Ölver og Móhóll - breyting á deiliskipulagi
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 27. mars 2024, að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Ölvers og Móhóls í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin nær til lóða Ölvers nr. 39, 40, 48 og ræktunarsvæðis. Nýrri lóð er bætt við þar sem áður var ræktunarsvæði. Ný lóð liggur upp að lóðinni Ölver 48 og fær nafnið Ölver 49, stærð 0,3ha. Á lóðinni verður heimilt að reisa eitt frístundahús allt að 160m2 auk gestahúss allt að 40m2, samtals að hámarki 200m2. Byggingarskilmálar eru þeir sömu og á lóðinni Ölver 48. Eystri lóðarlínu Ölvers 48 er hliðrað til vesturs, lóðin minnkar úr 0,63ha í 0,56ha, byggingarheimildir haldast óbreyttar en nýtingarhlutfall 0,36. Byggingarreitur lóðarinnar Ölver 39 stækkaður til austurs og byggingarreitur lóðarinnar Ölver 40 stækkaður til suðurs. Ræktunarsvæði minnkað og vatnsból fært til.
Deiliskipulagsbreytingin er til sýnis á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, að Innrimel 3, Hvalfjarðarsveit frá og með 17. maí 2024 til og með 28. júní 2024.
Ölver og Móhóll, deiliskipulagsbreyting
Skipulagsgögn eru einnig aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins https://www.hvalfjardarsveit.is og í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, www.skipulagsgatt.is.
Kynningarfundur verður auglýstur síðar á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar.
Hverjum þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna.
Frestur til að skila inn athugasemdum er 28. júní 2024.
Skila skal inn skriflegum athugasemdum, rafrænt í gegnum Skipulagsgátt, www.skipulagsgatt.is eða með bréfpósti á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, stílað á skipulagsfulltrúa, Innrimel 3, 301 Akranesi.
Skipulagsfulltrúi Hvalfjarðarsveitar