Fara í efni

Sumarstörf hjá Hvalfjarðarsveit

Hvalfjarðarsveit óskar eftir að ráða í eftirfarandi sumarstörf sumarið 2025.

Umsjónaraðili Vinnuskóla.
Um er að ræða starf frá 21. maí til 15. ágúst.
Umsækjendur skulu vera 20 ára eða eldri.

Flokkstjóri Vinnuskóla.
Um er að ræða starf frá 21. maí til 15. ágúst.
Umsækjendur skulu vera 18 ára eða eldri.

Vinnuskólinn er bæði vinna og skóli, félagslega skapandi vinnustaður, með kennslu í almennri vinnuskólavinnu og skýrar reglur varðandi vinnuumhverfi.
Vinnuskólinn starfar við öll almenn verkefni sem lúta að umhirðu og snyrtingu sveitarfélagsins.

Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar nk. Umsóknareyðublöð eru aðgengileg á vef Hvalfjarðarsveitar og inn á alfred.is

Nánari upplýsingar eru veittar í gegnum netfangið hvalfjardarsveit@hvalfjardarsveit.is eða í síma 433-8500.

Hægt er að skoða fleiri störf hjá Hvalfjarðarsveit á heimasíðu sveitarfélagsins, hvalfjardarsveit.is