Vorferð eldri borgara
23. maí 2023
Vorferðarlag eldri borgara (60 ára og eldri) verður farin miðvikudaginn 7. júní nk.
Farið verður um Borgarfjörð og fararstjóri verður Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri.
Lagt verður upp frá Stjórnsýsluhúsinu í Melahverfi og farið á Hvanneyri, síðan ökum við um Bæjarsveit og Reykholtsdal neðanverðan, komum við í Reykholti og síðan fram Hálsasveit og skoðum Hraunfossa og Barnafoss. Hádegismatur verður snæddur á Hótel Húsafelli Bistró. Að því loknu verður farið yfir Hvítá og um Kalmanstungu, niður Hvítársíðu og keyrt um Stafholtstungur og Þverárhlíð. Kvöldmatur verður síðan á sveitahótelinu á Hraunsnefi.
Brottför frá Stjórnsýsluhúsinu í Melahverfi kl 9:30 miðvikudaginn 7. júní nk.
Kostnaður við ferðina er kr. 10.000 pr. mann og greiðist við skráningu.
Skráning og greiðsla á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar fyrir 2. júní nk í síma 433-8500.
Innifalið í verðinu er rúta, hádegismatur og kvöldmatur.
Nánari upplýsingar veita Sigrún í síma 692-9381 og Ingibjörg í síma 867-2248.