Sveitarstjórn
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.
1.Sveitarstjórn - 333
2107003F
Fundargerðin framlögð.
2.Fræðslunefnd - 31
2106007F
Fundargerðin framlögð.
EÓG fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar.
EÓG fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar.
-
Fræðslunefnd - 31 Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2021 sem samsvarar kostnaði við 12% stöðugildi gæslumanns í skólabifreið fyrir haustönn 2021. Nefndin leggur jafnframt til að gert verði ráð fyrir stöðugildinu við gerð næstu fjárhagsáætunar - 2022 með vísan í Reglur um skólaakstur í grunnskóla Hvafjarðarsveitar sem samþykktar voru 24. september 2019.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun 2021 vegna 12% stöðugildis gæslumanns í skólabifreið fyrir haustönn 2021. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að vísa tillögu nefndarinnar um að gert verði ráð fyrir stöðugildinu í fjárhagsáætlun 2022 til þeirrar vinnu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
3.Fannahlíð.
2103129
Kauptilboð.
Á fundi sveitarstjórnar þann 13. apríl sl. samþykkti sveitarstjórn samhljóða, tillögu mannvirkja og framkvæmdanefndar að setja félagsheimilið Fannahlíð á söluskrá. Kauptilboð hafa borist í eignina.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að taka kauptilboði Magnúsar Jóns Engilberts Guðmundssonar að upphæð 51 milljón króna í félagsheimilið Fannahlíð sbr. meðfylgjandi kauptilboð. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að undirrita og ganga frá þeim atriðum sem út af standa vegna sölu fasteignarinnar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að taka kauptilboði Magnúsar Jóns Engilberts Guðmundssonar að upphæð 51 milljón króna í félagsheimilið Fannahlíð sbr. meðfylgjandi kauptilboð. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að undirrita og ganga frá þeim atriðum sem út af standa vegna sölu fasteignarinnar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.
4.Ráðning félagsmálastjóra
2009038
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.
"Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.
5.11. fundur stjórnar fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps.
2108006
Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.
Fundi slitið - kl. 15:10.