW skulu að öllu jöfnu vera á skilgreindu iðnaðarsvæði. Í viðauka forsenduheftis er einnig að finna skýringaruppdrætti sem sýna friðlýst svæði þar sem vindmyllur skulu ekki vera staðsettar og svæði sem þarf að skoða sérstaklega, þ.e.a.s. mikilvæg fuglasvæði og óbyggð víðerni. Ekki er gert ráð fyrir iðnaðarsvæði á Brekkukambi. Svæðið er auk þess í nágrenni við skipulagða frístundabyggð, landbúnaðarsvæði, hverfisverndarsvæði og svæði á B-hluta náttúruminjaskrár. Það er því ljóst að hugmyndirnar sem kynntar eru í matsáætluninni myndu kalla á breytingar á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar. Almennt: Í kafla 1.1 kemur fram að samhliða vinnu við mat á umhverfisáhrifum verði valkostir varðandi tegund, uppröðun og staðsetningu vindmylla skoðaðir en vegna örrar tækniþróunar er nákvæm gerð og stærð vindmyllu ekki ákveðin fyrr en skömmu áður en sjálfar vindmyllurnar eru reistar. Hvalfjarðarsveit telur mikilvægt að þessar lykilupplýsingar liggi fyrir sem fyrst, enda þurfi að meta umhverfisáhrifin út frá þessum þáttum. Jafnframt óskar sveitarfélagið eftir upplýsingum um hvað ,,skömmu áður“ þýðir í þessu samhengi. Í sama kafla, er bent á að frumathuganir og gögn gefi góðar vísbendingar um aðstæður og vindafar á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði. Máli sínu til stuðnings vísar framkvæmdaraðili til frumathugana sem átt hafa sér stað á Mosfellsheiði og er því haldið fram að góðar líkur séu á því að svipaðar vindaðstæður séu á hálendinu innan Brekku. Hvalfjarðarsveit telur afar mikilvægt að safna raungögnum á umræddu framkvæmdasvæði, ekki sé fullnægjandi að styðjast við gögn annars staðar frá. Bent er á veðurstöð í landi Þyrils, en þar getur orðið gríðarlega hvasst og vindhraði þar oft með því mesta á landinu. Ekki kemur fram í gögnum hvort slíkar aðstæður séu ákjósanlegar þegar velja skal stað fyrir vindmyllur. Einnig kemur fram að nú þegar liggi vegslóðar að fyrirhuguðu framkvæmdasvæði, en skv. mynd á bls. 6 er aðkoman að vindorkugarðinum úr norðvestri. Óskar Hvaljarðarsveit eftir upplýsingum um hvort samþykkis landeigenda hefur verið aflað og aðkoman sé tryggð. Mynd 3.2 sýnir vegi, vegslóða og göngu- og reiðleiðir sem liggja að fyrirhuguðu framkvæmdasvæði. Hvalfjarðarsveit vekur athygli á því að útivistar- og ferðafélög hafa skipulagt gönguferðir á Brekkukamb. Þá hefur útivistaráhugi almennings aukist mjög og margir leggja leið sína á fjallið. Ekki er merkt inn nein gönguleið á Brekkukamb á þessari mynd en úr því mætti bæta. Í kafla 3.10 er fjallað um mannafla og tækjakost. Í kaflanum um nærsamfélag og byggð er sömuleiðis rætt um störf sem munu skapast en nokkuð óljóst er þó hvers konar störf og hversu mörg. Óskar sveitarfélagið eftir nánari upplýsingum um störf á framkvæmda- og rekstrartíma, byggt á gögnum um aðra vindorkugarða - og einnig hvað átt sé við þegar talað er um að störfin krefjist starfsfólks með reynslu, þ.e. hvernig reynslu og menntunar er krafist. Í kafla 3.11 er talað um að sækja efni m.a. í námunni Snasa í Hvalfirði. Er óskað eftir nánari upplýsingum um þá námu, staðsetningu hennar, stærð o.fl. Í kafla 3.12 er m.a. rætt um frágang að rekstrartíma loknum. Hver má áætla að verði rekstrartími vindorkugarðsins? Varðandi verndarsvæði, vistkerfi, votlendi og vistgerðir sem hafa mjög hátt verndargildi, er ekki ásættanlegt að mati Hvalfjarðarsveitar, að vísa til þess að nú þegar liggi vegslóðar um votlendið. Framkvæmdirnar sem fyrirhugaðar eru í matsáætluninni, eru af þeirri stærðargráðu að huga þarf vel að verndun viðkvæmra og mikilvægra vistgerða, vistkerfa og ekki síður dýralífs, eins og fugla, en Hvalfjörður er afar mikilvægt búsvæði fyrir fugla. Þá er Ísland aðili að Bernarsamningnum um verndun villtra plantna og dýra og lífsvæða í Evrópu. Til viðbótar má nefna að í stefnumótunar- og leiðbeiningarriti Landverndar um virkjun vindorku á Íslandi, þá er lagst gegn því að vindorkuvirkjanir eða vindorkuver verði reist innan svæða á B- og C- hluta náttúruminjaskrár. Varðandi fuglalíf sbr. kafla 4.3.2 „aðferðafræði umhverfismats“ í matsáætlun þar er tekið m.a. fram að „Vegna nálægðar fyrirhugaðs framkvæmdasvæðis við mikilvægt fuglasvæði m.a. fyrir fargesti þarf að vinna sérstaka fuglarannsókn á framkvæmdasvæðinu og áhrifasvæði framkvæmdarinnar gagnvart fuglalífi,?.“ Bls 22, örlítið neðar á sömu blaðsíðunni er svo fullyrt að: „Þar sem svæðið er ekki flokkað sem mikilvægt fuglasvæði er ekki gert ráð fyrir ratsjármælingum.“ Þetta stangast á, fuglar eru færanlegir og því er nauðsynlegt m.a. vegna nálægðar við mikilvægt fuglasvæði að þessar ratsjármælingar fari fram. Varðandi sjónræn áhrif fyrirhugaðrar framkvæmdar s.s. áhrif á landslag, ásýnd og nærsamfélag og byggð, miðað við þær forsendur að fyrirhugað framkvæmdasvæði standi í 647 metra hæð og að vindmyllurnar geti orðið allt að 274 metrar, telur sveitarfélagið afar brýnt að þessum þáttum séu gerð góð skil við umhverfismatið. Mikilvægt er að lögð séu til grundvallar góð gögn sem auðveldi fólki að átta sig á umfangi framkvæmdarinnar út frá þessum sjónrænu þáttum, en ljóst er að sjónrænna áhrifa mun gæta langt út fyrir framkvæmdasvæðið. Varðandi samráð og samtal við almenning, staðkunnuga og hagsmunaaðila vegna áætlaðra myndatökustaða, leggur sveitarfélagið ríka áherslu á slíkt samráð og óskar eftir nánari upplýsingum um það, þegar það liggur fyrir. Fljótt á litið virðist þurfa að fjölga myndatökustöðum vegna sýnileikagreiningar, þar sem sýnileiki vindmyllana er mjög mikill vegna hæðar þeirra og hversu hátt fyrirhugað framkvæmdasvæði liggur. Þá er aðeins óljóst í töflu 4.4. varðandi myndatökustað nr. 5. Þar segir „sumarhúsabyggð við Brekku“ en í rökum fyrir vali, segir Fornistekkur sumarhúsabyggð en Hvalfjarðarsveit bendir á að Fornistekkur er sumarhúsabyggð í landi Bjarteyjarsands. Hins vegar er einnig skipulagt frístundasvæði í landi Brekku og nokkur hús risin og sjálfsagt að myndatökustaður sé frá báðum hverfunum, enda nálægðin mikil. Hvalfjarðarsveit bendir einnig á önnur skipulögð frístundasvæði í sveitarfélaginu þar sem áhrifa vindmyllugarðsins gætir, svo sem í Svínadal og jafnvel víðar. Áhrif á þessi svæði þarf einnig að meta. Í kaflanum um skuggaflökt, er aftur talað um sumarhúsabyggð við Fornastekk og við Kúhalla. Hvalfjarðarsveit bendir á að þarna vantar frístundabyggðina í landi Brekku og jafnvel fleiri svæði í Svínadal. Mikilvægt er að áhrif vegna skuggaflökts séu metin hvað varðar öll mannvirki í nágrenni við framkvæmdasvæðið. Í kaflanum um hljóðvist er talað um að fyrirhugað framkvæmdasvæði sé óbyggt. Það er vissulega rétt, en áhrifanna mun gæta í byggð, enda föst búseta og frístundabyggðir í mikilli nálægð við fyrirhugað framkvæmdasvæði, eða í um 2km fjarlægð. Hvalfjarðarsveit óskar eftir nánari upplýsingum um hljóðvist á þessu stigi máls og rökum fyrir því að einungis skuli rannsaka hljóðvist á 1-2 vikna tímabili. Í kafla 4.2.10 um ferðaþjónustu og útivist er fjallað um áfangastaði og þeir sýndir á mynd 4.10. Hvalfjarðarsveit bendir á að inn á þá mynd vantar alveg áfangastaði sunnan Hvalfjarðar, sem að öllum líkindum verða líka fyrir áhrifum af fyrirhugaðri framkvæmd. Þetta þarf að laga, bæta þessum stöðum inn á bæði kortið og í töflu 4.5. Í kaflanum um fornleifar er talað um þessa helstu staði: Saurbæ, Ferstiklu, Katastaði og Katastaðakot. Katastaðir eru ekki í Hvalfjarðarsveit, en þar eru hins vegar Kalastaðir, Katanes og Kalastaðakot. Í kaflanum um samráð eru tilteknir lögbundnir umsagnaraðilar og hagsmunaaðilar. Hvalfjarðarsveit telur rétt að fasteignaeigendur í nágrenni við framkvæmdasvæðið séu skilgreindir sem hagsmunaaðilar, þó þeir séu ekki með lögheimili í sveitarfélaginu. Á þetta við um sumarhúsaeigendur í nágrenni framkvæmdasvæðisins og mögulega aðra fasteignaeigendur, rekstraraðila og fyrirtæki þar sem áhrifa vindorkugarðsins mun gæta. Hvað varðar leyfi sem framkvæmdin er háð, þá þarf framkvæmdaleyfi frá Hvalfjarðarsveit skv. 14.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig þarf byggingarleyfi frá byggingarfulltrúa skv. 9.gr. laga um mannvirki nr. 160/2010."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 3 Umhverfis-, skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd tekur jákvætt í fyrirspurnarerindið um að fella út kvöð um óbyggðar lóðir í Ártröð 10 og 12 en breyta þarf deiliskipulagi vegna málsins. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar og tekur jákvætt í fyrirspurnarerindið um að fella út kvöð um óbyggðar lóðir í Ártröð 10 og 12 en breyta þarf deiliskipulagi vegna málsins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
6.Viðauki vegna sameignarfélaga Hvalfjarðarsveitar.
2208028
Viðauki við fjárhagsáætlun 2022.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins í samræmi við 3. mgr. 20.gr. reglugerðar nr. 1212/2015. Breytingin tekur til þriggja sameignarfélaga og tveggja sameignarfyrirtækja Hvalfjarðarsveitar sem eru með ótakmarkaðri ábyrgð sveitarfélagsins. Þau eru færð inn í samantekin reikningsskil Hvalfjarðarsveitar miðað við hlutfallslega ábyrgð sveitarfélagsins, þ.e. færð er hlutdeild þeirra í einstökum liðum rekstrar og efnahags. Vísað er til meðfylgjandi fylgiskjals varðandi breytinguna en helstu áhrif hennar á samantekin reikningsskil fjárhagsáætlunar 2022 eru: Aukning rekstratekna um 549,3 millj. kr., hækkun rekstrargjalda um 517,7 millj. kr., hækkun rekstrarafkomu um 27,9 millj. kr. Hækkun eigna um 828,8 millj. kr., skulda um 106,7 millj. kr. og eigin fjár um 722,1 millj. kr. Hækkun veltufjár frá rekstri um 127,8 millj. kr., fjárfestingahreyfinga um 181,9 millj. kr. og nettó hækkun handbærs fjár um 71,1 millj. kr. þegar handbært fé í ársbyrjun 2022 hefur verið tekið inn."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins í samræmi við 3. mgr. 20.gr. reglugerðar nr. 1212/2015. Breytingin tekur til þriggja sameignarfélaga og tveggja sameignarfyrirtækja Hvalfjarðarsveitar sem eru með ótakmarkaðri ábyrgð sveitarfélagsins. Þau eru færð inn í samantekin reikningsskil Hvalfjarðarsveitar miðað við hlutfallslega ábyrgð sveitarfélagsins, þ.e. færð er hlutdeild þeirra í einstökum liðum rekstrar og efnahags. Vísað er til meðfylgjandi fylgiskjals varðandi breytinguna en helstu áhrif hennar á samantekin reikningsskil fjárhagsáætlunar 2022 eru: Aukning rekstratekna um 549,3 millj. kr., hækkun rekstrargjalda um 517,7 millj. kr., hækkun rekstrarafkomu um 27,9 millj. kr. Hækkun eigna um 828,8 millj. kr., skulda um 106,7 millj. kr. og eigin fjár um 722,1 millj. kr. Hækkun veltufjár frá rekstri um 127,8 millj. kr., fjárfestingahreyfinga um 181,9 millj. kr. og nettó hækkun handbærs fjár um 71,1 millj. kr. þegar handbært fé í ársbyrjun 2022 hefur verið tekið inn."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
7.Fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar 2023-2026.
2208038
Tíma- og verkáætlun vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun.
Lögð fram tíma- og verkáætlun vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða tíma- og verkáætlun vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2023 og þriggja ára áætlun."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða tíma- og verkáætlun vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2023 og þriggja ára áætlun."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
8.Siðareglur kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn, nefndum og ráðum á vegum Hvalfjarðarsveitar.
1409019
Siðareglur kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn, nefndum og ráðum á vegum Hvalfjarðarsveitar frá 25. september 2018 framlagðar. Siðareglurnar voru fyrst samþykktar af sveitarstjórn 9. september 2014 og staðfestar aftur af sveitarstjórn 25. september 2018. Í samræmi við 29. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 skal ný sveitarstjórn meta hvort ástæða sé til endurskoðunar þeirra. Ef niðurstaðan er sú að siðareglur þarfnist ekki endurskoðunar halda þær gildi sínu og skal tilkynna ráðuneytinu um þá niðurstöðu.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagðar siðareglur fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórn, nefndum og ráðum á vegum Hvalfjarðarsveitar og staðfestir þær með undirritun sinni, reglunum er vísað til kynningar í nefndum og ráðum á vegum sveitarfélagsins. Tilkynnt verður um þessa niðurstöðu til Innanríkisráðuneytisins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagðar siðareglur fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórn, nefndum og ráðum á vegum Hvalfjarðarsveitar og staðfestir þær með undirritun sinni, reglunum er vísað til kynningar í nefndum og ráðum á vegum sveitarfélagsins. Tilkynnt verður um þessa niðurstöðu til Innanríkisráðuneytisins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
9.Samstarfs- og málefnasamningur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
2208042
Samstarfs- og málefnasamningur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar framlagður.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagðan samstarfs- og málefnasamning sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagðan samstarfs- og málefnasamning sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
10.Erindi vegna Heiðarveitu.
2208041
Erindi frá Marteini Njálssyni og Dóru Líndal Hjartardóttur.
Erindið lagt fram.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn vísar erindinu áfram til Mannvirkja- og framkvæmdanefndar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn vísar erindinu áfram til Mannvirkja- og framkvæmdanefndar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
11.12. fundur stjórnar fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps.
2208039
Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.
Fundi slitið - kl. 15:51.