Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd
Dagskrá
Svenja N.V. Auhage boðaði forföll.
1.Flutningur fasteignaskrár og fasteignamats frá Þjóðskrá til HMS.
2206053
Tilkynning frá Þjóðskrá dags. 27.06.2022 um ný lög um flutning fasteignaskrár frá Þjóðskrá til HMS sem hafa verið samþykkt á Alþingi og tóku þau gildi 1. júlí síðastliðinn.
Lagt fram til kynningar.
2.Fornleifaathugun í Akurey í Grunnafirði.
2203039
Fornleifaathugun í Akurey í Grunnafirði.
Á 348. fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar sem haldinn var 22.3.2022 var samþykkt að sveitarfélagið geri fornleifaathugun / deiliskráningu fornminja í Akurey. Var samið við Fornleifastofnun Íslands um verkefnið.
Fornleifaathugun í Akurey í Grunnafirði í Hvalfjarðarsveit.
Á 348. fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar sem haldinn var 22.3.2022 var samþykkt að sveitarfélagið láti gera fornleifaathugun / deiliskráningu fornminja í Akurey. Var samið við Fornleifastofnun Íslands um verkefnið.
Eyjan hefur til mjög margra ára verið nýtt vegna hlunninda, m.a. af Leirárkirkju sem átti eyjuna fyrr á öldum. Þar var áður fyrr gamalt íbúðar- eða nytjahús (grjót- og torfbær). Eyjan er um 7,3 hektarar að stærð, einstök af gróður- og fuglalífi. Í eyjunni eru ýmiskonar rústir. Þar mótar m.a. fyrir vegghleðslum og/eða görðum. Þá var einnig í eyjunni steypt hús, líklega frá árinu 1920 til 1930 sem nú er hrunið.
Þá eru í eyjunni bátalægi, garðar og hleðslur, en í eyjuna voru vor og sumar sótt margskonar egg, æðardúnn, grös, hvannarætur og hey og einnig stunduð selveiði. Eyjan var fyrr á tíð heyjuð og hey flutt í land á hestum. Þangað var líka farið með lömb og hrúta á haustin til beitar. Þar voru tveir akrar, suður- og norðurakur, sem nafn hennar, Aurey, er dregið af. Umhverfis eyjuna er mikið af sel og syndir lax á leiðinni í Laxá í Leirársveit fram með álum hennar á vorin. Eyjan er mjög grösug og þar er töluvert af sjaldgæfum blómum og jurtum. Margt fleira má nefna.
Fornleifaathugun var gerð sumarið 2022 og voru alls skráðar 24 fornleifar í eyjunni á 16 minjastöðum. Hefur sveitarfélaginu þann 8. ágúst sl., verið afhent skrá með uppmælingum fornleifa í Akurey en unnið er að skýrslugerð og er stefnt að því að sú skýrsla verði kynnt sveitarfélaginu í haust 2022.
Á 348. fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar sem haldinn var 22.3.2022 var samþykkt að sveitarfélagið geri fornleifaathugun / deiliskráningu fornminja í Akurey. Var samið við Fornleifastofnun Íslands um verkefnið.
Fornleifaathugun í Akurey í Grunnafirði í Hvalfjarðarsveit.
Á 348. fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar sem haldinn var 22.3.2022 var samþykkt að sveitarfélagið láti gera fornleifaathugun / deiliskráningu fornminja í Akurey. Var samið við Fornleifastofnun Íslands um verkefnið.
Eyjan hefur til mjög margra ára verið nýtt vegna hlunninda, m.a. af Leirárkirkju sem átti eyjuna fyrr á öldum. Þar var áður fyrr gamalt íbúðar- eða nytjahús (grjót- og torfbær). Eyjan er um 7,3 hektarar að stærð, einstök af gróður- og fuglalífi. Í eyjunni eru ýmiskonar rústir. Þar mótar m.a. fyrir vegghleðslum og/eða görðum. Þá var einnig í eyjunni steypt hús, líklega frá árinu 1920 til 1930 sem nú er hrunið.
Þá eru í eyjunni bátalægi, garðar og hleðslur, en í eyjuna voru vor og sumar sótt margskonar egg, æðardúnn, grös, hvannarætur og hey og einnig stunduð selveiði. Eyjan var fyrr á tíð heyjuð og hey flutt í land á hestum. Þangað var líka farið með lömb og hrúta á haustin til beitar. Þar voru tveir akrar, suður- og norðurakur, sem nafn hennar, Aurey, er dregið af. Umhverfis eyjuna er mikið af sel og syndir lax á leiðinni í Laxá í Leirársveit fram með álum hennar á vorin. Eyjan er mjög grösug og þar er töluvert af sjaldgæfum blómum og jurtum. Margt fleira má nefna.
Fornleifaathugun var gerð sumarið 2022 og voru alls skráðar 24 fornleifar í eyjunni á 16 minjastöðum. Hefur sveitarfélaginu þann 8. ágúst sl., verið afhent skrá með uppmælingum fornleifa í Akurey en unnið er að skýrslugerð og er stefnt að því að sú skýrsla verði kynnt sveitarfélaginu í haust 2022.
Lagt fram til kynningar.
3.Drög að stefnu um verndun og rannsóknir á fornleifum og byggingararfi
2208007
Drög að stefnu um verndun og rannsóknir á fornleifum og byggingararfi.
Erindi dags. 20.07.2022 frá Minjastofnun Íslands þar sem óskað er álits hagsmunaaðila.
Fyrir rúmu ári síðan hófst vinna við stefnu um verndun og rannsóknir á fornleifum og byggingararfi. Nú hefur sú vinna skilað drögum að stefnuskjali og viljum við gjarnan fá álit hagsmunaaðila á þeim. Stefnuskjalinu fylgir einnig minnisblað um bátaarfinn, enda átti sér stað mikil umræða um hann í tengslum við vinnslu stefnunnar.
Rétt er að árétta að aðgerðaáætlun mun fylgja stefnunni þar sem aðgerðir verða útfærðar ítarlegar en gert er í meðfylgjandi stefnuskjali. Einnig á eftir að hanna endanlegt útlit stefnunnar og er uppsetning stefnuskjalsins nú til bráðabirgða.
Athugasemdir berist á póstfang asta@minjastofnun.is.
Erindi dags. 20.07.2022 frá Minjastofnun Íslands þar sem óskað er álits hagsmunaaðila.
Fyrir rúmu ári síðan hófst vinna við stefnu um verndun og rannsóknir á fornleifum og byggingararfi. Nú hefur sú vinna skilað drögum að stefnuskjali og viljum við gjarnan fá álit hagsmunaaðila á þeim. Stefnuskjalinu fylgir einnig minnisblað um bátaarfinn, enda átti sér stað mikil umræða um hann í tengslum við vinnslu stefnunnar.
Rétt er að árétta að aðgerðaáætlun mun fylgja stefnunni þar sem aðgerðir verða útfærðar ítarlegar en gert er í meðfylgjandi stefnuskjali. Einnig á eftir að hanna endanlegt útlit stefnunnar og er uppsetning stefnuskjalsins nú til bráðabirgða.
Athugasemdir berist á póstfang asta@minjastofnun.is.
Lagt fram til kynningar.
4.Umsögn um drög að nýrri reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra í samráðsgátt stjórnvalda.
2208004
Erindi dags. 14.07.2022 frá Innviðaráðuneyti þar sem vakin er athygli sveitarfélagsins á því að drög að reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra hefur verið sett í opið samráð í samráðsgátt stjórnvalda.
Sjá nánar: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=3237
Á 357. fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar var erindinu vísað til USNL nefndar.
Sjá nánar: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=3237
Á 357. fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar var erindinu vísað til USNL nefndar.
Lagt fram til kynningar.
5.Fyrirspurn um afstöðu til breytinga á skipulagi frístundabyggðar í landi Ölvers.
2208005
Erindi dags. 15.07.2022 frá Lagastoð þar sem spurst er fyrir um afstöðu sveitarfélagsins til breytinga á frístundabyggð í landi Ölvers, nánar tiltekið er varðar lóðina Ölver 41.
Fram kemur í bréfinu að lóðarhafi, hafi hug til þess að hafa fasta búsetu á svæðinu og vilji því kanna afstöðu sveitarfélagsins til þess að breyta skipulagi á þann hátt að honum
verði unnt að hafa þar lögheimili.
Því óskar hann eftir afstöðu sveitarfélagsins til þess að breyta skipulagi á þann hátt að landareign hans verði skipulögð sem íbúðarbyggð, en sé afstaða sveitarfélagsins til þess neikvæð óskar hann eftir afstöðu sveitarfélagsins til breytinga á skipulaginu þannig að það verði skilgreint sem landbúnaðarsvæði en lóðarhafi hefur stundað þar skógrækt skv. bréfinu.
Fram kemur í bréfinu að lóðarhafi, hafi hug til þess að hafa fasta búsetu á svæðinu og vilji því kanna afstöðu sveitarfélagsins til þess að breyta skipulagi á þann hátt að honum
verði unnt að hafa þar lögheimili.
Því óskar hann eftir afstöðu sveitarfélagsins til þess að breyta skipulagi á þann hátt að landareign hans verði skipulögð sem íbúðarbyggð, en sé afstaða sveitarfélagsins til þess neikvæð óskar hann eftir afstöðu sveitarfélagsins til breytinga á skipulaginu þannig að það verði skilgreint sem landbúnaðarsvæði en lóðarhafi hefur stundað þar skógrækt skv. bréfinu.
Í gildandi aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 og í nýrri tillögu aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2020-2032, sem bíður staðfestingar, er ekki gert ráð fyrir að lóðir í Ölveri breytist í íbúðarbyggð, né að þar séu tilteknum landeignum breytt í landbúnaðarland.
Landnotkun svæðisins er frístundabyggð þar með talið lóðin Ölver 41.
Með vísan til aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar er ekki vilji til að breyta landnotkun svæðisins og gefur nefndin því neikvæða umsögn vegna erindisins.
Landnotkun svæðisins er frístundabyggð þar með talið lóðin Ölver 41.
Með vísan til aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar er ekki vilji til að breyta landnotkun svæðisins og gefur nefndin því neikvæða umsögn vegna erindisins.
6.Fyrirspurn um lóð undir skemmu fyrir frístundaáhugamál
2208008
Erindi dags. 11.07.2022 frá Ómari L. Marteinssyni þar sem spurst er fyrir um lóð undir frístundaáhugamál.
Umhverfis-, skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd getur ekki orðið við erindinu þar sem lóðir undir frístundaáhugamál eru ekki til reiðu á vegum sveitarfélagsins til úthlutunar fyrir slíka starfsemi en telur hugmyndir um þesskonar svæði áhugaverðar.
7.Vindorkugarður í landi Brekku -Umsögn um matsáætlun.
2201026
Zephyr Iceland ehf. hefur sent Skipulagsstofnun matsáætlun um vindorkugarð í landi Brekku, skv. 21. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Óskað er eftir að sveitarfélagið gefi umsögn um matsáætlunina skv. 21. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 og 12. gr. reglugerðar nr. 1381/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Í umsögninni þarf eftir því sem við á að koma fram hvort sveitarfélagið hafi athugasemdir við það hvernig framkvæmdaraðili hyggst vinna að umhverfismati framkvæmdarinnar, út frá sínu starfssviði, svo sem um skilgreiningu valkosta, gagnaöflun, úrvinnslu gagna, umhverfismat og framsetningu umhverfismatsskýrslu. Einnig, ef á skortir, hvaða atriðum sveitarfélagið telur að gera þurfi frekari skil eða hafa þurfi sérstaklega í huga við umhverfismat framkvæmdarinnar. Leyfisveitendur skulu í umsögn sinni gera grein fyrir þeim leyfum sem eru á starfssviði þeirra og framkvæmdin er háð. Umsögnin óskast send Skipulagsstofnun á tölvupóstföngin: skipulag@skipulag.is og jakob@skipulag.
Skipulagsstofnun sendi sveitarfélaginu erindið þann 13.06.2022 en þar kom fram að frestur til að skila inn umsögn væri til 20. júlí sl., en vegna sumarleyfa fékk sveitarfélagið frest til að skila umsögninni.
Erindið var áður á dagskrá USNL-nefndar þann 20.06.2022, en á fundinum var samþykkt að fela skipulagsfulltrúa að gera umsögn sem lögð yrði fram á næsta fundi nefndarinnar.
Skipulagsstofnun sendi sveitarfélaginu erindið þann 13.06.2022 en þar kom fram að frestur til að skila inn umsögn væri til 20. júlí sl., en vegna sumarleyfa fékk sveitarfélagið frest til að skila umsögninni.
Erindið var áður á dagskrá USNL-nefndar þann 20.06.2022, en á fundinum var samþykkt að fela skipulagsfulltrúa að gera umsögn sem lögð yrði fram á næsta fundi nefndarinnar.
Zephyr Iceland ehf. hefur sent Skipulagsstofnun matsáætlun um vegna vindorkugarðs í landi Brekku í Hvalfjarðarsveit. Fyrirtækið áformar að láta reisa um það bil 50MW vindorkugarð á um 300ha svæði. Fyrirhugað er að reisa um 8-12 vindmyllur á Brekkukambi, í um 647 metra hæð yfir sjávarmáli.
Óskað er eftir að Hvalfjarðarsveit veiti umsögn um matsáætlun ofangreindrar framkvæmdar skv. 21. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 og 12. gr. reglugerðar nr. 1381/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Í umsögninni þarf eftir því sem við á að koma fram hvort umsagnaraðili hafi athugasemdir við það hvernig framkvæmdaraðili hyggst vinna að umhverfismati framkvæmdarinnar, út frá sínu starfssviði, svo sem um skilgreiningu valkosta, gagnaöflun, úrvinnslu gagna, umhverfismat og framsetningu umhverfismatsskýrslu. Einnig, ef á skortir, hvaða atriðum umsagnaraðili telur að gera þurfi frekari skil eða hafa sérstaklega í huga við umhverfismat framkvæmdarinnar. Leyfisveitendur skulu í umsögn sinni gera grein fyrir þeim leyfum sem eru á starfssviði þeirra og framkvæmdin er háð.
Tillaga að umsögn Hvalfjarðarsveitar um fyrirhugaðan vindorkugarð í landi Brekku:
Hvalfjarðarsveit vill í fyrstu árétta stefnu sveitarfélagsins í aðalskipulagi, en eins og kemur fram í kafla 2.4 matsáætlunarinnar, þá er ekki gert ráð fyrir vindorkugarði í landi Brekku í gildandi aðalskipulagi 2008-2020. Nýtt aðalskipulag er á lokametrunum, en það gildir til ársins 2032. Í kafla 2.2 um umhverfi og yfirbragð byggðar segir m.a.: Utan þéttbýlis verður almennt haldið í dreifbýlisyfirbragð byggðar, s.s. eins og að byggingar verði ekki áberandi í landi vegna stærðar eða hæðar. Í kafla 2.4.6 um iðnaðarsvæði kemur fram að virkjanir yfir 200kW skulu að öllu jöfnu vera á skilgreindu iðnaðarsvæði. Í viðauka forsenduheftis er einnig að finna skýringaruppdrætti sem sýna friðlýst svæði þar sem vindmyllur skulu ekki vera staðsettar og svæði sem þarf að skoða sérstaklega, þ.e.a.s. mikilvæg fuglasvæði og óbyggð víðerni. Ekki er gert ráð fyrir iðnaðarsvæði á Brekkukambi. Svæðið er auk þess í nágrenni við skipulagða frístundabyggð, landbúnaðarsvæði, hverfisverndarsvæði og svæði á B-hluta náttúruminjaskrár. Það er því ljóst að hugmyndirnar sem kynntar eru í matsáætluninni myndu kalla á breytingar á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar.
Almennt:
Í kafla 1.1 kemur fram að samhliða vinnu við mat á umhverfisáhrifum verði valkostir varðandi tegund, uppröðun og staðsetningu vindmylla skoðaðir en vegna örrar tækniþróunar er nákvæm gerð og stærð vindmyllu ekki ákveðin fyrr en skömmu áður en sjálfar vindmyllurnar eru reistar. Hvalfjarðarsveit telur mikilvægt að þessar lykilupplýsingar liggi fyrir sem fyrst, enda þurfi að meta umhverfisáhrifin út frá þessum þáttum. Jafnframt óskar sveitarfélagið eftir upplýsingum um hvað ,,skömmu áður“ þýðir í þessu samhengi.
Í sama kafla, er bent á að frumathuganir og gögn gefi góðar vísbendingar um aðstæður og vindafar á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði. Máli sínu til stuðnings vísar framkvæmdaraðili til frumathugana sem átt hafa sér stað á Mosfellsheiði og er því haldið fram að góðar líkur séu á því að svipaðar vindaðstæður séu á hálendinu innan Brekku. Hvalfjarðarsveit telur afar mikilvægt að safna raungögnum á umræddu framkvæmdasvæði, ekki sé fullnægjandi að styðjast við gögn annars staðar frá. Bent er á veðurstöð í landi Þyrils, en þar getur orðið gríðarlega hvasst og vindhraði þar oft með því mesta á landinu. Ekki kemur fram í gögnum hvort slíkar aðstæður séu ákjósanlegar þegar velja skal stað fyrir vindmyllur.
Einnig kemur fram að nú þegar liggi vegslóðar að fyrirhuguðu framkvæmdasvæði, en skv. mynd á bls. 6 er aðkoman að vindorkugarðinum úr norðvestri. Óskar Hvaljarðarsveit eftir upplýsingum um hvort samþykkis landeigenda hefur verið aflað og aðkoman sé tryggð.
Mynd 3.2 sýnir vegi, vegslóða og göngu- og reiðleiðir sem liggja að fyrirhuguðu framkvæmdasvæði. Hvalfjarðarsveit vekur athygli á því að útivistar- og ferðafélög hafa skipulagt gönguferðir á Brekkukamb. Þá hefur útivistaráhugi almennings aukist mjög og margir leggja leið sína á fjallið. Ekki er merkt inn nein gönguleið á Brekkukamb á þessari mynd en úr því mætti bæta.
Í kafla 3.10 er fjallað um mannafla og tækjakost. Í kaflanum um nærsamfélag og byggð er sömuleiðis rætt um störf sem munu skapast en nokkuð óljóst er þó hvers konar störf og hversu mörg. Óskar sveitarfélagið eftir nánari upplýsingum um störf á framkvæmda- og rekstrartíma, byggt á gögnum um aðra vindorkugarða - og einnig hvað átt sé við þegar talað er um að störfin krefjist starfsfólks með reynslu, þ.e. hvernig reynslu og menntunar er krafist.
Í kafla 3.11 er talað um að sækja efni m.a. í námunni Snasa í Hvalfirði. Er óskað eftir nánari upplýsingum um þá námu, staðsetningu hennar, stærð o.fl.
Í kafla 3.12 er m.a. rætt um frágang að rekstrartíma loknum. Hver má áætla að verði rekstrartími vindorkugarðsins?
Varðandi verndarsvæði, vistkerfi, votlendi og vistgerðir sem hafa mjög hátt verndargildi, er ekki ásættanlegt að mati Hvalfjarðarsveitar, að vísa til þess að nú þegar liggi vegslóðar um votlendið. Framkvæmdirnar sem fyrirhugaðar eru í matsáætluninni, eru af þeirri stærðargráðu að huga þarf vel að verndun viðkvæmra og mikilvægra vistgerða, vistkerfa og ekki síður dýralífs, eins og fugla, en Hvalfjörður er afar mikilvægt búsvæði fyrir fugla. Þá er Ísland aðili að Bernarsamningnum um verndun villtra plantna og dýra og lífsvæða í Evrópu. Til viðbótar má nefna að í stefnumótunar- og leiðbeiningarriti Landverndar um virkjun vindorku á Íslandi, þá er lagst gegn því að vindorkuvirkjanir eða vindorkuver verði reist innan svæða á B- og C- hluta náttúruminjaskrár.
Varðandi fuglalíf sbr. kafla 4.3.2 „aðferðafræði umhverfismats“ í matsáætlun þar er tekið m.a. fram að „Vegna nálægðar fyrirhugaðs framkvæmdasvæðis við mikilvægt fuglasvæði m.a. fyrir fargesti þarf að vinna sérstaka fuglarannsókn á framkvæmdasvæðinu og áhrifasvæði framkvæmdarinnar gagnvart fuglalífi,?.“ Bls 22, örlítið neðar á sömu blaðsíðunni er svo fullyrt að: „Þar sem svæðið er ekki flokkað sem mikilvægt fuglasvæði er ekki gert ráð fyrir ratsjármælingum.“ Þetta stangast á, fuglar eru færanlegir og því er nauðsynlegt m.a. vegna nálægðar við mikilvægt fuglasvæði að þessar ratsjármælingar fari fram.
Varðandi sjónræn áhrif fyrirhugaðrar framkvæmdar s.s. áhrif á landslag, ásýnd og nærsamfélag og byggð, miðað við þær forsendur að fyrirhugað framkvæmdasvæði standi í 647 metra hæð og að vindmyllurnar geti orðið allt að 274 metrar, telur sveitarfélagið afar brýnt að þessum þáttum séu gerð góð skil við umhverfismatið. Mikilvægt er að lögð séu til grundvallar góð gögn sem auðveldi fólki að átta sig á umfangi framkvæmdarinnar út frá þessum sjónrænu þáttum, en ljóst er að sjónrænna áhrifa mun gæta langt út fyrir framkvæmdasvæðið.
Varðandi samráð og samtal við almenning, staðkunnuga og hagsmunaaðila vegna áætlaðra myndatökustaða, leggur sveitarfélagið ríka áherslu á slíkt samráð og óskar eftir nánari upplýsingum um það, þegar það liggur fyrir. Fljótt á litið virðist þurfa að fjölga myndatökustöðum vegna sýnileikagreiningar, þar sem sýnileiki vindmyllana er mjög mikill vegna hæðar þeirra og hversu hátt fyrirhugað framkvæmdasvæði liggur. Þá er aðeins óljóst í töflu 4.4. varðandi myndatökustað nr. 5. Þar segir „sumarhúsabyggð við Brekku“ en í rökum fyrir vali, segir Fornistekkur sumarhúsabyggð en Hvalfjarðarsveit bendir á að Fornistekkur er sumarhúsabyggð í landi Bjarteyjarsands. Hins vegar er einnig skipulagt frístundasvæði í landi Brekku og nokkur hús risin og sjálfsagt að myndatökustaður sé frá báðum hverfunum, enda nálægðin mikil. Hvalfjarðarsveit bendir einnig á önnur skipulögð frístundasvæði í sveitarfélaginu þar sem áhrifa vindmyllugarðsins gætir, svo sem í Svínadal og jafnvel víðar. Áhrif á þessi svæði þarf einnig að meta.
Í kaflanum um skuggaflökt, er aftur talað um sumarhúsabyggð við Fornastekk og við Kúhalla. Hvalfjarðarsveit bendir á að þarna vantar frístundabyggðina í landi Brekku og jafnvel fleiri svæði í Svínadal. Mikilvægt er að áhrif vegna skuggaflökts séu metin hvað varðar öll mannvirki í nágrenni við framkvæmdasvæðið.
Í kaflanum um hljóðvist er talað um að fyrirhugað framkvæmdasvæði sé óbyggt. Það er vissulega rétt, en áhrifanna mun gæta í byggð, enda föst búseta og frístundabyggðir í mikilli nálægð við fyrirhugað framkvæmdasvæði, eða í um 2km fjarlægð. Hvalfjarðarsveit óskar eftir nánari upplýsingum um hljóðvist á þessu stigi máls og rökum fyrir því að einungis skuli rannsaka hljóðvist á 1-2 vikna tímabili.
Í kafla 4.2.10 um ferðaþjónustu og útivist er fjallað um áfangastaði og þeir sýndir á mynd 4.10. Hvalfjarðarsveit bendir á að inn á þá mynd vantar alveg áfangastaði sunnan Hvalfjarðar, sem að öllum líkindum verða líka fyrir áhrifum af fyrirhugaðri framkvæmd. Þetta þarf að laga, bæta þessum stöðum inn á bæði kortið og í töflu 4.5.
Í kaflanum um fornleifar er talað um þessa helstu staði: Saurbæ, Ferstiklu, Katastaði og Katastaðakot. Katastaðir eru ekki í Hvalfjarðarsveit, en þar eru hins vegar Kalastaðir, Katanes og Kalastaðakot.
Í kaflanum um samráð eru tilteknir lögbundnir umsagnaraðilar og hagsmunaaðilar. Hvalfjarðarsveit telur rétt að fasteignaeigendur í nágrenni við framkvæmdasvæðið séu skilgreindir sem hagsmunaaðilar, þó þeir séu ekki með lögheimili í sveitarfélaginu. Á þetta við um sumarhúsaeigendur í nágrenni framkvæmdasvæðisins og mögulega aðra fasteignaeigendur, rekstraraðila og fyrirtæki þar sem áhrifa vindorkugarðsins mun gæta.
Hvað varðar leyfi sem framkvæmdin er háð, þá þarf framkvæmdaleyfi frá Hvalfjarðarsveit skv. 14.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig þarf byggingarleyfi frá byggingarfulltrúa skv. 9.gr. laga um mannvirki nr. 160/2010.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd Hvalfjarðarsveitar leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umsögnina.
Óskað er eftir að Hvalfjarðarsveit veiti umsögn um matsáætlun ofangreindrar framkvæmdar skv. 21. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 og 12. gr. reglugerðar nr. 1381/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Í umsögninni þarf eftir því sem við á að koma fram hvort umsagnaraðili hafi athugasemdir við það hvernig framkvæmdaraðili hyggst vinna að umhverfismati framkvæmdarinnar, út frá sínu starfssviði, svo sem um skilgreiningu valkosta, gagnaöflun, úrvinnslu gagna, umhverfismat og framsetningu umhverfismatsskýrslu. Einnig, ef á skortir, hvaða atriðum umsagnaraðili telur að gera þurfi frekari skil eða hafa sérstaklega í huga við umhverfismat framkvæmdarinnar. Leyfisveitendur skulu í umsögn sinni gera grein fyrir þeim leyfum sem eru á starfssviði þeirra og framkvæmdin er háð.
Tillaga að umsögn Hvalfjarðarsveitar um fyrirhugaðan vindorkugarð í landi Brekku:
Hvalfjarðarsveit vill í fyrstu árétta stefnu sveitarfélagsins í aðalskipulagi, en eins og kemur fram í kafla 2.4 matsáætlunarinnar, þá er ekki gert ráð fyrir vindorkugarði í landi Brekku í gildandi aðalskipulagi 2008-2020. Nýtt aðalskipulag er á lokametrunum, en það gildir til ársins 2032. Í kafla 2.2 um umhverfi og yfirbragð byggðar segir m.a.: Utan þéttbýlis verður almennt haldið í dreifbýlisyfirbragð byggðar, s.s. eins og að byggingar verði ekki áberandi í landi vegna stærðar eða hæðar. Í kafla 2.4.6 um iðnaðarsvæði kemur fram að virkjanir yfir 200kW skulu að öllu jöfnu vera á skilgreindu iðnaðarsvæði. Í viðauka forsenduheftis er einnig að finna skýringaruppdrætti sem sýna friðlýst svæði þar sem vindmyllur skulu ekki vera staðsettar og svæði sem þarf að skoða sérstaklega, þ.e.a.s. mikilvæg fuglasvæði og óbyggð víðerni. Ekki er gert ráð fyrir iðnaðarsvæði á Brekkukambi. Svæðið er auk þess í nágrenni við skipulagða frístundabyggð, landbúnaðarsvæði, hverfisverndarsvæði og svæði á B-hluta náttúruminjaskrár. Það er því ljóst að hugmyndirnar sem kynntar eru í matsáætluninni myndu kalla á breytingar á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar.
Almennt:
Í kafla 1.1 kemur fram að samhliða vinnu við mat á umhverfisáhrifum verði valkostir varðandi tegund, uppröðun og staðsetningu vindmylla skoðaðir en vegna örrar tækniþróunar er nákvæm gerð og stærð vindmyllu ekki ákveðin fyrr en skömmu áður en sjálfar vindmyllurnar eru reistar. Hvalfjarðarsveit telur mikilvægt að þessar lykilupplýsingar liggi fyrir sem fyrst, enda þurfi að meta umhverfisáhrifin út frá þessum þáttum. Jafnframt óskar sveitarfélagið eftir upplýsingum um hvað ,,skömmu áður“ þýðir í þessu samhengi.
Í sama kafla, er bent á að frumathuganir og gögn gefi góðar vísbendingar um aðstæður og vindafar á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði. Máli sínu til stuðnings vísar framkvæmdaraðili til frumathugana sem átt hafa sér stað á Mosfellsheiði og er því haldið fram að góðar líkur séu á því að svipaðar vindaðstæður séu á hálendinu innan Brekku. Hvalfjarðarsveit telur afar mikilvægt að safna raungögnum á umræddu framkvæmdasvæði, ekki sé fullnægjandi að styðjast við gögn annars staðar frá. Bent er á veðurstöð í landi Þyrils, en þar getur orðið gríðarlega hvasst og vindhraði þar oft með því mesta á landinu. Ekki kemur fram í gögnum hvort slíkar aðstæður séu ákjósanlegar þegar velja skal stað fyrir vindmyllur.
Einnig kemur fram að nú þegar liggi vegslóðar að fyrirhuguðu framkvæmdasvæði, en skv. mynd á bls. 6 er aðkoman að vindorkugarðinum úr norðvestri. Óskar Hvaljarðarsveit eftir upplýsingum um hvort samþykkis landeigenda hefur verið aflað og aðkoman sé tryggð.
Mynd 3.2 sýnir vegi, vegslóða og göngu- og reiðleiðir sem liggja að fyrirhuguðu framkvæmdasvæði. Hvalfjarðarsveit vekur athygli á því að útivistar- og ferðafélög hafa skipulagt gönguferðir á Brekkukamb. Þá hefur útivistaráhugi almennings aukist mjög og margir leggja leið sína á fjallið. Ekki er merkt inn nein gönguleið á Brekkukamb á þessari mynd en úr því mætti bæta.
Í kafla 3.10 er fjallað um mannafla og tækjakost. Í kaflanum um nærsamfélag og byggð er sömuleiðis rætt um störf sem munu skapast en nokkuð óljóst er þó hvers konar störf og hversu mörg. Óskar sveitarfélagið eftir nánari upplýsingum um störf á framkvæmda- og rekstrartíma, byggt á gögnum um aðra vindorkugarða - og einnig hvað átt sé við þegar talað er um að störfin krefjist starfsfólks með reynslu, þ.e. hvernig reynslu og menntunar er krafist.
Í kafla 3.11 er talað um að sækja efni m.a. í námunni Snasa í Hvalfirði. Er óskað eftir nánari upplýsingum um þá námu, staðsetningu hennar, stærð o.fl.
Í kafla 3.12 er m.a. rætt um frágang að rekstrartíma loknum. Hver má áætla að verði rekstrartími vindorkugarðsins?
Varðandi verndarsvæði, vistkerfi, votlendi og vistgerðir sem hafa mjög hátt verndargildi, er ekki ásættanlegt að mati Hvalfjarðarsveitar, að vísa til þess að nú þegar liggi vegslóðar um votlendið. Framkvæmdirnar sem fyrirhugaðar eru í matsáætluninni, eru af þeirri stærðargráðu að huga þarf vel að verndun viðkvæmra og mikilvægra vistgerða, vistkerfa og ekki síður dýralífs, eins og fugla, en Hvalfjörður er afar mikilvægt búsvæði fyrir fugla. Þá er Ísland aðili að Bernarsamningnum um verndun villtra plantna og dýra og lífsvæða í Evrópu. Til viðbótar má nefna að í stefnumótunar- og leiðbeiningarriti Landverndar um virkjun vindorku á Íslandi, þá er lagst gegn því að vindorkuvirkjanir eða vindorkuver verði reist innan svæða á B- og C- hluta náttúruminjaskrár.
Varðandi fuglalíf sbr. kafla 4.3.2 „aðferðafræði umhverfismats“ í matsáætlun þar er tekið m.a. fram að „Vegna nálægðar fyrirhugaðs framkvæmdasvæðis við mikilvægt fuglasvæði m.a. fyrir fargesti þarf að vinna sérstaka fuglarannsókn á framkvæmdasvæðinu og áhrifasvæði framkvæmdarinnar gagnvart fuglalífi,?.“ Bls 22, örlítið neðar á sömu blaðsíðunni er svo fullyrt að: „Þar sem svæðið er ekki flokkað sem mikilvægt fuglasvæði er ekki gert ráð fyrir ratsjármælingum.“ Þetta stangast á, fuglar eru færanlegir og því er nauðsynlegt m.a. vegna nálægðar við mikilvægt fuglasvæði að þessar ratsjármælingar fari fram.
Varðandi sjónræn áhrif fyrirhugaðrar framkvæmdar s.s. áhrif á landslag, ásýnd og nærsamfélag og byggð, miðað við þær forsendur að fyrirhugað framkvæmdasvæði standi í 647 metra hæð og að vindmyllurnar geti orðið allt að 274 metrar, telur sveitarfélagið afar brýnt að þessum þáttum séu gerð góð skil við umhverfismatið. Mikilvægt er að lögð séu til grundvallar góð gögn sem auðveldi fólki að átta sig á umfangi framkvæmdarinnar út frá þessum sjónrænu þáttum, en ljóst er að sjónrænna áhrifa mun gæta langt út fyrir framkvæmdasvæðið.
Varðandi samráð og samtal við almenning, staðkunnuga og hagsmunaaðila vegna áætlaðra myndatökustaða, leggur sveitarfélagið ríka áherslu á slíkt samráð og óskar eftir nánari upplýsingum um það, þegar það liggur fyrir. Fljótt á litið virðist þurfa að fjölga myndatökustöðum vegna sýnileikagreiningar, þar sem sýnileiki vindmyllana er mjög mikill vegna hæðar þeirra og hversu hátt fyrirhugað framkvæmdasvæði liggur. Þá er aðeins óljóst í töflu 4.4. varðandi myndatökustað nr. 5. Þar segir „sumarhúsabyggð við Brekku“ en í rökum fyrir vali, segir Fornistekkur sumarhúsabyggð en Hvalfjarðarsveit bendir á að Fornistekkur er sumarhúsabyggð í landi Bjarteyjarsands. Hins vegar er einnig skipulagt frístundasvæði í landi Brekku og nokkur hús risin og sjálfsagt að myndatökustaður sé frá báðum hverfunum, enda nálægðin mikil. Hvalfjarðarsveit bendir einnig á önnur skipulögð frístundasvæði í sveitarfélaginu þar sem áhrifa vindmyllugarðsins gætir, svo sem í Svínadal og jafnvel víðar. Áhrif á þessi svæði þarf einnig að meta.
Í kaflanum um skuggaflökt, er aftur talað um sumarhúsabyggð við Fornastekk og við Kúhalla. Hvalfjarðarsveit bendir á að þarna vantar frístundabyggðina í landi Brekku og jafnvel fleiri svæði í Svínadal. Mikilvægt er að áhrif vegna skuggaflökts séu metin hvað varðar öll mannvirki í nágrenni við framkvæmdasvæðið.
Í kaflanum um hljóðvist er talað um að fyrirhugað framkvæmdasvæði sé óbyggt. Það er vissulega rétt, en áhrifanna mun gæta í byggð, enda föst búseta og frístundabyggðir í mikilli nálægð við fyrirhugað framkvæmdasvæði, eða í um 2km fjarlægð. Hvalfjarðarsveit óskar eftir nánari upplýsingum um hljóðvist á þessu stigi máls og rökum fyrir því að einungis skuli rannsaka hljóðvist á 1-2 vikna tímabili.
Í kafla 4.2.10 um ferðaþjónustu og útivist er fjallað um áfangastaði og þeir sýndir á mynd 4.10. Hvalfjarðarsveit bendir á að inn á þá mynd vantar alveg áfangastaði sunnan Hvalfjarðar, sem að öllum líkindum verða líka fyrir áhrifum af fyrirhugaðri framkvæmd. Þetta þarf að laga, bæta þessum stöðum inn á bæði kortið og í töflu 4.5.
Í kaflanum um fornleifar er talað um þessa helstu staði: Saurbæ, Ferstiklu, Katastaði og Katastaðakot. Katastaðir eru ekki í Hvalfjarðarsveit, en þar eru hins vegar Kalastaðir, Katanes og Kalastaðakot.
Í kaflanum um samráð eru tilteknir lögbundnir umsagnaraðilar og hagsmunaaðilar. Hvalfjarðarsveit telur rétt að fasteignaeigendur í nágrenni við framkvæmdasvæðið séu skilgreindir sem hagsmunaaðilar, þó þeir séu ekki með lögheimili í sveitarfélaginu. Á þetta við um sumarhúsaeigendur í nágrenni framkvæmdasvæðisins og mögulega aðra fasteignaeigendur, rekstraraðila og fyrirtæki þar sem áhrifa vindorkugarðsins mun gæta.
Hvað varðar leyfi sem framkvæmdin er háð, þá þarf framkvæmdaleyfi frá Hvalfjarðarsveit skv. 14.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig þarf byggingarleyfi frá byggingarfulltrúa skv. 9.gr. laga um mannvirki nr. 160/2010.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd Hvalfjarðarsveitar leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umsögnina.
8.Fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi - Ártröð 10 og 12
2206028
Erindi dags. 10.06.2022 frá Ragnari Auðunni Birgissyni og Guðmundu Kristinsdóttur. Spurst er fyrir um hvort heimilað verði að fella út kvöð um óbyggðar lóðir, Ártröð 10 og 12 í Svarfhólsskógi. Með erindinu fylgdi fyrirspurnarteikning frá THG Arkitektum.
Í breytingunni felst nánar tiltekið að felld er út kvöð lóðanna nr. 10 og 12 þar sem kemur fram að lóðirnar séu mýrlendi, óbyggðar í fyrstu, en síðan jafnvel til sameiginlegra nota. Í breytingunni felst að breyta lóðunum í byggingarlóðir með sömu skilmálum og gilda fyrir deiliskipulagssvæðið.
Í breytingunni felst nánar tiltekið að felld er út kvöð lóðanna nr. 10 og 12 þar sem kemur fram að lóðirnar séu mýrlendi, óbyggðar í fyrstu, en síðan jafnvel til sameiginlegra nota. Í breytingunni felst að breyta lóðunum í byggingarlóðir með sömu skilmálum og gilda fyrir deiliskipulagssvæðið.
Umhverfis-, skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd tekur jákvætt í fyrirspurnarerindið um að fella út kvöð um óbyggðar lóðir í Ártröð 10 og 12 en breyta þarf deiliskipulagi vegna málsins.
9.Umsókn um framkvæmdaleyfi - borholur fyrir kalt neysluvatn
2208022
Erindi dags. 07.07.2022 frá Panorama Glass Lodge ehf.
Sótt er um leyfi fyrir borun tilraunahola fyrir kalt neysluvatn.
Um er að ræða Lísuborgir í landi Hafnar.
Sótt er um leyfi fyrir borun tilraunahola fyrir kalt neysluvatn.
Um er að ræða Lísuborgir í landi Hafnar.
Skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjendur um málið og falið að afla frekari upplýsinga.
Fundi slitið - kl. 17:00.