Fara í efni

Vorhreinsun 2023

Árleg vorhreinsun í Hvalfjarðarsveit verður samkvæmt neðangreindu og eru íbúar, sumarhúsaeigendur og rekstraraðilar hvattir til að taka til hjá sér fyrir sumarið. Almennt hefur vor- og sumartiltekt gengið vel og mælst vel fyrir og fólk hefur verið duglegt að nýta sér þessa þjónustu og vonumst við til að svo verði áfram.  

Á tímabilinu frá 16. maí til og með 29. maí verða gámar staðsettir í Melahverfi, Hlíðarbæ og Innnesi (í námu gegnt afleggjara að Ytra-Hólmi 1).  Vakin er athygli á breyttri staðsetningu gáma á Innnesi. Moltu geta íbúar sótt á malarplan við enda Bugðumels í Melahverfi.

Þurfi íbúar að losa sig við spilliefni, er þeim bent á að hafa samband við umhverfisfulltrúa eða skrifstofu Hvalfjarðarsveitar: s: 433 8500 / hvalfjardarsveit@hvalfjardarsveit.is / umhverfi@hvalfjardarsveit.is

Eftirfarandi gámar verða til staðar:

  • Gámur fyrir timbur.
  • Gámur fyrir járn og dekk.
  • Gámur fyrir gróðurúrgang.
  • Gámur fyrir almennan (óflokkaðan) úrgang.

Frá 1. júní – 31. ágúst gefst íbúum í dreifbýli kostur á að fá tvær gerðir af gámum til afnota í tvo sólarhringa.
Eftirfarandi gámar eru í boði, og þá þarf að panta með að minnsta kosti tveggja daga fyrirvara:

  • Gámur fyrir timbur.
  • Gámur fyrir járn og dekk.
  • Gámur fyrir gróðurúrgang.
  • Gámur fyrir almennan (óflokkaðan) úrgang.

Tímabil hreinsunarátaks í frístundabyggðum er frá 1. júní til 31. ágúst ár hvert og eru gámar í boði í 11 daga samfellt innan tímabilsins og getur forsvarsfólk frístundahverfa ákveðið tímasetningu í samráði við sveitarfélagið.
Eftirfarandi gámar eru í boði, og þá þarf að panta með a.m.k. viku fyrirvara:

  • Gámur fyrir timbur.
  • Gámur fyrir járn.
  • Gámur fyrir gróðurúrgang.

Allar pantanir þurfa að berast til Hvalfjarðarsveitar í síma 433-8500 eða með tölvupósti á netfangið hvalfjardarsveit@hvalfjardarsveit.is.

Lögð er áhersla á að aðilar kynni sér reglur áður en sótt er um gáma en þær má sjá á hér.

 

Umhverfisfulltrúi Hvalfjarðarsveitar