Vorhreinsun 2020
Nú fer að koma að hinni árlegu vorhreinsun í Hvalfjarðarsveit og eru íbúar, sumarhúsaeigendur og rekstraraðilar hvattir til að taka til hjá sér fyrir sumarið.
Á tímabilinu 20. maí til 8. júní verða gámar staðsettir í Melahverfi, Hlíðarbæ og Krosslandi.
- Gámur fyrir timbur
- Gámur fyrir járn og bíldekk
- Gámur fyrir gróðurúrgang
- Kör fyrir rafgeyma og spilliefni
Moltugámar verða í Melahverfi og Hlíðarbæ.
Frá 1. júní – 31. ágúst gefst íbúum í dreifbýli kostur á að fá tvær gerðir af gámum, timburgám, járn- og dekkjagám og /eða gróðurúrgangsgám senda heim í tvo sólarhringa. Þessa þjónustu þarf að panta með tveggja daga fyrirvara í síma 433-8500 eða á hvalfjardarsveit@hvalfjardarsveit.is
Íslenska Gámafélagið býður uppá þá þjónustu að losa íbúa Hvalfjarðarsveitar í dreifbýli við rafgeyma og spilliefni. Þessa þjónustu þarf að panta í síma 433-8500 og starfsmenn Íslenska Gámafélagsins munu koma og sækja.
Lögð er áhersla á að aðilar kynni sér reglur áður en sótt er um gáma.