Móar - breyting á deiliskipulagi
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 10. júlí 2024 að auglýsa eftirfarandi skipulagsbreytingu:
Tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Móa í samræmi við ákvæði 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Skv. tillögunni verða skipulagsmörk færð til og bætt inn hnitum og málsetningum. Stærð skipulags-svæðisins er um 1,8 ha. Byggingarreitir B3 og B5, ásamt skilmálum þeirra breytast nokkuð. B3 - Í gildandi deiliskipulagi er heimilt að byggja allt að 60 m² gróðurhús. Breytingin felur í sér að færa byggingarreitinn norður, við hlið byggingarreits B1 og heimila stærð gróðurhússins í allt að 80 m². B5 - Í gildandi deiliskipulagi er heimilt að byggja 70 m² þjónustuhús. Breytingin felur í sér að breyta þjónustu- og veitingahúsinu í 4 íbúðir, um 25 m² hver íbúð, og þá auka byggingarheimildir úr 70m² í 100 m².
Ofangreind tillaga er auglýst á heimasíðu sveitarfélagsins og skipulagsgátt Skipulagsstofnunar (www.skipulagsgatt.is) frá 25. júlí – 5. september 2024.
Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillöguna á kynningartíma. Athugasemdum skal skilað inn rafrænt í skipulagsgáttina.
Ef óskað er nánari kynningar á tillögunni skal bóka tíma hjá skipulagsfulltrúa.
Deildarstjóri Umhverfis- og skipulagsdeildar Hvalfjarðarsveitar