Fara í efni

Fræðslunefnd

31. fundur 05. ágúst 2021 kl. 16:30 - 17:45 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Dagný Hauksdóttir formaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Helga Jóna Björgvinsdóttir aðalmaður
  • Brynjólfur Sæmundsson ritari
  • Berglind Sigurðardóttir áheyrnafulltrúi
  • Þórdís Þórisdóttir áheyrnafulltrúi
  • Sigurbjörg Friðriksdóttir áheyrnafulltrúi
  • Berglind Ósk Jóhannesdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigríður Lára Guðmundsdóttir embættismaður
  • Eyrún Jóna Reynisdóttir embættismaður
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Líndal Hinriksdóttir Frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá
Formaður fræðslunefndar, Dagný Hauksdóttir vék af fundi undir lið 3- trúnaðarmál vegna vanhæfnis. Eyrún Jóna Reynisdóttir og áheyrnarfulltrúar viku einnig af fundi undir sama lið.

1.Reglur um styrki til nema í leikskólaliðanámi í Hvalfjarðarsveit

2103105

Endurskoðun á reglum.
Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.

2.Reglur um styrki til nema í leikskólakennarafræðum í Hvalfjarðarsveit

2103104

Endurskoðun á reglum.
Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.

3.Trúnaðarmál fræðslunefndar

2108003

Trúnaðarmál nr. 2108002
Fært í trúnaðarbók.

4.Erindi til fræðslunefndar- gæsla í skólabifreið

2108005

Beiðni um viðauka.
Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2021 sem samsvarar kostnaði við 12% stöðugildi gæslumanns í skólabifreið fyrir haustönn 2021. Nefndin leggur jafnframt til að gert verði ráð fyrir stöðugildinu við gerð næstu fjárhagsáætunar - 2022 með vísan í Reglur um skólaakstur í grunnskóla Hvafjarðarsveitar sem samþykktar voru 24. september 2019.

5.Snemmbær stuðningur í leikskóla með áherslu á málþroska og læsi - kynning til fræðslunefndar

2108001

Kynning til fræðslunefndar.
Fræðslunefnd þakkar fyrir áhugaverða kynningu.

6.Ársskýrsla Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar 2020-2021

2108004

Ársskýrsla kynnt.
Lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:45.

Efni síðunnar