Sveitarstjórn
Dagskrá
1.Sveitarstjórn - 299
2001004F
Fundargerðin framlögð.
2.Fræðslunefnd - 15
2001005F
Fundargerðin framlögð.
-
Fræðslunefnd - 15 Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umsókn um leikskóladvöl barna Soffíu Önnu Sveinsdóttur og Guðmundar G. Brynjólfssonar til þriggja mánaða í samræmi við 5. gr. Reglna Hvalfjarðarsveitar um kostnaðarþátttöku og leikskóladvöl barna utan lögheimilissveitarfélags. Með þeim fyrirvara að leikskólinn geti tekið á móti börnunum. Fyrir liggur samþykki á kostnaðarþátttöku lögheimilissveitarfélags.
Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um leikskóladvöl barnanna til þriggja mánaða í samræmi við 5.gr. reglna Hvalfjarðarsveitar um kostnaðarþátttöku og leikskóladvöl barna utan lögheimilissveitarfélags en samþykki á kostnaðarþátttöku lögheimilissveitarfélags liggur fyrir. Sveitarstjórn samþykkir inntöku barnanna með þeim fyrirvara að leikskólinn geti tekið á móti börnunum og að ekki þurfi að bæta við/fjölga starfsfólki vegna þess."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 15 Fræðslunefnd hefur áhuga á að fara stefnumótunarvinnu er snýr að Félagsmiðstöðinni 301 og Frístund. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að fela Fræðslunefnd og Fjölskyldunefnd að móta stefnu í íþrótta-, æskulýðs- og tómstundarmálum. Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og felur Fræðslunefnd og Fjölskyldu- og frístundanefnd að móta stefnu í íþrótta-, æskulýðs- og tómstundamálum."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 15 Í ljósi þess að erfiðlega hefur gengið að ráða í 50% stöðu matráðs við Leikskólann Skýjaborg og vegna þeirrar þróunar sem verið hefur í fækkun barna bæði í leik- og grunnskóla vill fræðslunefnd kanna möguleika á því að leysa málið á annan hátt. Ef ekki tekst að manna leggur fræðslunefnd til að gerð verði tímabundinn tilraun til að elda hádegisverðinn fyrir leikskólann í mötuneyti í Heiðarskóla og hann fluttur í hitakössum á milli starfsstöðva.
Nefndin leggur til að unnin verði að gerð verklags og það kostnaðarametið. Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fela leikskólastjóra, skólastjóra, frístunda- og menningarfulltrúa og skrifstofustjóra að vinna tillögu að verklagi og kostnaðarmati þess að hádegisverður fyrir leikskólann verði eldaður í grunnskólanum og fluttur í hitakössum á milli starfsstöðva. Tillagan og kostnaðarmatið verði lagt fyrir sveitarstjórn í mars nk."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Til máls tóku GJ, MN og LBP.
3.Beiðni um styrk til kaupa á fartölvu vegna sveitarstjórnarstarfa.
2001045
Erindi frá Rögnu Ívarsdóttur.
Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að styrkveiting til tölvukaupa til aðalfulltrúa í sveitarstjórn verði kr. 100.000.- á kjörtímabili gegn framvísun kaupnótu/reiknings. Sveitarstjóra er falið að bæta þessari samþykkt við Reglur Hvalfjarðarsveitar um laun sveitarstjórnarfulltrúa og nefndarmanna sem samþykktar voru í sveitarstjórn 28. nóvember 2017. Með þessari samþykkt fellur úr gildi sú ráðstöfun að aðalfulltrúar í sveitarstjórn fái afhenda spjaldtölvu til afnota."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Til máls tók GJ.
"Sveitarstjórn samþykkir að styrkveiting til tölvukaupa til aðalfulltrúa í sveitarstjórn verði kr. 100.000.- á kjörtímabili gegn framvísun kaupnótu/reiknings. Sveitarstjóra er falið að bæta þessari samþykkt við Reglur Hvalfjarðarsveitar um laun sveitarstjórnarfulltrúa og nefndarmanna sem samþykktar voru í sveitarstjórn 28. nóvember 2017. Með þessari samþykkt fellur úr gildi sú ráðstöfun að aðalfulltrúar í sveitarstjórn fái afhenda spjaldtölvu til afnota."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Til máls tók GJ.
4.Beiðni um endurgjaldslaus afnot af Miðgarði vegna þorrablóts.
2001046
Erindi frá Ungmennafélaginu Þröstum.
Ritari lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að veita Ungmennafélaginu Þröstum endurgjaldslaus afnot af félagsheimilinu Miðgarði laugardaginn 22. febrúar nk. vegna Þorrablóts félagsins. Leigutekjur að fjárhæð kr. 60.000 verði færðar sem leigutekjur á Miðgarð, deild 05052, lykil 0781 og á móti sem styrkur undir menningarmál á deild 05090, lykil 5115."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
DO vék af fundi undir umræðu og afgreiðslu málsins.
Til máls tók LBP.
"Sveitarstjórn samþykkir að veita Ungmennafélaginu Þröstum endurgjaldslaus afnot af félagsheimilinu Miðgarði laugardaginn 22. febrúar nk. vegna Þorrablóts félagsins. Leigutekjur að fjárhæð kr. 60.000 verði færðar sem leigutekjur á Miðgarð, deild 05052, lykil 0781 og á móti sem styrkur undir menningarmál á deild 05090, lykil 5115."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
DO vék af fundi undir umræðu og afgreiðslu málsins.
Til máls tók LBP.
5.Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar.
2001048
Ráðning slökkviliðsstjóra.
Jens Heiðar Ragnarsson hefur verið ráðinn slökkviliðsstjóri hjá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar.
Til máls tók LBP.
Til máls tók LBP.
6.Boðun XXXV. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga.
2001034
Fundarboð.
Fundarboðið framlagt en landsþingsfulltrúar verða boðaðir til þingsins með sérstöku bréfi, dagskrá og gögnum. Landsþingið verður haldið á Grand hótel, Reykjavík, fimmtudaginn 26. mars nk. Fulltrúi Hvalfjarðarsveitar á landsþinginu er Björgvin Helgason, oddviti, og til vara Daníel Ottesen, varaoddviti. Auk þess á Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri, seturétt á þinginu.
7.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur (EES-innleiðing), mál nr. 329-2019.
2001037
Umsögn frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Lögð fram og vísað til USN nefndar.
8.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda, nr. 116-2012, með síðari breytingum (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð), 457. mál.
2001047
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda, nr. 116/2012, með síðari breytingum (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð).
Lagt fram.
9.187. fundargerð Faxaflóahafna sf.
2001033
Fundargerðin framlögð.
Fundi slitið - kl. 15:34.
Björgvin Helgason og Ragna Ívarsdóttir boðuðu forföll.